Þjóðviljinn - 27.11.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 27.11.1966, Side 4
| SfÐA — ÞJÖÐVTEJTNN — SuTmodagnr 27. nóvember 1966. Cftgefandi: SameiningarflokJcui alþýdu — Sósialistaflokk* urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur*. Áskriftaarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. AS loknu þingi ¥ svipfnynd 30. þings Alþýðusambands íslands ■*- mun það mönnum eftirminnilegast, að þar var friðsamlega unnið að verkefnum verkalýðshreyf- ingarinnar og engum tíma eytt í illvígar deilur um’ einstök kjörbréf eða störf sambandsstjórnar á liðnu kjörtímabili. Aðalmál þingsins, skipulags- málin, bar líka betur að en oft áður, þannig að fyrir þing hafði ekki einungis miðstjórn fjallað um málið, heldur einnig menn úr þeim hópum innan Alþýðusambandsins sem verið hafa henni andvíg- astir. Samkomulagið sem náðist í þeirri milliþinga- nefnd mótaði að langmestu leyti einnig störf og á- kvarðanir 30. þingsins í skipulagsmálunum. Sam- staðan sem náðist var ekki eimmgis um aðaldrætti hins nýja skipulags Alþýðusambandsins,heldurlíka um aðferðina til að koma því á, og föst tímamörk sett um endanlega afgreiðslu. Þetta síðarnefnda at- riði er mikilvaégt, ef haft er í huga, að gerðar hafa verið á Alþýðusambandsþingum ályktanir um skipulagsbreytingar, sem svo hafa reynzt ófram- kvæmanlegar, vegna þess að samstaða um fram- kyæmdina hefur ekki fengizt, Yiðleitni 30. þingsins að mynda nú sambandsstjórn með þátttöku sem flpstrg afla innan Alþýðusarnbandsins er í beinu framhaldi af því mati, að verkalýðshreyfingunni á íslandi sé lífsnauðsyn að brjótast út úr öngþveiti skipulagsmálanna, og meiri von sé til þess að á- kvarðanir Alþýðusambandsþings í málinu verði framkvæmdar ef víðtæk samstaða tekst um þá framkvæmd. Mikilvægt atriði í því sambandi var einróma kosning hinnar fjölmennu milliþinga- nefndar sem fengið er það verkefni ásamt nýkjör- inni sambandsstjóm að stjórna framkvæmd skipu- lagsbreytirijgarinnar fram á næsta haust, að fram- framhaldsþinginu er ætlað að taka um þær endan- legar ákvarðanir. i^eip Tímans um „pólitísk hrossakaup við íhald- ** ið“ koma sannarlega úr hörðustu átt og af því er ósvikin kosningalykt; eða man nú engin pólitísk hrossakaup Framsóknarflokksins við íhaldið um að lama íslenzka verkalýðshreyfingu með hinum alræmdu gerðardómslögum frá 1942, og sárindi Tímans, þegar verkalýðshreyfingin sprengdi þá fjötra? Framsóknarforustan leggur hér flokkspóli- tískan mælikvárða á vanda verkalýðshreyfingar- innar, og sá kvarði er of stuttur. Sósíalistum þarf enginn neitt að kenna um hættuna af áhrifum í- haldsins i verkalýðshreyfingunni; þvi hefur oft vedið haldið hér fram að eðlilegust samstaða í al- þýðusamtökunum, og einnig á stjómmálasviðinu, væri* að verkalýðsflokkarnir tækju höndum sam- an og ynnu sem einn væri að hagsmunamálum al- þýðu, vegna uppruna þeirra í v'erkalýðshreyfing- unni; þeir flokkar eru hold af hennar holdi. — En því skal treyst að óreyndu að unnið verði af heil- um hug og fúsum vilja að framkvæmd hinna merku samþykkta 30. þingsins um skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar, og það starf megi tak- ast svo giftusamlega, að með því hefjist nýtt vaxt- arskeið og þroskaskeið alþýðusamtaka á ís- landi. — s. Á JÓLAMARKAÐNUM Jcrseykjólarnir cru til tvískiptir og cinnig í þremur stykkjum: jakkakjólar með blússu. Það er Kristinn Bjarnason sem þama stendur við kjólana. — (Ljósmyndari Þjððviljans Ari Kárason). / vmdræMum með gjöí hundu I skó- og vefnaðarvörudeild KRON við Skólavörðustíg hafa á þessu ári crðið miklar breyt- ingar, eins og reyndar hefur verið sagt frá áður hér í blað- inu. Er verzlunin nú smátt og smátt að leggja niður verzlun með álnavöru og á í hess stað að einbeita sér að stykkjavöru, að því er Kristinn Bjarnason verzlunarstjóri sagði Þjóðvilj- anum nýlega. ★ — Við erum nýbúin að fá mikið úrval