Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 4
4 StoA >Jöt> VljjJINN — FSstudagur 9. desember 1969. CTtgefandi: Sameiningarfloidtui alþýdu — Sóslalistaflokk- urinn. Ritstjórar: IvaT H. Jónsson (áb). Magnús Rjartansson, Siguróur G-uðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigui’óur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 HnurJ. Askriftairverd kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. íhald á undanhaldi gkyldi ekki höfundum stjórnmálagreina í Morg- unblaðinu leiðast að skrifa greinina um yfir- vofandi klofning og hrun Alþýðubandalagsins? Þeir hafa setið við í tíu ár að skrifa þessa grein, með nokkrum hvíldum, en hafa alltaf tekið til á nýjan leik. Aðalatriðið er alltaf hið sama, til- breytingin helzt í því hver eigi að sprengja Alþýðu- bandalagið í það og það sinnið, stundum er það Hannibal, stundum Lúðvík, stundum Einar 01- geirsson, stundum var það Krústjoff eða Maó, en sprengt skal það samkvæmt því sem stjórn- málaritarar íslenzkra íhaldsblaða vita sannast og réttast. Þó staðreyndirnar vilji aldrei koma heim við þessar spár, Alþýðubandalagið hafi enn ekki sprungið heldur leyfi sér að vera stærra og sterk- ara nú en nokkru sinni fyrr, þá er alltaf haldið áfram að skrifa greinarkornið um hina yfirvof- andi sprengingu í Alþýðubandalaginu, enda þótt jafngreinda menn og þá Morgunblaðsmenn ætti fyrir löngu að vera farið að gruna að í þessu hafa þeir reynzt svo oft og rækilega falsspámenn að hin tíu ára löngu skrif um sprengingu og hrun Alþýðu- bandalagsins gætu verið .farin . að orka svolítið spaugilega á lesendur. Pf að líkum lætur verður þessi gamla og síunga grein birt oft í Morgunblaðinu og Vísi næstu mánuði. Oft yar þörf en nú nauðsyn áð láta mönn- um sýnast veruleikinn eins á svipinn og óskað er í Morgunblaðshúsinu. Alþýðubgndalagið hefur á þessu ári treyst skipulagt skipulag sitt og eflt starfsemi sína, svo að það ætti að vera óvenju vel búið til kosninga næsta sumar. Þegar gengið var til borgarstjómarkosninga í vor, var Alþýðubanda-' lagið í Reykjavík nýlega stofnað og sjaldan hafa skrifin um sundrung þess og áhrifaleysi drunið hærra í íhaldsblöðunum en um það. leyti. En kosn- ingaúrslitin 1 Reykjavík urðu flokksstjórn Sjálf- stæðisflokksins eitt mesta áfall sem hún hefur lengi hlotið. Alþýðubandalagið vann ágætan kosn- ingasigur, en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði svo ekki munaði nema nokkrum hundruðum atkvæða að hann missti meirihluta sinn í höfuðborginni. Einnig víða um landið annars staðar voru úrslit- in uppörfandi fyrir Alþýðubandalagið. Kosning- arnar sýndu að óvenjuleg hreyfing var að verða á kjörfylgi flokkanna, hreyfing sem líklegt er að aukizt hafi verulega einmitt eftir kosningaúrslit- in á s.l. vori. Reynslan sýndi að hvorki fjáraustur íhaldsins í kosningarnar né áhrif Morgunblaðsins dugði til, fólkið sneri sér frá Sjálfstæðisflokknum, ungu kjósendurnir fylgdu ekki íhaldinu. Sívax- andi óvinsældir ríkisstjómar Bjama Benedikts- sonar ýta undir þessa þróun. Það mun ekki reyn- ast nóg að halda áfram að skrifa gömlu greinina um að Alþýðubandalagið sé að hrynja; Alþýðu- bandalagið er líkle^t til að valda Sjálfstæðis’flokkn- um verulegu fyleistapi og áföllum í sumarkosn- ingunum 1967. — s. UPPBOÐ sem auglýst var í 62., 63. og 64 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Álfheimum 54, 2. hæð til vinstri, þingl. eign Þrastar Sveinssonar, fer fram til slita á sameign hans og Körlu Sigurjónsdóttur vegna hjónaskilnaðar þeirra, á eigninni sjálfri þriðjudaginn, 13. desember 1966,j kl. 2,30 síðdegis/” Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Endurskoðunarskrifstofa Svavars Pálssonar er flutt að Suðurlandsbraut 10. 38175 — 38176. Símar Verkamannafélagið Dagsbrún. Félagsfundur verður i haldinn í Lindarbæ sunnudaginn 11. des. 1966 kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Viðhorfin í samningamálum. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru beðnir að sýna skírteini við iwn- ganginn. Stjórnin. SÍGILDAR ilLiÆL Víðkunnar úrvalssögur, sem um áratuga skeið hafa verið vinsælasta lestrarefni fólks á öllum aldri og eru alveg sérstaklega heppilegt lestrarefni handa stálp- uðum unglingum. - Eftirtaldar sögur eru komnar út: BEN HUR L.Wallace IYAR HLÚJÁRN W.Seott SKYTTURNAR 1-3 A.Dumas BÓRNINÍ NÝSKÓGUM EMarryat BASKERVILLE A.Conan Doyle GRANT SKIPSTIÓRI J.Verne Tvær bækur í þessum flokki eru nýkomnar út: KYNJALYFIÐ, spennandi og skemmtileg saga eftir Síf Walter Scott, höfund sögunnar íyar Hlújárn. FANGINN I ZENDA, hin margeftirspurða, hörkuspennandi saga eftir Sír Anthony Hope. Ofantaldar bækur fást allar enn. Þær kosta kr. 135,00-195,00 hver bók án söluskatts, flestar kr. 150,00—165,-00. Við sendum burSargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt. Seljum einnig gegn afborgunum. IÐUNN Skeggjágötu 1 - Símar 12923 og 19156 Kuldajakkar og álpar í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunm Ó. L. rraðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.