Þjóðviljinn - 18.10.1966, Page 4

Þjóðviljinn - 18.10.1966, Page 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þríðjudagur 18. október 1-966. Otgefandi: Samelnlngarflokkur alþýdu — Sósialistaílokk- urinn, Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Slml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- 6öluverð kr. 7.00. Vísbending Qíðastliðinn laugardag kusu háskólastúdentar ^ stjóm í félagi sínu/en þær kosningar gefa at- hyglisverða vísbendingu um stefnur og strauma meðal ungs fólks um þessar mundir. Öll venju- leg flokkaskipting riðlaðist fyrir kosningarnar og komu aðeins fram tveir listar, annar mótaður af þjóðlegum og sjálfstæðum íslenzkum sjóharmið- um, hinn frekar bergmál af stefnu stjórnarvald- . anna. Að B-listanum, lista vins'trimanna, stóðu menn úr öllum stjórnmálafélögum i háskólanum, einnig menn úr Vöku sem áður höfðu beitt sér rösklega gegn smán dátasjónvarpsins. 17’yrir kosningar birti B-listinn athyglisverða * stefnuskrá. Þar var að sjálfsögðu lögð áherzla á hlutverk Stúdentafélags Háskólans, eflingu Há- skóla íslands, fræðslumál, eflingu menningar og lista, hagnýtingu vísinda í þágu atvinnu- og efna- hags-mála; og um bætt fjármálasiðgæði var kom- izt svo að orði: „Verðbólguþróunin undanfama áratugi hefur valdið því að fjármálasiðgæði þjóð- arinnar hefur hrakað. Okrarar og verðbólgubrask- arar leika lausum hala. Stúdentar kref jast róttækra aðgerða í þessum efnum, bætts eftirlits með lána- starfseminni, þjóðnýtingu einokunarfyrirtækja, sköttun verðbólgugróða og stórherts eftirlits með skattskilum“. Megináherzla er þó lögð á sjálfstæði íslands og óháða utanríkisstefnu. Bent er á að „varðveizla íslenzks þjóðemis og menningar er undirstaða sjálfstæðis þjóðarinnar. Stúdentar vara mjög eindregið við óþjóðlegum öflum, er ógna nú sjálfstæði hennar. Nokkur hluti þjóðarinnar virð- ist með öllu hafa glatað þjóðernisstolti sínu og þjóð- emisvitund." Þess er krafizt „að tekin verði upp sjálfstæðari stefna í íslenzkum utanríkismálum, svo að virðing og áhrif þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi megi aukast... að íslendingar gerist djarf- ari málsvarar friðar í heiminum en hingað til... Smáþjóðir eiga að fá að ráða málum sínum sjálf- ar. Því skal fordæmd tilhneiging stórveldanna tií að skipta heiminum í áhrifasvæði og reyra smáþjóð- ir í viðjar hernaðarbandalaga. Stúdentar lýsa yfir samúð sinni með vietnömsku þjóðinni, sem nú þolir ólýsanlegar þjáningar. Stúdentar fordæma stefnu bandarískra ráðamanna í Vietnam og krefj- ast þess að allur erlendur her verði á brott úr landinu og friður verði saminn á gmndvelli Genf- arsáttmálans frá 1954“. Síðasl en ekki sízt minna stúdentar á „að Atlanzhafssáttmálinn rennur út 1969, og krefjast þess að fram fari endurskoðun á forsendum aðildar íslands að bandalaginu með hliðsjón af breyttum aðstæðum í alþjóðamálum.