Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 6
g SlÖA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 9. aesember 196í>. Verða stofnaðar raungreinadeildir við gagnf ræðaskólana í Reykjavík? Tillaga Sigurjóns Björnssonar í fræðsluráði um undirbúning þessa máls Á fundi Fræðsluráðs Reykja- víKur hinn 15. nóvember sl. flutti Sigurjón Bjömsson, fuil- trúi Alþýðubandalagsins, svo- fellda tillögu: „Fræðsluráð Rvíkur telur brýnt, að þegar á næsta hausti verði stofnaðar raungreinadeiltl- ir við gagnfræðaskólana í Rvík og felur fræðslustjóra að annast undirbúning þess í sam- ráði við skólastjóra Tækni- skóla IsIandS, námstjóra gagn- fræðastigs, skólastjóra gagn- fræðaskólanna í Reykjavík og aðra sérfróða aðila“. Þegar fundargerð fræðsluráðs frá 15. nóv. var á dagskrá borg- arstjómarfundar um daginn hreyfði Sigurjón þessu máliaft- ur. Sagði hann að þar sem um • Sl. miðvikudag var opnuð Spcrtvöruverzlun Kristins Bene- diktssonar að Óðinsgötu 1. Ertx þar á boðstólum skíði, skíðaút- búnaður og skíðafatnaður og mun þetta vera fyrsta sérverzl- unin af þessu tagi i bænum. Kristinn Benediktsson hefur í hyggju að sta-rfrækja skfðaskóla eftir áramót og verða bæki- stöðvar hans í Sportvöruverzl- uninni en síðan haldið með ekíðafólkið til fjalla og verða þrír kennarar við skólann. 1 verzluninni verða gefnar allar upplýsingar um val skíða og meðferð þeirra og ennfremur aetlar Kristinn að gefa upplýs- ingar um hvar skíðafæri er bezt á hverjum tíma, Þetta er fjórða árið sem Kristinn Bene- diktsson verzlar með sportvöru-: og f viðtali við fréttamenn í fyrrad. sagði hann m.a. að háir tollar væru á öllum skíðaút- búnaði, 80°/fl tollar á skíðum, 90° 'n á skíðafötum og 110% á skfðaáburði. Aðspurður kvaðst Kristinn hafa í huga að selja viðleguút- búnað eða útbúnað fyrir reið- fólk á sumrin begar lítil sala væri á skíðum. I verzluninni eru bæði skíði fyrir fullorðna og böm, barna- skíði með bindingum og stöf- um er hægt að fá fyrir 700 kr. og meðalverð á skíðum fyrir fullorðna er 1.900 kr. Skíða-' vörumar eru aðallega frá Ves.’> ■ur-Þýzkalandi og Austurríki: skíðaskór, bindingar, stakkar, skfðabuxur, skfðapeysur o.fl. I janúarmánuði hyggst Krist,- inn fara til Bandarfkjanna til að kynna sér skíðaskóla þar og nokkurt nýmæli væri að ræða og málefni, sem að margra dómi væri allþýðingarmikið og krefðist þráðrar úrlausnar, teldi hann rétt að kynna borg- arfulltrúum tillöguna nánar og greina frá þeim ástæðum sem til hennar lægju. Til vandræða horfir Sigurjón Björnsson mælti síð- an eitthvað á þessa leið: — Með raungreinum er átt við stærðfræði-, eðlisfræði- og efnafræðikennslu. En það hefur lengi verið á vitorði skóla- manna að kennsla í þessum gi'einum hefur. verið of lítil í gagnfraálaskólum og alls ekki staðizt samanburð við kennslu opna síðan skólann hér. Kenn- arar verða Haraldur Pálsson, Leifur Gíslason og auk þess Austurríkismaður sem kemur hingað á vegum Skíðaráðs R- víkur. Hver sem eý getur feng- í sambærilegum námsgreinum á Norðurlöndum. Verulega hljóðbært varð þetta þó ekki fyrr en Tækn:- skóli Islands tók til starfa. Honum er ætlað að starfa sem fyrrihlutaskóli og eiga nemend- ur hans að ganga inn í síð- arihluta tæknináms í tækni- skólum á Norðurlöndum. Með þessu móti eru Tækniskóla Is- lands markaðar lágmarkskröfux.. Nú koma flestir nemendur Tækniskólans úr gagrifræða- og iðnskólum og kom strax i ijós að undirbúningur þeirra var svo ófullnægjandi að til vand- ræða horfði — og horfir enn. Þetta vandræðaástand leiddi til þess að skólastjóri Tækm- skólans fól einum kennara ið inngöngu í þennan skóla, jafnt böm sem þrautreyndir skíðakappar. Verður nemendum raðað niður í hópa og verða ekki fleiri en 10 í hverjum hópi. . skólans, Sveinbimi Björnssyni, eðlisfræðingi, að gera saman- burð á námi f stærðfræði, eðl- isfræði og efnafræði í dönsk- um, norskum og íslenzkum unglinga- og gagnfræðaskólum. Birtist rannsókn Sveinbjörns i tímaritinu Menntamál, maí-ág- úst-hefti þessa árs. Er skýrsla hans mjög vel unnin og hin markverðasta. 1 stuttu máli sagt verður niðurstaða Sveinbjörns á bá leið, að hekking tslenzkra gagnfræðinga í raungreinum (og þá auðvitað ekki síður iðnskólamanna) er yfirleitt tveimur árum á eftir þekk- ingu danskra og norskra gagn- fræðinga. Sigurjón las þessu næst upp eftirferandi kafla úr skýrslu Sveinbjöms Biömssonar. Álvktun af niður- stöðum Mikið skortir á, að ' nám fs- lenzkra unglinga í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði á ung- linga- og -gagnfræðastigi sé jafngild námi á sambærilegu aldursstigi í Danmörku og Nor- egi. 1 stærðfræði virðist þekking 16 ára íslenzkra unglinga sam- bærileg við þekkingu 14 ára unglinga í Danmörku og Noregi. 1 eðlisfræði virðast 16 ára íslenzkir unglingar hafa lesöð' svipað námsefni og 15 ára danskir op 14 ára norskir ung- lingar. fslenzkir unglingar hafa allt til þessa farið nær alveg P. mis við sýnikennslu og verk- legar æfingar, en á þær er lögð mikil áherzla í skólum hinna landanna. í efnafræði læra íslenzkir unglingar nær ekkert. Þekking þeirra í efnafræði er sambæri- leg við þekkingu á bamaprófi í Danmörku og Noregi. Norskur unglingur, sem lokið hefur erfiðasta námsefni i þess-4? um greinum 15 ára að aldri, hefur í stærðfræði hlotið menntun, sem samsvarar 3. bekk íslenzks menntaskóla (16 ára). 1 eðlis- og efnafræði er þekking hans helzt sambærileg við 4. bekk stærðfræðideildar íslenzks menntaskóla (17 ára). Danskur unglingur, sem ilokið hefur gagnfræðaprófi raun- greina (TR) 16 ára að aldri, ræður yfir bekkingu í stærð- fræði, eðlisfræði og ólífrænni efnafræði, sem er sambærileg við þekkingu nemanda. sem lokið hefur 4. bekk stærðfræði- deildar íslenzks menntaskóla' (17 ára), en hann hefur ekki lært lífræna éfnafræði, sem hér er kennd í 3. bekk mennta- skóla> Hinn mikli munur á kennslu raungreina í íslenzkum skólum og skólum frændþjóða okkar hlýtur að teljast óviðunandi. Leita verður orsaka þessa a- stands og ber brýna nauðsyn til, að endurs-koðun á námsefni og kennslutilhögun í raun- greinum á bama-, unglinga- og gagnfræðaskólastigi verði hafin hið fyrsta. Slík endur- skoðun er mikið vandaverk og mun taka langan tíma. Sam- hliða róttækum breyt.ingum á námsefni þyrfti að semja eða þýða nýjar" kennslubækur og mennta kennara, sem gætu tekið að sér kennslu vœntan- legs námsefnis í barna- og ung- lingaskólum. Vandamál framhaldsskóla Lokakafli skýrslu Sveinbjöms var svohljóðandi! Núverandi ástand bindur öll- um framhaldsskólum, sem byggja á u.ndirstöðu unglinga- og gagnfræðasti-gs, þungan bagga. Mætti þar einkum nefna Kristinn Bencdiktsson virðir fyrir sér skiðin. Þau sýndu blaðamönnum skiðafatnaðinn sem er á boðstólum í Sportvöruverzluninni ag sjást hér í skíðastökkum. Ný sportvöruverzlun uð Óðinsgötu 1 Sveinbjörn Bjömsson tækniskóla og menntaskóla. Tækniskólinn krefst sveinprófs eða gagnfræðaprófs, en mennta- skólinn landsprófs við inngöngu. og eiga þessir skólar að