Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þri«judaguf 4. október 1966. / vettvangi dagsins Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar *H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sfmi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105:00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Sænska frystihúsiS Það eru mikil tíðindi og alvarleg að Ssenska frystihúsið hætti freðfiskframleiðslu um miðj- an síðasta mánuð og sagði upp öllú því starfsliði ' sínu sem unnið hafði að fiskvinnslu. Þetta frysti- hús var eitt af reyndustu og afkastamestu frysti- húsum landsmanna og búið góðum vélakosti; það hafði verið starfrækt frá 1929 og tekið þátt í þeirri fiskiðnaðarbyltingu sem varð eftir styrjöldina, þegar freðfiskframleiðsla varð einn af hornstein- um íslenzks sjávarútvegs. Aðaleigandi þess er ekki heldur neinn útjaðramaður í íslenzkum atvinnu- málum, heldur sjálfur Gunnar Guðjónsson, for- maður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, einn af máttarstólpum Sjálfs't’æðisflokksins — það er eins og sjálft flag'gskip fiskiðnaðarins hafi verið skot- ið niður. Ekki stafar ófarnaður Sænska frysti- hússins heldur af því að þar hafi verið meiri ó- stjóm en annarsstaðar; örlög þess eru táknrænt dæmi um ástandið, sömu málalokin blasa við mörgum öðrum frystihúsum. \ ’C'nda þótt örlög Sænska frystihússins séu alvar- leg tíðindi koma þau ekki á óvart. Að þessu ' hefur stefnt langa hríð, eins og mikil áherzla hef- ur verið lögð á hér i blaðinu, og Gúnnar Guðjóns- son hefur meira að segja margsinnis fengíð að vara við ófamaðinum í Morgunblaðinu. Á það hef- ur verið bent að ekki aðeins væri óðaverðbólgu- stefna viðreisnars’tjórnarinnar að kaffæra fisk- iðnaðinn, heldur væri hann og að komast í þrot vegna hráefnaskorts, eftir því sem togaraútgerð drægist saman og afkoma smærri báta yrði örð- ugri. En forsjál varnaðarorð og staðreyndir veru- leikans hafa ekki hrinið á ráðherrunum fremur en vatn á gæsum; sjávarútvegsmálaráðherrar Al- þýðuflokksins, Emil Jónsson og Eggert G. Þor- steinsson, virðast ekki hafa litið á sig sem neina lækna heldur klerka sem þyrftu að vera tiltækir að kasta rekunum þegar sjúklingurinn andaðist. Ekkl. er neinn vafi á því að tómlæti viðreisnar- stjómarinnar stafar af því að leiðtogar henn- ar eru haldnir fullkominni ótrú á íslenzkum at- yinnurekstri. Á sama tíma og útgerð og fiskiðn- aður hafa staðið æ valtari fótum hafa ráðherrarn- ir verið önnum kafnir við að greiða erlendum auðfélögum leið inn í íslenzkt þjóðfélag; alúmín og kísilgúr er þeirra framtíð en ekki útgerð og fiskiðnaður heimamanna. Það er engin tilviljun að sömu dagana og Sænska frystihúsinu var lokað krafðist Alþýðublaðið, málgagn sjávarútvegsmála- ráðherra, þess að framkvæmdum við Reykjavík- urhöfn yrði frestað svo að greiðlegar gengi að gera höfn handa svissneska alúmínhringnum í Straums- yík. Þó má vera að ráðherramir geymi innst í hug- skoti sínu drauma um að erlent fjármagn taki einnig að sér fiskiðnaðinn hérlendis, að Sænska j frystihúsið eigi eftir að rísa upp frá dauðum sem svissneskt frystihús. — ro. Fjölga þarf vinnu- tækjum