“ Sú stefna sem hér er mörkuð reyndist í samræmi við skoðanir meirihluta stúdenta; B-listinn sigraði í kosningunum. Sú niðurstaða er vísbend- ing um það að framundan kunna að vera býsna stórfelld umskipti í íslenzkum stjómmálum. — m. Ástand og horfur í sjávarútvegsmálum Það er ekki úr vegi að staldrað sé við á þessum gráu haustdögum og horft til átta og kennileita, því það er með þjóðina eins og ferðamanninn, að báðum er það lífsnauðsyn að' vita hvar þau eru stödd. Við höfum um langt árabil búið við góðæri frá náttúr- unnar hendi, til lands og sjáv- ar. Síðustu árin hefur farið saman metafli á miðum og sérstaklega hagstæð verðlags- þróun allra fiskafurða á mörk- uðum heimsins. Eftir öllum venjulegum hagfræðilögmál- um, ætti þvi íslenzka þjóðin að standa vel að vígi í dag, og þó sérstaklega þeir atvinnu- vegir hennar sem byggja af- komu sína á sjávarfangi. En er þessu þannig varið? Og ef svo er ekki að öllu leyti, hverjar eru' þá orsakirnar? Það er_ mikil þörf á því, að hver íslendingur spyrji sig þessarar spurningar og reyni síðan að svara sjálfum sér. Ekki út frá flokkslegu sjónar- miði einvörðungu, heldur fyrst og fremst út frá sjónarmiði hvers einstaklings sem mjmdar heildina, hina íslenzku þjóð. Lýðræði sem ekki byggist á slíku sjálfstæðu mati einstak- linganna er ekkert lýðræði sem vert er að nefna því nafni. Þá fyrst, þegar fólkið, hinir óbreyttu kjósendur veita for- ustumönnum sínum aðhald, þá erum við á réttri leið, sem liggur til betri stjórnarhátta. Þegar við nú á hinum gráu dögum haustsins horfum til átta og kennileita þá er hollt • að hafa þeita í huga. í upphafi skyldi endinn skoða Það fer senn að renna í ald- anna sæ áttunda árið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa setið saman í ríkisstjórn, en við upphaf þessa tímabils var ekk- ert farið dult með, hvað gera ætti. í stað uppbóta og styrkjá til atvinnuvega sem áður voru í gildi, meðal annars á valda- tímum vinstri stjórnarinnar, áttu nú að koma heilbrigðir atvinnuvegir, reknir án allra beinna afskipta ríkisvaldsins. Til að ná þessu takmarki var fyrst framkvæmd ein gengis- lækkun og síðan önnur. Vísi- töluuppbót á laun var afnum- in og fólki var lofað að verð- bólgan mundi nú stöðvuð, ef sýnd væri örlítil þolinmæði. Launafólk vildi stöðvun verð- bólgunnar, en sú stöðvun kom aldrei. Gagnstætt því sem lof- að var, hélt dýrtíðin áfram að magnast, þó kaup hækkaði ekki. Stjórnin virtist gleyma því, að það er fleira en kaup- gjaldið sem hefur áhrif á verð- lagið. Ég hef áður bent á þá stað-„ reynd, að á þessu tímibili voru skipafélögunum gefnar frjáls- ar hendur um flutningsgjöld að og frá landinu. Flutnings- gjöld og öll þjónusta skipa- félaganna fór því hækkandi, þó kaupgjald stæði í stað. En á þessu var einn bjartur flöt- ur frá sjónarhóli ríkisvaldsins: Hækkuð flutningsgjöld gáfu hækkaða tolla í ríkissjóðinn, því að tollarnir eru ekki bara lagðir á sjálft vöruverðið, heldur líka á flutningsgjöld og allan annan kostnað vörunnar. En það fór með þessar hækk- uðu tolltekjur á sama veg og sjálfar gengislækkanimar, að þar sannaðist hið forna spak- mæli: „Það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn“. í kjölfar gengislækkananna komu hækkuð útgjöld sjávar- útvegs og fiskiðnaðar á öllum rekstrarvörum og síðan að sjálfsögðu hækkað kaupgjald. Það sehi sjávarútvegurinn græddi reikningslega á fyrstu mánuðum eftir hverja gengis- lækkun,' því tapaði hann fljót- lega þegar frá leið. Og brátt stóð hann ekki bara í sömu sporum og áður en út í æfin- týrið var farið, heldur stóð hann miklu verr að vígi en áður. Og eftir átta ára svo að segja óslitið góðæri þá er allt að verða komið í strand