Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 1
SíííííS Hernámsandstœðingcn: ■ Nú eru aðeins tveir dagar þar til dregið verður í Happdrætti Samtaka hernámsandstæðinga. Ger- ið skil í skrifstofu samtakanna í Mjóstræti 3, 2. hæð, sími 24701. Skrifstofan verður opin í dag og á morgun kl. 13—22 báða dagana. Samt eru þar hreinsunartæki sem alls ekki verða við Straum □ Mikil ílúoreitrun heíur gert vart við sig um- hverfis aiúmínbræðslu sem auðhringurinn Swiss Aluminium hefur reist í Husnes í Noregi, og nær tjónið allt að tíu kílómetra frá verksmiðjunni. Samt hefur þessi'verksmiðja hreinsunartæki. □ I alúmínbræðslunni við Straum eiga sem kunn- ugt er ekki að vera nein hreinsunartæki, þótt hún sé aðeins 6—7 kílómetra frá Hafnarfirði. Frá þessu segir í frétt frá NTB sem norsku blöðin birtu J.9da september sl. Segir þar að mikil ólga sé meðal almennings vegna þess að spjöll af völdum reyksins hafi gert vart við sig miklu fyrr en talið var líklegt og gagnstaett þvi sem hinir sviss- nesku verksmiðjueigendur höfðu Þing BSRB hófst s.1. sunnudag □ 24. þing Bandalags starfs- □ manna ríkis og bæja □ hófst að Hótei Sögu síff- □ degis á sunnudág og sitja □ þingið 123 fulltrúar frá 27 □ félögum víðs vegar að af □ landinu. Er gert ráð fyrir □ að þingið ljúki störfum á □ morgun, miðvikudag. — □ Myndin hér að ofan er □ tekin á þingfundinum 4 □ sunnudaginn. — (Ljósm. □ Þjóðv. A.K.). Sjá frétt á síðu 10! TOGARI TEKINN BREZKI TOGARINN Oratavafrá Grimsby var tekin að meint- um ólöglegum veiðum á Húna- flóa á iaugardaginn. Það var varðskipið Óðinn, sem fram- kvæmdi tökuna. Þegar varð- skipsmenn sáu togarann fyrst, mun hann hafa verið um 2 mílur innan við fiskveiðitak- mörkin út af Geirólfsnúpi, en var kominn eina og hálfa míiu útfyrir, þegar hann var stöðvaður. Skipstjórinn, Andr- eas Jensen, heldur bví fraui fyrir fógetaréttinum að hann hafi ekki kastað trollinu fyrr en skipið var komið út fyrir línu. RANNSÖKN MALSINS var, ekki' lokið sd. í gær og verður henni haldið áfram í dag. Dóms er ekki að vænta fyrr en í kvöid í fyrsta lagl. Neyðarástand í Gufunesi ■ Deila sú sem póst- og símamálastjórnin heldur uppi við starfsmenn loftskeytastöðvarinnar í Gufu- nesi getur haft mjög alvarleg áhrif. Eftir daginn í dag verður til dæmis aðeins einn maður eftir i þeirri deild sem annast samband við íslenzk .skip á hafi úti, og fer því mjög fjarri að hann geti ann- að þeim verkefnum. sem á deildinni hvíla. Hafa nú þegar verið felldir niður ,þrír stuttbylgjutímar á dag, og fíá og með morgundeg- inum verður um hreint neyðar- ástand að raeða. Getur það á- stand til dæmis bakað skipafé- lögunum miljóna króna tjón. Enginn kostur er að láta nýja menn taka við störfúnum; þeir kunna alls ekki á tækin. Svipað er að segja um loft- skeytastöðina sjálfá; hún getur aðeins haldið uppi broti af þeirri þjónustu sem nauðsynleg er. Flugþjónustan er þegar allt of takmörkuð, og bílaþjónustunni hefur verið lokað gersamlega. Alls hafa um 5ft nianns unnið í Gufunesi, en yfir 40 hætt. Vísir segir í gær að starfsmenn í Gufunesi vilji ekki una sömu kjörum og samið hefur verið um hjá ritsímanum. Hér er rangt með farið; starfsmennirnir í Gufunesi hafa aðeins farið fram á að eðlilegt tillit sé tekið til þess að þeir vinna utan bæjar. Virðist þvermóðska ráðamanna pósts og síma fremur valda þess- ari deilu en málefnalegur ágrein- ingur. Sósíalistafélag Kópavogs Sósíalistafélag Kópávogs held- ur fund i Þinghól í dag, þriðju- daginn 4 okt., kl. 21,30. DAGSKRA: 1. Kosnlng fulltrúa á 15. flokks- þin.g Sósíalistaflokksins. 