Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1966, Blaðsíða 3
f JTostudagur t8. nóvember 1968 — ÞJÓÐVIUTNN — SlÐA J Dönsku dómararnir skiptust í tvo hópa í máiinu Forsendur staðfestingar hæsta- réttar á niðurstöö um landsréttar Þrettán dómarar tóku þátt í. dómsuppkvaðningu. Áfrýjandi' hefur endurtekið þær kröfur er hann gerði fyrir landsrétti, stefndur hefur krafizt staðfest- ingar. Fyrir hæstarétti hafa málsaðilar endurtekið þá með- ferð er málið hlaut fyrir lands- rétti. Átta dómarar — nöfn til- greind — skila svofelldu áliti: Arna Magnússonarstofnunin er ekki ríkisstofnun, en ber að skoðast sem sjálfstæð stofnun er komið var á fót samkvæmt erfðaskrá í sambandi við Kaup- mannahafnarháskóla. Sam- kvæmt þeirri tilhögun, sem samþykkt hefur verið í lögum og í samningi (landanna) eru handritin tekin af stofnuninni, þrátt fyrir mótmæli stjórnar hennar, og afhent Háskóla ís- lands, en þar eiga þau að mynda „Árna Magnússonarstofnun á ís- landi“, sem er stofnun, se_m ó- háð er áfrýjanda (þ.e. Árna- safnsstjórn). Samkvæmt lögun- um, sem að áliti dómsins fela í sér tilneytt afsal, hvaða háttur sem hafður er á því, og með því að réttur stofnunarinngr hlýtur að teljast undir vernd 73. greinar stjórnarskrárinnar, er gildi laganna háð því, hvort. þessu ákvæði stjórnarskrárinn- ar er fullnægt, að því leyti sem lagafrumvarpið hafi ekki verið sett fram og afgreitt sem frum- varp um eignanámslög. Eftir því skal tekið, að við afgreiðslu lagafrumvarpsins gerðu stjórn og þing ráð fyrir þeim mögu- leika, að það fæli í sér eigna- nám, m.a. vegna þess að fylgt.- var ákvæðum annarrar máls- greina/ 7?. gr. stjórnarskrár um að lögin skyldu afgreidd í ajpn- að sinn af nýkjörnu þjóðþingi. Meðan á umræðunum (um lög- in) stóð var oftar en einu sinni rætt um það, að hve miklu leyti almannaheill krefðist þess að afsal handritanna yrði sam- þykkt, svo og um skaðabætur. Samkvæmt þessu ber að álíta, að lagafrumvarpið hafi verið rætt of£\ samþykkt, einnig með þann möguleika fyrir augum, að hægt sé að líta á lögin sem eignanámslög. Þá virðist ekki vera ástæða til að ætla, að sam- þykkt laganna hafi ekki verið grundvölluð að því er varðar almenningsheill. Að lokum ber að álíta, að sú staðreynd, að í lögunum eru engin ákvæði um skaðabætur, geti ekki haft í för með sér að þau séu ógild. í til- færðum röksemdum áfrýjanda verður því ekki fundinn grund- völlur fyrir því, að lýsa lögin ógild. Samkvæmt fram komnum kröfum er ekki hægt að kveða upp úrskurð um hugsanlegar kröfur stofnunarinnar um skaða- bætur. Samt virðist, samkvæmt flutningi málsins, vera tilefni til að geta þess, að það sem fram hefur komið meðan á mál- inu stóð, hefur ekki gefið á- stæðu til að ætla, að stofnunin muni verða fyrfr tjóni, sem er þess eðlis, að gtundvöllur sé fyrir bótaábyrgð. Þessir dómarar leggja því næst til að dómurinn verði staðfest- ur. Fimm dómarar — nöfn tilfærð — skila svofelldu áliti: Þótt Árni Magnússon og kona hans hafi gefið handritasafnið Kaupmanna- hafnarháskóla skv. erfðaskrá telst það (safnið) tilheyra stofn- uninni (Árna Magnússonar) samkvæmt skipulagsskrá er bygg- ir á erfðaskránni og hefur hlot- ið konunglega staðfestingu. Þessa stofnun ber að líta á sem sjálfs- eignarstofnun og skal stjórn hennar hafa umsjón með safninu í samræmi við almennan til- gang skipulagsskrárinnar. Telja ber að réttur stofnunarinnar sé þess eðlis. að hann njóti þeirrar verndar sem frá greinir í 73. grein stjórnarskrárinnar. Því er sú spurning sem svars krefst, hvort hér sé um að ræða eigna- afsal, af þeirri tegund sem stjórn- arskrárgreinin fjallar