Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 10
9 Hvuð er sagt um handritm á gðtunni og á vinnustöðum? v .... i ■ Fréttin um dóm Hæstaréttar Danmerkur í handritamálinu barst til íslands skömmu fyrir hádegi í gær og var lesin í hádegisfréttum útvarpsins. Við vissum fyrirfram hvemig fræðimenn okkar og fyrirmenn myndu bregðast við þessum tíðindum, enda hafa garnimar svo oft verið raiktar úr þeim um málið. Hinsvegar var dálítið á huldU, hvernig verkamaðurinn við höfnina, fólkið á götunni, skóla- æskan og afgreiðslustúlkan brygðust við. Þessvegna fóru blaðamenn Þjóðviljans vestur á Grandagarð, þar sem landsynn ingsnep'jan ýfist við uppskipunarkarlana; á Lækjartorg, þar sem kappdúðað fólk bíður eftir strætisvagninum sínum með sam- anbitnar tennur; á hið rennblauta og glerhála Austurstræti (í fleiri en einum skiln- ingi), þar sem hispursmeyjar leiðast arm í arm og bílarnir bruna hjá; inn í stór- verzlun Silla og Valda, þar sem er hlýtt o g bjart og jólalegt og upp í Menntaskóla, þar sem æska landsins býr sig undir fræðimennsku á mismunandi sviðum og með mismunandi árangri. Við spurðum fólkið um afstöðu þess til handritanna og af- stöðu þess til Dana í sambandi við handritamálið og hér er árangurinn. Hjördís Jóhann Jón Sigurður MYNDIR og TEXTI: VTLBORG HARÐARDÓTTIR GRÉTAR ODDSSON ARI KÁRASON Ánægð innst inni Hjördís Ketilsdóttir er sextán ára gömul afgreiðslustúlka í kjörbúð Silla og Valda í Aust- urstræti. Hún brosir hálffeimn- islega og segir að éiginlega komi sér þetta ekkert við . . . — Og þó er ég ákaflega á- nægð innst innL Mer finnst að við eigum handritin og þau eigi að vera hjá ókkur. Ég bjóst líka frekar við að þetta færi , svona. , Ja, hvað á að gera vL5 þau? Mér finnst alveg sjálfsagt að setja handritin á safn og lofa almenningi að skoða þau, og gvo þurfa vísindamerm að geta unnið við þau. Treystir vjnáttuna milli þjóðanna í biðskýlinu á Lækjartorgi sitja þær Sveinrún Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir húsmæð- ur og bíða eftir strætisvagni. — Maður er svei mér ánægð- ur að íþetta skuli vera komið í kring, segir Guðrún. Þau hefðu bara átt að vera komin fyrir löngu. Og nú er ég hrædd um að það þurfi að drífa í að byggja yfir þau! — Já, það þarf að láta fara reglulega vel um handritin þeg- ar þau koma, tekiur Sveinrún undir, og helzt vildi ég að þau kæmu í hvellL Báfðar eru þær sammála um að Danir eigi þakkir skilið fyr- ir að ætla að afhenda íslend- ingum handritin. — Ojá, þótt seint sé. En ekki veit ég hvort íslendingar hefðu hegðað sér nokkuð betur hefði málið snúið öfúgt. Og ekki er maður að erfa það við Dani nú, þótt sitthvað hafi gerzt í gamla daga. Afhending handritanna verður áreiðanlega til að treysta vipáttuböndin milli þjóðanna. Var Árni Magnús- son kannski ekki íslendingur? Þær koma gangöndi eftir Austurstræti og leiðast, örmur dökkhærð og hin Ijósbærð og augun gægjast út undan síðum ennistoppunum. Ófeimnar og dæmigerðir fulltrúar íslenzkra unglinga í dág. ' Sjöfn Sigurbjömsdóttir og Ásta Lúðviksdóttir em báðar 14 ára gamlar og