Þjóðviljinn - 05.11.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.11.1966, Síða 3
Laugardagur 5. nóvember 1966 — ÞJÓÐVimNN — SÍÐA J Vietnamar í Malasíu: flertir játa sig seka . . . Bretar þykjast hlutlausir, en samt halda þeir « Skóla í frumskógahernaði fyrir hermenn Saigonleppstjórnarinnar Sovézk geimstöð af nýrri tegund MOSKVU 4/11. — Það var til- kynnt í Moskvu í dag að leyni- legri sovézkri geimrgnnsóknar- stöð af nýrri gerð hefði verið skotið á loft í október. Stöðin hefur 400 km jarðfirrð og 100 km jarðnánd. Spútník þessi hef- ur hlotið nafnið Jantar sem þýðir raf. í opinberri tilkynningu segir að stöðin muni einkum safna og senda upplýsingar úr ' iona- beltinu. Reuter-fréttastofan seg- Brezka stjómin hefur mjög auglýst sig að undanförnu sem boðbera friðar og sátta í Vietnam. Hún hefur því reynt að láta sem minnst bera á því, að hún heldur skóla í frum- skógahemaði í Malasíu fyrir h^rmenn leppstjórnarinnar í Saigon. Og það sem meira er, hin sparsama stjóm Wil- sons, sem setur allt á annan endann ef eitthvert smáfyrir- tæki hyggst greiða starfsfólki sínu svosem shilling á viku í launauppbætur — hún borgar sjálf brúsann!! — Meðfylgj- andi grein um skólann er þýdd og endursögð úr brezka fhaldsblaðinu Sundey Times. Bretax borga Blaðamönnum sem leyft er að koma nálægt Brezka frumskóga- hemaðarskólanum í Johore, Suður-Malaja, er ráðlagt að skrifa með gætni um það sem fýrir augun ber. Þeir eru að nálgast þann viðkvæma blett þar sem hin opinbera stefna brezku stjórnarinnar að veita Bandaríkjamönnum aðeins sið- ferðilegan stuðning í Vietnam birtist í óvæntu ljósi. Á síðustu tveim árum hafa að minnsta kosti 1450 menn frá Suður-Vietnam hlotið þjálfun í þessum skóla — og er allur kostnaður greiddur af utanrík- isráðuneytinu brezka. Og ekk- ert bendir til þess að þessari þjálfun verði hætt, hvað sem George Brown utanríkisráðherra lætur frá sér fara í málamiðl- unarskyni á þingi S.Þ. Á þessu ári er efnt til sjö sex vikna námskeiða sérstaklega fyrir Vietnammenn í Johore. Fullskiphð hefur verið í öll þeirra nema eitt. Og meðal komumanna hafa verið ýmsir háttsettustu menn í her Saigonstjórnar (þ.á.m. Tri- en höfuðsmaður, yfirmaður ör- yggisþjónustu þjálfunardeildar hersins). 22 Bandaríkjamenn eru í hópi nemenda á þessu ári. Erhard reiðubúinn að víkja Enn ríkir fulikomin óvissa um myndun nýrrar stjórnar BONN 4/11 — Forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, Ludwig Er- hard, mun í næstu viku reyna að koma á fót nýju stjórnarsam- starfi við frjálsa demókrata, sem áður sátu með kristilegum demó- krötum í stjórn. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar sagði í dag, að Erhard væri fús til að láta af stjórnarfor- ystu, ef hans persóna reyndist Þrándur í Götu stjórnarmynd- unar. Frjálsir demókratar eru hins- vegar taldir hafa æ meiri áhuga á því að mynda stjórn með sós- íaldemókrötum, þótt þessir tveir flokkar hafi nauman þingmeiri- hluta. Hinsvegar hefur foringi sósíal- demókrata, Willy Brandt, lýst því yfir í Frankfurt í dag, að það sé alls ekki útilokað að komið verði á samsteypustjórn allra flokkanna þriggja. Schrö- der