bamafatnaðar frá hinu þekkta brezka fyrirtæki Marks & Spencer, segir Krist- inn, en vörur þaðan eru mjöp vinsælar og má ætla að margt af þessu sé tilvalinn jölafatn- aður á bömin. Einnig eru hér frá þessu fyrirtæki góðir jers- eykjólar á fullorðna, bæði vinnuflíkur og betri kjólar. Til jólagjafa mundi ég mæla með þessum sama barnafatnaði, t.d. peysunum eða gjafasettunum: trefli og húfu í pakka. Hent- ugar og smekklegar jólagjafir gætu líka verið t.d. handklæða- sett frá kr. 172, borðdúkar, sængurfatnaður og jóladúkar, vasaklútasett eða þessir nátt- kjólar á frúna sem eru ný- komnir, tvöfaldir. og á mjög góðu verði (210 kr.). . Mjög mikið er til af vörum í sérstökum gjafapakkningum, ekki sízt fyrir karlmenn, t.' d. blndi og hálsklútur í stíl eða belti og bindi í sömu litum saman í pakka, mjög smekklegt. Ekki ónýtt fyrir kvenfólkið, sem alltaf virðist vera í vand- ræðum með hvað það eigi að gefa blessuöum eiginmanninum, pabbanum eða syninum í jóla- gjöf, a.m.k. ef marka má frá- sagnir karlmanna sem alltaf þykjast fá sokka og aftursokka á hverium jólum. Einnig bend- ,ir Kristinn á skyrtuhnappa, herrasloppa og fleira. Hundar og kisur á skónum. Skódeildin er nú á neðri hæðinni og þar rékum við strax augun í inniskó sem £- reiðanlega myndu gleðja bamið, én þéttá eru skór með hundurrt og kisum framan á tánni, hægt að láta hundana ýla (verð- ið er 131 kr.), en kisuskórnir loðnir og mjúkir (kosta kr. 185). Að sjálfsögðu fæst líka annar skófátnaður, t.d. spariskór fyr- ir jólin á alla fjölskylduna, ný- komnir eru hollenzkir kven- skór eftir allra nýjustu tízku mcð breiðum og beinum hæi, en að því er Kristinn segir eru bað bara ungu dömurnar sem Inniskór á alla fjölskylduna. vilja ganga í þannig skóm, þær eldri eru ekki eins róttækar og vilja hafa hælinn mjórri, sem náttúrulega gerir fótinn nett- ari, og er einnig mikið úrv*l á boðstólum fyrir þær. Þá eru líka nýkomnir spariskór ábörn. Flestir kaupa sér nú sjálfir leðurskó, enda erfitt að velja rétta stærð fyrir aðra, en öðru máli gegnir með inniskó, þeir geta verið Ijómandi skemmtileg- ar jólagjafir. Auk barnainni- skónna eru nýkomnar laglegar loðnar kventöfflur á kr. 179 og er aðalkosturinn við þær að þær þola þvott, meira aðsegja í þvottavél, segir Kristinn okkur að lokum. — vh Umræðufundur um kennsluskipan afbrigðilegra barna Félag íslenzkra sálfræðingaefn- til umræðufundar í Tjamarbúð (uppi) þriðjudaginn 29. nóv. niK. kl. 8.30 e.h. Umræðuefni á fundinum verð- ur kennsluskipan afbrigðilegra bama. Þeir Asgeir Guðmunds- son, yfirkennari og Kristinn Bjömsson, sálfræðingur, Ðytja stutt framsöguerindi, en siðan verða frjálsar umræður. Fram- sögumenn munu m.a. fjallá um tegundir afbrigðilegra bama í námi, þar með talin þau, sem sækist nám óvenju vel, og nauð- syn sérkennslu, menntun kennara, er kenna afbrigðilegum bömum og hvemig kennslu skuli háttað. Einnig verður fjallað um vanda- mál lestregra barna. öllum er héimni áðgahgur meðan húsrúm leyfir. Félagið telur, að cf litlar um- 'i%ÍSur fari fram um úþþeidis'-’og kennslumál, ekki sízt nú, þegar ætla má að fyrír dyrum standi gagngerar breytingar í skipan skólamála í landinu. Félagið vill fyrir sitt leyti reyna að bæta úr þessu og hyggst efna til fleiri funda síöar í vetur um skólamál. (Frá Félagi ísl. sálfræðinga). Munið bazar Hringsins á sunnudaginn Sýning á munum basars barnahjálpar Hringsins verðurí glugga Morgunblaðsins í dagog næstu daga. Jólakaffi Hrings- ins verður sunnudaginn 4. des. að Hótel Borg. Basarinn verður í Pósthússtrætj 9 (Almennar tryggingar hf.). Hlutavelta Slysa- varnafélagsins Hlutavelta kvennadeildar I Slysavarnafélagsins hefst kl- 2 I í dag í Listamannaskálanum- . uit/a Rúmgóður — Hraðskreiður — þægi- legur — Sterkur — Ódýr. VIVA ’67 verður sýndur að Ármúla 3 laugardag og sunnudag frá kl. 2-7. jiadeiid

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.