Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 8
3 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. október 1966. í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftir JULIAN GLOAG og vel, sagði . hún. — Fyrst þið viljið ekki -svara mér, þá neyð- ist ég til þess að kæra ykkur. Hún þagnaði, beið eftir við- brögðum þeirra. — Ég á við að kaera ykkur fyrir lögreglunni. Börnin önduðu ögn örar, ann- ars sýndu þau þess engin merki að þau hefðu skilið hvað ungfrú Deke var að segja. — Þið getið ekki, hélt hún.áfram, — þið get- ið ekki haldið móður ykkar ut- an við . . ég á við án sambands við umheiminn. Ef hún er eins alvarlega veik og þið segið, þá má ekki leyna því. Hún verður *ð fá tilhlýðilega læknishjálp. Ég veit af hendingu, að hana fær hún ekki. Ég neyddist til að spyrjast fyrir hjá Meadows lækni, og hann sagði mér að frú Hook hei;ði aldrei verið sjúk- lingur hans. Mér þykir leitt að þið skylduð segja mér ósatt um það ... Húbert tók á sig rögg. Það var ekki Meadows læknir, það var anpar læknir. Það var bára mis ... — Nei, nei, gerðu þetta ekki Húbert. Ungfrú Deke blakaði bur.t andmælum hans. — Enj nóg um það. Ef satt skal segja,' var erindi mitt annað. Ég hefði þurft að ræða það við móður ykkar. En þar sem hún — er ekki — til viðtals, verð ég að snúa mér beint til ykkar. Hún rétti úr sér og sat kyrr með hendur í skauti. — Hvar er Louis Grossiter? Húbert reis á fætur og kreppti hnefana. Ungfrú Deke opnaði munninn eins og hún ætlaði að skipa honum að setjast. en sá sig um hönd. — Ég hef það frá öruggum heimildum að Louis sé hér í húsinu. Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla við állra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- öiegin — Sími 14-6-62. — Bolla Chanee! sagði Húbert fyrirlitlega. Uygfrú Deke leit á hann und- arlegu augnaráði. — Já, viður- kenndi hún. — Billy Chance kom til mín eftir skólatíma og sagði mér að þið hefðuð Louis hérna hjá ykkur. — Hann íýgur því, þessi fitu- klumpur! — Nei, Húbert. Hún hristi höfuðið. — Ég er hrædd um að hann geri það ekki í þetta sinn. Þið verðið að leyfa Louis að fara héðan undir eins. Ykkur er 41 það kannski ekki Ijóst, en það er alvarlegur glæpur að halda fólki föngnu gegn vilja sínum . .. Eitthvað í svip Húberts fékk hána til að bæta við: -1- Eða jafnvel þótt það vilji það sjálft. Það er mannrán og ég þarf ekki að segja ykkur ... — Bollan lýgur! — Húbert! Það var eins og rödd herinar lumbraði á hon- um, — röddin varpaði af sér fjötrunum sem hún hafði haldið henni í. Hann gekk skrefi nær: — Boll- an lýgur! Ungfrú Deke reis á fætur og greip hanzkana sína. — Hættu þessu! — Bollan lýgur — og auk þess eigið þér ekkert méð að koma hingað. Hann fann að hin ir aftan hann. — Af hverju getið þér ekki ... — Hættu undir eins! Deke spæta hjó til höfðinu á þann hátt seip hafði valdið uppnefni hennar. — Undir eins! — Út með yður! sagði Hú- bert. — Út með yður... út, út, út með yður... raddirnar bakvið hann urðu æ háVcerari. ... steinþegið á stundinni! — Út með yður, út, út, út með yður. Þau gerðu þetta að söng, ógnandi og æðislegum söng • sem drekkti öllum orðum ungfrú Deke. Teinrétt horfði hún i»n í fjög- ur hatursfull andlitin sem hróp- uðu til hennar. Hún gerði enga tilraun til að”fá þau til að þegja. Hún hafði beðið ósigur. Þau myndu bola henni út úr húsinu. En það var ekki ósigur hennar, — hún hafði beðið þá marga á ævinni — og ekki heldur við- brögð bamanna við orðum hennar, sem fyllti ungfrú Deke óttablöndnum óróleika. Hún var hrædd — ekki um sitt eigið öryggi í þessu dimma, ömurlega herbergi — heldur hrædd við ástæðuna fyrir þessari trylltu reiði þeirra. Hver svo sem ‘á- stæðan var — hún hugsaði að- eins um hana í framhjáhlaupi — þá hafði hún gefið þeim þrek, sem gerði þau — óeðlileg. — Út, út, út... Hróp þeirra Hún .var farin að hreyfa sig úr stað, þegar sönglið í börn- unum