Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. október 1966. falt falt s°onslc 9°edavQrQ EINKAUMBOD LAUGAVEG 103 SIMI 17373 Sjónaukar Ódýru sjónaukarnir með bláu næturgleri komnir aftur. 8x 30 verð 1150,00 kr. 7x 50 verð 1450,00 kr. 10x50 verð 1495,00 kr. PÖSTSENDUM. SPORTVAL Laugavegi 48, Sími 14390. SPORTVAL HafnarfirðL Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Læknarnir Halldór Arinbjamar og Tryggvi Þorsteinsson hætta störfum, sem heimilis- læknar í þessum mánuði. Til miðs október sinna þeir þeim samlagsmönnum sínum, sem ekki hafa valið lækni að nýju. Samlagsmenn þessara lækna þurfa að koma í afgreiðslu samlagsins sem fyrst, sýna sam- lagsskírteini sín og velja lækni. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til af- greiðslu samlagsins í októbermánuði og hafi samlagsskírteini meðferðis. Skrá um lækna þá, sem um er að velja, liggur frammi í af- greiðslunni. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. nv I ■■ 111 1 i 2 1 1 lílllil rnm 1 Minningarathöfn um son okkar, bróður og tengdabróður SIGURÐ THEÓDÓRSSON, Réttarholtsvegi 55, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. október kl. 10.30. — Athöfninni verður útvarpað. Karolína Sigurðardóttir. Theódór Ólafsson. Hafdís Theódórsdóttir. Ásthildur Theódórsdóttir. Ingimar Magnússon. Jakobína Theódórsdóttir. Erlingur Guðmundsson. Ólafur Theódórsson Sigriður Mikaclsdóttir. • ítalskir sprelligosar í Víkingasal • I»að eru nú meiri sprelligos- arnir sem farnir eru að skemmta í V íkingasal Loft- leiðahótelsins. Þeir kalla sig Dandy Brothers og eru bræður í raun og veru, ættaðir frá San Remo á Ítalíu og búsettir þar — þ.e. þegar þeir eru ekki á þveitingi út um allan hcim til að liafa ofan af fyrir fólki sem eyðir stundum sínum í fínustu næturklúbbum stórborganna. • Skemmtir í Lídó og á kvöldskemmt- unum í Austurbæjarbíói á miðvikud. Ingcla Brander með umboðsmanni sínum. Fritz Ruzicka. Og nú er hún komin liún Ing- cla litla og farin að skemmta í Lídó. Við höfum áður sagt frá henni hér í blaðinu og kannski óþarft að endurtaka það eða rámar menn í að Ing- ela Brander er sænsk, saxófón- leikari, dans- og söngkona og rafmagnsverkfræðingur að menntun? — Nei, ég nota þá mennt- un ekkert enn, sagði Ingela blaðamönnum þegar hún hélt með þeim smáfund ásamt um- boðsmanni sínum, ,ieím mikla ævinlýramanni Fritz Ruzicka, sem komið hefur margri stjörn- unni til vegs og vírðingar, m.a. Nínu og Friðriki sem hér urðu sem vinsælust. — Ég var smákrakki þegar ég byrjaði að spila á saxófón, segir Ingela og pabbi var al- veg á móti því, honum fannst alveg fráleitt að lítil stelpa léki sér að svona stóru hljóð- færi. En hann lét sig fljótlega þegar hann sá að mér var al- vara, og átta ára var ég komin svo langt að mér var boðið að leika í danska sjónvarpið. Ég varð auðvitað bæði stolt og glöð. en datt svo allt í einu í hug, að eiginlega hefði ég aldrei fengið alvarlega kennslu. Þá iabbaði ég upp í tónlistarskól- ann í Malmö og sagðist vilja fá tíma í saxófónleik. Allt í lagi, sagði skólastjórinn, komdu aftur á fimmtudaginn. Nei, það er of seint, sagði ég þá. Ég á að spila í útvarpið í kvöld! — I>etta var bezti brandari sem hann hafði heyrt. — Seinna gekk ég svo f tónlistarskólann í mörg ár. Og hvernig stóð á því að Ing- ela varð rafmagnsverkfræðing- ur, vilja blaðamenn fá að vita. — Jú, pabbi var skólastjóri við Teknisk Institutt í Malmö, en við bjuggum venjulega hálft árið á Kanaríeyjum eða Suður- Spáni og ég fékk frí úr skólan- um upp á það að pabbi kenndi mér. Ég var í kvennaskóla og ætlaði að taka stúdentspróf þaðan, en byrjaði í tækninámi hjá pabba og fannst þá ekki taka því að halda áfram í kvennaskólanum, svo það varð úr að ég tók próf inn í tækni- skólann og lauk síðan námi þaðan. Ingela lætur sér ekki lengur nægja að syngja, dansa og spila á saxófón á skemmtistöðum, hún er orðin heimsþekkt sjón- varpsstjarna og heíur leikið í sex kvikmyndum í Danmörku, Júgóslavíu og í Þýzkalandi. Hún hefur leikið og spilnð inn á fjölmargar hljómplötur, þar af tvær LP. Hér kemur Ingela Brander fram tvisvar á kvöldi á veit- ingahúsinu Lídó og á miðviku- dag