Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 1
I Föstudagur 18. nóvember 1966 — 31. árgangur — 264. tölublað. HANDRITIN Lögin um afhendingu handrifanna voru staSfest i gœr af hœsfarétti Dana □ Hæstiréttur Danmerkur kvað í gærmorgun upp úrskurð sinn í hand- ritamálinu og fór sú dómsuppkvaðnng fram með mjög óvenjulegum hætti. Þannig var sjónvarpsmönnum og ljósmyndunar leyfður aðgangur að dóms- salnum sem er nýtt í sögunni og áheyrendur voru eins margir og komust í salinn, en það er mjög sjaldgæft við slíkt tækifæri. □ Úrskurður hæstaréttar var í stuttu máli sá að undirréttardómurinn var staðfestur og danska ríkisstjómin sýknuð af þeirri ákæru stjómamefndar Ámasafns að lögin um afhendingu handritanna bryti í bága við stjómar- skiána. Bíll fauk í fárviðri í Borgarfirði Mjög hvasst var í Rorgar- firði í gærdag og gekk 4 með hörðum hryðjum. Undir Hafnarfjalli var veðrið svo óskaplegt í byljunum, að stór vöruflutningabíll frá kaupfé- laginu á Hvammstanga fauk út af veginum og lenti á hliðinni. Bílstjórinn var einn í bílnum, en .sakaði ekki. Brotnuðu allar rúður í stjórn- húsi bílsins og það skemmd- ist. Hins vegar skemmdist VÖruhús ekki. Bíll þessi var af Henchel gerð, 9-10 tonna á leið norð- ur. Veðrið olli því, að bílar, sem ætluðu fyrir fjallið, urðu að bíða af sér veðrið líkt og skip, sem leita í landvar. Þannig voru Ólafsvíkur- og Stykkishólmsbílar 2 stundum á eftir áætlun til Borgarness á vesturieið í gærkvöld. Þetta feikna veður virðist hafa verið nokkuð einangrað sunnarlega í Borgarfjarðar- héraði. Vestur á Snæfellsnesi, norðan fjalla, var steytings- vindur, en logn að kalla fyrir sunnan og aílt suður á Mýr- ar. Meðal áheyrenda við upp- kvaðningu dómsins var Gunnar Thóroddsen ambassador íslands ,í Kaupmannahöfn og átti Þjóð- viljinn stutt tal við hann í gær í tilefni af úrskurðinum. ' — Það er ákaflega rrtikið fagnaðarefni að dómurinn skyldi verða á þessa lund í þessu við- kvæma deilumáli, sagði am- bassadorinn." Það var einróma niðurstaða dómaranna að lögin íim afhend- ingu handritanna skyldu gilda en um forsendur fyrir þessum úrskurði var nokkur ágreining- ur meðal dómendanna. Átta dómaranna töldu að Árnasafn væri sjálfseignarstofnun og lög- in fælu því í sér eignarnám en hins vegar töldu þeir að þau brytu ekki í bága við stjórnar- skrána og ekki bæri að greiða neinar bætur til Árnasafns vegna afhendingar handritanna. Hinir dómararnir fimm töldu einnig að Árnasafn væri sjálfs- eignarstofnun en þrátt fyrir það væri ekki um eignarnám að ræða. » — Næsta skrefið er að full- gilda handritasáttmálann milli íslands og Danmerkur sem gerð- ur var 1. júlí 1965, sagði am- bassadorinn. Síðan eiga. Háskóii íslands og Kaupmannahafnar- háskóli að tilnefna hvor um sig tvo fulltrúa í nefnd til þess að gera tillögur um hvaða handrit eigi að fara til Islands sam- kvæmt anda laganna, því í þeim er ekki kveðið á um afhendingu einstakra handrita í Ámasafni. Þó eru tveir mestu dýrgripirnir þarna undanskildir, þ. e. Sæ- mundar-Edda og Flateyjarbók sem varðveittgr eru í Konungs- bókhlöðunni. í lögunum er kveðið svo á að þau skuli bæði afhent. Annars er i lögunum talað um að afhenda skuli þau handrit sem tilheyri menningar- arfi fslendinga og hafa þau á- kvæði veri<5 skilin svo að þar sé átt við handrit sem samin éru eða þýdd áf íslendingum og fjalla aðallega eða einvörðungu um íslenzk efni. Þessi fjögurra manna nefnd