Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 2. október 1966. Otgefandi: Sameiningarflokk'ur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýeingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 Iínur). Askriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Þunnt lýðræðislag Vrmsum þeim sem lásu Morgunblaðið og önnur málgögn Sjálfstæðisflokksins árin sem Hitler var að brjótast til valda í Þýzkalandi og þá ekki síður á valdatíma hans fram að heimsstyrjöldinni mun koma það einkennilega fyrir sjónir þegar þessi blöð tala nú um nazismann og valdatíma Hitl- ers sem eitt hið mesta böl. Oft hefur verið rifjað upp með beinum tilvitnunum að Mórgunblaðs- menn höfðu þá stundum annað til málanna að le£gja- Háttsettir menn úr Sjálfstæðisflokknum sóttu áróðursþing nazistanna og heimkomnir rit- uðu þeir stundum blaðagreinar og bæklinga til lofs og dýrðar nazis'funum þýzku. Þess má minn- ast að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson kaus Hitlers-Þýzkaland sér til ,,framhaldsnáms“ og hóf fyrir alvöru pólitísk- an feril sinn heimkominn úr því námi með því að bræða saman íslenzka nazistaflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn til sameiginlegs framboðs í bæjar- stjórnarkosningum í Reykjavík. Ýmsir aðalmenn íslenzku nazistanna hafa síðan orðið áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum og dyggustu meðreiðarmenn Bjarna til valda þar, eins og t.d. Birgir Kjaran, án þess að vitað sé að þeir hafi skipt um skoðun né álit á þýzka nazismanúm. Þessir menn hafa hvað efíir annað sveigt áróður Sjálfstæðisflokksins fyr- ir kosningar mjög í átt til nazistafyrirmynda og skipulagt svart varðlið Heimdallar við ýms tæki- færi. Allt hið skynsemdarsnauða í áróðri Morgun- blaðsins, hin alræmda „barátta gegn kommúnism- anum“ er hvort tveggja arfleifð frá Hitlersnazism- anum og eftiröpun bandarísks nýnazisma. Fyrr og síðar hefur lýðræðislagið reynzt þunnt á Sjálf- stæðisflokknum, hann hefur þá gripið til hvers konar ofbeldisaðgerða, þvingunarlaga gegn verka- lýðshreyfingunni og annarra álíka. Auðsæít mun verða þegar vel er rakin íslands- '?a þessara áratuga hvernig íslenzk alþýðu- samtök hafa stig af stigi neytt Sjálfstæðisflokkinn til að leggja meiri áherzlu á lýðræðisleg vinnu- brögð, áð'minnsta kosti í orði kveðnu. Hið þýzka form nazismans telur Morgunblaðið sýnilega ekki eiga sér viðreisnar von, og sé þá sjálfgert að sparka í hræið, þó samtímis sé gælt, við bandaríska ný- nazismann og vígorð Göbbels og McCarthys um „baráttu gegn kommúnismanum“ sé enn leiðar- stjarna Morgunblaðsins; það vígorð notað til að afsaka hvers konar svívirðingu og jafnvel stríðs- glæpi Bandaríkjaauðvaldsins í Víetnam. Enn mun rétt að treýsta hóflega lýðræðisorðræðum Sjálf- stæðisforingjanna, þær eru a.m.k. hjá sumum þeirra einungis þunnt yfirborðslag, sem endist því aðeins að alþýðusamtökin haldi áfram að kenna andsfæðingunum lýðræðislegar starfsaðferði): og þjóðin haldi áfram að draga úr áhrifum og völd- um Sjálfstæðisflokksins. Öll líkindi eru til að svo verði gert í næstu þingkosningum; svo margir virð- ast nú orðnir fullfrúa á nauðsyn þess að öflug sveifla til vinstri verði aðaleinkenni kosningaúr- slitanna 1967. — s. Skákþáttur TR: Frábær árangur Bobby Fischers Svo sem kunnugt er af frétt- um er nýlokið í Santa Monica í Kaliforníu skákmóti ársins ef svo mætti segja. Úrslit mótsins urðu þau að sovézki stórmeistarinn Boris Spassky bar sigur úr býtum eftir að hafa haft _ forystu meirihluta mótsins. í öðru sæti kom bandaríski stórmeistarinn Ro- bert Fischer sem hlaut 11 v. eða aðeins hálfum vinningi m'inna en Spassky. í þriðja sæti var svo Larsen með 10 v., 4.