Þjóðviljinn - 05.02.1967, Page 3

Þjóðviljinn - 05.02.1967, Page 3
Surmudagur 5. febrúar 1967 — ÞJÓÐVIL,TINTl — SlÐA 2 DAGINN UPPBURDARLEYSI jiiiiboinir ekki •' ■■ tój •- • iT'gi ) '4v.»?'inúrií. _af . þeim pólitísku fiélrn.ingaskiptaþáttum serniSjalf- stæðisflok'kurinn :og Eramsókn- Úrílokkurinn hafa haft'£ í út- jgg.'sjónvarpi'' að ' undári- fðjéfiý, [.hnjfBcu; upp.MÚr.; Ingþilfi uöiíssyni samgöngumálaráð- herra ummæli sem Framsókn- arþihgmaðurinn, viðmælandi h.a'hs, virtist ekki veita neina a'íhvgli eða sjá neitt athuga- -vert við. Ráðherrann staðhæfði að íslendingar fengju engin erlend lan til framkvæmda, til dæmis hjá Alþjóðabankanum syokallaða, néma verkfræðileg- ur undirbúningur væri falinn erlendum fyrirtækjum sem lánastofnunin treysti. í því sambandi minntist hann á Búr- fellsvirkjun; lán til hennar hefði því aðeins fengizt að bandarísku verkfræðifyrirtæki, Harza, hefði verið falið að ganga frá áætlunum. í annan stað vék hann að hugmyndum um að taka erlend lán til vega- gérðar hérlendis; kvað hann slík lán því aðeins fáanleg að „viðurkenndu" erlendu fyrir- tæki yrði falið að gera áætl- un um vegagerðina. Tók ráð- herrann -sérstaklega fram að hann vildi ekki draga í efa getu Vegagerðar ríkisins til þess að gera fullgildar áætlanir um vegagerð innanlands, en þann- ig væru starfsreglur erlendra lánastofnana, og við þær yrðumi við að sætta okkur. í hópi vanþróaðra ríkja Þessi ummæli ráðherrans eru ákaflega athyglisverð. Það er vissulega alkunna að alþjóðleg- ar lánastofnanir vilja ganga úr skugga 'um að þær séu að leggja fé til skynsamlegra íramkvænKja. sem nái tilgangi sínum og gera í því sambandi háar kröfúr tiU þeifra sérfræð- inga sesp verkin vinna. Þegar u-m -er -að ræða vanþróuð ríki þar sem fátt er um sérfróða menn, telja lánastofnanir einatt nauð- synlegt að erlendir sérfræðing- ar séu til kvaddir. Hins végar koma sl’lkar kröfur ekki 1il móla-. þégdr um 'ér að ræða Sia^nilega þróuð lönd sem hafa áj^ðþS.kVP.á' þæfum raúnvísinda- ^'öÍ5núVii;..iein1 myndu til að Hekluhraun o(- I00 !00 þVERSKURÐUR FYRIRHU6UÐ BÚRFELLSVIRKJUN Erlendu verkfræðifyrirtæki var falið að undirbúa Búr feiisvirkjun. Nú kemur röðin að höfnum og vegum! mynda grannþjóðir okkar í Vestur-Evrópu anza því að þær værú ekki færar um að gera fullgildar verkfræðilegar og hagfræðilegár áætlanir. Eigi nmmagli -.-ráðherrans . við rök að' stýðjast-hljóta þau að mérkja það að Alþjóðaþankinn hefur skipað okkur á bekk með vanþróuðum ríkjum sem þurfi að njóta alþjóðlegrar vemd- argæzlu ; til þess- að rasa ekki um ráð fram. - Þekkingarleysi eða stefnubreyting Ástæða er til a𔑠drága í efa að' ráðherrann hafi vitað hvað hann var að segja. í at- hugasemd sem Félag ráðgjaf- arverkfræðinga gerði við um- mæli Ingólfs Jónssonar er á það bent að íslendingar- hafi um langt skeið fengið erlend - lán ' til framkvæmda sem ís- lenzkir sérfræðingar r , höfðu annazt að , öllu leyti. Laxár- virkjunin 1952—53 var .unnin Lonooi af íslenzkum verkfræðiugum, og-til hennar fengust greiðlega erlend lán. Alþjóðabankinn hef- ur veitt fé til hitaveitufram- kvæmda Reykjavíkurborgar, og önnuðust íslenzkir verkfræðing- ar þó allan undirbúriing þeirra verka. Þegar Keflavíkurvegur- inn var lagður reyndist engin þörf á að leita til . „viður- kenndra" erlendra aðila til þess að fá erlent lánsfé til fram- kvæmdanna. Séu ummæli ráðherrans rétt, þrátt fyrir þessar staðreyndir. hlýtur að hafa orðið næsta al- ger stefnubreyting á afstöðu Alþjóðabankans til íslendinga að undanförnu. Rangt með farið Vert er að benda á að þau ummæli ráðherrans eru ekki nákvæm að því aðeins hafi fengizt