utanríkisráðherra og Ger stenmaier þingforseti eru taldir liklegastir eftirmenn Erhards. Landbúnaðarafurðir Óttast umtal Hin mikla diplómatíska við- kvæmni sem tengd er þessum skóla stafar af því, að Bret- landsstjórn reynir að leika það hlutverk að vera heiðvirður málamiðlari í Vietnamdeilunni — en Bretar voru ásamt Sovét- mönnum í forsæti á Genfarráð- stefnunni. Skólinn í Johore varð upp- haflega til í því augnamiði að þjálfa brezka hermenn til bar- daga við skæruliða á Malaja- skaga árið 1948, og nýju lífi var hleypt I hann meðan á stóð deilu Malasíu og Indónesíu, sem nýlega er lokið — voru þar þjálfaðar sveitir sem senda átti til Norður-Borneó. Bretar óttast nú mjög, að ó- vinveitt skrif um skólann geti hrætt malaísk stjómarvöld til þess að krefjast þess að starf- semin verði á brott úr landinu. Herinn myndi eiga erfitt með að finna á öðrum stað 156 fer- mílur af frumskógi eins og þeim sem hann hefur til afnota í Jo- hore. Vondaufir nemendur í skólanum reyna Bretar að kenna Vietnömum „hvernig við álitum að þeir eigi að haga sér í frumskógum“ og þeir segja að „um 70% af því sem við segjum þeim geti orðið gagnlegt ef rétt er þýtt“. En það eru ekki aðeins tungu- málaerfiðleikar sem torvelda gagnkvæman skilning. Brezkum hermönnum virðist þeir suður- vietnömsku sýna einkennilega undirgefni þeirri staðreynd hve skæruliðar Vietkong hafa náð sterkum ítökum í landi þeirra. „Við segjum við þá — safnið íbúum frumskógasvæðanna sam- an í víggirtum þorpum og verj- ið þá sómasamlega á næturnar, eins og við.gerðum í átökunum á Maljaskaga- Þá getið þið farið út á nóttinni og drepið hvern þann sem ekki ér innan veggja.“ Vietnamar líta á okk- ur tómlátlega og svara: „En Vietkong ráða öllu á þessum svæðum á næturnar." Sérfræðingar í frumskóga- hernaði í Johore eru og mjög gagnrýnir á það, hve mjög Sai- gonherinn treystir á þá amer- ísku aðferð að safna saman miklu liði til að elta uppi ó- vinasveitir og tortíma þeim. „Við höfum komizt að því að í skæruhernaði eru augu óvinar- ins allstaðar. Ef safnað er liði til stórrar aðgerðar geta þeir fylgzt með og haft nægan tíma til að forða sér.“ Flestir játa Á þessum sex vikum skiptast á fyrirlestrar og mjög ströng þjálfun. Námskeiðinu lýkur á 48 klukkustunda dvöl í „Friðar- þorpinu" þar sem menn ganga undir yfirheyrslur af þriðju gráðu. Ekki er hægt að fá upp- lýsingar um það hvaða aðferðir eru notaðar, en sagt er að lang- flestir, Bretar líka, játi sig seka um siðir, og að segulbandsupp- taka játninganna sé eyðilögð um leið og hún hefur verið spiluð einu sinni, til að auðmýkja menn ekki enn meir en orðið er. NEW YORK 4/11 — Sovétríkin beittu í dag neitunarvaldi í Ör- yggisráðinu gegn samþykkt um að skora á Sýrland að gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir árekstra á landamærum Israels. Tíu lönd, þeirra á meðal Bandaríkin, Frakkland og Bret- land, greiddu tillögunni atkvæði. Sovézki fulltrúinn, Fedorenko, gerði þá grein fyrir atkvæði sínu, að með tillögunni hefði allri á- byrgð af ástandinu verið varp- að á herðar Sýrlendinga einna, ir, að í rannsóknarstöðinni sé Hreyfill sem noti sér