Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.10.1966, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN er tvö blöð 20 síður í dog - BLAÐ I Sinfóníu- og jazztónleikar í dag kl. 3 í dag kl. 3 efnir Sinfónáuhljómsveit íslands til fyrstu sunnudagstónleika sinna á þessu starfsári og eru þeir að þessu sinni haldnir í samvinnu við Jazzklúbb Reykjavíkur. Á efnisskránni eru fjölmörg verk: Lundúnarsvítan eft- ir Coates, Negrasálmur eftir Gould, Konsert eftir Lieberman og Improvisa- sjónir eftir Dankworth. Leikur jazz- hljómsveit með Sinfóníuhljómsveitinni í tveim seinni verkunum. Mun mörgum vafalaust leika forvitni á að heyra hvemig Sinfóníunni ferð það úr hönd- um að leika jazz. \ Yanskil borgarsjóðs eru tugmiljónir □ Eftir margra vikna þögn viðurkenndi Geir Hall-V grímsson borgarstjóri loks í fréttaauka ríkisútvarps- ins í fyrrakvöld að höfuðborgin hefði átt og ætti í miklum greiðsluörðugleikum. Kvað hann vanskilin nema tugum miljóna króna. Geir afsakaði þetta ófremdarástand með skýringum í fjórum liðum. í fyrsta lagi kvað hann innheimtu hafa gengið mun verr en í fyrra. í annan stað hefði borgarsjóður greitt í ár 6—7 milj- ónir króna vegna bæjarútgerðarinnar. í þriðja lagi hefði fjárhags- áætlun þessa árs verið miðuð við kaupgjald og verðlag í nóvem- er í fyrra, líkt og ráðamenn borgarinnar hafi ekki enn haft j spurnir af verðbólguþróuninni á íslandi! Og í fjórða lagi hafi borginni ekki tekizt að fá nein aukin rekstrarlán. Borgarstjórinn bar til baka þá kenningu að fjárhagsvandræðin nú stöfuðu af ó- hagkvæmum sýndarframkvæmdum fyrir kosningar, en allir borg- arbúar hafa samaniburðinn á framkvæmdunum þá og nú fyrir augum. Haldlausar afsakanir borgarstjóra Afsakanir Geirs Hallgrímssonar á hinum stórfelldu vanskilum borgarsjóðs standast að sjálfsögðu engan veginn. Til þess eru kosnir forastumenn borgarmála og ráðnir embættismenn, að þeir hafi stjórn á borgarmálefnum, hafi yfirlit yfir tekjur og gjöld, hagi framkvæmdum í samræmi við greiðslugetu og stjórni borg- inni þannig að hún hafi eðlilegt lánstraust og geti fengið rekstr- arlán. Þegar borgarstjóri kveðst ekki hafa haft vald á þessum málum er hann ekki að lýsa neinum óvæntum örðugleikum, held- ur getuleysi ráðamanna borgarinnar. Hvers vegna í Ríkisútvarpinu? Það verður að teljast ákaflega óeðlilegt að Geir Hallgrímsson skyldi hafa fengið að flytja varnarræðu sína á vegum ríkisút- varpsins. Gagnrýnin á fjármálastjórn borgarinnar hefur fyrst og ■ pp I' VvWv.' ■> .-vHwv. •:• ■■• ' ; ' N 0 . V - V :• >... ’ . , ,:> x' fremst komið fram hér í Þjóðviljanum, og að eðlilegum hætti hefði Morgunblaðið átt að svara fyrir borgarstjóra sinn. Það hef- ur blaðið hins vegar látig ógert af einhverjum dularfullum ástæð- um, en hins vegar fær hann ríkisútvarpið í þjónustu sína. Má ef til vill vænta þess að fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn fái svipaðan aðgang að útvarpinu eftirleiðis? Grein um guðleysi eftir Lagercrantz er ó bls. 6 Þjónusta við bílaeigendur ........ ■■ ...... .. .' • ••■■• >. Engin bilbugur á fjármálaráðuneytinu: Reynt að halda uppi loft- skeytaþjónustu í Gufunesi ★ í aukablaðl Þjoðviljans í dag eru kynntir nýjustu bílarnir sem hér eru á markaðnum. ★ Rætt er við bílstjóra sem ekið hefur leigubíl í Rvik í 40 ár. ★ Sagt er frá starfi nokk- urra manna sem bíleigend- ur eiga viðskipti við. ★ Hér á myndinni sést einn þeirra manna sem veita bíleigendum þjónustu. ★ Hann heitir Guðmundur Sveinbjamarson, kom til Reykjavíkur sveitamaður ofan úr Borgarfirði fyrir 22 árum og hefur alla tíð síðan veitt bíleigendúm hér í borg þá þjónustu a< þvo fyrir þá bílana. Fyr- var liann á þvottaplaniir 1 við Ilafnarstræti en nú á planinu við smurstöðina á Klöpp við Skúlagötu. (Bjósm. Þjóðv. Hj. G.) ■ Eins og frá hefur ver- ið skýrt hala um 60 sím- ritarar og loftskeyta- menn í Gufunesi og Reykjavík sagt upp störfum. Málin hafa nú víxlazt þannig, að sim- ritarar í Reykjavík hætta ekki starfi en fall- ast á hið upprunalega tilboð fjármálaráðuneyt- isins, hinsvegar er ekki annað vitað en afstaðai Guf unessmanna sé ó- breytt. „Þjóðviljinn átti í gær tal ið póst- og símamálastjóra, ^’innlaug Briem, um þessi mál, og er þersýnilega engan bilbug á ráðuneytinu að finna^Hann kvað loftskeyta- menn og símritana, sem sagt’ hefðu upp í Gufunesi, vera 46 talsins að yfirmönnum símritaranna meðtöldum, en þess bæri að gæta, að ekki hættu allir þessir menn Framhald á 7. síðu. Búðareyri ★ BÚÐAREYRI við Reyðar- ★ f jörð er einn af meirihátt- ★ ar síldarstöðunum eystra. ★ Þar lifa menn á síld og ★ sildarinnar vegna, eins og ★ myndin hér að ofan sýnir ★ mjög ljóslega. Því miður ★ verður ekki sagt með vissu ★ hvaða bátur liggur við ★ bryggjuna, en söltunar- ★ stöðin er greinilega yfir- ★ hyggð, eins og nú er mik- ★ ill siður þar í sveitum. En ★ það eru fleiri myndir frá ★ Reyðarfirði á 7. síðu á- ★ samt stuttaralegu spjalli ★ um staðinn. Mynd: G. O. Sósíalistafélag Kópavogs Sósíalistafélag Kópavogs heldur fund í Þing- hól þriðjudaginn 4. október kl. 9,30. DAGSKRÁ: 1. Kosning fulltrúa á 15. flokksþing Sósíalistaflokksins. 2. Félagsmál. 3. önnur mál. Stjómin. Verkamannasamband ákvað að taka upp viðræður á ný í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynning frá Verkamannasambandi íslands: Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands hefur á fundi sínum 30. sept. 1966 ákveðið að aftur verði teknar upp viðræður um kjaramál almennu verkalýðsfélaganna í framhaldi af þeim viðræðum, sem fram fóru í júní sl. og leiddu þá til bráðabirgða- samkomulags.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.