Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. desember. 1966 — ÞJÖÐVTLJITTN — Stl>A J Kirkjuntál á Alþingi Framhald af 1. síðu. hvað' við staðinn ætti að gera, ríkið héldi áfram að gefa með Skálholti; almenn söfnun hefði verið sett í gang, mikið bóka- safn keypt til að jaÆa í Skál- holti; nú ætti sennilega að launa prest þangað til að lesa bæk- urnar, líklega yrði svo að ráða söfnuð til Skálholts handa hon- um. Þá tdldi hann að lítið gagn yrði að heiðingjatrúboði í Kaup- mannahöfn. Sjómenn mundu ekki hafa beðið um að fá sér- GJALDÞROT * Framhaid af 1. síðu. til framlialdsaukafundar* telji stjórn SH þess þörf.‘‘ Fundurinn hófst með því að stjómarform., Gunnar Guðjóns- 60n og framkvæmdastjóramir Bjöm Halldórsson og Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson fluttu yfirlits- ræður um rekstrargriundvöll hraðfrystihúsanna og ástand og horfur í markaðs og sölumálum. Einnig vom samþykktar tvær aðrar tillögur, sem fólu £ sér ósk um að rafmagnsverð til físk- vinnslustöðvanna verði lækkað | og að aðstöðugjöld á útflutnings- j framleiðslunni falli niður, eða verði hvergi hærri en 0,5% í fiskiðnaði. Augljóst er af ályktun fundar- ins að það er einróma álit frysti- húsaeigenda að ríkisstjómin, sé í þann veginn að sigla einum aðal- undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar i strand. Ekki verður því sagt að dómur þessara manna um i ,,viðrei,sn“ fhalds og krata á at- | vinnumálum þjóðarinnar sé j mildur og þegar tekið er tillit til j úr hyaða herbúðum hann kem- ur verður hann enn harðari- stakan sjómann,aprest, þeim væri meir í hug að fá viðunandi ver- búðir og sjómannaheimili að koma á þegar þeir kæmu í land, eins og sjómannafundurinn á Reyðarfirði hefði samþykkt. Einsn taldi Einar að æskulýð landsins væri meiri þörf á betri aðstæðum til heilbrigðs skemmt- analífs en þremur æskulýðsprest- um, og væri kirkjunnar mönn- um nær að beita áhrifum sínum til þess að t.d. æskan í Reykja- vík geti átt aðgang að áfengis- lausum skemmtistöðum. Um sjúkrahúspresta í Rvík sagði Ein- ar að sjálfsagt myndu allmargir sjúklingar frábiðja sér allt ó- næði af heimsóknum slíkra manna. Trúaðir menn ættu hér greiðan gang að því að hafa sam- band við sína eigin presta. Þetta væri enn eitt dæmi um hversu evangelísk-lútherski trúflokkur- inn reyndi hvarvetna að pota inn áróðursmönnum sínum. Þá ræddi Einar allýtarlega um hinn svonefnda ,JCristnisjóð“ sem stofna á samkvæmt frum- varpinu og taldi þá sjóðstofn- un ekki brýna. Evangelísk-lút- herska trúflokknum væri ekki vandara um en öðrum að afla * fjar með samskotiim og söfnun- um. Taldi Einar að mjög gætti innan íslenzku kirkjunnar til- hneigingar að fjarlægjast kjarna kristindómsins, en leggja þeim mun meiri áherzlu á ytra prjál. Kirkjunngr menn leggðu mesþ upp úr því að sýnast miklir og voldugir, sýna vald sitt, gnæfa yfir öðrum, eins og dæmið sýndi með Hallgrímskirkjuóskapnað- inn á Skólavörðuholti. Jafnframt virtist minnka áhugi á bræðra- lagi og mannkæhleika sem væri innsti kjarni kristinna kenninga. Varð Einari hugsað til þess hvað sá stórorði skammakjaftur Marteinn Lúther hefði sagt um tildurstilhneigingar og prjálið sem sífellt ykist í kirkjum hins evangelisk-lútherska trúflokks á íslandi, þar sem sýndarmennsk- ar, virtist aðalatriðið en starf- ið sjálft aukaatriði." Alvarlegt sjóslys AÞENU 8/12 í morgun varð eitt af alvarlegustu sjóslysum síðari ára: gríska skipið Heraklion fórst 1 áætlunarferð frá Krít til Pireus og samkvæmt síðustu fréttum drukknuðu 234 af þeim sem með skipinu voru en 47 komust lífs af. Þegar snemma í morgun bár- ust fréttastofum