háskólanna gerir tillögur sínar til forsætisráð- herra Danmerkur sem hefur æðsta úrskurðarvald. Þá sagði ambassadorinn að það gæti tekið nokkurn tíma að handritin yrðu afhent. Sum þyrftu viðgerðar við og einnig verða þau öll ljósmynduð, þau sem ekki hafa þegar verið mynduð. Loks þurfa sum hand- ritanna að vera í Kaupmanna- höfn um sinn vegna samningar orðabókarinnar miklu sem nú er' verið að semja við Kaup- mannahafnarháskóla. Að lokum sagði ambassador- inn að hann vonaðist til að and- stæðingar handritamálsins í Danmörku sættu • sig við þessi úrslit og friður kæmist á um málið. Hann sagði að dómurinn hefði vakið mjög mikla athygli í Danmörku og umtal og ís- lenzka sendiráðinu í Kaup- mannahöfn hefði borizt fjöldi heillaóska í gær í tilefni af dómnum, bæði frá Dönum og íslendingum. Rækjubát livolfdi á Skötufirði í fyrradag hvolfdi báti sem var að rækjuveiðum á Skötufirði. Um borð í bátnum, Einari, sem er 8 lesta, voru tveir menn, Hjörtur Bjamason og nafni hans Kristjánsson. Bátnum hvolfdi mjög skyndilega og náðu þeir ekki kð losa björgunarbát sem var fastur við stýris- hús bátsins. Báturinn seig niður að aftan en þeir nafnarnir sátu á stefninu þar til hjálp barst um klst. síðar frá bóndanum á Skarði. Varð þeim ekki meint af hrakningunum svo að teljandi sé. Gamalt íslenzkt skinnhandrit. Hitaveitan fær litla fyrír■ greiðslu hja hönkum hér Af þeim sökum hefur reynzt óhjákvæmilegt að taka óhagkvæmt erlent lán til skamms tíma ■ í>að var upplýst á borgarstjórnarfundi í gærkvöld, að innlendu viðskiptabankamir hafa tekið svo illa lánsfjár- umleitun Hitaveitu Reykjavíkur að nausynlegt hefur reynzt að taka óhagkvæmt lán erlendis til þess að þetta þjóð- hagslega hagkvæma og trygga fyrirtæki .geti staðið fyrir eðlilegum framkvæmdum. Njóta þó bankarnir margvís- legrar fyrirgreiðslu og þjónustu af hálfu bæjarfélagsins og borgarstofnana, án þes að greiða eyri í útsvar til þess. Starísmenn við Biírfellsvirkjun sam- þykktu samninga á fundi í fyrradag ■ í fyrrádag samþykktu starfsmenn við Búrfellsvirkjun á fundi samninga þá sem gerðir voru sl. mánudag milli Vinnuveitendasámbandsins annars vegar fyrir hönd verk- takans Fosskrafts s.f. og hins vegar Verkamannasambands íslands, Sambands byggingamanna, Málm- og skipasmiða- sambands íslands, Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Árnes- sýslu og Félags' íslénzkra rafvirkja fyrir hönd átta verklýðs- félaga 'í Reykjavík og Árnessýslu. Áður hafði stjórn Vinnu- veitendasambands íslands samþykkt samningana að við- hafðri leynilegri atkvæðagreiðslu. Þjóðviljinn náði í gær tali af Þóri Daníelssyni framkvæmda- stjóra Verkamannasambands ís- lands og innti hann. eftir efni samninganna. Þórjr kvað það hafa verið eina af aðalkröfum verkalýðs- félaganna að starfsmenn ,við Búrfell fengju greidda staðar- uppbót, svo og að ferðir heim um helgar, sem farnar eru hálfs- mánaðarlega reiknuðust ívinnu- tímanum. Á þessu vildu full- trúar Vinnuveitendasambandsins ekki Ijá máls í samningavið- ræðunum í vor og-sumar en eft- ir að sáttasemjari ríkisins fékk deiluna til mieðferðar beitti hann sér fyrir þeirri lausn þessa máls sem samningar að lokum tókust um. Er ákvæði samninganna um þetta atriði á þá leið að stárfsmennirnir skuli fá greiddár 630 krónur á viku til að standa straum af kostn- aði við ferðalög heim til sín um helgar. Er þetta að sjálfsögðu mun hærri upphæð en fargjald- ið til og