Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN — Föstudagnr 9. desember 1966. Að græða 1 haust átti eirm af biaöa- mönnum Þjóöviljans tal við skólastjóra margra gagn- fraeðaskóla hér í borginni, og bar þeim saman um að nú væru mun meiri brögð að reykingum bama og unglinga en verið hefði að undanförnu; 13 ára böm færu í sjoppur í frímínútum og keyptu sér sígarettur. Þetta eru alvarleg tíðindi eftir að sannað hefur verið á óvefengjanlegan hátt að samhengi er á milli síg- arettureykinga og krabba- meins í lungum og hættan af sígarettureykingum er þeim mun meiri sem. menn eru yngri er þeir hefja reyking- ar- Eftir þá niðurstöðu vís- indamannanna urðu viðbrögð sígarettuframleiðenda sem kunnugt er þau að magna mjög auglýsingar sínar, og hafa íslendingar ekki farið varhluta af þeirri gagnsókn; bandarísk tóbaksauðfélög hafa hvatt menn óspart til aukinna sígarettureykinga í blöðum, kvikmyndahúsum og sjón- varpi. Sumir skólastjóramir kváðust ekki vera í neinum vafa um það að auknar reyk- ingar bama og unglinga væru afleiðing þessarar auglýsinga- herferðar, og margir hafa látið á ljós undrun sína yfir því að ekki séu reistar skorð- ur við þessari áróðursherferð í þágu gróða og krabbameins. Annað er þó sem vekur mér enn meiri undrun. Umræður um -þessi mál í Bandaríkjun- um leiddu til þess að þarlend stjómarvöld neyddu tóbaks- framleiðendur til þess að láta prenta aðvörun á sígarettu- pakka sem þar eru seldir; þar er í stuttu máli greint frá niðurstöðum vísindamanna um hættur þær sem geta ver- ið samfara sígarettureyking- um. Tóbaksframleiðendur reyndu að sjálfsögðu að smokra sér undan þessari ó- þægilegu skyldu, en hlutu að lokum að hlýða. - Þegar þessi mál bar fyrst á góma í Bandaríkjunum benti ég á það hér í -blaðinu, að varla gæti þessi sjálfsagða ráð- stöfun orðið neitt vandamál hérlendis; hér annaðist’ ríkið sjálft alla heildsölu á sígar- ettum og gæti að eigin geð- þótta varað við söluvörum sínum; einnig lagði ég. til að ríkið notaði hluta af tóbaks- gróða sínum til þess að kynna þann háska sem getur verið samfara sígarettureykingum — ekki með neinum leiðin- legum og gagnslausum siða- prédikunum, heldur með nú- tímalegri auglýsingatækni. En framkvæmdir hafa engar orð- ið hjá Tóbaksverzlun ríkisins; þær aðvaranir sem íyrirskip- aðar eru í Bandaríkjunum sjást ekki hér. Svo er að sjá sem fjármálaráðherra íslands faghi aðeins auknum tekjum, ma- frá 13 ára skólabörnum. ög vilji ekkert 'gera til að skerða þær. Þegar tekin var upp ríkis- einkasala á áfengi og tóbaki var sú ráðstöfun ekki aðeins rökstudd með bví að sjálfsagt væri að gróði af þvílíkum varningí rynni í sameiginleg- an sjóð þegnanna, heldur' var og talið að ríkið myndi beita áhrifum sínum til þess að halda neyzlu þessa vamings innan skynsamlegra marka- En það er ekkert lögmál, ailra sízt á viðreisnartímum. að ríkisvald leggi siðferðilega mælikvarða á athafnir sínar. Og svo er að sjá sem íslenzka ríkið sé þess jafn fýsandi og tóbaksauðhringar að niður- stöður vísindamanna um skaðsemi sígarettureykinga liggi í þagnargildi. — Austri. NÝKOMIÐ FRÁ MARKS & SPENCER Fóðurundirkjólar Fóðurpils Náttkjólar Húfur, Treflar Peysur á konur og karla Handklæði Peysur og pils samlit í settum Prjónakjólar á böm Prjónaföt á börn Peysur á börn Töflur GERIÐ .7ÓLAINNK ATTPIN TÍMANLEGA, Skólavörðustíg 12 Ritdómar um „Æskufjör og ferðagaman" „Það getur nærri að maður, sem svo langa sögu hefur lifað sem Björgúlfur læknir hafi frá ýmsu að segja, ekki sízt höfundur með jafn ótvíræða ritgáfu og ritgleði og hann“.... „Gamansemi af þessu tagi er annað stíleinkenni Björgúlfs sem hvarvetna yljar frásögn hans, og gerir þætti hans skemmtilegri en hliðstæð efni yrðu í höndum ólagnari höfunda". Ó. J. Alþ.bl. 23.11. 1066. ........Þessar æviminningar hans eru mjög frábrugðnar öðrum þeim aragrúa slíkra bóka, sem út hafa komið á íslenzku og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik, sem fáa skipti nema höf- undinn sjálfan". „Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að hún er ekki aðeins skemmtilestur heldur skil- merkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma sem nú er að verða jafnfjarlægur og miðaldirnar. Mun því oft á komandi árum og öldum verða til hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um aldamótaskeiðið" P.V.G. Kolka. Mbl. 25. 11 196r Unglsngur óskast piltur eða stúlka, til sendiferða og inn- heimtustarfa, nú þegar. — Gott kaup. ÞJÓÐVILJINN. Skrífstofu- og eftiríitsstörf Nokkra starfsmenn vantar til skrifstofu- og eftir- litsstarfa. Umsóknir um störfin, ásamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist sem fyrst. Skrifstofa verðlagsstjóra Borgartuni 7.' TRY6GIKGAFELAGIÐ HEIMIR" UMÐAR6ATA 9 REYKiAVlK SlMI 21260 SfMNEFNt ■ SURETY „Allt sem þér þurfíS að vita um.. í bók þessari er „alit, sem þér þurfið að vita um Skúla fógeta“. Bók þessi er í nýj- um bókaflokki: „MENN í ÖNDVEGI“. í sama flokki er „Gissur jarl“ (100 bls. kr. 344) eftir Ólaf Hansson. skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson. Þetta er fjórða bindið í rit- safni Guðmundar, stórat- hyglisverð skáldsaga. — 212 bls. kr. 365,50. Ar Athugið hvort ekki vantar í bókasafn yðar: RIT ÞÓRIS BERGSSONAR, þrjú bindi, 89 sögur. sam- tals 1120 bls. Verðkr. 1290. BÓLU-HJÁLMAR. RITSAFN. Þrjú bindi, 1350 bls. Kr. 994,50. SIMNOTENDUR: RIT ÞORSTEINS ERLINGSSONAR. Þér eigið forkaupsrétt að happdrættismið- um með símanúmerum yðar í símahapp- drættinu til 10. des n.k. Eftir þann tíma má selja miðana hverjum, sem hafa vill. Dregið á þorláksmessu — og þá strax hringt í vinningsnúmer og tilkynnt rnn vmninga. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA. Tómas Guðmundsson ann- aðist útgáfu. Þrjú bindi, 966 bls. Kr. 994,4CK I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.