Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. nóvember. 1086. Otgefímdi; alþýöu Sóslalistaflokk- Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sameiningarflokkux urinn. Ivar H. Jónsson (áb). Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 lfnur). Áskriftairverð kr. 105.00 á mánuðl. Lausa- söluverð kr. 7.00. -------------------------.— .. •- Handrítin koma heim „Tj'ornhandrit íslands blika að nýju við dagsrönd, * eru væntanleg heim úr sinni undarlegu sjó- ferð. Þau geyma leyndardóminn, ævintýri lands og þjóðar: skáldskapinn sem varð henni til upp- hefðar og lífs. Hví tóku þau á sig þennan flæking, og hvaða erindi eiga þau heim aftur? Eitt- sinn voru þau líf og ljós í myrkum torfbæjum, lýstu síð- an í útlegð sinni upp himininn yfir norðrinu og urðu draumur saknandi þjóðar og skáldum nýr hljóm- ur á tungu og brimrót í blóði: hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. — Sagan flettir sínum blöðum, kveikir leiðarljós og knýr fram spurning- ar. Hver eru þessi fornu handrit sem vér fögnum sem líf af Iífi voru? Hvert verðúr afl þeirra fram- vegis, hvaða hlutverki eiga þau eftir að gegna? Verða þau aftur líf og ljós með þjóðinni; falla þau að nýju sem gróðurregn í þyrsta jörð? Verða þau enn til að bjarga lífi voru úr eldinum? Vekja þau íslendinga til sjalfra sín?“ f^annig ritaði Kristinn E. Andrésson á miðju sumri árið 1965 um það leyti sem ísland og Dan- mörk gerðu með sér handritasáttmálann. Skyldi vera auðvelt að finna önnur orð sem jafnveí túíka hug íslendinga í dag, þennan góða nóvemberdag þegar telja má fullvíst að sú lausn handritamáls- ins s^m samið hefur verið um af íslenzkum og dönskum stjórnarvöldum verði framkvæmd. Fregnin um úrskurð Hæstaréttar Dana sem birt var í gær um lögmæti handritalaganna vakti fögn- uð allra íslendinga enda þótt margir héma megin hafsins hafi talið málið að mestu útkljáð áður ogátt bágt með að skilja að áhrifamenn og öfl í Dan- mörku skyldu af alefli reyna að ómerkja það sam- komulag sem orðið var. Hefði það tekizt, hefðu ís- lendingar og Danir átt framundan langvarandi deilur og ófrið vegna handritamálsins sem þó hefði hlotið að enda þannig að handritin hefðu flutz't heim, fyrr eða síðar, með einhverjum hætti. Þau málalok sem nú virðast ráðin hljóta hins vegar að verða áhrifarík til bættrar sambúðar og treysta vináttu- og menningarbönd frændþjóðanna, ís- leridinga og Dana. F Trslit handritamálsins leggja íslendingum skyld- ^ ur á herðar, Háskóla íslands og Handritastofn- unar bíða mikil verkefni og margþætt. Stjórnar- völd landsins, Alþingi og ríkisstjóm, verða að sýna þá rausn að íslenzkar stofnanir geti orðið miðstöð rannsókna á handritunum, hafi á að skipa einvala- liði íslenzkra fræðimanna og hingað eigi erlendir fræðimenn sem við þau fást greiðan gang og fái hér beztu starfsskilyrði. Til þess að skapa þá að- stöðu mega íslenzk stjórnarvöld ekki skammta naumt heldur ríkmannlega og mun vandfundinn íslendingur sem teldi þá fjármuni eftir. Þá rætist líka sú hugsjón að þjóðardýrgripirnir sem við eigum nú senn von á heim til íslands verði ekki forngripir heldur verði þeir líf og ljós með þjóð- inni, verði aflvaki heilbrigðrar þjóðernisvitundar og þjóðarmetnaðar. — & Alþjóðaráð höfunda ÞjóSviljinn hefur íengið frétt- ir hjá- Jóni Leifs af stofnfundi alþjóðaráðs höfunda í París. Jón segir þannig frá: Það var á alþjóðaþingi STEF- samtakanna í Prag síðastliðið sumar að samþykkt var að end- urskipuleggja samtökin pg stofna fjögur álþjóðaráð höf- unda til aðstoðar við miðstjóm alþjóðasambands „Stefjanna", en í því eru 64 STEF í helztu mermingarlöndum heims. Það varð síðan hlutverk hinna