var rofið éif nýju hljóði. Einhver var að berja að dyrum, hátt og harkalega, þannig að högg ungfrú Deke voru eins og ómerkilegt dangl í samanburði við það. Bom, bom, bom, bom,. bom. — Út, út, út... Hróp þeirra urðu lægri. Það varð löng þögn í stof- unni. Ungfrú Deke sneri sér að Húbert. — Jæja? sagði hún og færði sig í annan hanzkann. — Ég skal... ég skal opna, sagði liann.' Hann gekk til dyra. Hann var svo máttlaus í hnján- um, að h.onum fannst hann vera að kikna í hverju spori. Hann var líka þyrstur. Hann fór fram í ariddyrið og sem , snöggvast leit hann á dyrnar að eldhús- tröppunum. Hann gæti hlaupið niður og drukkið vatn enda- laust. ' En hann sneri sér að útidyr- unum. Sömu hugsanirnar ásóttu hann og áður en ungfrú Deke kom inn. Nú vöktu þær ekki ótta hans. Honum stóð á sama hver þetta var. Ofsalegt reiði- kastið inni í stofunni hafði þveg- ið burt allan ótta eða eftir- væntingu. — Nú er það búið, sagði hann við.sjálfan sig hvað eftir annað. Nú er það búið. Hann teygði sig, dró slána frá og opnaði dyrnar. 21 Það var hávaxinn maður. Lampinn yfir útidyrunum logaði bakvið höfuðið á honum og hatt- urinn slútti fram á ennið og það var erfitt að sjá á honum andlitið. Hann stóð grafkyrr. Hann var með hendurnar í vös- unum á kamelullarfrakkanum, aðeins þum alfmgumir sriSðu uppúr. — Já, sagði Húbert. Ókunnugi maðurinn hreyfði sig ekki undir eins — það var eins og honum lægi ekkert á. Svð bar hann með hægð aðra höndina upp að andlitinu og strauk vísifingri yfir efri vör- ina — það var eins og atlot. — Jæja, sagði hann loks. Og svo hló hann. Það var hlátur manns, sem var ánægður með lífið, og dimmar ógnanirnar sem laumazt höfðu inn með kvöld- golunni, leystust samstundis upp og urðu að engu. — Jæja. Hann bretti hattbgrðið upp með fim- legri hreyfíngu þumal- og vísi- fingurs, þannig að ljósið úr anddyrinu féll framaní hann. j Hann brosti. — Þori að veðja að þú ert Húbert, bréfritarinn. Hann fór aftur að hlæja. — Hver... byrjaði Húbert. — Hvað ... Maðurinn teygði fram höndina og tók undir hökuna á Húbert. — Alveg lifandi eftirmynd Vi. Húbert fann tóbakslyktina af fingrum hans — þessi notalega karlmannslykt fyllti hann ó- væntu og þægilegu trausti, eins og þegar blóm fá allt í einu yfir sig sterka geisla af gervi- sólskini. — Þú ert, þú ert... þú hlýtur að vera ... — Stendur heima. Maðurinn beygði sig í hnjánum, svo að andlit hans var í hæð við and- litið á Húbert. — Þú verður að fyrirgefa hvað ég var seinn í vöfum — það var dálítið — smá- vegis ... sem ég þurfti að koma í lag. — Pabbi. Ó, pabbi! Hann vafði örmunum um hálsinn á manninum. Hann fann skegg- broddana við vangann og hlýjan frakkann við andlitið. Lyktin af tóbaki og tvídi og karlmanni var mjög sterk. — Rólegur, karlinn. Rólegur. — Pabbi, pabbi! í þessum faðmi og með augun þétt við þessar axlir fannst Húbert hann hefði viljað vera alla ævina. Hann fór að gráta. — Hæ, hæ. svona slæmt er það nú varla. Það vottaði fyrir spurn í mildri röddinni. Klapparstíg 26 Sími 19800 BUÐIN Condor 4851 — Fred Fairmann verður hissa þegat rionum er- tilkynnt koma frú Hardy. Hvað, er hún allt í einu komin til Nassau? Hann verður enn meira undrandi þegar hann heyrir hrein- skilnislega játningu hennar. En honum léttir líka. Nú, jæja, r.pnn hcí’Ur hingað til aldrei haft mikið álit á Bobby og móðirin reynir nú að bæta fyrir rekt sína, en það sem skiptir máli er að hann hefur haft Stanley fyrir rangri sök. Hann hefur vantrayst honum .... Nú vonar hamn bara, að vinur hans vilji samt vera vinur hans áfram. — Frú Hardy hefur enn eina bón: vill hann halda áfram keppninni? SKOTTA — Því miður, skákmeistari skólans er búinn að bjóða mér á skólaballið! TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 Kuldajakkar og úlpur ■ i í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ö. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.