—5. Unzicher og Portisch 9%, 6.—7. Petrosjan! og Res- hevsky 9, 8. Najdorf 8, 9. Ivkov 6%, 10. Donner 6 v. Við skulum nú líta á eina snotra vinningsskák eftir Fischer úr þessu móti en hún er tefld í 10. umferð. Hvítt: R. Fischer. Svart: B. Ivkov. SIKILEYJARVÖRN. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 ----- (Fischer kýs að fefla kóngs- indverja með skiptum litum). 3. ----Rc6 4. g3 d5 ^ 5. Rld2 Bd6 6. Bg2 R8e7 . 7. 0—0 0—0 8. Rh4----------- (Fischer bíður ekki boðanna heldur ræðst beint á kóngs- stöðu andstæðingsins). 8. ----------- b6 9. f4 dxe4 10. dxc4 • - Ba6 11. Hel c4. 12. c3 Ra5? (Algjörlega tilgangslaus leik- ur, mun betra var að leika Bc5f, Dc7 og síðan Had8, þótt hvítur standi vissulega betur eftir sem áður). 13. e5 Bc5t 14. Khl Rd5 15. Re4 Bb7 16. Dh5 Re7 17. g4 Bxe4 (Það að Ivkov telur sig neyddan til þessara uppskipta sýnir bezt hve miklir yfirburð- 22. Rxg6 Dd7 (Svartur má auðvitað ekki þiggja riddarann). 23. Rf4 Had8 24. Rh5 Kh8 25. Rf6 Rxf6 26. exf6 Hg8 27. Bf4 Hxg4 28. Hadl Hag8 (Síðasta hálmstráið). 29. f7! Gefið. Varla er lokið einvígum um heimsmeistaratitilinn þegar ný svæðamót hefjast. Á svæði X. (A-Asía) sigraði O. Savagsu (Nýja Sjáland) 6% v., 2. Nav- anja (Filipseyjar) 6 v., o. sv. frv. Þátttakendur voru alls 10. Á S.-Ameríku svæðinu urðu efstir og jafnir þeir Bolbochan, Panno, Foguelmann (allir Arg- entínu) og fjórtán ára gamall Brasilíumaður H. Mecking, hlutu þeir 12%, 5.—6. García og Schweber 10%. Jón Þ. Þór. Innritun í haustmót Taflfé- lags Reykjavíkur fer fram í skrifstofu félagsins að Freyju- götu 27 n.k. þriðjudag, fimmtu- dag og föstudag eftir kl. 20. ir hvíts eru orðnir). 18. Bxe4 gG 19. Dh6 Rd5 20. f5 He8 21. fxg6 fxg6 „Inez“ geisar enn á Karíbahafi SANTO DOMINGO 29/9 — Felli- bylurinn Inez sem í fyrradag olli gífurlegu tjóni á 'eynni Guade- loupe skall í dag á San Domin- go og var vindhraðinn þá 250 km á klst. Hann jaínaði heil þórp við jörðu, reif hundruð trjáa upp með rótum og stór- spillti uppskeru. Enn er ekki vitað um fleiri en þrjá menn sem beðið hafa bana. Á Guade- loupe varð fellibylurinn 23 mönn- um að bana. Nýtf Afríkuríki í dag, Botswana GABERONES 29/9 — í dag bættist enn eitt lýðveldið í hóp Afríkuríkja, Botswana, áður brezka nýlendan Betchuanaland. Það er bæði strjálbýlt og fá- tækt land, eitt það fátækasta í allri Afríku, ekki sízt vegna hinna miklu þurrka sem þar hafa verið undanfarin sjö ár. Á þriðjudaginn fær nýlendan Basutoland sem alveg er um- kringd af Suður-Afriku sjálf- stæði og tekur nafnið Lesotho. Tvö bílslys Tvö umferðarslys urðu I bæn- um á föstud., það fyrra rétt fyrir kl. 5 á horni Hringbrautair og Biæðraborgarstígs, þar varð átta ára stúlka, Anna Olafsdóttir, fyrir bíl og fékk talsvert höfuð- högg Og skurð á enhi. Kl. hálf- sex - varð Ingibjörg Þorleifsdótt- ir fyrir bíl á mótum Vitastígs og Hverfisgötu og var hún flutt á Slysavarðstofuna, talin hafa fót- brotnað. EINKAUMBOÐ [ MARS TRADING SIMI 17373 Útboð á hita- og hreinlætislögnum Tilboð óskast í hita- og hreinlætislagnir fyrirhug- aðra póst- og símahúsa á HELLU, BRÚARLANDI BÍLDUDAL og SUÐUREYRI. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu símatæknideild- ar Landsímahúsinu. 4. hæð, eða til viðkomandi símastjóra. Tilboðin verða opnuð á skrifstolu símatækxrideild- ar, miðvikudaginn 12. október 1966, kl. 11. Póst- og símamálastjómin, — 30. 