ein- stöku STEF-samtaka að tilnefna menn f höfundaráðin. Hverjir voru tilnefndir af hálfu íslenzka STEFS? Það varð að samkomulagi að Halldór Laxness tæki sæti i alþjóðaráði leiklistarhöfunda, át) í því em bæði tónhöfundar og rithöfundar dramatískra verka. Hinkvegar tók Gunnar Gunnars- son sæti' í alþjóðaráði rithöf- unda en ég í alþjóðaráði tón- skálda. Hver eru svo helztu áhuga- mál þessara höfundaráða? Tilefnið til endurskipulagn- ingar alþjóðasambands STEF- samtakanna og til stofnunar höfundaráðanna er hin væntan- lega endurskoðun Bernarsam-<$- þykktarinnar um höfundarétt, sem á að fara fram á næsta ári. Þesvegna er kaillað á höf- undana til að standa vörð um réttinn og samfylkingu höfunda- vemdar. Einkum er það áhuga- mál höfundanna að verkum þeirra verði ekki rænt frá böm- um þeirra og erfingjum á lög- skipulagðan hátt eins og nú gerist. Það kam jafnvel til tals á þessum fundum að höfundar helztu leikverka og tónverka ættu að hætta að láta prenia eða hljóðrita eða flytja verk sin í sjónvarpi eða útvarpi, en láta heldur erfingjunum eftir hand- ritin til sérstakra flutningsaf- nota, þannig að hindrit væru aðeins lánuð gegn ströngum skilyrðum og verkin þannig vemduð um alla framtíð. Hve Iangur er verndunartím- inn í löndum Bcrnarsam- bandsins núna? Venjulegá' gildir vemdin að- eins í 50 ár eftir lát höfundar, en þó eru til alls konar fram- lengingar. Vestur-Þýzkaland hefur nú lögskipað vemd í 70 ár eftir dauða höfundar, og það mun verða takmark höfunda- samtakanna að fá þessa 70 ára vemd tekna upp í hina nýju endurskoðun Bemarsamþykkt,- arinnar. Einkum er þetta þýð- ingarmikið fyrir vemd erfiðari tónverka, sem oft þurfa fleiri áratugi til að ná viðurkenningu og færa tekjur. Gætu íslenzkir höfundár og íslenzka STEF haft áhrif á gang þessara mála? Já, vissulega, og það var ð- nægjulegt að íslenzku fulltrú- amir stóðu þarna einmitt í fylk- ingarbrjósti. Gunnar Gunnars- son var kallaður upp á fundi rit- höfundaráðsins og sagði þar frá sinni reynslu í meðferð höf- undaréttar, en Halldór Laxness var einróma kosinn forseti al- þjóðaráðs. leiklistarhöfunda og stjómaði fundi þess, en Halldór tekur um Jeið sæti í miðstjóm alþjóðasambands „Stefjanna." Mér var svo falið að hafa forystu varðandi endurbætur í úthlutun fyrir asðri tónlist frá .,Stefjunum“, en að málum þessum hafði ég unnið á for- stjórafundum félaganna sein- ustu tvö árin. Við í íslenzka STEFi erum ■ þeim Gunnari og Halldóri inni- lega þakklátir fyrir að þeir vildu taka við tilnefningu okk- ar og vildu láta þessum al- þjóðafundum í té aðstoð sína o? reynslu og viidu jafnframt leggja það á sig að setja sig inn í hin , flóknu vinnubrögð STEF-samtakanna og í höf- undaréttarbaráttu þessara fé- laga. ,Það var hin bezta sam- vinna með okkur þremur og mjög ánægjulegt að sjá hve mikill samhugur var með þess- um tveim helztú rithöfundum íslendinga. Hverjir listviðburðir voru eft- irminnilegastir á þessum Parísardögum? Ég lenti í því að vera þarna á allra sálna messu, einum al- Jón Leifs varlegasta helgidegi káþólsk- unnar, og ég heyrði þar tvær stórkostlegustu sálumessur, sem tónskáld hafa samið, — Requi- em eftir Berlioz og Requiem /eftir Verdi. Svo voru mikiir há- tíðatónleikar til að minnast 100 ára afmælis franska skáldsins og Nobelsverðlaunahafans Ro- main Rolland. Á þessum tón- leikum .var lesið úr verkum hans og flutt 9. bljómkviða Beethovens. Þjónustukönnun Neytenda samtakanna hafin Þjónustukönnun Neytenda- samtakanna er nú hafin með því að Neytendablaðið með til- heyrandi eyðuþlöðum á að vera komið í hendur allra félags- manna samtakanna. Neytenda- samtökunum er það jafnmikið MINNINGARORÐ Þorsteinn