Þjóðviljinn - 24.01.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.01.1967, Qupperneq 2
2 SfBA' —- ÞJÖÐ^ÍIíJINM —- terSSwðagur- 24. Janðar- M6t- KM m Max Nielsen var ein aðalstjarna danska landsliðsins í heimsnieistarakeppninni í Sviþjóð og sést hann hér skora eitt aí mörkunum í hlnum þýðingarmikla leik Dana við Júgóslava. Max Nielsen verður í hópi Kaupmannahafnarúrvalsins sem væntanlegt er hing- að í næstu viku og leikur i Laugardalshöllfnni 4. og 5. febrúar n.k. Aðrir leikmenn Hafnarúrvalsins verða: Arne Andersen, Gert Andersen, Ove Ejlertsen, Jörgen Frandsen, Werner Gaard, Bent Jörgensen, Gunnar Júrgens, Morten Petersen, Steen Sörensen og Börge Thomsen. Handknattleikur: Tékkar urðu heimsmeistarar, □ Þau urðu úrslit heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, að Tékkar hrepptu meistaratitil- inn í fyrsta sinn; sigruðu I)ani í alljöfnum og tvísýnum úrslitaleik á laugardaginn með 14 mörk- um gegn 11. Rúmenarnir, fyrrverandi heims- meistarar, tryggðu sér 3. sæti í keppninni á eftir Dönum með því að sigra sovézka liðið. Til- valið Mennimir sem eiga Al- menna byggingarfélagið hafa boðizt til að gefa þjóðinni hlutdeild í eign sinni. Þeir ætla að breyta félagi sínu í almenningshlutafélag, gefa hverjum landsmanni kost á að kaupa hlutabréf og sækja arð þegar stundir líða íram, þótt hinir upphaflegu eigend- ur ætli að sjálfsögðu að á- skilja sér tvöfaldan rétt á við aðra- Til munu þeir sem halda því fram að ástæðan fyrir þessari fyrirkomulags- '' breytingu sé ekki sú að pen- ingamennirnir vilji gefa þjóð- inni hlutdeild í arði sínum, heldur þurfi þeir á fjármagni að halda vegna nýbygginga í höfuðborginni og annarra kostnaðarsamra umsvifa; þess vegna muni naumast mikils arðs að vænta á næstunni. En auðvitað er forustumönnum Almenna byggingarfélagsins í lófa lagið að kveða þvílíkar getsakir niður umsvifalaust. Björn Ólafsson stórkaupmað- ur, sá sem gerði grein fyrir hinni væntanlegu tilhögun, á sem kunnugt er heilsulind þá sem sendir kókakóla á mark- aðinn: Enginn efast um að sú starfsemi skilar árvissum arði, og því getur Bjöm sannað hugsjón sína með því að gera kókakólaverksmiðjuna að al- menningshlutafélagi. Aðrir eigendur Almenna byggingar- félagsins eiga einnig Nýja bíó, og alkunnugt er að það kvikmyndahús er ekki rekið með halla- Verði það einnig gert að -almenningshlutafélagi mun þjóðin verða þeim mun fúsari -til að koma til liðs við byggingarfélagið. Síðast en ekki sízt er fyrir löngu orð- ið tímabært að Morgunblað- ið sýni trú sína í verki- Hluta- félagið'Árvakur, sem á Morg- unblaðið, hefur að undan- förnu Verið eitthvert stórtæk- asta gróðafélag iandsin.s, Verði bað gert að almenningshluta- félagi mun ekki aðeins Almenna byggingarfélaginu borgið að fullu, heldur kynni mótelið í Hveragerði loksins að öðlast þann hugsjónabak- hjarl sem ekkert fær staðizt. — Austri. ★ Úrslitaleikurinn var jafn- ari en flestir höfðu búizt við; enn komu Danir á óvart. Eink- um var fyrri hálfleikurinn jafn, en honum lauk þannig að hvort Iiðið skoraði 8 mörk. í síðari hálfleik höfðu Tékkar hinsveg- ar nokkra yfirburði og skoruðu þá 6 mörk á móti 3 mörkum Dananna, þannig að Ieiknum Iauk með 3 marka sigri Tékka, 14:11, sem fyrr var sagt. ★ Leikur Kúmena og Sovét- manna á laugardaginn um 3. sæti í keppninni var ekki síð- ur tvisýnn og jafn. Eftir venju- legan leiktíma, klukkustund, var jafntefli, 18:18. Var þá framlengt og tókst fyrrverandi heimsmeisturum að skora 3 mörk í framlengingunni, en sovézku leikmönnunum aðeins eitt mark Þrisvar i úrslitum Sigur Tékkanna í heimsmeist- arakeppninni kom ekki á óvart^ og var af flestum talinn mjög sanngjarn. Þeir hafa löngum verið í freinstu röð handknatt- leiksþjóða heims, eins og bezt sést af því, að tékknesk lið hafa tvívegis áður komizt í úrslit á HM! Má því segja að tími hafi verið kominn fyrir þá að vinna úrslitaleikinn. Frábær frammistaða Dana Frammistaða Dana í heims- meistarakeppninni var það sem mest kom á óvart og mjög ánægjulegt að þeir skyldu halda merki Norðurlandanna í handknattleiknum svo hátt á loft sem raun ber vitni. Mikl- ar hrakspár höfðu fylgt danska liðinu að heiman og margir talið að það ætti lítið erindi í heimsmeistarakeppnina eftir hið svonefnda vodkahneyksli í fyrra, er stór hluti landsliðsins var sviptur keppnisrétti eftir ferðalag til Sovétríkjanna. — Þessar hrakspár urðu hinsveg- ar til þess að dönsku liðs- mennirnir mættu tvíafldir til úrslitakeppninnar í Svíþjóð: þeir höfðu fullan hug á því að láta hrakspámenhina verða sér til skammar — sem og varð. Danir hafa ekki áður kom- izt jafnlangt eða lengra í HM í handknattleik. 