um. Þau handrit og fornbréf, sem flytja skal til íslands samkvæmt lög- unum eru þaðan komin, og eru þaðan fengin af Árna Magnús- syni, íslendingi á þeim tíma er ísland var hluti danska ríkis- ins og er þar voru ekki mögu- leikar á því að geyma þau þar og hafa umsjón með þeim á ör- uggan hátt. Þegar tekið er til- lit til þess, að handritasafnið skal, skv. sáttmála, sem fyrr — og þá í vörzlu Háskóla íslands — þjóna því markmiði sem kveð- ið ,er á um í skipulagsskránni, ber að álykta, að lögin, þótt þau hafi í för með sér verulega breyt- ingu á aðstöðu stofnunárinnar, hafi ekki í för með sér afsal af þeirri tegund sem kveðið- er á um í 73. grein stjórnarskrárinn- ar,, og því sé hægt að fram- fylgja þeim með venjulegri laga- setningu — einnig án þess að samþykki stjórnar stofnunarinn- ar komi til. Á þessum forsend- um greiða þessir dómarar einnig staðfestingu dómsins atkvæðí sitt.- Hvor aðili ber sinn málskostn- að fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: dómur landsréttar er staðfestur. Bandaríkin ekki treysta lengur her Saigonstjórnar SAIGON 17/11. — Það er hermt eftir fulltrúum herforingjastjórn- arinnar í Saigon, að Bandaríkja- menn og annað erlent herlið í íandinu muni innan skamms Fjárskortur hitaveitunnar Framhald af 1. síðu. auk þjóðhagslegrar hagkvæmni hitaveitunnar að tryggja að þetta borgarfyrirtæki nyti eðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá bönkunum til framkvæmda í borginni, svo ekki þyrfti að leita til lánastofn- ana erlendis, nema í sambandi yið lántökur til nýrra virkjana, sem kosta mikið fjármagn. er fá þarf til langs tíma. Borgarstjórnin telur því þau fyrirheit um fyrirgreiðslu af hálfu bankanna, er fengizt hafa vegna hitaveitunnar og nema að- eins um 10,5 milj. kr. samtals, allsendis ófullnægjandi ,og óvið- unandi, cfg skorar alvarlega á forráðamenn bankanna að breyta þessari afstöðu sinni og veita hitaveitunni nauðsynleg fram- kvæmdalán nú og eftirleiðis. Fel- ur borgarstjórnin borgarráði og borgarstjóra að fylgja þessari á- lyktun fast eftir við bankana og benda forráðamönnum þeirra m. a. á að fáist hér ekki viðunandi leiðrétting mála, þá kann svo að fara að borgarstjórnin telji sig til þess knúða að afla heim- ildar til að bjóða út almennt skuldabréfalán til þess að afla hitaveitunni nauðsynlegs fram- kvæmdafj ár“. Geir borgarstjóri Hallgrímsson sagði að borgaryfirvöld hefðu farið þess á leit við bankana að þeir skiptu með sér 50—60 milj. kr. lánsfjárhæð til fjárfestingar- framkvæmda á vegum borgar- innar, þar af væri reiknað með 30—40 milj. til hitaveitufram- kvæmda en 20 milj. kr. til Sundahafnar. Landsbankinn hefði skuldbundið sig, sagði borg- arstjóri, til að leggja fram láns- fé allt að 80% af kostnaði við byggingu 1. áfanga Sundahafnar. þó ekki meira en 20 milj. kr. Borgarstjóri' kvaðst ekki von- laus um að bankarnir legðu meira fé fram til Hitaveitunnar og vildi því að tillögu Guðmund- ar Vigfússonar yrði vísað til borgraráðs. Var sú tillaga Geirs samþykkt að umræðum loknum með 8 íhaldsatkvæðum gegn 5. Framsóknarmenn sátu hjá. taka á sig alla ábyrgð af „virk- um“ styrjaldarrekstri í landinu. Hlutverk herliðs Saigonstjórnar- innar mun hinsvegar takmark- ast við það, að „friða“ svæði sem Bandaríkjamenn kunna að ná frá skæruliðum Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar.. Þessar upplýsingar koma ekki á óvart, því vitað er að baráttu- þrek hersveita Saigonstjórnar- innar er sáralítið og liðhlaup mjög tíð, Er bersýnilegt að Bandaríkjamenn treysta ekki lengur á þær til neinna stórræða. Þar með verður styrjöldin í Vi- etnam