Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. október 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Valur varð íslandsmeistari 1966 Pramhald af 2. síðu. þetta afleita mark mundi ráða úrslitum í leiknum og Vals- menn gefa sig. Valsmenn voru svo heppnir, að það virtist sem Keflvíking- ar gerðu ekkert til þess að fylgja þessu happi eftir, og Valsmenn fengu tíma til að jafna sig og ná heppilegri ró yfir leik sinn og sameinast um vörnina, fyrst og fremst, og svo síðar að sækja sig við og við, og það merkilega gerðist að Valur fékk nokkuð fleiri horn á Keflvíkinga en þeir á Val, og þó eins og fyrr segir lá heldur meira á Val allan hálf- leikinn. Á 9. mínútu er Jón Ólafur f allgóðu færi og skaut, en Sig- urður varði vel. Á 25. min. fá Keflvíkingar aukaspyrnu á Val rétt við vítateiginn og tók Magnús Torfason spyrnuna. Nú röðuðu Valsmenn sér rétt og skildu eftir op í miðjunni fyr- ir Sigurð í markinu. Þar skaut Magnús í gegn góðu skoti, en Sigurður fékk naumlega varið í horn. Á 42. mín. á Högni hörku- skot rétt yfir, en ekki tókst þeim að auka forskotið í hálf- leiknum sem endaði með þessu eina marki. Hvorugt liðið hafði sýnt góða knattspyrnu, allar sendingar voru ónákvaemar hvort sem þaer voru stuttar eða langar, og hefur tauga- truflunin vafalaust átt þar mesta sök. Framlína Keflavíkur var þó stundum nokkuð virk, þrátt fyrir það að Jón Jóhannsson vseri að kalla „tekinn úr um- ferð“ af Halldóri Einarssyni, sem fylgdi honum sem skuggi allan leikinn þrátt fyrir mikla yfirferð og tilraunir Jóns til að losna við þessa vörzlu. Gerði Halldór þetta eins vel og hægt var að ætlast til af honum, og án þess að sýna rnddalegan leik. Það mæddi því ' mest á Rúnari, Karli og Jóni Ólafi sem barðist mjög, sérstaklega í fyrri hálfleik, og náðu þessir framherjar Kefla- vikur stundum1 lagl'ega saman, o? er nærri hægt að segja að það hafi eiginlega verið milli þeirra sem sást jákvæður skipulegur samleikur í þessum leik. Hinsvegar var vörn Vals þétt, með Sigurð í markinu sem einskonar „öryggisloka“ ef allt annað brást Seinni hálfleikur Það kom fljótlega í Ijós í seinni hálfleik, áð vindurinn var betri en enginn, og nú voru það Valsmenn sem héldu uppi mun meiri sókn svo að segja allan hálfleikinn. Þó var það svo, að á 5. mín. leiksins er Rúnar kominn innfyrir og fyr- ir opnu marki, og enginn til varnar nema Sigurður Dagsson sem æðir móti Rúnari til þess að freista þess að minnka markið, og það tekst, Rúnar skaut beint í Sigurð og hætt- an leið hjá og Keflavík mis- tókst að komast í tveggja marka forskot sem hefði getað gert gæfumun. Á 10. mín. fá Valsmenn aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig, og skapast hætta við mark Keflvíkinga en knöttur- inn rann aftur fyrir rétt við stöngina. er varið var í horn. Fjórum min. síðar er dæmd homspyrna á Keflavík, og tek- ur Reynir hana og spyrn- ir fyrir og rétt innan við slána, en Kjartan hyggst að grípa knöttinn, en missir hann inn i markið. Þarna gerði Kjartan mikla skyssu að slá ekki knött- inn affurfyrir með hnefa í stað þess að ætla að grípa. oé staðan varð 1:1 eða enn einn sinni jöfn. Valsmenn virðast heldur herða sóknina, og vörn Kefla- víkur virðist ekki verulega við þessu búin. Sigurður Albert.s son berst og bjargar oft. Á 20. mín. gera Valsmenn á hlaup fram vöHino svolítið t’’ hægri og þaðan cr knötturin sendur til Bergsveins sem send- ir' hann til Ingvars sem skor- aj. Við þetta tækifæri virtist koma hik á Keflvíkingana og munu þeir hafa álitið Berg- svein rangstæðan, og það virt- ist mörgum sem svo hefði ver- ið. Þegar dómari og línuvörð- ur