skiia nemendum á lokaprófi með sambærilega þekkingu og skólar annarra þjóða. Menntaskólar landsins virðast leysa þennan vanda með úr- vali á nemendum og lengri námstíma. Þeir krefjast lands- prófs með lágmarkseinkunn 6 til inngöngu og kenna síðan i 4 ár í stað þriggja á öðrum Norðurlöndum. Hinn nýstofnaði tækniskóli á sinn hnút enn óleystan. Ekki getur talizt æskilegt að krefj- ast landsprófs við inngöngu í tækniskóla, þar eð margar námsgreinar, sem mikil áherzla er lögð á i landsprófi, skipta litlu máli í tækninámi. Gagnfræðapróf raungreina með mikilli áherzlu á stærð- fræði, eðlisfræði og efnafræði kæmi fremur til greina. Meginverkefni tækniskólans i dag er að veita iðnsveinum og gagnfræðingum nægilega mennt- un á 3 árum til þess aðstand- ast fyrrihlutapróf tæknifræði, sem jafngilti fyrritílutaprófi dansks tækniskóla. Til þessarar kennslu eru nú ætlaðir 27 mánuðir. Þar af fara 20 mánuðir til kennslu á náms- efni danskrar undirbúnings- deildar (Adgangskursus) og fyrri hJuta tæknifræði. Eftir eru 7 mánuðir til þess að bæta upp- mun í raungreinum við íslenzkt og danskt gagnfræðapróf. Ef kennt er með svipuðum hraða og í dönskum gagn- fræðaskólum, þyrftu nemendur að fá 18 víkustundir i stærð- fræði og 10 vikustundir í eðli*- fræði og efnafræði til þess að vinna þennan mun upp á 7 mánuðum. Vafasamt er að nemendur fái torgað svo stórum skammti af torrtieltu námsefni á skömm- um tíma. Hagkvæmara yrði að dreifa þessum mun á öll 3 árin, þótt það kynni að leiða til strangarg náms á tveimur seinni árunum. Stöðu tækniskólans í íslenzku skólakerfi' í dag mætti líkja við stöðu verkfræðideildar há- skólans, ef engin stærðfræöi- deild væri við menntaskólana og hún fengi aðeins stúdenta úr máladeild til verkfræðináms. Framtíðariausn þessara mála fengist með raungreinadeild gagnfræðanáms, en meðan hún er engin verður tækniskólinn að styrkja undirstöðumenntun nemenda sinna með mjög ströngum forskóla. Taká þarf málið föstum tökum f lok ræðu sinnar á borgar- stjómarfundinum sagði Sigur- jón Björnsson borgarfulltrúi: — Það hlýtur að verá aug- ljóst, að þessi mikli munur sem er á kennslu raungreina í ís- lenzkum skólum og skólum frændþjóða okkar er algjörlega óviðunandi — og það afmörg- um ástæðum, sem þarflaust er að rekja að svo stöddu. Hér er því um vandamál að ræða, sem Reykjavíkurborg verður að taka föstum tökum í sam- vinnu við ríkisvaldið. Til máls tóku á borgar- stjórnarfundinum um þetta mál, auk Sigurjóns, þau AuðurAuð- uns, Þórir Kr. Þórðarson og Kristján Benediktsson. Auður sagði m.a.: — Fræðsluráð Rvfkur hefur haft þetta mál til meðferðar um sinn. og er ljóst að virrna þarf að þvf að leysa þennan vanda. Þórir: — Ég er ekki tilbúinn. að taka afstöðu til hugmyndar Sigurjóns Bjömssonar um stofnun raungréinadeilda ‘vtð sagnfræðaskólana. Kristján: — Það þarf að gera breytingu á " námsskrá bama- og unglingaskólana til að verulegur árangur náist í þessum efnum og það þarf jafnframt að mennta kennarana betur en gert hefur verið til þessa. Gullna hliðið sýnt í síðasta sinn • Sýmngum á ,,Guilna hiiðinu“ lýkur • fyrir jól hjá Þjóðleikhús- inu og verður síðasta sýning leiksins fimmtudaiginn 15, desember. Er það 35- sýning leiksins að þessu sinni á leiksviði Þjóðleikhúss- ins. Aðsókn hefur jatfnan verið góð eins og alltaf þegar þetta vin- sæla leikrit er sýnt- Myndin. er af Guðbjörgu Þorbjamardóttur og Val Gíslasywi í hlutverkum sínnm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.