Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. ofctóber 1066 — ÞJÖÐVHJÍNKT — SlÐA 3 Schlesinger telur að innrás í N-Vietnam sé yfirvofandi Ráðgjafi Kennedys segir að allt bendi til að Johnson hafi þegar ákveðið að magna enn stríðið í Vietnam NEW YORK 3/10 — Allar stiaðreyndir síðustu vikna — stjórnarathafnir, uppljóstranir um undirbúnar fyrirætlan- ir, og jafnvel viss beizkja í ræðum Johnsons forseta — gefa til kynna að hann hafi þegar tekið þá ákvörðun að færa enn út stríðið í Vietnam. — Þannig kemst Arthur Schlesinger, ráðgjafi Kennedys heitins forseta, að orði í langri grein sem hann hefur ritað um Vietnam í „New York Times“. — Og komi loftárásirnar Ho Ghi Minh ekki á kné eða bindi þær ekki enda á aðstoð þá sem hann veitir skaeruliðum í Suður- Vietnam; heldur Schlesinger á- fram, er innrás í Norður-Viet- nam sevinlega lokaúrræðið. Hann rninnir á að Ky hers- höfðingi hafi hvað eftir annað krafizt þess að gerð verði inn- rás í Nórður-Vietnam og að „Rusk utanríkisráðherra hafi á tveimur blaðamannafundum neitað að útiloka þennan mögu- leika“. Grundvallarforsendan fyrir þeirri stefnu Bandaríkjanna að færa stríðið í Vietnam út jafnt og þétt sé sú „blekking að hægt sé að ráða stríðinu í S- Vietnam til lykta í Norður-Vi- etnam“. Þessi blekking sé „augljós af- leiðing þess að við höfum hlust- að of lengi á okkar eigin áróð- ur. Stjóm okkar hefur háldið því svo fast fram að Vietnam- stríðið stafi af árás* að norðan að hún er farin að trúa því sjálf að Hanoi hafi átt upptökin að strlðdnu og þar eigi að binda enda á það“. Schlesinger vefengir að hugur fylgi máli þegar Bandaríkjastjórn lýsír ýfir friðárvilja sínum og segir þrennt nauðsynlegt til að greiða fyrir friðarsamningum: Hætta verði loftárásunum á Norður-Vietnam, losna verði við Ky hershöfðingja — sem hann kallar „eina af þessum Franken- stein-ófreskjum sem við i leikum okkur að að særa fram í 'löndum sem okkur eru háð“ — og mynd- un stjórnar í S-Vietnam semeigi einhvern stuðning' fólksins þar „Og vilji slík stjórn", segir hann að lokum, „taka upp hlut- leysisstefnu, reyni hún að scmja við Vietcong, vilji hún jafnvel að við förum frá Vietnam, þá ætt- um við ekki endilega að halda að heimsendir sé á næstu grös- um“. Eisenhower, fyrrverandi for- seti, sagði f dag við blaðamenn að hefði hann enn verið forseti Bandaríkjanna myndi hann ek:u hafa útilokað að til greinakæmi að bejta kjarnorkuvopnum til að binda enda á stríðið í Vietnam Eisenhower sagði fyrir pokkrum dögum að hann hefði veríð reiðubúinn til að beita kjarna- sprengjunni í Kóreu. Curtis LeMay, fyrrverandi yf- irmaður bantíaríska flughersins, segir í viðtali sem í dag birtist í vikublaðinu „U.S. News and World Report" að Bandaríkja- menn ættu að herða loftárásimar á Norður-Vietnam. Það væri eina leiðin til að binda skjótan enda á stríðið. Ráðast ætti á öll mik- ilvæg skotmörk í Norður-Viet- nam, olíugeymslur, mikilvægar verksmiðjur, samgöngutæki og leiðir og akra og áveitukerfi. — Við verðum að vera reiðubúmr að eiga stórstríð á hættu, sagði hershöfðinginn. Harðir bardagar. Enn berast fregnir af hörðum bardögum á landi í Suður-Vieí- nam. Bandaríkjamenn segjast hafa fellt 227 skæruliða og „norð- urvíetnamska hermenn“ í bar- dögum í gær og í dag. Harðasli bardaginn var háður í námunda við Qui Nhonh, rétt fyrir norðan mitt landið. Þar skutu þjóðfrels- ishermenn niður bandaríska þyrlu og síðan tvær aðrar sem sendar voru til hjálpar áhöfninni. Var þá mikið bandarískt herlið sent á vettvang með þyrlum og sló i harðan bardaga við um 300 þjóðfrelsishermenn. Bandaríkjsmenn irúa ekki á Warrenskýrsln WASHINGTON 3/10 — Flest- ir Bandaríkjamenn eru þeirr- ar skoðunar að ekki hafi ver- ið sagður allur sannleikurinn um morðið á Kennedy for- seta, og þeir trúa því ekki að Oswald hafi verið þar einn að verki. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar sem birtar eru í „Washington Post“. Sam- kvæmt henni vefengja þrír af hverjum fimm Bandaríkja- mönnum meginatriði Warren- skýrslunnar Flestir þeirra halda að morðið hafi verið þáttur í víðtækara samsæri, en gera sér þó ekki grein fyr- ir hverjir hafi staðið að baki því samsæri. 11 prósent telja að það hafi veríð kommúnist- ar. Sovétríkin auka enn aðstoð við Vietnam Nýr samningur um margháttaða aðstoð þeirra undirritaður í gær eftir 12.daga viðræður MOSKVU 3/10 — Skýrt var frá því í Moskvu í dag að Sov- étríkin hefðu heitið Norður-Vietnam aukinni aðstoð og höfðu fyrr um daginn verið undirritaðir samningar þess efnis. Tqlið að um þúsund manns hafi látið iífíð i Nígeriu EíAGOS 3/10 — Talið er aöþúí- und' manns a.m.k hafi látið líf- ið í ættflokkaóeirðurium í Norð- ur-Nigeríu síðustu daga. Óeirðirnar hófust fyrir hélgi þegar menn af Hausa-stofni réð- ust á karla, konur og böm af Cnn blóðug átök í Djakarta milli hermanna og stúdenta DJAKARTA 3/10 — Hermenn í brynvörðum vögnum vom á. verði á götunum í Djakarta, höf- uðborg Indónesíu, í kvöld eftir að enn höfðu oi'ðið blóðugar viðureignir milli stúdenta og her- manria. Síðustu daga hafa stúdentar og unglingar staðið fyrir stöðugum óeirðum í Djakarta. Þeir hafa farið í stórhópum um götur borgarinnar til að krefjast þess að Súkarnó forseti verði settur af og Ieiddur fyrir rétt til að svara til saka fyrir þátt þánn sem hann er sagður hafa átt í hinni rrtisheppnuðu uppreisnar- tilraun í fyrrahaust. Nú standa yfir réttarhöld í máli nánasta samstatfsmanns hans, Súbandri- os, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sakaður er um hlutdeild i uppreisninni Enda þótt herinn hafi allt síð- asta ár beitt stúdentum og ung- lingum fyrir sig i valdabarátt- unni við Súkamo og fylgismenn hans, vóm hermenn sendir til að hleypa upp kröfugöngunum í Djakarta um helgina og beittu ó- spart byssuskeftunum og byssu- stingjum sínum. Um 40 ung- lingar em sagðir hafa særzt i þeim átökum. Ibo-stofni hvar sem til þeirra náðist. Hausamenn em aðalætt- flokkurinn í norðurfylki Nígeríu, en Tbo-mann em flestir búsettir i austurfylkinu og hefur löngum verið gmnnt á því góða með ættflokkunum. Fjandskapurinn milli þeirra hefur magnazt und- anfama mánuði vegna stjómar- byltinganna tveggja sem orðið hafa í landinu á þessu óri. Ir- onsi sem stóð' fyrir þeirri fyrri var af Ibo-ættum, en Gowan sem steypti honum er Hausa- maður. Hausa-menn áttu upptökin að óeirðunum, en í kvöld fréttist að Ibo-menn hefðu hefnt sín með árásum á Hausa-fólk í þeirra byggðarlögum. Um 1.500 manns af Ibo-stofni hafa verið flutt með flugvélum frá norðurfylk- inu. „Inez“ stefnir nú tvíefld á Bshama MAIMI 3/10 — Fellibylurinn ,,Inez“ sem valdið hefur gífur- legu tjóni og orðið hundruðum manna að bana á eyjunum í Kar- íbahafi hefur nú aftur harðnað og stefndi þegar síðast fréttist á eyna Great Abaco. sem er ein nyrzta Bahama-eyjan. Vindhrað- inn í