voru spurðir nánar um þetta atvik eftir leikinn héldu þeir því fram að sóknarmaður Vals hefði ekki farið af stað fyrr en eftir að knettinum var spyrnt, og við það sat. Hér gerðu varnarmenn Keflavíkur þá skyssu að halda ekki á- fram þar til blístra dómarans kvæði við. Alltaf gera Keflvíkingar þó áhlaup við og við og ógna, og á 22. mín. myndast þröng við Valsmarkið, og varð af mik- ill fótagangur og hrökk knött- urinn eins og ráðvilltur frá fæti til fótar ýmist varnar- eða sóknarmanna þar til Sigurður Dagsson „stingur" sér eftir honum og bjargar. Nokkru síðar er Ingvar kom- inn innfyrir. en er aðeins of seinn og skotið fer framhjá. Á 39. mínútu síðari hálf- leiks er dæmd vítaspyrna á Val fyrir „hendi“ á Þorst. Frið- þjófsson, nokkuð strangt dæmt þar sem knettinum var spyrnt í mjöðm Þorsteins utarlega, og lá höndin þar þétt við skrokk- inn. Þarna eygðu áhorfendur a.m.k. framlengingu í þessum leik, er dómarinn lagði knött- inn á vítapunktinn. Sigurður Albertsson fyrirliði Keflavikur alvanur vítaspyrnumaður og ör- uggur í þvi „fagi“ spyrnir, en ekki nógu langt frá Sigurði sem nær með eldsnöggu við- bragði að slá knöttinn yfir og í horn. Þar með má segja að síð- asta von Keflvíkinga hefði brostið að jafna sakirnar við Val að þessu sinni, og verður ekki sagt að heppnin hafi el1 Keflavík í þessum úrslitaleikj- umtveim. Hinsvegar má segja, ef litið er á fslandsmótið í heild, að Valur sé vel að' ís- landsmeistaratitlinum kominn. Frammistaða Vals hefur verið nokkuð jöfn frá byrjun, nema hvað þeir hafa átt til að „detta niður" tíma og tíma í sumuip teikjum, og þó kvað minnst að því í þessum s'íðasta leik þeirra í mótinu. Keflavík var nokk- uð treg af stað, en er líða tók á keppnistímabilið fóru þeir sigrandi leik frá leik, þar til Valur og þeir mættust hér í Reykjavík, og svo aftur er þeir mættust um fyrri helgi að þeir skildu jafnir, og munu flestir sammála um það að í þeim leik hafi heppnin hlíft Val. Liðin Eins og fyrr segir var knatt- spyrnan lítil en baráttan mik- il í þessum leik, og spenning- urinn fyrir áhorfendur eins og hann gat mestur verið. Vörn Vals var betri helm- ingu» liðsins með Sigurð Dags- son sem bezta mann og Þor- steinn Friðþjófsson lék einn bezta leik sinn til þessa. Árni Njálsson 'var sem íyrr hinn síeggjandi baráttumaður og átti nú mun betri leik en um fyrri helgi. Sigurjón lék innherja, en var mjög i vöm- inni, og Bergsveinn var einn- ig oft í vörninni svo framlín- an sem heild var heldur sund- urlauS. Ingvar barðist til hægri og vinstri, og var greinilegt áð Keflvíkingar óttuðust hann. Reynir gerði margt vel en spillti heildarleik sínum með of miklum einleik, og Berg- steinn tók betur en oft áður þátt í baráttunni. Framlína Keflavíkur var betri helmingur liðsins, og það þó Jón væri tekinn úr umferð eins og áður er lýst. Magnús Torfason gerir margt laglega, en tókst ekki eins vel og oft áður að „mata“ framherja sína. Bezti maður öftustu varnarinn- ar var Sigurður Albertsson, o.e stóð þar eins og klettur úr hafi. Kjartan virtist ekki alveg heill eftir meiðsli sín um dag- inn, og hefði átt að verja fyrra markið a.m.k., annars reyndi ekki sérlega á hann. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi yfirleitt yel þennan tvisýna leik. Þegar blístra hans kvað við upphóf- . ust mikil fagnaðarlæti Vals- unnenda, og fyrsta verk Vals- manna var að hlaupa til Sig- urðar Dagssonar og bera hann á öxlum sér til afhendingar bikarsins fyrir framan stúk- una. Var 'þetta verðugt þakk- læti til Sigurðar frá félögum hans fyrir frammistöðu hans í liðinu í sumar, og má segja að enginn einn maður i liðinu hafi stuðlað eins að þessum sigri Vals og Sigurður. Lítið hátíðleg athöfn Að leik loknum afhenti for- maður KSÍ, Björgvin Schram. fyrirliða Vals íslandsbikarinn, en sú athöfn fékk ekki þann blæ sem æskilegt væri, og á að vera. Höfðu unglingar safn- azt að hvaðanæva af vellinum, og virtust komast það hindr- unarlaust, því enginn starfs- manna vallarins eða lögreglu- menn voru á verði til að hindra þetta áhlaup. Er þetta raunar engin ný saga, þetta hefur ver- ið látið viðgangast fjölda ára, þótt að þvi hafi oft verið fundið í blöðum og víðar. Þessi ágengni áhorfenda varð til þess að snúra slitnaði svo ekki var hægt að útvarpa því sem formaðurinn sagði og stúkugestír og aðrir sem fjær stóðu heyrðu ekki orð. Það er leiðinlegt að ekki skuli vera hægt að afhenda bikarinn með menningarbrag en láta það snúast uppí hálfgerð skríls- læti og ærsl. Frímann. KR — Akranes Framhald af 2. síðu. Sigurðsson knöttinn innfyrir og er Baldvin þá ekki seinn, á sér að taka sprettinn og skorar, og á sömu mínútu endurtekur sag- an sig. Baldvin fær sendingu innfyrir vömina, og eltir með sínum alkunna hraða. Eina'r bíður um of og fer úr markinu á röngum tíma, og enn skorar Baldvin 3:0- Varla er önnur mínúta liðinn þegar Gunnar Felixson æðir fram vinstra megin og upp að endamörkum og Eyleifur fylgir fast eftir og fær kpöttinn við rviarkteigs- homið, og með þrumuskoti sit- ur knötturinn í netinu óverj- andi fyrir Einar. 4:0 eða þrjú mörk á um það bil 2 mínútum! Skagamenn reyna að hrista KR-inga af sér, en það tekst ekki sem ógnandi gagnsokn, heldur eins og kærkomið tæki- færi fyrir KR-inga að koma að vöminni dreifðri. Á 30- mín. er Gunnar Felixson kominn yfir á hægri og leikur þar á nokkra varnarmenn sem ekki virðast kunna að hindra, og kemst hann alla leið innað marksúlu, og sendir knöttinn fyrir mark- ið, en varnarmaður sem ætlaði að spyma frá er svo óheppinn að hann spyrnir-fast í netið 5:0. Rétt fyrir lok hálfleiksins var það enn Gunnar sem var að verki með hraða sínuin, og kemst hann enn upp að enda- mörkum, og sendir þaðan til Baldvins sem ekki þarf annað en að ýta við knettinum í markið: 6:0 og þannig lauk fyrri hálfleik- Tafnari seinni hálf- leikur I síðari hálfleik léku Skaga- menn undan vindifium sem þó var ekki mikill — kusu að leika móti vindi í fyrri hálfleik — og virtist sem mótstaða þeirra væri meiri en í þeim fyrri og var ekki mark skorað fyrstu 24 mínútumar, og náðu Akurnes- ingar þá allvel saman úti á vellinum, en úr því varð ekkert þegar innað vítateignum kom: sendingar ónákvæmar og skot- in óviss, og við það bættist hálf- vandræðalegar staðsetningar framherjanna. Á 24. mín. fá KR-ingar hbm og tekur Hörðyr Markan það vel, en Skagamenn lofa Ellert að fara sínu fram og skallar hann laglega í markið 7:0. Aðeins tveim mín síðar sækja KR-ingar, og eftir fádæma mis- tök og klaufaskap í vöm Skaga- manna skorar Baldvin 8:0 Á næstu mínútu er Markan í opnu færi en skotið fór fram- hjá markinu. Á 34- mín- bjarg- ■ ár varnarmaður á línu, og á næstu mínútu komst Baldvin innfyrir til hægri ,við markið og sendi Eyleifi knöttinn sem skorar 9:0. Fáum mín. fyrir leikslok skorar Baldvin 10. mark KR eftir slæm mistök í vöm Skagamanna. Hraði KR-inga réð úrslitum Það sem fyrst og fremst gaf KR-ingum þennan mikla sigur var hraðinn sem virtist koma Skagamönnum í opna skjöldu hverju sinni, og þar höfðu þeir ekki roð við KR-ingum- Þeir voru einnig hvar sem var yfir- leitt fyrri til á knöttinn, og vöm KR var þétt og átti sjaldnast í neinum vanda með sóknarmenn Akraness- Beztir í vöminni voru þeir Óskar