sem strandað getur, þrátt fyrir margfalda styrki úr ríkissjóði miðað við útgjöld vinstri stjómarinnar, bæði til sjávar- útvegs og landbúnaðar. ISKIMÁL —-r- ©Itir Jóhann 1 J. E. Kúld Viðreisnin ásamt stöðvun verðbólgunnar hefur mistekizt, það er þetta sem menn verða að gera sér ljóst. En þennan endi áttu menn að geta séð fyrir og það án allra prófa í hagfræði, og vil ég þó engan- veginn gera lítið úr þeirri fræðigrein. ' ^ En við eigrim þús- und miljónir í erlend- um bönkum segir ríkisstjómin Já, og þetta er dagsatt, við eigum þessar miljónir, það er staðreynd. „En hvernig er með skuld- irnar hjá þér?“ er haft eftir honum afa mínum, ,þegar kunningi hans báð hanh um að skrifa á víxíl fyrir sig. Já, hvernig er með skuldirnar? Samkvæmt upplýsingum Fjármálatíðinda þá hafa skuld- ir okkar við útlönd hækkað úr 1924,6 miljónum króna árið 1958 í 3912,1 miljónir 1965. Skuldirnar hafa sem sagt rúm- lega tvöfaldazt og þetta hefur -gerzt á því árabili, þegar hvert metaflaárið kom öðru meira, ásamt mjög hagstæðri verð-'®' lagsþróun allra fiskafurða, allt þar til á miðju árinu í ár. Ég hygg að það geti reynzt dálítið erfitt að finna varan- leg verðmæti sem réttlætt geti þessa skuldaaukningu þjóðar- innar við útlönd á einu allra mesta góðæristímabili frá náttúrunnar hendi. En lán, sé þeim réttilega varið, þau geta verið þjóðhagslega hagstæð, þó þau hafi í för með sér auknar skuldir. Það veltur allt á því til hvers lánin hafa verið not- uð. Þó stjómmálaflokkar og rik- isstjórnir reyni á öllum tím- um að gera ríkisbúskapinn sem allra flóknastan svo binn venjulegi borgari botni hvorki upp eða niður í þeim færslum, þá er það nú svo, þrátt fyrir hið mikla og vaxandi Parkin- sonslögmál skriffinnskunnar, að búskapur ríkisins á aðeins að vera stækkuð mynd af bú- skap einstaklingsins og lúta sömu lögmálum og hann. Geri hann það ekki, þá þurfa þégn- arnir að veita aðhald. Þetta þýðir að hver ríkisstjórn á að gæta hags ríkisins og þegn- anna á sama hátt og eigin hags. Að hallandi haust- nóttum Nú þegar hið háa ALþingi hefur setzt 4 rökstóla að hall- andi haustnóttum þá er það ófögur mynd sem blasir við því við endalok viðreisnarinn- ar. Togarafloti sá, sem stjómin tók við í fullum gangi í byrj- un viðreisnarinnar, helmingur hans hefur verið seldur úr landi fyrir brotajárnsverð eða er tfundinn í höfnium, því all- an rekstrargrundvöll vantar. Aðeins fáir togarar ganga enn- þá til veiða, þeir vilja ekki gefast upp, þrjózkast við, þrátt fyrir algjört skilningsleysi rik- isvaldsins á þörfum þessarar útgerðav. Hraðfrystihúsin hafa riú þeg- ar stöðvazt nokkuð mörg, sök- um hráefnisskorts og verð- lækkun hefur orðið á frosnum fiski í Bandaríkjunum sem nema ca. 15%, Ýmsir vona, að þetta sé aðeins markaðssveifla og bíða með að selja. Því verði um varanlega verðlækk- un að ræða á þessum markaði þá gæti það verið forboði enn verri tíðinda, Við skulum bara vona að hér sé ekki kreppu- boði á ferð. Þá hefur það gerzt, að gerð- ir hafa verið fisksölusamning- ar. við Rússa og er þar um lækkað verða að ræða sem nemur sem næst 6%. Hinsveg- ar hefur þess hvergi verið get- ið hvort Rússar lækka sínar vörur á móti og skiptir það þó óneitanlega miklu máli. Þessu til viðbótar er nokkuð stór hluti af vélbátaflotanum sem vantar