Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. desember 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SIÐA IJ Smábækur Memningarsjóðs Nýr íslenzkur sagnasmíður- og GOTTFRIED KELLER Tvær bækur eru komnar út í Smábókaflokki Menningar- sjóðs, Hugsað heim um nótt, smásagnasafn eftir Guðmund Halldórsson og Rómeó or Júiía í sveitaþorpinu eftir Gottfried Keller. Hingað heim um nótt er 1. bók Guðmundar Halldórssonar. Guðmundur er Húnvetningur. faeddur 1926, og hefur unnið við búskap og almenna dag- launavinnu. Hann hóf smá- sagnagerð árið 1956 og hafa sög- ur hans birzt öðru hvoru síðan í blöðum og tímaritum. Hannes Pétursson segir í stuttum eftirmála' um h’öfund- inn: „Sagnagerð Guðmundar er runnin upp úr íslenzku sveita- lífi eins og því hefur verið háttað frá styrjaldariokum, birtir sveitalífið frá sjónarhomi <S- æskumanns sem stendur ávega- skilum. Hugur hans stefnir ým- ist heim eða að heiman, heim til þess sem var, að heiman t.i' þess sem orðið er“. Bókin er 95 bls. og geymir níu sögur. Gottfried Keller var Sviss- lendingur, einhver ágætasti full- trúi raunsærrar sagnasmíði á þýzku á sinni öld, fseddur var hann 1819. Þekktast stærri verka hans er „Der griine Hein- rieh“ en sú stutta saga, ser.i nú birtist í íslenzkri þýðingu Njarðar P. Njarðvík hefur og ^þorið hróður hans /víða. Georg ; Brandes hefur komizt svo að j orði um 'þessa sögu: „Höfund- urinn hefur dirfzt að kalla hana nöfnum Rómeó og Júlíu og hann héfur ekki gert sig sekan um ofdirfsku. í þessari frásögn er ástriðufuijlur innileiki og eldur, sem ekki iogar skærar í verkum mestu meistara". Bökin er 9R bls., þýðandi skrifar eftirmála. Nýtt bindi af skog- firzkum æviskrám „I dulargervi“ í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Vörðufell hefur endurútgefið þýdda skáldsögu, sem birtist í Vikuritinu fyrir nokkrum áratugum. Varð þetta ein vinsæiasta sagan, sem það umtalaða rit á sínum tfma gaf út. Sagan nefnist ,.I dulargervi" og höfundurinn Karl Hartmann- Plön. Jón Leví þýddi. Bókln er 309 síður. Sögufélag Skagfirðinga hefur gefið út annað bindi af Skag- firzkum æviskrám (Tímabilið 1890—1910). 1 formála útgáfunefndar og ritstjóra segir að með útgáfu þessarar bókar megi telja að fyrsti áfangi skagfirzkrar ævi- skrárritunar sé hálfnaður, þ.e.^ út eru komnir þættir um ná- lægt helming búenda í Skaga- firði á árunum 1890—1910, og er gert ráð fyrir tveimur bind- um í viðbót. Skagfirðingar eru menn á- hugasamir um persónusögu og ættfræði, eins og sjá má af þvi að 31 höfundur hafa skrif- að þá 280 þætti sem í bindinu eru og hefur höfundum fjölgað að mun frá fyrra bindinu. En mjög er þáttum misskipt milii höfunda og héfur Jón Sigurðc- son á Reynisstað sett samán þá flesta eða um níutíu. Bið'ir útgáfunefnd um liðsauka svo að unnt verði að kóma út þriðja bindi að tveimur árum liðnum. Eirikur Kristjánsson cand. mag. ' héfur annazt ritstjóm þessa bindis, sámrasmt þættina áð nókkru og léitað upplýsinga sem á váhtaði. Form^ður útgáfu- riéfndar er Þórir Stépherisen, sém annaðist ritstjóm fyrsta biridis. ★ Bindi þetta er fjórtánda bók- in sém Sögufélag Skagfirðinga gefur út. Aðalútsöluirierin eru Bjöm Daníelsson skólastjórí, Sauðárkróki og Sigurjón Bjóms- son, Dragavégi 7, Réýkjávík, en auk þéss er bókin geld hjá Nórðra og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. . Freistið gæfunnar — Kaupið miða og vinningsvon í Happdrætti Þjóðviljans Það hefir ætíð verið erfitt