lón til Búrfellsvirkjun- ar, að erlent fyrirtæki annað- ist verkfræðilegan undirbúning. Fyrirtækið Harza Engineering Company International var ekki valið til verksins fyrir til- stilli Alþjóðabankans, heldur samkvæmt kröfu svissneska al- úmínhringsins. Hefur Harza- félagið um langt skeið tekið að sér ýmiskonar umboðsstörf fyr- ir þennan svissneska hring, og hérlendis var því falið að gera áætlanir um virkjun sem hent- aði hugmyndum og hagsmunum hringsins. Hefur það oft verið rakið hér í blaðinu hversu mjög hinir bandarísku verk- fræðingar tefldu á tæpasta vað í áætlunum sínum, bæði vegna vanþekkingar á íslenzkum að- stæðum og til þess að geta sýnt sem lægst raforkuverð á pappírnum, og hefur síðan mað- ur gengið undir manns hönd til þess að reyna að bæta úr ýms- um misfellum í áformum þeirra. Hlutur Alþjóðabankans var hins vegar sá að gera kröfu til þess að íslendingar semdu við svissneska alúmínhringinn og létu honum í té meirihluta raforkunnar. í einni af skýrsl- um stóriðjunefndar voru fyrir- j mæli Alþjóðabankans um þetta efni orðuð þannig: „Lítil þjóð eins og ísiendingar gæti ekki leyft sér að ráðast í svo fjár- magnsfreka íramkvæmd". Hins ,yegar reyndi aldrei á það i al- vöru hvort íslendingum hefði verið neitað um lán hjó Al- þjóðabankanum ef þeir hefðu ákveðið að nýta raforku sína sjálfir; valdhafarnir gáfust upp fyrir bankastjórunum á sama hátt og þeir létu alúmínhring- inn ráða því hverjir önnuðust verkfræðilegan undirbúning. Hafnir og vegir Siðan alúmínsamningarnir voru gerðir verður vart sívax- andi tilhneigingar hérlendra stjórnarvalda til þess að leita á náðir útlendinga með verk- fræðileg störf. í fyrra þurfti til að mynda að gera áætlanir um hafnargerð í Straumsvík i sambandi við alúmínbræðsluna sem þar á að rísa. Svo undar- lega brá við að valdamenn gerðu engar tilraunir til að fó innlenda sérfræðinga til að vinna verkið, heldur var dönsku verkfræðifyrirtæki fal- ið að annast framkvæmdir. Sú var tíð að danskir verkfræð- ingar unnu að hafnargerð á ís- landi, vegna þess að innlenda sérfræðinga skorti, og þótti takast misjafnlega vegna ó- kunnugleika á aðstæðum hér- lendis. Það þótti stórfelld fram- för og þáttur í sjálfstæðisbar- áttu landsmanna þegar íslend- ingar gátu tekið þau verkefni að sér sjálfir, og reynsla ís- lenzkra verkfræðinga á þessu sviði er orðin mikil. Samt er nú umyrðalaust leitað á náðir útlendinga til þess að undirbúa einfalda hafnargerð í Straums- vík — samkvæmt kröfu Al- þjóðabankans eða alúmín- hringsins? Hver veit? En þá tekur vissulega fyrst í hnúkana ef undirbúníngur vegagerðar á íslandi á meira<$> að segja að flytjast til annarra landa, eins og Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra við- reisnarstjórnarinnar boðaði. Að gefa sér- þekkingu Raunverulegt fuliveldi þjóð- ar er ofið úr mörgum þáttum. Stjórnarfarsleg ákvæði hrökkva skammt ef ekki kemur einnig til geta þjóðarinnar til þess að rækja þau verkefni sem nú- tímaþjóðfélagi ber að sinna. Lífsþróttur , íslenzkrar sjálf- stæðisbaráttu hefur glögglega birzt í því hversu kappsamir ungir íslendingar hafa reynzt að afla sér menntunar. Við höfum á skömmum tíma eignazt stóra og vel verki farna sérfræðingastétt, ekki sizt á sviði raunvísinda; íæstir þeirra hófu nám vegna þess að þeir hefðu fyrir augum virðulega stöðu sem biði við leiðarenda, heldur vildu þeir vinna þjóð sinní gagn. En ákaflega marg- ir þessara manna hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hér hefur lengst aí verið hraklega búið að sérfræðingum. íslendingar leggja minna fé til vísinda- rannsókna að tiitölu við þjóð- artekjur en