iona-orku. Þessa orku er hægt að fram- leiða án afláts í langan tíma, þannig að hraðinn eykst smátt og smátt til hins óendanlega. Hagnýting þessarar orku 'getur því haft mikla þýðingu fyrir geimsiglingar. Mindszenty fer hvergi BUDAPEST 4/11 — Mindszenty kardínáli, sem setið hefur í bandaríska sendiráðinu í Búda- pest síðan í uppreisninni 1956, hefur enn neitað að yfirgefa sendiráðsbygginguna og takavið stöðu í Vatíkaninu sem honum hefur boðizt. Mindszenty var dæmdur fyrir njósnir í tíð Rakosis, og ung- versk yfirvöld hafa til þessa neitað að veita honum fulla uppreisn æru. Manntjón og eigna affióð■ um og skriðuföllum á Ítaiíu RÓM 4/11 — Úrhellisrignngar i Norður-Ítalíu hafa valdið , mikl- um flóðum og dauða a.m.k. 14 manna. Sjö þeirra létu lífið er skriða féll á þorp í Amo-dal. Hin fræga listaborg, Flórens, er einna verst útleikin, járn- brautar- og símasamband við borgina er rofið, og um aðal- götur borgarinnar flæðir eðju- blandið vatn og hefur leikið margar fomar byggingar grátt Allir bátar í héraðinu hafa ver- «5 teknir til björgunarstarfa. Feneyjar hefur og orðið mjög illa úti, en sú sögufræga borg er smám saman að siga undir yfirborð sjávar. Margir þekktir gondólar þar í borg sukku og skemmdir hafa orðið á brúm og baðstrandarmannvirkjum. Framhald af siðu 10. ráðstafanir, sem gerðar voru í sambandi við verðlagssamning- ana í septembermánuði sl. og sem munu auðvelda mjólkur- samlögunum að greiða til fram- leiðenda hið svokallaða grund- vallarverð. 2. Að hækka smjörverðið, vegna þeirrar verðlækkunar, sem Framleiðsluráðið ákvað 16. maí sl., í áföngum. Fyrsti hluti þeirrar hækkunar kom til fram- kvæmda 1. október sl. Var sú hækkun kr. 33,00 á heildsölu- verðinu, en ríkisstjórnin ákvað að auka niðurgreiðsluna á smjöri um þá upphæð svo hið lága útsöluverð þess gæti hald- izt enn um stund. \ 3. Framleiðsluráðið ákvað emnig að lækka hið svokallaða verðmiðlunargjald af seldri mjólk, yfir mánuðina október, nóvember og desember, úr 30 aurum í 10 > aura pr. lítra. Þessi ráðstöfun er fyrst og fremst gerð til þess að örfa framleiðslu mjólkur að haustinu á hmum svokölluðu mjólkursölusvæðum og einnig til þess að mæta auka- kostnaði sem sérstaklega fellur á nokkur samlögin í haust vegna flutnings á mjólk, rjóma og skyri milli sölusvæða." . Síldveiðin Framhald af 10 ÆÍðU- Bára SU 100 Viðey RE 200 Seley SU 100 Eldborg GK 110 Súlan EA 135 Geirfugl GK 180 Sigurður Bjarni GK 80 Þórður Jónasson EA 130 Þorsteinn RE 180 Loftur Baldvinsson EA 160 Arnfirðingur RE 170 íslenfur IV VE 150 Helga RE 80 Hugrún ÍS 110 Örn RE f . J : 150 Hoffell SU 60 Arnar RE 80 Haraldur AK 40 Mannskœður bylur í USA NEW YORK 4/11 — Mikill snjó- bylur herjaði í dag á Kanada eftir að hafa valdið 32 mönnum bana í Bandaríkjunum. Mörg hundruð fjölskyldur hafa misst heimili sín og samgöngur eru tepptar á stóru svæði. Þúsundir manna eru nú að moka sér leið gegnum snjóskafl- ana í ýmsum norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þeir eru víða hálfur annar metri á hæð. Flest- ir hinna látnu fórust í umferð- arslysum, en súmir eldri menn ofreyndu sig á snjómokstri. Bylurinn hefur þegar kostað