Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 12
I Unnið af kappi á Húsavík við út- flutningshöfn fyrir kísilgúrínn ^wsto^sw^v; w % wv v \v • • • ÍMln \ x •'' ,, , ' |S|| : Tk ’TS- Uppfyllingarefninu ýtt niður úr Húsavíkurhöfða. Myndimar tók ljósmyndari Þjóðv., Ari Kárason, fyrir nokkrum dögum. Í' - ; Ííilii# ., , • ' •ií'y-rfy- .v'' 'íi'" KZ'"; J MmiMMÍlIÉPi ;; .•;.-. -.■ Hér sést fremst á myndinni hluti af garðinum sem verður kringum uppfyllinguna. Karlmannaskór * / Tökum upp í fyrramálið nýja sendingu af þýzkum karlmannaskúm F.á GALLUS Höfum einnig fyrirliggjandi úrval af ódýrum vinnuskóm Laugavegi 100. Á Húsavík er nú unnið af fullum krafti við hafnarfram- kvæmdir þær sem Húsavík- urbær hefur tekið að sér fyr- ir bandaríska kísiliðjufyrir- tækið Johns-Manville, eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum verður útflutnings- höfn kísilgúrsins úr Mý- vatnssveit á Húsavík. Þar sem undirlendi er mjög takmarkað við höfnina á Húsa- vík er fyrirhugað að gera mikla hafnaruppfyllingu undir Húsa- víkurhöfða og fagr sölufélag kís- iliðjunnar þar á leigu 11500 fer- metra lóð til tuttugu ára og ætlar að reisa á uppfyllingunni tvær gríðarmiklar vöruskemm- ur. Það er Hafnarsjóður Húsa- vikur sem hefur tekið að sér framkvæmdirnar og er áætlað- ur kostnaður við uppfyllingu og hafnargerð um 4,5 miljónir króna. Verkstjóri við hafnaruppfyll- inguna er Sveinn Júlíusson og sagði hann í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær að -sjálfur garðurinn kringum uppfyllinguna væri nú rúmlega hálfnaður og verið að ýta niður höfðanum. Verkið hef- ur gengið sarrikvæmt áætlun, sagði hann, og reyndar heldur betur, en við þetta vinna að jafnaði 6—7 menn. Svo framar- lega sem veður leyfir verður verkinu lokið um mánaðamótin nóvember deseniber. Sveinn sagði að engin hætta væri á að uppfyllingin sigi, en ef mikill sjógangur yrði í vet- ur gæti mokazt uppúr henni. Bygging fyrri vöruskemmunnar hefst næsta sumar, en þá síð- ari er áætlað að reisa 1971. „Uppstigning" æfð í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið æfir nú af kappi Uppstigningu eftir prpfessor Sigurð Nordal og er ráðgert að leikritið verði frumsýnt um miðja næstu viku. Er leikritið tekið til sýningar nú í tilefni af 80 ára afmæli höfundarins nú í haust. Með aðalhlutverkin í leiknum fara Erlingur Gislason og Bríet Héðinsdóttir og sjást þau hér á myndinni í hlutverkum sínum á æfingu í fyrradag, en þá var höfundurinn viðstaddur í fyrsta sinn. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Fiskiöjusamlags Húsavíkur , / í siunar voru teknar i notk- un tvær hæðir í hinni nýju, myndarlegu byggingu Fisk- iðjusamlags Húsavíkur, sem sést hér á myndinni, og er nú unnið þar við aðgerð á neðstu hæð, en vinnusalur er á 2/ hæð. Tvær efri hæðimar eru enn óinnréttaðar, á 3. hæð á að koma snyrting og kr/fi- salur fyrir starfsfólkið ásamt skrifstofum og geymslum, en óákveðið er enn til hvers sú 4. verður notuð. Húsið er teiknað af Sig- valda Thordarsyni og byggt af Trésmíðaverkstæðinu Borg. Grunnflötur þess er um 480 fermetrar. Hjá Fiskiðjusamlaginu vinna að jafnaði um 40 manns og það eru eingöngu heima- bátar sem leggja upp aflann, bæði triliur og stærri dekk- bátar, uppí 22 tonn. Samlag- ið er hlutafélag og standa að því Húsavíkurbær, kaupfé- iagið og einstaklingar. (Ljósm. Þjóðv. A. K.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.