miðvörður, Guðmundur Pétursson í markinu og Ellert. í sókninni var það fyrst og fremst Gunnar Felixson sem átti góðan leik, og nú naut hraði Baldvins sín gegn hinni seinu vöm Akraness. Eyleifur átti og góðan leik, og í heild féll féll línan vel saman og lið- ið í heild. Um hinn raunveru- lega styrk liðsins er ekki gott að segja; til þess var mótstað- an of veik bæði í vöm og sókn. Þetta var að sjálfsögðu hressi- legt veganesti fyrir KR í ferð sína í heimsókn til frönsku meistaranna, en þeir höfðu á- ætlun daginn eftir til þess leiks. Þetta lið sem Akranes tefldi fram í þessum leik var mjög veikt, og satt að segja undar- lega veikt miðað við þann efni- við sem Skagamenn virðast hafa átt í yngri flokkunum undanfarið, og sem er sem óð- ast að takai við. Þrátt fyrir aldur, og áverka af völdum lasleika í fótum var Rikarður sá maðurinn sem sýndi mest knattspymutilþrif, og reyndi að byggja upp, en nú hefur hann ekki þann ógnandi hraða sem hann hafði hér áður- Næstur honum kom Jón Leós- son, sem slapp vel frá leiknum- Einar í markinu hefði átt að verja meira, í framlínunni var Benedikt Valtýsson sem slapp skást. Allir þéssir ungu menn kunnai einfaldlega ekki nóg til þess að geta borið uppi hið gamla góða merki Akraness í knattspymu. Margir þeirra eru efnilegir, en til þess að verða fullþroska verða þeir að æfa meira — læra meira. Dómari var Einar Hjartarson og dæmdi ýel. Frímann. <*>- KRYDDRASPJÐ FÆST f NÆSTU BÚÐ Alma mater Framhald af 5. síðu. stúdentagarðurinn þar sé hverj- um manni boðlegur. Þar * eru til húsa meira en hundraðung- ir nemendur frá tuttugu og átta löndum. ' 1 minni deild var japanskur nemandi, annar frá Rúmem'u, þriðji fró Tékkóslóvakíu, einn frá Venezuela og einn frá Líb- anon. Stundum þegar ég hef hlustað á tónverk hjáúngu tón- skáldi, hef ég boðið honum áð koma til náms til Moskvu. Þetta bauð ég Terehara Nobuo. fig heyrði hann fyrst flytja tón- verk eftir sig heima hjá góð- vini mínum Akiko Seki, sem stjómar söngflokknum, sem kallast „Söngraddir Japans", og sæmdur hefur verið hinni^ al- þjóðlegu Leninorðu, fyrir til- stuðlan friðar milli þjóðanna Terahara hefur samið mörg lög sem sérstaklega eru ætluð „Söngröddum Japans“. Hann hafði þá aldrei stúndað reglu- bundið nám. Samt leizt múr kantata hans ætluð til söngs: „Dagrenning yfir Japan“, vera fullgild að formi, og það sem meira er vert, bera 'vott um á- gæta skildgáfu. Nú er hann nemandi við Tónlistarháskólánn f Moskvu, og er þetta þriðja árið hans. I byrjun september komu ný- ir, efnilegir nemendur í þessa björtu og rúmgóðu sali há- skólans, piltar og stúlkur, fuil áhuga á náminu, sem er að byrja, nú á hundrað ára af- mæli skólans. NITTO Jón Finnson hæstaréttariögmaður Sölvhólsgötu 4. (Sambandshúsinu III. hæð) Simar: 233?8 og 12343. Þýzkar og ítalskar kvenpeysur. Elfur Laugavegi 38. Skólavörðustíg 13. Snorrabraut 38. BRAUÐHUSIÐ SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR * Sími: 24631 JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARÐARNIR ( flethjm storðum fyrirliggjandi I Toilvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 — Sími 30 360 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gaeðin. B:RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri. BRI DGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerði Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Smurt brauð Snittur við Öðinstorg. Sími 20-4-90. BlL A LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl bynnir Bón. EENKAUMBOÐ ASGEIR ÖLAFSSON heUdv. Vonarstræti 12. Sími U075. mi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.