Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1966, Blaðsíða 10
N 10 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — FöstudagttP B. dcsember M«. LEONARD GRIBBLE 24 veit hvað ég gæti hugsað mér að gera við þessa uppskrúfuðu litlu — — Uss! í>ú ættir einmitt að vera feginn því að fá enn meira sem bendir á sekt Morrows. Nú erum við búnir að fá hótanir í ofanálag? Það gefur til kynna undirbúning — éinmitt það sem okkur vantar. Htað segirðu um það? Clinton gretti sig. Ég gæti hugsað mér að fá Morrow sýkn- aðan til þess eins að geta hlakk- að yfir þessari litlu kvensnift! sagði hann reiðilega. — Ef til er nokkurt kvenfólk, sem ég get ekki þolað, þá er það . . . — Þær eru svo sem ekki all- ar guðs beztu börn, greip Slade fram í og brosti. — Og ljós- myndafyrirsætan okkar ekki heldur. Það lítur út fyrir að við höfum komið öllu heimilislífi úr jafnvægi þarna á sunnudaginn. Nú er röðin komin að Morrow að leita okkur uppi. Slade varð alvarlegur. — Hann verður að fara að flýta sér, ef það á að koma honum að gagni, bætti hann við hugsi. Clinton var farinn að hugsa um ferðalag þeirra. — Það fer lest til Ryechester eftir fjörutíu mínútur. Við getum fengið okk- ur matarbita í skyndi og náð í þá lest. Þeir komu á lögreglustöðina LOIJ URA OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JONSSON SKOLAVORDUSTÍG 8 - SIMI. 16S88 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtislofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð Clyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M Á Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968 í Ryechester þegar nokkuð var liðið á daginn. Dunning aðstoð- arfulltrúi, gráhærður ög rosk- inn, tók á móti þeim. — Það er ekki óhugsandi að þið getið fengið fleiri upplýsing- ar á blaðinu, sagði hann. — Rov- ers starfar hér ekki lengur, eins og þið vitið auðvitað, og allt þetta Kindelett-mál er auðvitað löngu gleymt. Fjögur ár eru stundum langur tími. — Munið þér sjálfur eftir mál- inu, Dunning? spurði Slade. — Aðeins í stórum dráttum. Ég var fyrir norðan og þá frétti ég um þetta þegar ég kom heim. Þetta jaðraði vist við hneyksli. — Hvers konar hneyksli? — Æ, þetta venjulega slúður, hugsa ég. Kerlingablaður! Lík- skoðunin úrskurðaði að hún hefði látizt af'slysi, eins og kemur fram í skýrslunni okkar. En ég man að það var mikið talað um sjálfsmorð. Það hafði verið um eitthvert ástarævintýri að ræða og allt var þaggað niður. Kind- ilett hafði sín sambönd. — Það getur sem sé verið að hún hafi framið sjálfsmorð? Maðurinn yppti öxlum. — Hún fannst niðri í virkisgröfinni og enginn gat staðhæft að hun hefði ekki fleygt sér út í harm sjálf. Og það kom enginn heldur og hagði að hún hefði gert það. Þannig var þetta. En ef mér leyfist að spyrja — hvaða sam- band er á milli þessa máls og þess sem gerðist hjá ykkur á laugardaginn? Slade sagði honum það og hann hlustaði með athygli. Þegar Slade var búinn að ljúka máli sínu hallaði hann sér aftúr á bak í stólnum og spennti greipar. — Ég býst varla við að þér finnið mikið hér, sem getur kom- ið yður að gagni, sagði hann efa- blandinn. — Kindilett gæti sjálf- sagt frætt yður mest um þetta, ■ef hann fæst þá til að tala um það. — Já, það er einmitt það, sagði Slade og kinkaði kolli. •— Ef. varlega var farið í þetta á sín- um tíma, hefur hann trúlega lít- inn áhuga á því að farið verði að róta í þessu gamla máli. Og það getur varla verið skemmtilegt fyrir hann. — Nei, hann brenndi allar fcrýr að bakK sér, þegar hann fkrttist héðan. En hann sá ekki sóSna fyrir þessari dóttur sinni. Allir höfðu ríka samúð með veslings manninum l þá daga. En hér í skýrslum okkar er hreint ekkert sem getur hjálpað ykkur, hreint ekki neitt. Mennirnir tveir frá Scotland Yard snéru sér til skrifstofu Ryechester Cronicle, en í glugga hennar voru límdar upp myndir með tilheyrandi blaðatextum. Renglulegur náungi með úfið hár leit upp þegar þeir komu inn. Hann hafði verið að lesa í lúðu hasarblaði. -— Herra