orðið „bandarískt“ stríð í enn ríkari mæli en fyrr, og það komið betur fram en nokkru sinni áður, að styrjöldin er háð milli hins bandaríska stórveld- is annarsvegar og víetnam^krar alþýðu hinsvegar. Þetta hefur það i för með sér. áð Bahdaríkjamenn munu nú einnig berjast í návigi við skæru- liða á hinum þéttbýlu óshólm- um Mekopg, en' þaðan kemur mikill hluti hrísgrjónauppskeru landsmanna. Þetta nýja skipu- lag hefur í för með sér, að fjölgað verður að miklum mun í Bandaríkjaher í Suður-Vietnam. Bandaríkjamenn hafa misst 253 menn fallna tvær \síðustu vikur í „Attleboro“ herferðinni skammt frá landamærum Kamb- odja. Valdbeiting gegn Ródesiustjórn NEW YORK 17/11 — Allsherj- arþing S.Þ. samþykkti í dag til- lögu frá Asíu- og Afríkuríkjum, sem felur í sér kröfu um að Bretar beiti valdi til að steypa stjórn Ians Smiths í Ródesíu. 89 greiddu atkvæði með, Portú- gal og Suður-Afríka á móti og 17. sátu hjá. Boðuðalþjóðleg ráðstefna komm- únstaflokkanna MOSKVU 17/11 — Sovézka ut- anríkismálatímaritið „Nýr tþni“ ségir í leiðaragrein, að enginn vafi leiki á því að ný alþjóða- ráðstefna kommúnista, svipuð þeim sem haldnar voru í Moskvu 1957 og 1960, muni leiða til lausnar þeim vandamálum sem klofningsstefna Kínverja hafi skapað. Þetta er í fyrsta sinn að opin- berlega er beinlínis hvatt til slíkrar ráðstefnu síðan Krústjof var steypt. Ekki er vitað hve- nær hægt væri að halda slíka ráðstefnu — vitað er t.d. að Rúmenar vilja ekki taka þátt í ráðstefnu þar sem stefnt verður að algerðri einangrun Kínverja. Hlífðarhjáimar Viðurkenndir af Öryggiseftirliti ríkisins. í" ? m Verð mjög hagstætt. Útsölustaðir í Reykjavík: Byggingavörur hf, Laugavegi 176. Slippfélagið hf. Mýrargötu. Heildsölubirgðir: Voss-umboðið Laugavegi 42 — Sími 18404. Búrfellsvirkjun Fosskraft óskar að ráða i nóvembermánuði, nema annars sé sérstaklega getið, eftirtalda starfsmenn til starfa við Búrfellsvirkjun: VERKSTÆÐISSTÖRF: 3 viðgerðarmenn, vana viðgefðum á þungavinnuvélum, einkum Caterpillar vélum. 2 bifvélavirkja, einkum vana stórum farartækjum. 1 rennismið, vanan í viðgerðum og nýsmíði. 1 suðumann. með sérþjálfun, „Certifikat“-suðumaður. 2 aðstoðarmenn. vana verkstæðisvinnu. 3 smurstöðvarmenn. vana smurningi stórra farartækja og gúmmíviðgerðum. 2 rafvirkja vana lögnum og tengingum á vinnustöðúm. 6 járniðnaðarmenn til uppsetningar á grjótmulnings- og steypustöð. 4 pípulagningamenn til ýmis konar starfa við pípu • lagnir. TÆKJASTJÓRN: Tækjastjórar með nokkurra ára starfsreynslu á neðan- greindum tækjum eða sambærilegum: 4 Schaper. Caterpillar 631 B 3 vegheflar Caterpillar 12 F. 5 hjólaskóflur Caterpillar 966B og 988. 2 beltaskóflur Caterpillar 977. 5 jarðýtur Caterpillar D6, D8. D9. 1 kranabíll. P & H 325 TC. 1 vélskófla KL 250 með vökvabúnaði. 15 bílstjórar með a.m.k. D-flokks ökuskírteini. JARÐVINNA og BORUN: 4 bormenn vana stórum borvélum. 3 verkamenn, sem áhuga hafa á að læra borunar- og sprengingavinnu. 10 bormenn í jarðgangagerð, sem hefjast á 15. des. Af þessum þurfa 4 að vera vanir lóðréttum göngum. \ AÐRIR: * Trésmiði í mótauppslátt. Verkamenn í almenna vinnu, steypu- og jámavinnu. Upplýsingar hjá starfsmannastjóranúm. Fosskraft Suðurlandsbraut 32. Sími 38830. NYJUNG NYJUNG i Opnum í dag Kjólaverzlun að Lækjargötu 2 (áður Loftleíðir). Mjög stórt og fallegt úrval af kvenkjólum og drögtum. Verð mjög hagstætt. Sú nýbreytni verður höfð á, að kjólarnir og dragtirnar seljast með afborgunum. Helmingur greiðist strax, en eftirstöðvarnar eftir samkomulagi KJÖLABÚÐIN LÆKJARGÖTU 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.