að fá nægilegt rými fyrir hið mikla vöruúrval, sem bætist við hjá okkur vegna jólakauptíðarinnar. Margt af þessum vörum, eins og t.d. jólakort og allskonar jólapappír, eru allpláss- frekar. Að þessu-sinni höfum við leyst vandann með því að opna NÝJA VERZLUN í Hafnarstræti 19 eingöngu fyrir jólakort, alls konar jólapappirsvörur og vörur til jólagjafa Við höfum aldrei fyrr haft eins mikið og fallegt úrval af JÓLAKORTUM og wúna, á sérlega hagkvæmu verði. T.d. falleg tvöföld kort frá 2 krónum. Höfum tekið upp þá nýjung, að selja úrvals jólakort í 5 og 10 stk. pökkum, með passandi umslögum, á lægra verði heldur en þegar keypt er eitt og eitt kort. — Þetta flýtir fyrir afgreiðslu óg þér spárið péninga! Af eftirföidum vörum höfum við sérsfaklega mikið og gott úrval: iJÓLAPAPPÍR, yfir 20 tegundir. Hvergi eíns ódýr! Einnig feikna úrval af málmklæddum pappír, mörg mynztur, margir litir. JÓLABÖGGLAMIÐAR, fallegri en nokkru sinni áður, mjög margar gerðir. , , . . ’ JÓLABÖGGLASKRAUT af ýmsum gerðum. JÖLABORÐDREGLAR og JÓLADÚKAR í mjög miklu úrvali. Margar gerðir af JÓLASERVÍETTUM. ALLS KONAR PAPPÍRSSKRAUT til skreytinga á heimilum og sam- komustöðum. KNÖLL, mjög falleg í sérlega skemmtilegum umbúðum (4 stk. í pakka). KREPPAPPÍR, ágæt tegund, 25 mismunandi litir. JÓLAPOKAARKIR, einnig glanspappír og pappír málmklæddur báðum megin, fyrir jólapoka og alls konar föndur, (jólastjómur o.m.fl.) JÓLATRÉSSKRAUT: alls konar kúlur (fléstar óbrothættar). „álfahár;, „englahár" o.fl. ENGLASPIL (klukkuspil), stórlækkað verð. Mjög mikið úrval of ymsum vörum til JOLAGJAFA: LITABÆKUR, mjög skemmtilegar, a.m.k. 60 tegundir. LIÝAKRÍT í miklu úrvali, þar á meðal hin idnsæla „CRAYOLA" litkrít i glærum plastöskjum. BLÝANTSLITIR í sérstaklega fallegum öskjum og plastveskjum, margar gerðir. VATNSLITASKRÍN, mikið úrval. DÚKKULÍSUBÆKUR og öskjur með Dúkkulísum, þar á meðal Barbie, Ken, Peg Nan Kay, Skipper, Skooter o.m.fl. RAÐMYNDIR (,,púslispil“) í mjög miklu úrvali. SPIL. Eins og undanfarin ár er meira úrval af spilum hjá okkúr en nokk- urs staðar annars staðar á landinu. Sérstaklega mikið úrval af spilum . í gjafakössum (tvenn spil), þar á meðal margar gerðir af ekta plastspilum. TAFLMENN úr plasti, 10 mismunandi gerðir, þar á meðal ferðatöfl. Þessir plast taflmenn njóta sívaxandi vinsælda, enda hraðvaxandi sala. Einnig nokkrar gerðir af taflborðum úr hörðu og mjúku plasti. LJÓSMYNDAALBÚM, 80 mismunandi tegundir. Bæði með'sjálflímandi blöðum r.g vanalegum. GESTABÆKUR úr ekta leðri og með ekta gyllingu. Eiímig úrval af minningabókum óg bókum fyrir mataruppskriftir. ,SEÐLAVESKI úr ekta leðri. Úr mjög mörgum tegundum að velja, á sérstaklega lágu vjerði. LEÐURSKRIFMÖPPUR, mjög fallegar, verðið mjög hóflegt. SKJALATÖSKUR úr ekta leðri, úr meira en 50 tegundum að velja á hinu viðurkennda lága verði. BRÉFSEFNAKASSAR og BRÉFSEFNAMÖPPUR í glæsilegu úrvali. Af dýrari tegundunum aðeins fá stykki af hverju. PAPPÍRSHNÍFAR og PAPPÍRSSKÆRI í vönduðum leðurhylkjum, um 25 mism. tegundir. SJÁLFBLEKUNGAR og KÚLUPENNAR fyrirliggjandi í meira úrvali en nokkurs staðar annars staðar í borginni. JARÐLÍKÖN (glóbusar). Mjög margar stærðir og gerðir. Fást bæði með ljósi og án. Vitið þér, að erlendis eru lýsandi jarðlíkön langvinsælustu éjónvarpslampamir! Poppírs og ritfangaverzlunin Hafriarstræti 18 — Hafnarst.ræti 19 — Laugavegi 84 — Laugavegi 176. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.