Fingleton? spurði hann samstundis. — Hver er það? spurði Slade. Pilturinn rétti úr sér og sýndi hinum nýkomnu ögn meiri á- huga. — Auglýsingastjórinn. — Við viljum fá að tala við aðalritstjórann. — Á hann von á ykkur? Herra Clark er mjög önnum kaf- inn. Hann er alltaf önnum kaf- inn, bætti hann við til skýring- ar. En hann gapti þegar hann sá lögregluskilti Slades. Slade bað hann að fara með það á fund herra Clarks. — Já. . . . Hann hvarf inn um dyr með glerrúðu. — Við megum víst þakka fyr- ir ef þeir setja þetta ekki í smá- auglýsingarnar, sagði Clinton. Slade lét1 sem hann heyrði ekki til hans. Eftir næstum þrjár mínútur kom ungi maðurinn til baka. — Herra Clark vill gjarnan tala við yður núna, herra minn. Það er þessa leið! Þeir gengu inn fyrir afgreiðslu-. borðið, gegnum glerrúðudyrnar og héldu áfram milli hárra hlaða af samanbundnum árgöngum af Reychester Cronicle. Pilturinn þaut á undan þeim og þreif í húninn á annarri hurð, þar sem mótaði fyrir leifum af orðinu Ritstjóri. Pilturinn opnaði dyrnar og var á svipinn eins og sigursæll stríðsmaður. — Slade fulltrúi frá Scotland Yard, tilkynnti hann og unglingsleg röddin titraði af eins konar sæluhrolli. Slade og Clinton sáu mann um hálffertugt og snöggklæddan. Hann reis upp úr gömlum stól við enn eldra skrifborð, sem á voru hlaðar af próförkum og handritum. — Ég hélt svei mér að þetta væri eitt af þessum vanalegu nppátækjum 6tráksins, eagði hann undrandi. — Ég er Clarke ritstjóri — ég vona að þið haf- ið ekki lent í neinum vandræð- um? Hann virtist dálítið tauga- óstyrkur. Slade undraðist að svo ungur maður skyldi vera rit- stjóri, þótt þetta væri' lítið sveita- blað. Hann settist á stól sem honum var bent á. — Ég kem til að spyrja yður um dálítið, sem gerðist hérna fyrir fjórum árum, herra Clarke. — Ég veit það. Dunning sneri sér til herra Harkers — hann er eigandi blaðsins og hann — hm — já,*hann fylgist með því sem gerist hérna. Clarke brosti og Slade skildi nú, hvers vegna þessi ungi mað- ur gegndi þessu starfi og til hvers var ætlazt af honum. Slade brosti vingjarnlega til hans. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem hann leitaði upplýsinga hjá blaði af þessu tagi. — Ég vildi gjarnan fá eintak af blaðinu, sem segir frá líkskoð- uninni, sagði fulltrúinn. Clarke kinkaði kolli. — Það ætti að vera hægt. Nokkuð fleira? — Myndir? Það kæmi sér ef til vill vel ef þær væru ein- hverjar til? — Auðvitað — ég skal athuga hvað ég get náð í. Hann skildi við lögregluþjón- ana og fór út. Eftir svo sem tíu mínútur kom hann inn aftur. Hann hafði meðferðis dagblað og ljósmynd. Frásögnin af lík- skoðuninni fyllti næstum tvo dálka og þar var vitnisburður Kindiletts birtur orðréttur. Doyce og Setchley höfðu Iíka borið vitni. Slade renndi augunum niður siðuna og sá að þarna var ýmis- legt fróðlegt að finna. Hann leit líka á myndina á síðunni. Á henni voru nokkrir knattspyrnu- menn í röndóttum treyjum og dökkum buxum. Hjá hópnum ’ stóð stúlka. Hinum megin var karlmaður í venjulegum fötum. Hann var með, yfirskegg. — Hér er myndin sem klissí- an var gerð eftir. Mér datt í hug að hún yæri skýrari, sagði Clarke. — Þakka yður fyrir, sagði Slade, þakklátur. , Aftan á myndina stóð skrifað: — Nokkrir leikmenn úr Saxon Rovers. Mary Kindilett vinstra megin. Það var ekkert sagt um S K O T T A © Ktn* F«*ture» SynJIcate, Ine., 1965? Flýttu þér að búa þig, ég held að hann sé að hringja í aðra stelpu! POLARPANE lO * ALT falt falt e,nangrunargle? soensk goedavara EINKAUMBOD IV1ARS TRADIIMG OOl Jólasaga barnanna Eftir Walt Disney • l- Hvað ert þú atð gera hér? ?..Apinn segir jólasveininum söguna af dúkkuaugunum. ■i Jæju. »vo að vondi töfralæknirinn nej;ddi námumennina tíl að bera glitsteinana burtiu ! Cabinet (gntinental SNJOHJOLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skiphólti 35 — Sími 3-10-55. Blaðb urðarfólk vantar okkur strax í KÓPAVOG - Hringið í síma 40753 - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.