Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. desember 3.966 — ÞJöÐVIIJINN — SÍÐA ’J Yfirstjórn heilbrigðismála á íslandi er fortíðarfyrirbæri Þjóðviljinn hefur áAur skýrt frá þingsályktunartil- lögu Alfreðs Gíslasonar ura, aö skipan heilbrigðismála verði endurskoðuð. Hér er tillagan birt að nýju og hin hvassyrta og rökfasta grein- argerð hennar. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að feia ríkisstjórninni að Iáta rann- saka frá grunni meðferð heilbrigðismála í landinu og endurskoða gildandi lagaá- kvæði um stjórn þeirra. Sérstaklega verði kannað, hvort ekki- sé hagkvæmt að koma á fót sérstöku heil- brigðismálaráðuneyti, endur- skipuleggja landiæknisem- bættið og sameina þætti heilbrigðisþjónustunnar und- ir eina yfirstjóm. Athugun þessari skal hraðað, og að henni lokinni skal áiitsgerð og tillðgur lagðar fyrir Al- þingi.“ I greinargerð segir: > Tillaga þessi er borin fram í þeim tilgangi fyrst og fremst að beina athygli að yfirstjóm og meðferð heilbrigðismála i landinu. Að baki liggur sann- færingin um, að skipan þeirra mála sé úrelt og gegni því ekki hlutverki sínu lengur, en slíkt er þjóðinni að sjálfsögðu mikil skaðsemd. Margt'má nefna til sannindu- merkis um, að stjórn heilbrigð- ismála hérlendis sé í molum og heildarstjórnin svo til engin í reynd. Þegar við bætist þekkingarleysi á stöðu þessara mála .nútímaþjóðfélagi og- andóf ráðandi manna gegn tímabærum breytingum, er sízt vjð. góðu ..að búast. Afleiðingipú, verður bein afturför. Hér skal nú getið nokkurra atriða, er snerta þetta vandamál og ljós- lega sýna, hver staðreyndin er. er fjölda ungra lcvenna bægt frá námi í Hjúkrunarskóla fs- lands. Það er látið reka á reiðanum. Byggingarmál Heilsuvernd Fyrir hartnær tveim áratug- um hófst samtímis smíði þriggja stói-spítala í Reykjavík. Að einni byggingunni stóð ríkið, Reykjavíkurbær að annarri og einkafyrirtæki að þeirri þriðju. Hver þessara aðila baukaði i sínu horni, én samráðs við aðra, án samvinnu og án tillits til heildarsjónai’miða. Ekkert var hirt um sameiginlegar þarfir, öll hagkvæmni í vinnubrögðum sniðgengin og möguleikar á innbyrðis verkaskiptingu sjúkra- húsanna látnir lönd og leið. Allsherjaráætlun um fram- kvæmdir var aldrei gerð, enda varð enginn var við í þessu sambandi, að til væri í land- inu heildarstjóm sjúkrahús- mála. Bygging viðbótar Landspítai- ans er kapítuli fyrir sig. Þar hefur allt auðkennzt af þvílíku handahófi, að nærri stappar hneyksli, og gildir það jafnt um undirbúning og framkvæmd- ir. Er full þörf á sérstakri rannsókn þess máls alls, og í grannlöndum okkar hefði rann- sókn löngu verið fyrirskipuð 1 ámóta tilviki. Þegar byggingu Landspíta;- ans og borgarsjúkrahússins i Fossvogi lýkur, sennilega sem næst tveimur áratugum eftirað smíðin hófst, eru litlar honfur á. að fullgild starfsemi geti haf- izt. þar, Við blasir tilfinnanleg vöntun á þjálfuðu starfsliði. Það segir sína sögu um fyrir- hyggju í þessu efni, að árlega bokmenntir Debet og kredit Sverrir Kristjánsson og Tómas Guðmundsson. I ■ veraldarvolki. íslenzkir örlagaþættir. Fomi, R- vfk 1966. Enn.hefur bók orðið til fyrir friðsamlega sambúð virðulegs