Nýlega hafði Loftur Loftsson samband við mig og lét mig hafa myndir af lyftitækjum sem eru mjög handhseg á fisk- vinnslu- og síldarvinnslustöðv- um, ásamt stálkössum sem taka 850 lítra og eru setlaðir til geymsly á niðurkældum fiski og sild. Með gaffallyftara getur einn maður flutt kassana í geymslu og úr og staflað þeim upp í margar hæðir, og einnig hvolft úr þeim fiskinum þeg- ar hann er settur í vinnsluna. Loftur er verkfræðingur að menntun og hefur undanfar- andi ár unnið að tæknilegum framförum á vegum Sambands ísl. fiskframleiðenda, hann er brennandi í andanum og mikill áhugamaður um tæknilegar framfarir i fisk- og síldarfram- leiðslu okkar fslendinga. Ég' þakka Lofti hérmeð hið vin- samlega bréf hans um þetta efni, ósamt mynr1 og upplýs- ingum. Með mai konar vél- knúnum tækjum er hægt víða á fiskvinnslustöðvum að létta störfin og spara mannafla. Á þessu sviði hafa að vísu orðið nokkrar framfarir á síðari ár- um, en betur má ef duga skal, því þarna stöndum við aftar en ýmsar aðrar fiskvinnslu- þjóðir og ennþá er skilningur banka og yfirvalda ekki nægi- lega mikill á nauðsyn þessara breytinga. í þessu sambandi er fræg og landfleyg sagan af því, þegar sagt var að viðskipta- banki Haraldar Böðvarssonar á Akranesi hefði neitað honum um lán til kaupa á einum gaff- allyftara. Og sagan segir að þetta hafi átt að ske undir allri viðreisninni. En vélvæðing vinnu- stöðva krefst betra eftirlits En í sambandi við aukna iðn- væðingu bæði á fiskvinnslu- stöðvum og annarsstaðar, þó þarf að endurskoða gildandi öryggislöggjöf og koma á eftir- liti sérmenntaðs fólks. Á þessu sviði höfum við reynslu margra iðnaðarþjóða til að byggja á og getum því ef rétt er á hald- ið forðazt þá atvinnusjúkdóma og slys sem fylgdu í kjölfar þeirrar iðnvæðingar. í þessu sambandi detta mér í hug orð mikils metins Kaupmannahafn- arbúa sem hér var á ferð fyr- ir fáum árum. Hann sagði við mig í sambandi við iðnvæð- ingu, að við yrðum að vera vel * á verði gegn atvinnusjúkdóm- um sem jafnan fylgdu í kjölfar- ið ef ekki væri staðið nógu vel á verði. Hann sagði að Danir hefðu verið svo snemma á ferð með sína iðnvæðingu, að þeir hefðu ekki athugað hættuna nógu snemma sem slíkri breytingu fylgdi. „En þið fslendingar eig- ið að geta lært í þessum efn- um af okkar og annarra þjóða reynslu". Það er t.d. mikil hætta því samfara ef tæki sem brennir benzíni eða olíu og gef- ur þar af leiðandi frá sér „kol- sýring“ er notað við vinnu inni í húsi. Af þessari ástæðu er t.d. strangt eftirlit með því i þróuðum iðnaðarlöndum að að- eins rafknúin tæki séu notuð innanhúss og með því haft eft- irlit að þessu sé framfylgt. Hér hjá okkur virðast menn ekki hafa fyllilega áttað sig á þess- ari hættu ennþá, það er því orðið tvímælalaust aðkallandi. að settar séu um þetta strang- ar reglur og eftirlit haft með að þeim sé framfylgt. Hér er verkefni sem Alþýðusamband íslands þarf að láta til sín taka, áður en lengra verður haldið á okkar iðnaðarbraut. Það er ekki aðeins að endur- skoða þurfi lög og reglur á þessu sviði, heldur þarf jafn- hliða að skipuleggja víðtæka fræðslustarfsemi. Verðlækkun