stormmiðj’unni er talinn um 160 km á klst. Tass-fréttastofan skýrði frá því að þeir varaforsætisráðherr- arnir Vladimir Novikof og Le Than Nghi hefðu undirritað samninganna um aukna aðstoð Sovétríkjanna við Norður-Viet- nam eftir tólf daga viðræður ! Moskvu. Novikof sagði að samn- ingarnir væru staðfesting á þvi að Sovétríkin myndu í engu skor- ast undan skyldum sínum gagn- vart vietnömsku þjóðinni. Ekki hefur verið frá því skýrt í hverju aðstoð Sovétríkjanna er fólgin, en talið er víst að urn sé að ræða auknar sendingar á vopnum óg vistum til Norður- Vietnams, m.a. loftvarnabyssum, flugskeyti og orustuþotum. Þessi hergögn’ mun Norður-Vietnam íá að gjöf frá Sovétríkjunum en auk þess fær landið aukin lán. Samningar voru einnig undirril- aðir um viðskipti landanna ó næsta ári. — Sovétríkin og önriur sósía- listísk ríki munu ekki bregðast vietnömsku þjóðinni, sagði Novi- kof. Árásarmennimir hafa þegar fengið að kenna á því og ættu að hafa það hugfast. Þetta eru aðrir samningamir sem gerðir eru á níu mánuðum um aðstoð Sovétríkjanna við Norður-Viet- nam. * Rðfknúinn bíll í smíðum hjá Ford DETROIT 3/10 — Ford-félagið bandaríska skýrði frá því í dag að það væri komið langt áleiðis með að smíða rafknúinn bíl af nýrri gerð. Hann verður búinn rafhlöðum sem geta geymt t5 sinnum meiri raforku en venju- legar rafhlöður. Fellibvlur olli tioui í Pík'síau DAGCA 3/10 — Hvirfilvindur sem gekk yfir mikinn hluta A- Pakistans um helgina munhafa orðið 550 manns að bana. Um 100.000 manns hafa orðið að flýja heimili sín. Mest varð tjónið í hafnarborginni Citta- gong, en tveggja metra há flóð- bylgja gekk yfir borgina. Útsvarsgjaldendur í Kópavogi Þriðji gjalddagi eftirstöðva útsvara 1966 var 1. okt. síðastliðinn. Gjaldendur eru minntir á að greiða reglulega á gjalddaga. Lögtök eru þegar haf- in hjá þeim gjaldendum, sem ekki hafa greitt gjaldfallna útsvarshluta. Bæjarritarinn í Kópavogi. NÝTT HAUSTVERÐ Kr. 300,00 daggjald ög 2.50 á ekinn km. ÞER LEIK ' '/V ’ - >• IIIÉ 1BÍLALEIGAN 'ALUR ? Rauðarársfíg 31 sími 22-0-22 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Laun V.R. hækka um 1,6% Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar hækkaði kaupgreiðsluvísitalan frá 1. sept. 1966 um 3 stig. Samkvæmt því skal á tímabilinu 1. sept.— 30. nóv. 1966 greiða 15,25% verðlags- uppbót á grunnlaun í stað 13,42%, sem áður gilti. Þessi hækkun samsvarar því að öll laun hækka um 1,6% frá og með 1. sept. 1966. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Rafvirkjar í USA WASHINGTON 3/10 —Um 15.000 bandarískír rafvirkjar hófu verk- fall f dag til að knýja fram kjarabætur og höfðu að engu til- mæli Johnsons forseta að hætta við verkfallið sem hann sagði að myndi spilla fyrir hemaði Bandaríkjanna í Vietnam. Allir þessir 15.000 rafvirkjar vinna I verksmiðjum félagsins General Electric. Flytjið vöruna fhig/eiðís Flugfélagið heldur uppi áætiunarflugi milli 13 staða á landinu.Vörumóttakatilallrastaðaalla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. Þér sparið tíma Fokker Friendship skrú- fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innanlands. Þér sparið fé Lægri tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. ,li!, ,s.i” r í Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, • auðveldari meðhöndlun> ý fljót afgreiðsla. !fi 1 -• FLUGFÉLAG ISLANDS % I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.