Ágúst Jónsson Þorsteinn Ágúst Jónsson f*'* verkamaður lézt 9. þm. Útför hans verður gerð frá Fríkirkj- unni i dag. ~í* Þorsteinn var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, f. 14. ág. 1914, sonur hjónanna Þorgerðar Jónsdóttur og Jóns , Þorsteins- sonar sem lengi átti heima á Grímsstaðaholti og bæði eru látin fyrír nokkru. Ungur byrjaði hann að virina alla þá vinnu sem til féll á þeim árum bæði á sjó og landi, en lengst af starfaði hann hjá Eimskipafélagi Islands og var þar að vinnu fram á síðasta dag. Þorsteinn var vinsæll og vel látinn af öllum sem honum kynntust, jafnt vinnufélögum sem ððrum. Ég þori að fullyrða að óvildarmann átti hann eng-’®“ an. Eins og margir þeir sem ald-1 ir eru upp við kröpp kjör fylkti Þorsteinn sér undir merki verkalýðshreyfingarinnar og varð þar traustur liðsmaður. Dagsbrúnarmaður var hann frá unga aldri og hafði mikinn á- huga á félagi sínu og fram- gangi þess. Arið 1939 kvæntist Þorsteinn eftiríifandi konu sinni Hólm- fríði Bergþórsdóttur, hinni á- gætustu konu. Þau eignuðust þrjár dætur, sem allar eru upp- komnar, Elín, gift Ólafi Rafn- kelssyni sjómanni, Erla er vinn- ur við bókband, og Margrét, skrifstofustúlka. I dag kveðja hafnarverka- menn í Reykjavík góðan dreng og stéttvísan verkamann sem aldrei brást þó syrti í álinn. Ég sendi konu hans og dætrum innilegustu samúðarkveður. Krístinn Sigurðsson. kappsmál og það er neytendum rrfikið hagsmunamál, að könn- unin takist sem bezt og þátt- takan verði sem mest. Með þvi að fylla út eyðublað könnunar- innar og senda það Neytenda- samtökunum leggja menn sinn skerf til baráttu þeirra fyrir bættri þjónustu og auknu öryggi í viðskiptum. Fjöldi,nýrra félagsmanna Svo virðist sem mikill áhugi sé ríkjandi meðal -almennings á málinu. Fjöldi manna hefur innritað sig í samtökin síðustu daga, en samdægurs er þeim sent blaðið í pósti ásamt nokkr- um eldri ritum, sem til eru. Þá hefur og mikið verið hringt til samtakanna af fólki, sem er að fyMa út eyðublöðin, og eftir helgiria tóku fyrstu svörin að berast. Fólk er eindregið hvatt til þess að senda svörin hið allra fyrsta, og er ætlazt t«l þess, að hver og einn svari inn- an viku frá móttöku blaðsins. Eftirvænting eftir niður- stöðum Mikið hefur verið spurt um það, hvenær sé að vænta birt- ingar á niðurstöðum könnunar- innar. Því er tii að svara, að þátttakan getur orðið svo lítil að niðurstöðúr verði ekki birt.- ar. Það ætti öllum að vera aug- ljóst og þá um leið, hve nauð- synlegt er, að menn skerist ekki úr leik. Með þvá gera menn sér og öðrum ó.leik. Gangi könnun- in jsamkvæmt áætlun, verða nið- urstöður birtar jafnharðan og unnið hefur verið úr svörum varðandi hvert tæki fyrir sig og byrjað á þeim, sem mbstur s- hugi virðist á. Víða fylgzt með könnuninni Það er víðar fylgzt með könnun þessari en á íslandi. Neytendasamtök um heim allan hafa með sér gott samstarf. í Bandaríkjunum fer slík könnun fram árlega, og þar fengust síð- ast 100.000 svör. En frændur vorir Norðmenn voru seinni tfl svars, og mistókst fyrsta tilraun Neytendaráðsins þar að mest.u. Forsvarsmenn þess bíða nú með eftirvæntingu, hvemig til tekst á íslandi, og frá því verður ör- ugglega skýrt rækilega í Noregi. Færi vel, að þeir gætu bent Iðndum sínum hingað þeim tii fyrirmyndar. Samkeppni um þjónustu Hér á landi er nú mikið framboð fyrsta flo'kks rafmagns- tækja og samkeppni mikil. Eitt af því góða, sem þjónustukönn- un Neytendasamtakyma gæti af sér leitt, væri samkeppni um þjónustu, og niðurstöður góðrar könnunar jafngilda á sinn hát,t niðurstöðum gæðamatsrann- sókna. (Frá Neytendasamtökunum)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.