9. 1966. HÍÍIIIHI ArabellaC-Stereo L B UÐlK Leiíturbæfeur Fátækt, eftir M. Wilkins, í þýðingu Ara Arnalds. — Ari Arnalds var meðal mikilhæfustu manna sinnar tíðar, skarpgáfaður og lærður vel. Er það næg trygging fyrir gildi sögunnar og handbragði þýðingarinnar. — Kr. 180.00. Prestskonan, eftir Guðmund Jónsson. — Guðmundur Jónsson er sérstæður maður. Aðalatvinna hans er garð- yrkjustörf. En hann á sér mörg hugðarefni. Guðmundur hefur á síðari árum beitt sér fyrir stofnun minningarlunda, og gengur að fram- kvæmd þess með oddi og egg. Að hans frum- kvæði hefur nokkrum af okkar«beztu mönnum verið reistir bautasteinar. Og fleira hefur hann gott gert. — Ummæli um bækur hans hafa verið góð. Til dæmis segir síra Benjamín Krist- jánsson: „Ýmsar setningar eru svo snjaliar, að vel sæmdi hverjum miklum rithöfundi". Og hann nefnir nokkur dæmi. „Hann beið heim- komu konu sinnar með jafnmikilli óþréyju og sakamaður biður dóms". „Hann kyssti haria með jafnmikilli áfergju og svangur hundur rif- ur í sig góðmeti". — Engum þarf að leiðast, sem les þessa bók. Guðmundar. — Kr. 150.00. Molil, leikrit i sjö þáttum eftir Sigurð Róbertsson. — Þetta er níunda bók Sigurðar, og jafnframt þriðja leikrit hans. Leikritið var flutt í Útvárpið 1965 og fékk þá ágæta dóma. — Kr. 180.00. Ilúsið dnlarfnlla, eftir Craig Rice og Ed. McBaine. Þýðandi Herborg Gestsdóttir. — Eins og nafnið bendir til er þetta dularfull saga og spennandi. — Ýmsir leyndar- dómar bókarinnar bíða úrlausnar, áður en kom- ið er i örugga höfn. — Kr. 180.00. Rrædnrnir, eftir Karen Plovgaard. Þýðandi Sigurður Þor- steinsson. — Sagan er byggð á sögnunum um landnám Grænlands. Bræðumir eru þeir Þor- steinn og Leifur, synir Eiríks rauða. — Sagan er vel rituð og skemmtileg fyrir unga og gamla. — Kr. 125.00. Hin göanln kynni, eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. — 1 bókinni eru 9 sögur, skrifaðar á liðlegu máli og vel með efnið farið. Rétt er að veita þessum höfundi athygli. Eftir þessari fyrstu bók hennar má nrikils af henni vænta. Kr. 150.00. Sfóra ævintýrabnkin - Kinu sinnl var ... Hér kemur aímæiis- og jólagjöfin handa böm- um og unglingum. Stór og skínandi falleg ævin- týrabók. 1 henni eru 23 ævintýri, öll skreytt fallegum myndum. — Bókin er bundin I skraut- band. — Kr. 260.00. Mary Poppins, eftir P. L. Travers. Myndir eftir Mary Shepard. Þetta er sagan, sem nú er á hvers manns vör- um. Ævintýrið fer sem eldur i sinu, vekur alls staðar ánægju og gleði. Bókin kom út nokkr- um dögum fyrir jól í fyrra, en i band komust aðeins nokkur eintök. Nú fæst bókin i öllum búðum. — Kr. 150.00. Todda kvcdur Island, eftir Margréti Jónsdóttur.— Ekki þarf að kynna Margréti Jónsdóttur. Hún er ein af vinsælustu höíundum okkar, hvort sem er heldur í bundnu eða óbundnu máli. Sögumar af Toddu Utlu eiga vini um allt land og nýir bætast daglega í hópinn. — Kr. 92.50. Bjart cr um licrnskunnar leid, Söngtextar fyrir böm og unglinga eftir Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum. í bókinni eru 15 ljóð handa börnum og unglingum að læra og syngja í skólum og við leika. — FaUegar myndir prýða bókina. — Kr. 40.00. Svo cru vinsæln bókaflokkarnir: KIM og ósýnilegi maðurinn. — Kr. 110.00. Fjársjóður í Silfurvatni, seinna bindið. Kr. 125.00. BOB MORAN: Guli Skugginn. — Kr. 125.00. BOB MORAN: Eyðimerkurrotturnar. Kr. 125.00. ZORRO SIGRAR AÐ LOKUM (8. og síðasta bókin í fiokknum). — Kr. 100.00. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.