bræðslusíldarafurða Þegar þetta er skrifað, þá situr Verðlagsráð sjávarafurða á rökstólum og ræðir kröfu síldarbræðslueigenda um lækk- að hráefnisverð til sjómanna og útvegsmanna á bræðslusíld. Síldarmjöl hefur lækkað nokk- uð á heimsmarkaði en síldar- lýsi þó miklu meira, þegar mið- að er við markaðsverð ársins 1965, sem var óvenju hátt, sök- um aflabrests við strendur Perú. Nú í ár var hinsvegar metveiði fyrri hluta ársins á ansjósu-miðunum við Perú og á sama tíma metveiði hjó Norðmönnum á þeirra síldveið- um bæði á Norðursjó og eins við norðanverðan Noreg. Meira framboð er því á mörkuðum þessara afurða nú heldur en oftast áður sem orsakar óneit- anlega nokkurt vandamál í bili. Þegar maður skoðar þetta vandamál nú fer ekki hjá því. að maður undrist það hvað íslenzku síldarverksmiðjurnar eða forráðamenn þeirra virðast fjdgjast illa með því sem er að gerast á sviði framleiðslu mjöls og lýsis hjá öðrum þjóð- um. Það var t.d. öllum- vitað sem vildu vita strax á sl. vori. að veiðar Perúmanna voru orðnar þá óvenjulega miklar og sama var með síldveiðar Norð- manna. Ég sagði þá frá þessu hvorutveggja hér í þessum þáttum. Þegar svo stendur á, sem stóð s.l. vor með veiðar Perúmanna og Norðmanna, þá var skynsamlegt að draga þá ályktun að verð mundi ekki fara hækkandi þegar Iiði á ár- ið. Því segi ég þetta nú, að í s.l. júnímánuði var ennþá hægt að selja fyrir sæmilega gott verð og þá seldi „Nord- sildmel", sölusamtök Norð- manna, mikið magn af síldar- mjöli. Á sviði síldarlýsismark-í> aðsins stöndum við íslending-1 ar mjög höllum fæti, þar sem við þurfum að bjóða okkar lýsi sem hráefni hverja einustu smálest til lýsisherzluverk- smiðja i öðrum löndum. Þarna standa Norðmenn mikið betur að vígi, þar sem þeir herða meginhlutann af sínu Iýsi og flytja það þannig á markað sem unna vöru. Annars er margt fleira sem nauðsynlegt er að ræða af þessu tilefni. Nú þeg- ar verðlækkun kemur á heims- markaði ó síldarbræðsluafurð- um þá kemur strax fram krafa um lækkun á hráefnisverði til sjómanna og útvegsmanna. Hinsvegar minnist ég þess ekki að talið hafi verið sjálfsagt að hækka hráefnisverðið þó verð- ið færi sífellt hækkandi á af- urðum verksmiðjanna á s.l. ári. Bara þessi tilvitnun sýnir að þessi mál eru ekki í svo góðu lagi hér hjá okkur sem þau þurfa að vera. Ef sjómenn og útvegsmenn eiga nú að taka strax á sig lækkað verð afurð- anna, þá hefði líka verið sann- gjarnt að þeir hinir sömu hefðu líka orðið aðnjótandi stöðugt hækkandi verðs á síldarafurð- um á, s.l. ári. en það var aldrei svo mikið sem orðað. Blað forsætisráðherra, Morg- unblaðið, gerir þessi mál að .umræðugfni í leiðara sínum 24. f.m. og kemst að þeirri niður- stöðu að síldarverksmiðjurnar hafi á s.l. tveimur árum grætt allmikið fé og af þeim sökum væri ekki óeðlilegt að þær tækju fyrst í stað á sig lækk- að afurðaverð á heimsmarkaði. Hinsvegar segir blaðið að þessi gróði sé allur fastur þar sem hann hafi. verið settur í aukn- ar framkvæmdir hjá verk- smiðjunum. Niðurstaða blaðs- ins verður svo sú, að nauðsyn beri til, að sjómenn og útvegs- menn standi undir verðlækk- un afurðanna með lækkuðu hráefnisverði. í