verður hún aðalstjarna á tveim kvöidskemmtunum i Austurbæjarbíói, en þar verður einnig týzkusýning. Ömar Ragnars skemmtir með nýju númeri, Sextett Ólafs Gauxs leikur og kannski syngur Fritz karlinn Ruzicka eitthvað af gömlu Vínarlögunum sínum. —- v.h. Toppkraftar, — kannski segir það einhver jum eitthvað að þeir hafa þrisvar komið fram í Ed Sullivan show bandaríska sjón- varpsins. Þrjátíu ár hefur eldri bróð- irinn starfað sem skemmti- kraftur og 25 ár sá yngri. Áður gengu báðir í tónlistarháskóla í Padova og blés annar horn en hinn söng. Hann syngur enn og það svo að hver miðlungs- hetjutenór gæti prfsað sig sæl- an yfir röddinni. Sá eldri er hættur að blása í hornið, en flautar í þess stað — og þeir reyndar báðir Hvað er þá svona gaman? Söngur og flaut? En sú vit- leysa! Auðvitað er það vitleysa, en skemmtileg. Og kostulegt að sjá þessa litlu, feitu karla dansa, syngja og leika af sömu lipurð og tvítugir væru. Geisl- andi af fjöri og fullir af gríni. Þeir ætla að skemmta í Loft- leiðahótelinu til 12. október, komu hingað á sunnudags- morgun frá Sviþjóð þar sem þeir hafa verið við Folkepark- ene í sumar, tóku eina æfingu með hljómsveitinni kl. 5 og komu fram um kvöldið við afburða undirteklir í fullskip- uðum Vikingasalnum. Hljóm- sveit Karls Lilliendals stóð sig með prýði við undirleikinn og á hrós skilið fyrir að gc(,a fylgzt jafnvel með ókunnum kröftum eftir jafnlitla æfingu. Loftleiðahótelið er nú búið að ráða skemmtikrafta fram að áramótum að því er Friðrik Theódórsson sagði blaðamönn- um. Á eftir Dandy Brothers koma Los Valdemosa, 4 manna hljómsveit spænsk með dans- nra og söngkonu, síðan Vic Domino, danskur jafnvægis- listamaður, þá Mats Bahr sænskur látbragðsleikari og eftirherma og síðast egypzki töframaðurinn Gally Gally sem skemmti í Víkingasalnum í sumar og verður hann frá 15. des. fram að áramótum. — v.h. 13.15 Við vinnuna- 15.00 Miðdegisútvarp. Sigurður Björnsson syngur. M- Pollini og Philharmoniai í Lundúnum leika Píanókonsert nr. 1 op. 11 eftir Chopin; P. Kletzki stj- J. Hammond og C. Cnaig syngja ástardúetta úr óperum eftir Puccini. 16.30 Síðdegisútvarp. M. Mc- Partland, F- Pourcel, C. Tjader og T. Ferstl stjóma hljómsveitum sínum. Los Machucambos syngja og leikai suðræn iög. E. Garner leikur lög á píanó- 18.00 Lög leikin á píanó. W. Malcuzynski leikur Prelúdíu, sálm og fúgu eftir C. Franck og smærri lög eftir Szyman- owski, og Chopin- 20.00 M. Home syngur við undirleik ópemhljómsveitar- innar í Covent Garden. 20.20 Á höfuðbólum landsins- Jón Helgason ritstjóri flytur erindi um Leirá. 20.45 Prelúdía og fúga í Es-dúr eftir Bach-Schönberg. Rúss- neska ríkishljómsveitin leik- ur; G- Rozhdestvenskij stj. 21.05 Skáld 19. aldar: Einar Benediktsson. Jóhannes úr Kötlum les úr kvæðum skáldsins- Kristinn E. Andrés- son ílylur íorspjall. 21.25 7’íanómúisik: Fou Ts‘ong leikur sónötu eftir Scarlatti. 21- 45 Búnaðarþátttur: Landbún- aður í Austur-Þýzkalandi. Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur lokaerindi sitt. 22.15 Kvöidsatgan: Grunurinn. 22- 35 M. Elman leikur á fiðlu og J. Seiger á píanó. 22.50 Á hljóðbergi Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur velur efnið og kynnir: „The Rivals“, leikrit eftir Richard Sheridan. Aðalhlutverk leika Dame E.. Evans, P. Brown, MacLiam- moir og J. Donald. Leiks+í-: Howard Sackler. • Vaknaði við vondan draum • Henry Tracy skreið að næt- urlagi inn í auðan sendi- ferðabíl og svaf þar af nóttina svefni hinna réttlátu; þetta var í bænum Bismarck í Dakóta. Þegar hann vaknaði um morg- uninn stóð bíllinn í miðjum garði þess sama fangelsis, sem Tracy hafði strokið úr daginn áður! Garðyrkjustöðin EDEN Hveragerði hefur opnað útsölustað í Reykjavík. Blómaverzlunin EDEN h.f. í DOMUS MEDICA við Egilsgötu. Bjóðum yður fjölbreytt úrval af nýafskomum blómum og úrval pottaplantna. Einnig margrskonar gjafavörur. Þar á meðal norskar koparvörur og keramik blómavasa á mjög hagstæðu verði. — Þar að auki ótal margt fleira, sem aðeins fæst í EDEN. Blómoverzlunin EDEN h.f. Sími 2-33-90. EDEN HVERAGERÐI útvarpið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.