Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1966, Blaðsíða 10
Þing brezka Verkamannaflokksins hafið í Brighton Búizt við harðri gagnrýni á Wilson vegna Vietnams og efnahagsstefnu Hróp gert að Wilson (,hræsnari' — ,Vietnam') við messu í Brighton á sunnudaginn — Flokksstjórnin á undanhaldi í ályktun um Vietnam BRIGHTON 3/10 — Þing brezka Verkamannaflokksins hófst í Brighton í dag. Búizt er við að allharðar sviptingar verði á þinginu og þykir víst að hörð hríð verði gerð að Wilson, ríkisst’jóm hans og flokksstjórninni vegna afstöðu þeirra í ýmsum málum og þá einkum Vietnam-málinu og efnahagsmálum. Þegar áður en þingið varsett í dag höfðu Wilson og félagar féngið að kenna á þeim óvin- saeldum sem þeir hafa bakað sér með stefnu sinni baeði í utanríkis- og irinanlandsmálum. Bm þúsund bílasmiðir höfðu safnazt saman fyrir framansam- komuhúsið þar sem þingið or haldið til að mótmæla stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum sem leitt hefur til samdráttar og atvinnuleysis í bílaiðnaðinum. Þeir hrópuðu að Wilson þegar hann kom af setningarfundinum í fylgd með lögreglumönnum: Niður með kaupbindingarstefn- una. Við viljum fá vinnu. Hróp í kirkju Vinstrisinnaðir stúdentar höfðu í gær truflað guðsþjónustu sem að venju var haldin fyrir þing- setninguna í Brighton. Þeir hrópuðu „hræsnarar“, „morð- ingjar“ og „Vietnam", þegar þeir Wilson og Brown utanrík- isráðherra hófu að lesa ritning- argreinar. Blómabúðin Eden opnuð í Domus Medica Sl. föstudag var opnuð í Dom- ns Medica við Egilsgötu ný blómabúð, EDEN, útibú frá Garðyrkjustöðinni og verzluninni Eden í Hveragerði. Sagði forstjóri verzlunarinnar í viðtali við Þjóðviljann, að þessi verzlun væri nú opnuð hér í Reykjavik til að bæta þjónust- una og ná betur til viðskipta- vinanna yfir vetrarmánuðina þegar umferðin fyrir austan minnkar. Hjá Eden fást bæði pottablóm og afskorin blóm í eins miklu úr- vali og árstíminn leyfir, og er mikill hluti þeirra ræktaður hjá Eden en sumt aðkeypt. Einnig verða til sölu í blómabúðinni gjafavörur allskonar. Nú um haustið er mest til af chrysantem- um, sem eru sterk blóm og skrautleg og standa lengi og eru notuð við öll möguleg tækifæri, sagði Bragi nema ekki í brúðar- vendi. Aðsþurður hvað virtist vera vinsælasta blómið hjá við- skiptavinunum sagði hann, að rósin væri alltaf eftirsóttust þeg- ar hún fengist, en einnig væru nellikur afar vinsælar. En chrys- antemum er mikið að vinna á, sagði hann. Stúdentar höfðu komið sér fyrir á mörgum stöðum í troð- fullri kirkjunni og þegar Brown stóð upp til að lesa úr biblíunni var hrópað til hans „hræsnari", en um þverbak keyrði þegar Wilson hóf lesturinn. Hrópað var að honum úr öllum hornum kirkjunnar og gafst hann að lokum upp við lesturinn. Lög- regla var kvödd á vettvang og rak hún um 25 pilta og stúlkur úr kirkjunni; og voru níu þeirra leidd fyrir rétt í Brighton í dag. Á undanhaldi. Stjóm Verkamannaflokksins samþykkti í gær ályktun umut- anríkismál sem lögð verðurfyrir flokksþingið og felst í henni nokkurt undanhald frá þeirri stefnu sem stjóm Wilsons hefur fylgt til þessa í Vietnam-málinu. þótt enn sé lýst yfir stuðningi við Bandaríkin. í þessari ályktun er það tekið fram að Þjóðfrelsisfylkingin í S- Vietnam verði að eiga aðild að ölium samningaviðræðum um Vi- etnam. Þar er kveðið fastar að orði um þetta atriði en byezka stjómin hefur gert til þessa; hún hefur látið sér nægja að taka undir með Bandarikjastjóm sem segir að samningsaðild Þjóð- frelsisfylkingarinnar ætti ekkiáð vera neitt vandamál. Orðsending frá Kvenfélagi sosia lista Félagsfundur verður haldinn í kvöld kl. 8,30, þriðjudaginn a. okt., í Tjamargötu 20. Pundarefni: 1. Vetrarstarfið. 