nokkur önnur efn- uð þjóð. Margir sérfræðingar hafa orðið að eyða tíma sínum mestmegnis í brauðstrit, fjarri sérþekkingu sinni, og mjög margir hafa valið þann kost að flýja land. Næstum því fjórði hver verkfræðingur starfar nú erlendis og auk þeirra fjöl- margir sérfræðingar í ýmsum greinum náttúruvísinda, fiski- fræðingar, jarðvegsfræðingar, eðlisfræðingar, stærðfræðingar. Erlendis sanna þeir fljótt hæfi- leika sína, þeir eru valdir til trúnaðarstarfa hjá alþjóða- stofnunum, Sameinuðu þjóðun- um, Matvæla- og landbúnaðar- stofnuninni, háskólum og stór- um einkafyrirtækjum, þótt þeirra sé ekki talin þörf hér á landi. Og nú virðist enn eiga að magna þessa þróun með því að sniðganga íslenzka mann- virkjafræðinga ef til koma verkefni þar sem talin er þörf erlends lánsfjár. Aðrar þjóðir telja sérþekk- ingu dýrmætustu eign sína um þessar mundir, þá fjárfestingu sem mestum arði skili. Við teljum okkur þess hins vegar umkomna að flytja sérþekk- inguna úr landi, ekki einusinni sem verzlunarvöru, heldur sem gjöf, en kaupa í staðinn þekk- ingu annarra. Augljós sannindi Það er þjóð ekki aðeins metn- aðarmál og efnahagsleg nauð- syn að geta rækt öll megin- verkefni í landi sínu; þau vinnubrögð ein eru hagkvæm. Við mannvirkj agerð er bókleg þekking ekki einþlít, aðstæður eru breytilegar land frá landi, reynslan verður að móta allar áætlanir; það á ekki sízt við hérlendis þar sem náttúruskil- yrði eru næsta sérstæð á ýms- um sviðum. Fyrir tæpu ári átti ég viðtal við víðkunna norska sérfræðinga, dr. Olaf Devik og Edvigs V. Kanavin yfir- verkfræðing. Þeir höfðu m.a. kannað ísamyndanir ofan Búr- fellsvirkjunar og lögðu fram tillögur um öryggisráðstafanir sem þeir töldu óhjákvæmileg- ar ef Búrfellsvirkjun ætti ekki að lenda í ófyrirsjáanlegum örðugleikum. Fóru þeir ekki dult með það að þeir teldu á- ætlanir bandarískra verkfræð- inga óraunsæjar að ýmsu leyti, vegna þess að þeir hefðu ekki reynslu af aðstæðum hérlend- is. í því sambandi lét dr. Devik í ljós þá ósk „að íslenzkum verkfræðingum yrði senn falið að ganga frá stórvirkjunum hérlendis. Aðstæður hér vaeru svo óvenjulegar, að jafnvel reyndir erlendir verkfræðingar gerðn sér ekki grein fyrir þeim; íslenzkir verkfræðingar hefðu þá réýnslu af landi sínu sem gerðí þeim kleift að vinna slik verk öllum öðrum betur“. Þetta eru augljós sannindi. Samt boða íslenzk stjómarvöld þá stefnu að gengið skuli fram hjá íslenzkum verkfræðingum í enn ríkara mæli en gert hef- ur venð að undanförnu. Framtíðarsýnin Það er engin tilviljun að hvort tveggja gerist í senn, að erlendum auðfyrirtækjum er leyft að hefja stóriðju hérlend- is og hagnýta í því skyni ódýr- ustu raforku sem fáanleg er í Evrópu, og upp er tekin sú stefna að fela erlendum verk- fræðifyrirtækjum að undirbúa allar meiriháttar framkvæmdir hérlendis. í hvorutveggja birt- ist það andlega uppburðarleysi andspænis útlendingum sem einkennir hérlend stjórnarvöld í sívaxandi mæli, trúleysið á landið og getu þjóðarinnar til að gera sér landið undirgefið. Svo er að sjá sem ráðherrar viðreisnarstjórnarinnar séu önnum kafnir við að fram- kvæma á öllum sviðum þá stefnu sem Gylfi Þ. Gíslason boðaði á aldarafmæli Þjóð- minjasafnsins; „Bezta ráðið til að efla sjálfstæði þjóðar er að fórna sjálfstæði hennar". Fram- tíðarsýn þeirra ráðherra sem hættir eru að „trúa á stokka og steina*1 er hersetið land, þar sem þjóðin er ráðin í vinnu hjá erlendum auðhringum og innbornir sérfræðingar fá fyrir náð að gegna aðstoðarstörfum hjá erlendum fyrirtækjum. — Austri. Utsala í nokkra daga MIKILL AFSLÁTTUR Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.