frá Búrfelli nemur og auk þess greidd hvort sem mennirnir fara heim til sín éða ekki svo að hér er raunveru- lega um staðaruppbót að ræða þótt það nafn sé ekki notað í samningunum. Annað aðalatriði hinna nýju samninga fjallar um vaktaskipt- ingu, vaktaálag og áhættuþókn- un í vinnu við jarðgöngin. Sam- ið var um að unnið skyldi á tveim 10 tíma vöktum á sólar- hring, þ.e. frá kl. 6 að morgni til kl. 4 síðdegis og frá kl. 4 til kl. 2 að nóttu og gefið mat- arhlé í þrjú kórter og kaffihlé í 1 korter á hvorri vakt. 8 tím- ar af hverri vakt greiðast með dagvinnukaupi og 30% álagi en 2 tímar á morgunvaktinni greið- ast með eftirvinnukaupi og 2 tímar á kvöldvaktinni með næt- urvinnukaupi. Þá var samið um áhættuþókn- un í vinnu við jarðgöngin. Er það föst upphæð kr. 5.70 í grunnlaun meðan göngin eru lokuð en kr. 4,19 í grunnlaun eftir að búið er að opna göngin. Loks var samið um nokkrar taxtatilfærslur, sagði Þórir að lokum. Umræðurnar um lánsfjártöku hitaveitunnar vakti Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, er til staðfestingar var heimild til handa borgar- stjóra að ganga frá lápi hjá Hambros Bank í Englandi vegna Hitaveitu Reykjavíkur. Frá þessu láni var skýrt hér í blaðinu í gær, en það er að upphæð 600 þús. Bandaríkjadollarar eða um 25 milj. ísl. króna. Lánstíminn er 5 ár, ársvextir 8% og 1% lán- tökugjald í eitt skipti fyrir öll. Skilningsleysi bankanna Guðmundur Vigfússon benti á að mikið hafi verið reynt til að fá lán til framkvæmda Hitaveit- unnar hjá innlendum lánastofn- unum,"en aðeins fengizt fyrirheit hjá 5 bönkum um samtals 10% milj. króna. Iðnaðarbankinn hefði heitið 3% milj., Samvinnu- bankinn 3 milj, Verzlunarbank- inn 3. milj. Útvegsbankinn 1 milj. og Búnaðarbankinn 1 milj. Engin fyrirheit hefðu fengizt hjá Landsbankanum til Hitaveitunn- ar. Guðmundur benti á hversu smávaxin væru þessi framlög bankanna, sérstaklega þeirra jer öflugastir eru: Verzlunarbankans, Útvegsbankans og Búnaðarbank- ans, svo ekki sé talað um aðal- lánsfjárstofnun landsmanna, Landsbankann. Ræðumaður sagði ennfremur, að þetta skilningsleysi viðskipta- bankanna ætti mikinn þátt í því að framkvæmdaáætlun Hitaveit- unnar hefur farið meira og minna úr skorðum og bein af- leiðing bankapólitfkuriimar væri erlenda lántakan, óhagkvæm á ýmsan hátt. Tillaga Guðmundar Guðmundur Vigfússon flutti svofellda tillögu í málinu: „Borgarstjórnin lýsir undrun sinni yfir þeirri afstöðu við- skiptabankanna að neita að veita Hitaveitu Reykjavíkur nauðsyn- leg framkvæmdalán og neyða þannig fyrirtækið til óhagstæðr- ar lántöku erlendis. Bendir borg- arstjórnin á þá staðreynd, að viðskiptabankarnir njóta marg- víslegrar fyrirgreiðslu og þjón- ustú borgarfélagsins, svo sem aðrar stofnanir er í borginni starfa en greiða hinsvegar engin útsvör .til borgarsjóðs af starf- semi sinni og gróða. Ætti þetta, Framhald á 3. síðu. A. Vinnutími bjá Sumargjöf Margrét Auðunsdóttir formaður starfsstúlknafé- lagsins Sóknar biður þess getið að gefnu tilefni að vinnutími starfsstúlkna hjá Sumargjöf hafi alltaf verið frá kl. 8 á morgnana til kl. 6 á kvöldin, þar til nú að sú breyting hefur verið gerð sem alkunn er. Starfsstúlkur í eldhúsihafa alltaf byrjað störf sínr kl. 8; sömuleiðis hafa stúlkur og fóstrur komið til skipt- is til að taka á móti böm- um frá kl. til 9 á morgn- ana. ■■■••«■•»■•■••■■■■i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.