tvo menn lifið í Kanada og eru samgöngur þar víða að teppast Sagt er að ástandið sé einna verst í Ontarioríki, og er víða mikill viðbúnaður til að mæta afleiðingum óveðursins. Johnson láefur ófriðlega á blaðam annafundi: Stöðva ekki loftárásir um \ jólir> þótt páfinn óski þess WASHINGTON 4/11 — Johnson forseti hélt blaðamanna- fund í dag og var boðskapur hans ekki sérlega uppörfandi: boðar hann sendingu fleiri hermanna til Vietnam og gefur engar vonir um að loftárásum á Norður-Vietnam verði hætt. Þá vísaði forsetinn skilyrðislaust á bug öllum efa- semdum sem fram hafa komið að undanförnu um sann leiksgildi Warrenskýrslunnar um morðið á Kennedy. Johnson sagði að liðsauki yrði sendud til Vietnam svo fremi sem yfirmaður Bandaríkjahers þar, Westmoreland, færi fram á það. Hann nefndi engar tölur, en sagði, að það yrði gért sem þurfa þætti. Nú' eru 345 þúsund bandarískir hermenn í Vietnam, og búist er við að þeir verði orðnir um 400 þús. um áramót. Forsetinn var að því spurður, hvort önnur_ þau ríki, sem sent hafa herlið til Suður-Vietnam myndu senda fleiri hermenn nú — eftir ráðstefnuna í Manila. Johnson svaraði, að leiðtogar þessara landa hefðu heyrt ósk- ir Westmorelands um liðsauka „og ef hann biður um fleiri menn, þá látum við hann fá þá“. Forsetinn sagði, að Bandaríkja- menn myndu ekki hætta loft- árásum á Norður-Vietnam, nema til kæmu mótaðgerðir. Blaðið New York Times segir hins veg- ar í dag, að varnarmálaráðuneyt- ið búist við skipunum frá John- son um auknar loftárásir. Og for- setinn sagði reyndar á blaða- mannafundinum, að hann myndi ekki láta hætta sprengjukasti um jólahelgina þótt sjálfur páf- inn bæði hann um það. Johnson sagði ennfremur að hann byggist ekki við því að Vietnamstríðið hefði veruleg á- hrif á úrslit þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjun- um á þriðjudag. Ennfremur taldi forsetinn, að Sovétstjórnin reyndi að beita sér fyrir friði í Vietnam eftir megni. Johnson vildi álíta að gagn- rýni sú sem komið hefur fram í mörgum bókum á Warren- skýrsluna, og heldur því þá einkum fram, að Oswald hafi ekki verið einn að verki, hafi ekki við rök að styðjast. Johnson gengur undir tvo minniháttar uppskurgi að tveim vikum liðnum og mun nú hvíl- ast um hrið á búgarði sínum í Texas. Kjarabætur íkjöifar endur- skipulagningbr i So vétríkjum MOSKVU 4/11— Endurbætur á skipulagi sovézks efnahagslífs hafa þegar gefið góða raun, seg- ir Bæbakof, formaður sovézka áætlunarráðsins í grein í Pröv- du í dag. Um 700 fyrirtæki í léttaiðnaði og matvælaiðnaði hafa þegar tekið upp nýja starfs- háttu, og ségir að tekjur starfs- fólksins í þeim hafi aukizt um 20% á fyrstu níu mánuðum árs- ins, en um 10% í iðnaði yfir- leitt. Hið nýja kerfi byggir bæði í auknu sjálfstæði einstakra fyrir, tækja og svo því, að tekjur þess og verkamanna fara ekki eftii framleiðslumagni einu, heldui fyrst og fremst því hvernig var- an selst, þ.e. eftir gæðum. Aui þess hafa fyrirtæki frjálsar: hendur um bónusgreiðslur er áður. Á næsta ári munu hinar nýji stjórnunaraðferðir teknar upp í nýjum iðngreinum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.