2. Félagsmál. 3. önnur mál. — STJÓRNIN. Bræla og engin veiði um helgina Stormur var á síldarmiðunum um helgina og öll skip í höfn eða landvari. Aðeins eitt skip tilkynnti afla á laugardag, Jón Garðar GK 150 lestir. staðhæft. Hafa þessi spjöll vakið sérstaka athygli vegna þess að því hafði verið haldið fram að hreinsunartæki verksmiðjunnar væru mjög fullkomin, og eig- endurnir höfðu lýst yfir því að ekki yrði um nein spjöll að ræða. Flúoreitrunin birtist í þvi að Framhald á 10. síðu. Herðubreið strandaði á Djúpavogi Mikill leki kom að skipinu og því var stýrt upp í fjöru í>að óhapp varð á Djilpa- vogi á sunnudagsmorgun að Herðubreið, strandferðaskip Skipaútgerðarinnar, strand- aði á sjteri er það sigldi inn fjörðinn. Mikill leki kom að skipinu og var því stýrt upp í sandvík skammt frá höfn- inni. Gat kom á botn skipsins aft- antil, undir vélarrýminu, og rifn- aði út frá því beggja vegna, sjór- inn fossaði inn og því afréð skip- stjórinn að stýra upp í fjöru þar sem óhugsandi var að leggja skipinu hjálparlaust að‘ bryggju. Stóð sjórinn í víkinni upp á miðjar aðalvélar skipsins og raf- alar og hjálparvél voru undir sjó. Varðskipið Albert kom Herðu- breið til hjálpar strax á sunnu- dag. Kafari var sendur niður til að rannsaka gatið og var það síðan þéttað með nautshúð til bráðabirgða og sjó dælt úr vél- arrýminu. Að því er Guðjón Teitsson forstjóri Skipaútgerðarinnar sagði Þjóðviljanum, , var í gær unnið við að skola salt af vélum og rafvélum með fersku vatni og þær hreinsaðar. Síðan var ráðgert að gera við gatið á botn- inum til bráðabirgða með að steypa í það með fljótharðnandi steypu. Var búizt við að þessari bráðabirgðaviðgerð yrði lokið Framhald á 10. síðu. Múgæsing á Laugardolsvelli að loknum leik AA loknum úrslitaleik Is- landsmótsins í knáttspyrnu á Laugardalsvelli sl. sunnudag þustu unglingar hundruðum í saman inn á vöilinn bæði til að fagna sigurvegurunum Og | eins til „að gera hasar“. Fylg- > ismenn félaganna, sem kepptu, i höfðu komið með spjöld á- | letruð hvatningarorðum tJ.l i félaga sinna. Eftir leikinn | börðust unglingarnir svo á ; vellinum um spjöldin ogmeð ; þeim. Starfsmenn vallarins í fengu ekki við neitt ráðið, og i varð algert upplausnarástand j Á vellinum, svo verðlaunaaf- i hending fór að mestu út um i þúfur, þó að Bjðrgvin Schram i tækist að afhenda Arna i Njálssyni fyrirliða bikarinn, ; en ræða hans drukknaði í óp- i um og óhljóðum ungligganna, | sem margir höfðu meðferðis | Iúðra eins og sést hér á mýnd- ■ inni, þar sem Ingvar Elísson ; er umkringdur æstum ung- : Iingaskara, Iengst til hægri ■ sést Óli B. Jónsson þjálfari | Vals. — (I.jósm. Þjóðviljans i A.K.). — Sjá frásögn og fleiri : myndir frá leiknum á íþrótta- N >■*■■■■■■■■■>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.