skeyti um að þetta gríska farþegaskip væri i hættu statt í nánd við eyna Mil- os. Nálægum skipum var stefnt á staðinn, en er þau komu á vettvang var skipið sokkið. Þyrlur og flugvélar voru og sendar á staðinn og vörpuðu nið- ur gúmmíbátum og björgunar- beltum, þá voru og herskip og öll kaupskip, sem nærstödd voru, send á vettvang. Um hádegi hafði þegar tekizt að bjarga um fimmtán skipsbrotsmamna og þegar síðast fréttist hafði tekizt að bjarga 47 af þein, 281 manns sem á skipinu vt>ru- Á Heraklion var 75 manna á- höfn og 201 farþegi og stund- , &ði það áætlunarferðir milli i eynnar Krít og Pireus, hafnar- ! borgar Aþenu. Skipið var smíðað í Englandi árið 1949 og hét upp- haflega ,JL,eicestershire“, en var selt grísku skipaféiagi fyrir ári síðan. Skipið var 2900 lestir- Skipið var á leið til Pereus frá Krít, og tekur sú sigling um 12 stundir. Hvasst var þegar skipið lagði af stað, en þó ekki svo að talin væri ástæða til að fresta ferðinni. Þess er getið í fréttaflutningi um slysið, að skipið hafi flutt allmargar bif- reiðir farþega á þilfari. JÓHANST ÓLAFSSOM Viðgerðir á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta. Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar. Brötugötu 3 B. Sími 24-6-78. ' Jlél IMIMfl Að því er mikill fengur, að fá f einni bók gotf sagnasafn úr Vestmannaeyjum, — geta á einum stað flett upp á sögnum sem máli skipta og tengdar eru þessu byggðarlagi. — Sagnirnar eru flokkaðar í eidri og yngri sagnir, og kennír hér margra grasa, eins' og í öðrum áþekkum sagnasöfnum. Allir munu á einu máli um, að margt það, sem hér er skráð Kefði að líkindum glatast, ef ekki hefði komið til sagnasöfnun Jóhanns Gunnars Ólafssonar. — Ýtarleg nafna- skrá fylgir þessu safni og eykur það m|ög á ágœti bókarinnar. SKUGGSJÁ Jóhann Sigurjónsson eftir Heige Toldberg Ævintýraljómi er um nafn Jóhanns Sigurjónssonar. Hann fór ungur að heiman og ávann sér skjótan frama sem rithöfundur. Leikrit hans Fjalla-Eyvindur fór sigurför um Norðurlönd og yíðar umEvrópu.Nú hefurdanskur höfundur, dr. Helge Toldberg, orðið fyrstur til að semja rit um Jóhann Sigurjónsson. Hefur hann dregið fram í dagsljósið heimildir sem áður voru ókunnar bæði á erlendum bókasöfnum og á íslandi, en hingað til lands kom hann nokkrum sinnum meðan hann vann að samningu bókarinnar *og kynntist þá nær öllum ættingjum skáldsins sem enn eru á lífi. Um bók þessa, segir prófessor Erik Sönderholm í ritdómi í Politiken 23. apríl s.l.: „f raunverulega fyrsta riti um Jóhann Sigurjónsson tekur höfundur öll verk hans til rannsóknar af mikilli þekkingu og ást á viðfangsefninu sem hrífur með sér lesandann . . . Frábærir hæfileikar Toldbergs til heimildarann- sókna njóta sín vel í þessu verki, þar sem hann hefur af næm- um skilningi kannað margvísleg frumdrög og tekizt með því að sýna þær breytingar sem verkin taka í huga skáldsins." Verð ib. kr. 360,00 + söluskattur. HEIMSKRINGLA NÝJAR ÍSLENZKAR SKÁLDSÖGUR Leynigöngin SAGA UM BLAÐAMANN cftir Þorbjörgn Arnadóttur. (höfund „Signýjar“ og fleirt vinsælla skáldsagna). Efnis- mikil og hrífandi skáldsaga. 141 bls. kr. 295,65. Drengirnir á G/ogn SAGA FRÁ AUSTURLANDI. cftir Bergþóru Pálsdóttur frá Veturhúsum. Fíngerð saga úr íslenzku sveitalifi. Fyrsta stóra skáldsagan eftir Bergþóru. 146 bls. kr. 295,65: Atli og Una UNGLINGASAGA. eftir Ragnheiði Jónsdóttur, 'með stórathyglisverðum teikningum eftir dóttur hennar Sigrúnu. Mjög góð unglingabók. 131 bls. kr. 182,75. Gleymið ekki Nonna-bókun- um og bókum Stefáns Jóns- sonar (Sagan h-ns Hjalta litla o. fl.). ÍSAF0LD

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.