2. Erindi; Samband milli þýzku rikjanna, Guðmundur Ágústs- son hagfræðingur. 3. Sagt verður frá Neptún-skipa- smíðastöðinni við Rostock. 4 Kvikmynd. — Kaffiveitingar. Mætið vel og takið með ykk- ur gesti. — Stjómin. Launa-, kjara- og samningsréttarmáS eru aðalviðfangsefnin á júngi BSRB ■ 24. þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja var sett sl. sunnudag í Súlnasal Hótel Sögu. Sitja það 123 fulltrúar frá 27 bandalagsfélögum. Forseti BSRB, Kristján Thorlacius, setti þingið, minntist látinna félaga og bauð gesti þingsins velkomna en síðan ávörpuðu gestirnir þingið. Fyrir hönd Alþýðusambands fslands ávarpaði Jón Snorri Þor- leifsson þingið, fyrir Farmanna- og fiskimannasambandið talaði Henrý Hálfdánarson, Sigurður Öm Eiríksson frá Samfoandi ísl. bankamanna og Kristján Karls- son frá Stéttarsambandi bænda. Fundarstjóri var kjörinn Stef- án Árnason frá Starfsmannafé- lagi Vestmannaeyja, 1 varafor- seti Teitur Þorleifsson Sambandi ísl. barnakennara. 2. varaforseti Eiríkur Pálsson Starfsmanna- félagi ríkisstofnana. Ritarar þingsins voru kosnir Halldór Ól- afsson Félagi opinberra starfs- Kristján Thorlacius manna ísafirði, Kristín Þorláks- dóttir Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar, Ármann Halldórs- son Landssambandi framhalds- skólakennara og Ingólfur Guð- mundsson Starfsmannafélagi stjórnarráðsins. Forseti bandalagsins, Kristján Thorlacius, ræddi því næst skýrslu stjómar er lögð var prentuð fyrir fundinn, en megin-’ viðfangsefnin á starfsárinu voru launa- og kjaramál. Auk þess var mikil önnur starfsemi sem stjórn- in hafði með höndum. Eru launa- og kjaramálin aðalmál þingsins ásamt samningsréttarmálinu og skipulagsmálum sambandsins. Næst flutti Einar Ólafsson gjaldkeri bandalagsins reikninga þess en síðan var umræðum um skýrsluna og reikningana frest- að til mánudags. Að lokum voru kjörnir starfsmenn þingsins en fundi síðan frestaðt í gær hófst þingfundur kl. 4,15 síðdegis og fóru þá fram umræð- ur um skýrslu stjórnarinnar. Tóku þessir til máls: Haraldur Steinþórsson, Lúðvík C. Magn- ússon, Matthías Guðmundsson, Guðjón B. Baldvinsson, Ólafur Björnsson og Kristján Thorlacius. Þriðjudagur 4. október 1966 — 31. árgangur — 224. tölublað. r Arangurslaus sáttafund- ur í prentaradeilunni ■ Efckert hefur gerzt í vinnudeilu Hins íslenzka prentarafélags og atvinnurekenda, og stendur því hvort tveggja óbreytt, samþykktin um að vinna ekki aukavinnu frá 1. október, og verkfallsboðun prentarafélagsins f-rá 'og með n.k. laugardegi, 8. október. ■ Á laugardaginn var haldinn sáttafundur með deiluaðilum en sá fundur bar engan árangur. Annar sáttafundur hefur verið boðaður á morgun, mið- vikudag. Kosningar til ASÍ-þings: Allmörg félög völdu fulltrúa um helginu Stóðu umræður þar til á áttunda tímanum í gærkvöld en þá var fundi frestað. í gærkvöld og í morgun áttu nefndir að ljúka störfum en fundur verður settur að nýju kl. 4,15 síðdegis. Verða þá ðg á kvöldfundi afgreidd nefndarálit. Á morgun mun fara fram stjórnarkjör og síðan verða þing- slit. ■ Um síðustu helgi völdu all- mörg verkalýðsfélög fulltrúa sína á þing Alþýðusambands fslands sem haldið verður í næsta mánuði. 