ganga í Álftamýrar- skólann. , Þær hafa ákveðnar skoðanir á málinu: — Þetta var nú gott og ekki nema réttlátt. Við áttum líka rétt á að fá handritin heim, því við höfum alltaf átt þau, alveg tvímælalaust. Var Ámi Magn- ússon kannski ekki ísléndingur? — Og nú á að láta þau á safn, svo allir geti séð þau. Og við ætlum sko að fára að sjá þau jStrax og þau koma. Handritin höfum við alltaf átt, Sigurður Eyleifsson er olíuaf- greiðslumaður á Grandagarði, grandvar maður til orðs og æð- is — enda gamall togaraskip- stjóri. Hann hampar pontunni framan í fréttamannmn og af glampanum í augunum er ó- mögulegt að ráða, hvort hér er um ógnun að ræða eða „viltu- í-nefið-góði“ tilboð. — Handritin segirðu? Auðvit- að höfum við alltaf átt handrit- in. Ég veit ekki betur en Árni stað fyrir handritin. Það þarí að leggja miklu meiri rækt við þessi mól á Islandi en gert hef- ur verið hingað tiL byggja upp og skapa fræðimönnum viðun- andi aðstæður. Þáttur í sjálf- stæðisbaráttunni Páll Guðmundsson er frá Flat- ey á Skjálfanda og ef ekki Þing- eyingur, þá að minnsta kosti einskonar Þingeyingur. Hann vinnur í Eimskipafélagsskemm- unni á Grandagarði og var að Sjöfn og Ásta sfcafla pokum roeð einhverskonar mjölmeti, þegar við komum að: — Ég er ákaflega ánægður með þessa niðurstöðu í hand- ritamálmu. Alveg 1<S>% fylgjandi henni. \Bndurhehnt handritanna er þáttur í sjálfstæðisbaráttu okkar. Þau eru íslenzlcur menn- ingararfur. Það er nú mitt álit. Þú spyrð hvað við eigum að gera við handritin og hvemig við Föstudagur 18. nóvember 196f — 31. árgangur — 264. tölublað. "* v>A ,v ^< -,, ~, Sveinrún og Guðrún. eigum að varðveita þaú. Að mínu áliti er það náttúrlega verkefni fyrir háskólann og okkar ágætu fræðimenn á þessu sviðd. Bjóst ekki við þessu af Dönum Við dyr vöruskemmu Eimskips á Granda stendur Jón Ólafsson verkamaður, hálfáttræður að aldri, og er að telja banana upp- úr Gullfossi nýkomnum frá Hamborg. — Þetta á nú að fara í krakk- ama um jólin. — Ha, handritin? Jú, mér lízt vel á málið og það gleður mig að dómurinn skyldi falla á þennan veg, en náttúr- lega voru nú handritin ög eru okkar eign. Það verður skemmtun að fá þetta heim. Annars er ég eng- inn fræðimaður og gæti sjálf- sagt ekki lesið þetta. Ég hef samt gaman að bókum og átti einu sinni eldgamla biblíu, en varð að selja hana.-Af hverju? Til að fá peningá fyrir mat, auðvitað. Ef ég á að segja alveg eins og er, hefði ég alls ekki Hjúizt við þessu af Dönum! ísland í 12. sæti Úrslit í 11. umférð’ Olympíu- skákmótsins í Havana urðu þau að íslenzka sveitin ’tapaði fyrir Ungverjum með 1 v. gegn 3. Ingi tapaði biðskák sinni við Portisch, Freysteinn gerði jafn- tefli, Gunnar gerði jafntefli við Bilek og Guðmiindur Sigurjóns- son tapaði fyrir Barszai. Önnur úrslit urðu sem hér segir: Búlgaría 3 v. — Kúba 1 v., Argentína 3 v. — Danmörk 1 v„ Bandaríkin 2% v. — Tékk.