rekstrargrundvöll fyrir, sérstaklega yfir sumar- mánuðina. Þetta er flest 30— 120 smálesta skip. Margir bát- ar af þessum stærðum liggja aðgerðarlausir í höfnum víðs- vegar um lánd, á marga þessa báta hafa hlaðizt skuldir sem bætt hefur verið ofan á hið raunverulega verðgildi þátsins í lánastofnunum landsins. Það er vonlaust að gera þessa báta út og eiga að standa straum af þeim. höfuðstól sem á þá hef- ur verið hlaðinn. Hér mundu hreinar afskriftir nokkurs hluta höfuðstólsins koma að gagni, eftir að sjálfur rekstr- argrundvöllurinn hefur verið lagfærður. Það ey hráefnis- skorturinn sem er að sliga mörg stóru frystihúsin, því fastur rekstrarkostnaður þeirra er það. mikill, að þau þurfa að vera starfrækt meginhluta ársins til að geta skilað arði. Það er ekki fögur lýsing. Ann- arsvegar hraðfrystihús sem dæmd eru til tapreksturs fyrst og fremst vegna þess að þau fá ekki nægjanlega mikið hrá- efni að vinna úr. Hinsvegar stór floti vélbáta og leifap hins stolta togaraflota sem eru að kikna undir rekstrarkostnaði miðað við hráefnisverð til vinnslu, og hefur nokkur hluti þessa flota nú þegar gefizt upp fyrir verðbólgunni, sem um langt skeið hefur þjáð útgerð- ina. Og er nú einnig byrjuð að leggjast með þunga sínum á stærstu fiskvinnslustöðvam- ar. Þetta er nú það sem við blasir þegar horft er til átta nú að haustnóttum það herr- ans ár 1966, eftir nærri átta ára stjórn þeirra sem ætluðu að koma íslenzkum sjávarút- vegi á heilbrigðan rekstrar- hæfan grundvöll, við upphaf sinnar ferðar. í dag horfa stjórnarvöldin vonaraugum til íslenzka síld- veiðiflotans á hafinu austur af landinu, hann hefur nú unnið það afrek að veita kringum hálfa miljón smálesta af síld á þessu ári. Á þessum mikla afla flýtur íslenzka ríkisstjórn- in þrátt fyrir allt getuleysi sitt í sjávarútvegsmálum. Og þó mun það sannast, begar þessi floti leggur að landi éftir gifturíkt úthald, að mörg skip- anna í þessum flota koma með rekstrartap eftir úthaldið. Meðalaflinn nægir ekki til *’að skila arði, verðbólgan sér fyr- ir því. Það er þetta sem blasir við Þrátt fyrir mjög hagstæða verðlagsþróun mörg undanfar- in ár, á fiskmörkuðum heims- ins, þá er nú svo komið fyrir íslenzkum sjávarútvegi eins og lýst hefur verið hér að fram- an, og ástand þessara rnála nú er engan veginn málað með , dekkri litum heldur en ástæða er tiL Hvernig gat svona farið, að í stað viðreisnar komi hreint niðurdrep í þessum þýðingar- mesta undirstöðuatvinnuvegi fslendinga? Ég ftika ekki við að segja nú eins og ég sagði strax í upp- hafi „viðreisnarinnar" að stefnan sem tekin var í mál- efnum sjávarútvegsins var röng og hlaut að leiða til þessa ástands fyrr eða síðar. Hins- vegar er það mitt álit, að ef maður með mikla þekkingu á málefnum sjávarútvegsins hefði setið í ráðimeytinu gegn- um öll þessi „viðreisnarár“, þá hefði varla svona hörmulega til tekizt. Sá hinn sami hefði án efa verið búinn fyrir löngu að grípa inn í þróunina og sveigja hana á aðra og heppi- legri braut. Það hefur löngum verið ,svo, að það er ekki sama hver á heldur. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSRRÚN Félagsvist í Lindarbæ í kvöld klnkkan 8.30 — Fjölmennið. Skemmtinefndin. Moskvitch bifreiða- * eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.