þjóðskálds og eldrauðs sagn- fræðings — þriðja bókin und- ir dulítið tilgerðarlegu sam- heiti: Islenzkir örlagaþættir. Um þessa bók gildir flest það sem sagt hefur verið um þær fyrri: þeir Sverrir og Tómas vinna einfaldlega verk sitt betúr miklu eti flestir þeir, sem ■ verða til þess að setja saman alþýðlega þætti um fræga og sérkennilega menn og konur. Þeir eru málglöggir menn, frá- sögn þeirra er fjörleg, þeir láta yfirleitt ekki aukaatriðafargan teppa sér andardrátt. Og í þetta sinn hafa þeir fundið ákaflega þakklátt efni í slíka þætti: Sverrir skrifar um Sigurð Breiðfjörð, breyzkan á staupa- þingi, í.ástamálum og í skáld- skap. Tómas um séra Jón Steingrímsson, sem að lfkind- um hefur barizt með betri ár- angri gegn andskotanum en nokkur íslenzkur klerkur anr.- ar — þótt hann sé um leið sá maður, sem hefur átt í hvað hlálegustumí kvennamálum hér á lanÖi. „Islenzka embættiskerfið nuddast áfram, þótt braki í öllum liðamótum þess, og meðan Sigurður Breiðfjörð gæl- ir við Kristínu konu sína, í hjónarúminu á Grímsstöðum og hvíslarVi eyra henni gagraljóð- uðum hendingum og gefur djöf- Heilsuverndarlög voru sett hér árið 1955 og þóttu merkur á- fangi. Heilsuverndin er annar tveggja meginþátta heilbrigðis- þjónustunnar og lætur nú hvar- vetna æ meira að sér kveða. Setning laganna stjómaðist vafalaust af góðum vilja, en það var galli á gjöf Njarðar. í lögunum er þannig um hnút- ana búið, að heilbrigðisstjórn landsins ber enga ábyrgð á eru til tvenn lög, tveir ráð- herrar fara með málin, og framkvæmdina annast tvær stofnanir, hvor óháð annarri. Afleiðingin er síðan sú, að at- vinnusjúkdómavamimar hafa lent í sjálfheldu. Ofstjóm er líklega engu skárri en óstjóm. Öngþveitis- ástand öngþveitisástand Á síðari tímum hafa öðru hverju risið úfar með stjórn- arvöldum landsins og lækna- stéttinni, og eru þau átök kunnugum bezta sönnun þess ið 1961 hugðust þeir ganga úr þjónustu samlagsins sökum erf- iðrar aðstöðu til starfa og lé- legra launakjara. Yfirvöldin andæfðu á sinn hefðbundna hátt og neyddu læknana til að þjóna undir samlagið áfram með sérstökum lögum, er einn ráðherranna setti í beinu trássi við bókstaf stjómarskrárinnar. Afleiðingar þess blinda tiltækis eru síðan að koma í ljós smám saman og er ein þeirra sú, að ungir læknar sneiða hjá Sjúkra- samlagi Reykjavíkur af fremsta Það er í fersku minni, að þorri lækna Landspftalans sagði upp stöðum sínum á síðastliðnu vori. Var ástæðan óánægja þeirra með starfskjör og allan aðbúnað f sjúkrahúsinu. I það sinn treysti ríkisstjórnin sér ekki til nauðungarráðstafana og harmaði það hástöfum. Það olli henni hins vegar ekki hug- arangri að skilja hvorki upp né niður í málinu, sem ura var deilt, — þeirri gerbreyttu spít- elaþjónustu, sem læknamir börðust fyrir og að þvf miðar að gera Landspítalann haefan hlutverki sínu sem sjúkrahús kennslustofnun og vísindamið- stöð. >•••« NIHIKIIMaiMI ■•«■■■«■■< ■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■ Alfreð Gíslason alþingismaður deilir á sfjórnleysið í j heilbrigðismálum og flytur tillögu um breytingar Alfreð Gíslason brigðismál. Formaður ráðsins og framkvæmdastjóri átti