- slóvakía 1% v. Rúmenía 2V2 v. — A-Þýzkaland IV2 v., Spánn 2 v. — Noregur 2. v., Sovétríkin 2% v. — Júgóslavíá IV-2 v. Röðin á mótinu er þá sem hér segir: 1. Sovétríkin 33 v., 2. Banda- ríkin 29V4, v. 3. .Ungverjaland 28l/2 v., 4. Júgóslavía 27 v., 5. Argentína 26% v„ 6. Búlgaría 251/2 v., 7. TékkósTóvakia 24V2 v., 8. Rúmenía 23 v„ 9. A- Þýzkaland 20 v., 10. Danmörk 16V2 v., 11. Spánn 16 v., 12. ís- land 15V2 v., 13. Noregur 12% v., 14. Kúba 10 v. í næstsíðustu umferð tefldu íslendingar við Norðmenn. Stefán fréttamað- ur segir frá Kína Stúdentafélag Háskóla íslands efnir til almenns umræðufund- ar á morgun kl. 2 siödegis. Stefán Jónsson fréttamaður segir frá Kínaferð sinni og svarar fyrirspurnum um fund- arefnið. Fundarstaður verður nánar auglýstur síðar. Páll hafi verið íslendingur, bækurn- ar islenzkar og hann hafi ætlað þær íslendingum eftir sinn dag. Ég skil ekkert í þessum 8 dóm- urum, sem þurftu að vera að skila séráliti . . . Heyrðu annars. Ég held það sé bezt að tala ekki af sér. Margt ógert 1 nýbyggingu Menntaskólans eru nokkrir piltar í einni stof- unni við efnafræðirannsóknir að því er okkur sýnist, og tókst að ná tali af einum þeirra, Jó- hanni Kristjánssyni, nemanda í 5.-U, sem segir um úrslitin: — Þetta er að vísu nokkuð gott, nema ég hefði viljað fá öll handritin heim. Svo erann- að, — það viantar alveg sama- Alþingi geri ráðstafanir gegn dráttarvélaslysum Við 1. umræðu um frumvarp Einars Olgeirssonar og Geirs Gunnarssonar í neðri deild Alþingis í gaer um lagabreyt- ingu í því skyni að draga úr dráttarvélaslysum, lagði Einar þunga áherzlu á að Alþingi það sem nú situr yrði að gera ráðstafanir í því máli. Þessum slysum hefði fjölgað óhugn- anlega og yrði ekki við unað. Tveir ráðherranna sem einnig töluðu um málið við þessa um- ræðu tóku mjög í sama streng, en það voru Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra og Ingólfur Jónssori landbúnaðarráðherra. Skýrðu þeir 'frá að víðtæk at- hugun á málirrn færi nú fram og hefðu fjögur ráðuneyti látið málið til sín taka. Einar skýrðí frá niðurstöðum í skýrslu frá Slysavarnafélagi íslands um dráttarvélaslys árin 1958 tM. 1966 og hafa þau orðið V;/ mun flest á því ári sem nú er að líða, fjmm banaslys og fjög- ur önnur slys. Alls hafa átján banaslys orðið á þessum árum og voru sex þeirra sem fórust 14 ára og yngri, fjórir á aldr- inum 15-20 ára og átta á aldr- inum 21-50 ára. Breytingarnar sem Einar og Geir leggja nú til að gerðar verði á lögunum er að ekki megi börn yngri en 14 ára aka dráttarvél þó utan alfaravegar sé og skuli dráttarvélarnar veN yfirbyggðar. Einar minnti á að harðar umræöur hefðu orðiðum málið á þingi 1957 þegar um- ferðarlögin voru sett. Hafi þá verið tekið úr frumvarpinu ald- urslágmarkið 15 ár og kolfelld tillaga sem Gunnar Jóhannsson bar fram um 14 ára aldurstak- mark. Hefði harin því ekki taL ið líklegt að hærra aldursmark fengist lögfest nú en 14 ár, en taldi að Alþingi mætti ekki víkja sér undan að gera ráð- stafanir í málinu. Einar fagnaði undirtektum ráðherranna og kvað mestu skipta að gott samkomulag gæti orðið innan þingsins um það sem gert yrði til úrhóta. Málinu var vísað til 2. um- ræðu og allsherjarnefndar. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.