þessu sambandi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd, að norskt bræðslu- sildarverð hefur um mörg undangengin ár verið langt fyr- ir ofan íslenzkt verð á bræðslu- síld. Þessi verðmunur hefur verið svo mikill eins og oft hefur verið sýnt* fram á í þess- um þáttum, að ekki gæti tal- izt eðlilegt, ef þessum málum væri jafn vel fyrir komið hjá okkur sem Norðmönnum. Ég hef áður í þessari grein bent á herzlu Norðmanna á síldar- lýsinu og þó verðaukningu sem það skapar. Þó efast ég um að allur verðmunurinn á hráefn- inu fengist réttlættur gegnum þann aðstöðumun. Hitt er mér nær að halda að norskar síld- arbræðslur eða forsvarsmenn þeirra, hafi verið réttlátari i samskiptum sínum við sjómenn og útvegsmenn heldur en þeir íslenzku, enda eru sjómenn og útvegsmenn miklu meira ráð- andi um hráefnisverð á síld og fiski í Noregi heldur en hér, svo þvi verður á engan hátt samjafnað. Þessum málum er líka mikið betur fyrirkomið hjá Norðmönnum, þar selur f.d. aðeins eitt fyrirtæki allt síld- armjölið, það er Nordsildmel, sem er sölusamlag allra verk- smiðjanna. Þetta fyrirtæki lagði í verðjöfnunarsjóð milj- óna fjárfúlgur á sl. ári og _ greiddu þó norsku síldarbræðsl- ' urnar mikið hærra hráefnis- verð heldur en þær íslenzku. Nú í ár getur svo farið ef verðhækkun síldarafurðanna á mörkuðunum verður varanleg, að þá verði Norðmenn að grípa til þessa verðjöfnunar- sjóðs síns Hér er spegilmynd af hinni gömlu hagfræði bónd- ans, sem taldi á öllum tímum nauðsynlegt að sjó fótum sin- um forráð. Þar er horft fram á veginn í stað þess að horfa aðeins á tærnar á sjálfum sér. íslenzka viðreisnar-þjóðfé- lagið í dag ber hvergi á sér þessi einkenni fyrirhyggjunn- ar, hvorki í síldariðnaði né í öðrum atvinnurekstri. Þar er mest áberandi sjónarmið brasksins, hins lausbeizlaða gróða, sem fer sínar eigin leið- ir án tillits til almennirftsþarfa. Norski bræðslusíldariðnaður- inn á síðustu árum, eftir að hann slapp frá tímabili afla- leysis, hann hefur tekið þessi mál mikið skynsamlegri tökum. Norðmennirnir hafa nú í hönd- unum voldugan verðjöfnunar- sjóð sem getur tekið ó sig þær verðsveiflur sem verið hafa á bræðslusíldarafurðunum nú í sumar. Þetta hafa þeir getað gert og þó hafa þeir greitt mikið hærra hráefnisverð til sjómanna og útvegsmanna sinna. Þetta ætti að undirstrika þá staðreynd, að þessi mál eru ekki í svo góðu lagi hér hjá okkur, sem þau gætu verið og ættu að vera. Mikill gróði sild- arverksmiðjanna á síðustu ár- um er staðreynd. Miðað við hvað Noi^Smenn hafa getað greitt sjómönnum og útvegs- mönnum fyrir síld í bræðslu, þá hafa íslenzkir sjómenn og útvegsmenn ekki fengið rétta hlutdeild í þeirri verðmætis- sköpun sem síldveiðarnar hafa staðið að, ásamt síldarverk- smiðjunum. Þessi mál öll þurfa mikillar endurskoðunar við, ekki sízt þar sem það er nú- orðin staðreynd, að sjómenn og útvegsmenn hafa strax í byrj- un við fyrstu verðsveiflur á mörkuðunum til lækkunar, orð- ið að taka ó sínar herðar mikla hráefnislækkun, eða úr kr. 1,71 fyrir síldórkíló í kr. 1,37 fyr- ir kg. Létt rennur Gfidoó FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.