land- læknir að vera. Þetta fmmvarp fékk ekki' afgreiðslu á Alþingi, enda lagzt fast gegn því af þeim, sem þá taldi sér skyld- ast að vernda tveggja alda gamalt landlæknisembættið ó- spjallað. Vel má vera, að önn- ur tilhögun sé heppilegri en sú sém ráðgerð var f frumvarp- inu, þótt enginn yrði til þess að benda á hana þá. Víst er um það, að landlæknir á erfitt um vik mitt f allri óreiðunni, og ef horfið verður að því ráði að taka stjóra og meðferð heilbrigðismálanna traustum tökum, er ósennilegt annað en að nýskipan embættisins þyki sjálfsögð. >■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 heilsuvemdinni. Það eru sveit- arfélögin, sem hafa veg og vanda af framkvæmdinni, og þau hafa ekki reynzt vandanur.i vaxin. Lögin um heilsuvemd em pappírsgagn, ef Reykjavík er undan .skilin, og allsstaðar ríkir kyrrstaða á þessu sviði heilbrigðismála síðasta áratug- inn. Raunar hafa félög áhuga- manna reynt að bæta úr brýnni þörf og beitt sér fyrir krabba- meinsvörnum, hjarta- og æða- vemd og geðvernd, en það eru ekki ■•yerðleikar heilbrigðisyfir- valdanna. Eina grein heilsuverndar virð- ast stjórnmálamenn setja ofar öðrum. Það em vamir gegn atvinnusjúkdómum. Um þær öngþveitis, sem ríkir í meðferð heilbrigðismála. Héraðslækna- skortur hefur lengi hrjáð lands- byggðina. I þeim vanda var fyrsta og helzta úrræði stjóm- valda að lögþvinga unga lækna til starfa í hémðum. Það þarf varla að taka fram, að þessi vinnukvöð, sem er einstök í sinni röð, hefur ekki borið teljandi árangur, nema þá helzt þann að gera læknum erfitt fyrir. Hins vegar lýsir úrræðið vel glámskyggni þeirra, sem til þess hafa gripið. Læknar í Reykjavík hafa lengi verið óánægðir með þá steinmnnu skipan sjúkrahjálp- ar, sem sjúkrasamlag borgar- innar heldur dauðaholdi i. Ár- - ■ ulinn í heiminn, hefur biskup yf- ir íslandi ... skipað í prófast- dóm ... og Vesturamtið skipað ... dómara í réttinum“. Þessar línur eru úr lýsingu Sverris Kristjánssonar á upphafi fví- kvænismála Sigurðar Breið- fjörð: það er meiri spenna, sveifla í penna hans en kollega hans. röggsamlegar' tengt sam- an víðar leitað til fanga. Tómas Guðmundsson lætur sér hinsvegar nægja allitarlega sjálfsævisögu séra Jóns — að því er bezt verður séð. Vitan- lega er sú endursögn þokkalega gerð, og getur sjálfsagt egnt suma menn til að forvitnast um frumheimildina, ágætt verk í íslenzkum bókmenntum. Þeirri hugsun hlýtur þó að skjóta upp öðm hvom hvort það er nokk- uð sem vinnst. Tómas segirsvo frá upphafi kennimennsku Jóns: „Hitt er og meira um vert, hversu sál hans tók þegar í bernsku að snúast á sveif með guðdóminum, og mátti um það segja, að snemma beygist krók- urinn til þess sem verða vill. Greip hann æ ákafari löngun til að tóna og prédíka, að sama . hætti og hann heyrði sóknar- prest sinn gera. Til þ^ssara helgiathafna valdi hann sér ker eitt mikið í búri móður sinnar. Klifraði hann upp á gjarðirnar og tónaði „ofan í það“ en Guð- finna, stallsystir hans, stóð við kerbrúnina andspænis honum og svaraði fyrir hönd safnað- arins. Tókst þessi guðsþjónusta því betur sem meir skammt- aðist upp úr keraldinu og það gaf frá sér dýpra og tilkomu- meira