17 fulltr. Verkakvennafél. Fram- sóknar, í Reykjavík á ASl-þing urðu sjálfkjörnir og fer hér á eftir listi yfir þá: Jóhanna Eg- ilsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Ingi- björg Bjarnadóttir, Ingibjörg ömólfsdóttir, Þórunn Valdimars- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, Hulda Ottesen, Guðbjörg Brynjólfsdótt- ijr, Guðrún Björnsdóttir, ,Guð- björg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristín Simonar- •dóttir, Jenny Jónsdóttir, Inga Jenný Þorsteinsdóttir og Helga Guðmundsdóttir. Kosning fulltrúa Verkalýðsfél. Vöku, Siglufirði, á ASl-þing fór fram á fundi í félaginu fyrir nokkm. Þessi vora kjörin sem aðalfulltrúar félagsins: Óskar Garibaldason, Þorvaldur Þor- leifsson, Jón Gíslason, Guðrún Albertsdóttir, Ólína Hjálmars- dóttir og Anney Jónsdóttir. Sl. laugardag klukkan 16.00 var útrunninn frestur til að skila tillögum um fulltrúa Hins íslenzka prentarafélags á 30. þing Alþýðusambands íslands. Aðeins ein tillaga kom fram og eru því eftirtaldir menn sjálf- kjörnir fulltrúar félagsins á næsta þing A.S.Í.: Aðalfulltrúar: Jón Ágústsson, Óðinn Rögnvaldsson, Pjetur Stef- ánsson, Stefán Ögmundsson. Varafulltrúar: Ellert Ág. Magn- ússon, Pálmi A. Arason. Jón lyiár Þorvaldsson. Guðrún Þórð- ardóttir. Vegna þrengsla í blaðinu verða fréttir af fulltrúakjöri í allmörg- um félögum að bíða birtingar. Eitranin Framhald af 1. síðu. skógar umhverfis verksmiðjuna urðu brúnir og ná þau áhrif allt upp I tíu kílómetra fjarlægff frá bræðslunni. Einnig hafa blóm og ávaxjatré í námunda bræðslunn- ar látið mjög á sjá. Hins vegar hefur ekki enn orðið vart við tjón á jarðávöxtum og dýrum. Kærur vegna þessa máls hafa verið sendar svissneska auð- hringnum, iðnaðarmálaráðuneyt- inu norska og fleiri aðilum. Sátfofundur fram á nótt Kl. 4 í gær hófst sáttafundur í kjaradeilu starfsmanna Sem-1 entsverksmiðjunnar á Akranesi. Er Þjóðviljinn leitaði fregna af fundinum á ellefta tímanum í gærkvöld höfðu samningar enn ekki tekizt og var búizt við að fundurinn stæði fram á nótt, en verkfall átti að skella á hefðu samningar ekki tekizt fyrir mið- nætti. Herðnbreið Frarrfhald af 1. síðu. i dag og skipið síðan dregið til Reykjavíktir til fullnaðarviðgerð- ar. Ómögulegt er að segja hve miklar skemmdirnar eru, sagði Guðjón, en hugsanlegt er að und- irstöður undir vélum og skrúfu- ás hafi eitthvað haggazt og því ekki þorandi að láta skipið sigla með eigin vélarafli til Reykjavikur. Guðjón sagði að hætt væri við samgöngutruflunum vegna þessa óhapps, þar ‘sem Skipaútgerðiri hefði nú aðeins Heklu og Herj- ólf til strandferða auk Herðu- breiðar, en verið er að búa Esju undir sölu eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum. Gerði morðtilraunir og var látinn laus Kl. rúmlega 7 e.h. á laugar- dag fékk lögreglan í Keflavík tilkynningu um að géðveill maður handléki skotvopn við heimili sitt þar í bæ og hót- aði að skjóta bróður sinn. — Maðurinn var handtekinn eft- ir langt þóf, réðist þá á lög- reglumenn með rýtingi en — var síðan látinn laus! Þegar lögreglumenn komu að heimili vopnaða mannsins vísaði bróðir hans þeim á hann í skúr á lóðinni. Hafði maðurinn læst skúrnum inn- anfrá og v.ildi ekki koma út. Þegar hann varð var við lög- regluria hleypti hann af skoti og svaraði ekki þegar til hans var kallað eftir það. Brutu lögreglumenn upp skúrinn og sáu manninn i einu horninu þar sem hann var í hnipri og miðaði á þá riffli. Eftir nokkrar málaleng- ingar lagði hann riffilinn frá sér og kom þá í ljós að byssan var hlaðin og uppspepnt. Maðurinn var handtekinn og fluttur í fangageymslu lög- reglunnar. Þar gerði hann ,sér lítið fyrir og réðist á tvo lögreglurpenn og reyndi að stinga þá með rýtingi sem hann hafði falið í sokki sín- um. Var maðurinn afvopnaður og eru vopnin bæði í geymslu lögreglunnar, en manninum var eins og fyrr segir sleppt úr haldi af hvaða ástæðu sem sú ráðstöfun hefur verið gerð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.