1938 urðu þeir í 4. sæti (aðeins 4 þátttöku- þjóðir), og bezti árangur til þessa var 5. sæti. Urslit í lokakeppninni urðu því sem hér segir: 1. Tékkóslóvakía, 2. Danmörk, 3. Rúmenía, 4. Sovétríkin, 5. Svíþjóð, 6. Júgóslavía, 7. Vestur-Þýzkaland, 8. Ungverjaland. ★ Það er athyglisvert — og þættu tíðindi ef um aðrar iþróttagreinar væri að ræða, t.d. knattspyrnu — að stór hópur llðsmanna í þessum beztu handknattleiksliðum Framhald á 7. síðu ÍBK sigraöi ÍBA í fyrsta leiknum í íþróttaskemmunni □ Sl. laugardag var í fyrsta skipti keppt u nýju íþróttaskemmunni á Akureyri, — og vár það jafnframt fyrsti leikurinn sem háður er í íslandsmóti í handknattleik utan Reykjavíkur. Þetta var leikur í 2. deild karla milli Akureyringa og Keflvíkinga. — Var leikurinn mjög jafn. en honum lauk með sigri Keflvíkinga, 21 marki gegn 20. Á sunnudaginn léku þessi sömu lið aukaleik á sama stað og varð þá jafntefli 23—23. Áður en leikurinn á laugar- daginn hófst flutti Svavar Otte- sen. formaður Handknattleiks- ráðs Akureyrar, ávarp. Gat hann þess m.a. að handknatt-- leiksmenn Vals myndu koma til Akureyrar um næstu helgi og þreyta kappleiki við bæjar- menn. Yrði hin nýja íþrótta- skemma þá formlega vígð og^ tekin í notkun. Áhorfendasvæðin í þessu nýja íþróttahúsi Akureyringa (sem reist er til bráðabirgða eins og kunnugt er) rúma um 500 manns. Voru þau fullskip- uð um helgina. 120 tókuþátt ífírmakeppai Firmakeppni Skíðaráðs Rvík- ur var háð um helgina og tóku 120 firmu og fyrirtæki þátt í henni. Riðlar voru tveir, 60 firmu í hvorum. Sigurvegari varð Heildverzlun Kristjáns 6. Skagfjörð, keppandi Jóhann Vilbergsson frá Siglufirði. í öðru sæti voru Dráttarvélar hf., keppandi Björn Ólafsson, og í þriðja sæti Rafsýn, keppandi Sigurður R. Guðjónsson. Leiðrétting Prentvilla slæddist inn í fyr- irsögn á íþróttasíðunni á sunnu- daginn, fyrirsögnina um lands- leiki Evrópuliða í knattspyrnu á síðasta ári. Eins og greinin sjálf bar með sér urðu íslend- ingar í 30. — þrítugasta — sæti í yfirlitinu (af 32 þjóð- um) en ekki í 10. sæti. KR vann KFR og IKF sigraði (S Keppni í 1. deild á íslands- mótinu í körfuknattleik var haldið í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Þá sigruðu KR-ingar lið Körfuknattleiksfé- lags Reykjavíkur með 94 stig- um gegn 60. Þá vann íþrótta- félag Keflavikurflugvallar lið íþróttafélags stúdenta með 73 stigum gegn 56. Skíðamót Islands 1967 háð á Sígiufirði 21.-26. marz Q Skíðamót íslands 1967 fer fram á Siglufirði dagana 21. til 26. marz næstkomandi. Jafnframt verður skíðaþing háð þar 24. marz. Mótsstjórnin hefur nú sent frá sér dagskrá skíðalandsmóts- ins, en formaður mótsstjórnar er Sverrir Sveinsson og ritari Hjálmar Stefánsson. Dagskráin verður sem hér segir: Þriðjudaginn 21. marz kl. 15 verður mótið sett, en síðan hefst keppni í göngu 20 ára og eldri og göngu 17—19 ára. Miðvikudaginn 22. marz kl. 15 verður keppt í stökki 20 ára og eldri og stökki 17—19 ára. Þann dag verður einnig háð norræn tvíkeppni. Fimmtudaginn 23. marz kl. 14 hefst keppni í stórsvigi karla og kvenna og kl. 15 verður keppt í boðgöngu. Föstudaginn 24. marz kl. 10 árdegis verður skíðaþing háð. Laugardaginn 25. marz kl. 14 verður keppt í svigi kvenna og karla. Sunnudaginn 26. marz kl. 14 hefst keppni í 30 km göngu og kl. 15 hefst keppni í fiokka- svigi. Um kvöldið, kl. 20, feí fram verðlaunaafhending oa síðan verða mótsslit. Þátttökutilkynningar þurfa að berast mótsstjórn eigi- aíð- ar en 9. marz n.k., ásamt þátt- tökugjaldinu sem er kr. 25,00 fyrir hvern keppanda í hverri grein. Mótsstjórnin áskilur sér- 'rétt til að breyta dagskrá mótsinr vegna veðurs eða annarra ófyr- irsjáanlegra orsaka. Skíðafél. Siglufjarðar, Skíða borg, sér um mótið að þer,;u sinni og býður alla kepþenflur og aðra velunnara skíðaibrótt- arinrar velk'nmna t'S Siglu- fiarðar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.