bergmál. Sverrir En heimsins laun em van- þakklæti. Þó að drengurinn framkvæmdi þessar embættis- aðgerðir af einlægni lífs og sálar, fór svo að lokum að ai- veg var tekið fyrir þær. Koro þar m.a. til að fólkið óttaðist að bömin mundu fara sér að voða í keraldinu, en til árétt- ingar banninu vorr þau stall- systkin látin sæta húðstrýk- ingu. Hinum unga guðsmanni féll allt þetta vitanlega sárt, en í raunum sínum fann hann sér að minnsta kosti eitt til hugg- unar: Hann hafði verið kjörinn til eins konar píslarvættis fyrir trú sína . . . Það var umfram allt þessi hugsun, sem gaf hin- um unga -kennimanni þrek og eldmóð til að halda messugerö- um sínum áfram. Að þessu sinni vígði hann sér kirkjurog kapeilur úti um tún pg móa. og þar varð enginn til að raska embættisfærslu hans“. 1 Ævisögu séra Jóns Stein- grímssonar, útg. 1945 bls. 16 segir hinsvegar frá sömu atvik- um á þessa leið: „Snemma fékK eg lyst til að tóna og prédika sem prestur, eður, réttara að segja, eftir þvi sem Tómas eg heyrði prest minn að fara að því Þótti mér því betur fara sem betur tók undir. Otvaldi eg þvi eitt stórt ker í búrinu til þess og passaði mig þangáð, þá móðir mín fór að skammta fólkinu. Þótti mér því betur fara sem meira skammtaðist úr því, að glaumurinn yrði meiri. Klifraðist eg upp á gjarðirnar, svo tónað gæti ofan í það, en stúlkan klifraðist hinum meg- in að taka undir.‘:Svoddan em- bættisgerðir leiddust móður minni; varoghrædd við mund- um steypa okkur á höfuðið ofan i kerið, og vorum því bæði strýkt við það. Þar eftir gerði ég mér kirkjur og kapellur við vissar þúfur út um tún og framflut.ti þar að óskum mínum tíða- gerðir með stærri makindum. Þegar eg var barn, gerði eg sem barn og talaði sem barn etc.“ Við lestur bóka sem þeirrar, sem hér um getur, segir maður gjarnan við sjálfan sig: þetta getur verið skemmtilegt, þetía er betra en annað f þessari grein. Þar við mætti sitja, ef við blasti ekki í íslenzkri rit- mennsku yfirleitt hörmulegt hlutfall milli hins auðvelda og hins erfiða. — Ami Bcrgmann. Skortur á læknum Talið er, að farið sé að brydda á skorti almennra lækna í R- vfk og að á næsta leiti sé vöntun sjúkrahúslækna og ann- arra sérfraeðinga, ef ekki verð- ur að gert. Þó eru til nógu margir íslenzkir læknar. Fjöldi þeirra dvelst erlendis við störf, flestir í Svíþjóð og Bandarikj- unum, og virðast hafa lftinn hug á að koma heim. á meðan svo er í pottinn búið sem er. Það er í þágu alþjóðar að skapa þessum sérfræðingum sómasam- lega starfsaðstöðu. enda mundu þeir þá koma. En líklega er það meira í stíl við fyrri úr- ræði, að íslenzk yfirvöld biðia stjórnir fyrrgreindra landa trrn að flæma læknana burt í von um, að einhverjir þeirra kynnu þá að slæðast heim. 1 átökunum við læknastétt landsins flíkar ríkisstjómin því mjög, að læknar heimti óhóf- lega há laun og að deilur snúist aðallega um þa-i. Þetta er ekki rétt, en sennilega haft á oddin- um í því skyni að gera málstað læknanna óvinsælan hjá al- menningi. Launakjör héraðs- lækna í strjálbýlinu hafa verið bætt til stórra muna, en árang- ur ekki orðið að sama skapi. Skýringin á því er, að megin- kröfum lækna hefur ekki verið sinnt. Þeir hafa bent á nauð- syn þess að koma á fót vel bún- um lækningamiðstöðvum, þar sem læknar starfi saman tveir eða fleiri og skipti með sér verkum eftir sérkunnáttu. Þessu svara yfirvöldin með þegjantíi þögninni. Hið sanna er, að veigamestu kröfur læknanna, — þær kröfur, sem varða heill al- mennings, — njóta sízt meiri • skilnings heilbrigðisstjómar en beinar leunakröfur, og á þetta jafnt við um tilhögun lækna- þjónustunnar úti á landsbyggð- inni sem um lasknaskipan sjúkrahúsanna og sjúkrahjálo samlaganna. ^ Landlæknis- embættid Einn ■ liðurinn í stjórn heilbrigðismála er landlæknis- embættið. Það stendur á gömi- um merg og virðist eiga að varðveitast á sama hátt og dýrmætar menjar frá löngu horfinni tíð. Árið 1958 var flutt á Alþingi lagafrumvarp, sem fól í sér breytingu á þessu em- bætti. Þar var lagt til, aðskip- að yrði heilbrigðisráð fimm sérfróðra lækna, er hafa skyldu yfirumsjón með allri heilbrigð- isstarfsemi í landinu og vera æðsti ráðunautur ríkisstjórnar- innar um allt, eri varðar heil- Fortíðarfyrir- brigði Yfirstjóm heilbrigðismála hér á landi er fortíðarfyrirbæri, og þó er sönnu nær að segja, að heildarstjóm sé engin til leng- ur, því að þessi mál eru 611 í tætingi. I stjómarráðinu finnst ekki neitt ráðuneyti heilbrigðismála, heldur er þeim málum holað þar niður á víð og dreif. Flest munu þau niður komin f skrifborðsskúffum dóms- kirkjumálaráðuneytisins, en fjölmörg þeirra rekur einnig a f jörur félagsmálaráðuneytisins. Má vart á milli sjá, hvor meira má sín í stjóm heilbrigðis- mála, dómsmálaráðherrann eða félagsmálaráðherrann. 1 náðu- neyti menntamála mun Iiggja slæðingur bessara málefna og jafnvel víðar í ráðuneytum. Það vill svo til, að í stjómar- ráðinu hafa heilbrigðismál aldr- ei verið talin mildlvæg eða viðkvæm, og einungis þess vegna reynist ringulreiðin ekki óbærileg með öllu. Það-er ó- hætt að sofa á þessum málum fyrir þá sök, að þau hafa ekki mikla pólitfska þýðingu, og þar er meinið. Ef litlar kröfur eru gerðartil stjómmálamanna í þessu efni, kemur það ekki til af því, að mikilvægi góðrar heilþrigðis- þjónustu sé dregið í efa, held- ur hinu, að þorri manna þekkir eklri annað en það ástand. se.n hér er. Það eru læknar öðrum fremur, og þá einkum ungir læknar, sem aðstöðu hafa t.il samanburðar á meðferð heil- brigðismála hér og erlendis, bar sem hún fer bezt úr hendi. Þvf ■hvílir á beim sérstaklega skyld- an til að benda á, hverra um- bóta sé þörf. og jafnvel að berj- ast fyrir þeim. Það gera beit- að visu þótt árangur sé ekki mikfll enn, enda nú sem endra- nasr við ramman reip að draga, þegar kyrrstöðuöflin eru ann- ars vegar. Unglingabækur fsafold hefur gefið út tvær þýddar unglingabækur. önnur er „Barry og smygi- arinn“ eftir Uno Modin, saga af Sankti Bemharðshundi og húsbónda hans. Höfundurinn er sænskur og víðkunnur. Bókin er 128 síður, þýðinguna gerði Sigrún Guðjónsdóttir. Hinbókin er „Á leiðtilAgra'* eftir Aimée Sommerielt. Þetta er víðfræg saga, sem hlotið hefur verðlaun víða um heim og verið gefin út í mörgum löndum. Bókin er 126 síður. Sigurlaug Bjömsdóttir íslenzk- aði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.