Þjóðviljinn - 05.02.1967, Síða 4
4 SfÐA — ÞJÓBVIL.TINN — Stmnudagur 5. febrúar 1967.
Otgefandi: Sameimngarflokkur alþýöt — Sóslalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: tvai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- *
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj-: Eiður Bergmann.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19.
Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105,00 á mánuði. —
Lausasöluverð kr. 7.00.
Sjálfstæði eða fylgispekt
gnemma á þingi fluttu Einar Olgeirsson, Gils
Guðmundsson og Ragnar Arnalds tillögu tii
þingsályktunar um samþykki Alþingis við tillög-
ur Ú Þants framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna til lausnar styrjöldinni í Víetnam. Óþarfleg-
ur dráttur hefur orðið á því að mál þetta kæmi til
afgreiðslu á Alþingi. Um tillöguna var ákveðin ein
umræða og hún hefur ekki farið fram enn, enda
þótt málið hafi oft verið sett á dagskrá.
'pillaga þeirra Einars, Gils og Ragnars er þannig:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir samþykki sínu við
tillögur Ú Þants framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, til lausnar á styrjöldinni í Víetnam. En
þær eru þessar: 1. Að Bandaríkin hætti loftárásum
sínum á Norður-Víetnam. 2. A.ð styrjaldaraðilar
í Suður-Víetnam dragi úr hernaðaraðgerðum sín-
um. 3. Að Þjóðfrelsi3hreyfing Suður-Víetnams
verði viðurkenndur samningsaðili og allir aðilar
fallist á að setjast að samningaþorði. Felur Alþingi
ríkisstjórninni að framfylgja þessari. samþykkt á
alþjóðavettvangí, meðal annars tilkynna hana á
þingi Sameinuðu þjóðanna“. Eins og menn sjá er
í tillögum Ú Þants einungis farið fram á eðlileg
frumskilyrði samningaumræðna, sem hugsanlegt
væri að aðilar sættu sig við og ekki ólíklegt að
framkvæmdastjórinn hafi haft eitthvert samband
við þann aðila sem sjaldnast heyrist til á alþjóða-
vettvangi, Þjóðfrelsishreyfingu Suður-Víetnams,
þegar hann samdi og flutti þessar einföldu tillögur
í þeirri von að leitt gæti til viðræðna um frið í
hinu hrjáða landi.
> r
Jslenzkir stjórnmálamenn virðast sumir haldnir
þeirri minnimáttarkennd að engu skipti rödd
íslands í heimsmálunum. Þein sýna þetta í verki
með því að rígbinda ríkisstjórn íslands og sendi-
nefnd hjá Sameinuðu þjóðunúm aftan í Bandarík-
in, svo farið er að reikna með íslandi sem ósjálf-
stæðu fylgiríki Bandaríkjanna. Þessu er illa far-
ið og íslandi til vansæmdar. Einmitt á þingi Sam-
einuðu þjóðanna er vettvangur fyrir smáþjóðir til
að láta rödd sína um heimsmálin hljóma um alla
heimsbyggðina svo að segja. Qg það er hlustað á
rödd smáþjóðar, líka í þeim valdbeitingarheimi
sem við lifum í, ef hlutaðeigándi þjóð sýnir í
breytni sinni siðferðilegan styrk til að standa við
orð sín Ríki eins og t.d. Svíþjóð nýtur sívaxandi
álits á alþjóðavettvangi vegna hlutleysisstefnu
sinnar í utanríkismálum. ísland gæti beitt rödd
sinni og atkvæði í Sameinuðu þjóðunum til styrkt-
ar friðsamlegri sambúð og friði'í heiminum og með
því unnið sér virðingu þjóða heimsins, í stað þess
að koma þar fram sem vesælt leppríki bandarískr-
ar stefnu. Alþingi og utanríkismálanefnd þess hlýt-
ur að fara að láta utanríkismál og alþjóðamál til
sín taka og binda endi á það ófremdarástand að
afstaða íslands í alþjóðamálum sé háð geðþótta
þeirra manna sem gegna embætti utanríkisráð-
herra hverju sinni. Samþykkt Alþingis á tillögu
Einars, Gils og Ragnars væri spor í þá átt. — 3.
0 Það er næsta erfitt að átta sig á þeirn
fréttum sem daglega berast frá Kína, enda eru
þær oft ósamhljóða og heimildirnar hæpnar, —
Engu að síður er ljóst að í Kína eru að gerast
miklir atburðir sem hljóta að marka mjög alkm
gang mála á nægtu árum og áratugum þar í
landi og þá einnig á alþjóðavettvangi, svo mik-
inn hlut sem hinni kínversku þjóð er og mun
þar ætlaður. Einn þeirra vesturlandamanna sem
einna bezt hefur fylgzt með kínverskum málefn-
um síðustu misserin er pólsk-franski blaðamað-
urinn K. S. Karol, sem dvaldist um nokkurt skeið
í Kína nýlega og skrifaði bók um dvöl sína, „La
Chine de Mao“ (Kína Maos), sem nú hefur í
sex vikur verið ein af tíu metsölubókum í Frakk-
landi. í þeirri grein sem hér birtist og: þýdd er
úr „Le Nouvel Observateur“, reynir hann að graf-
ast fyrir um orsakir þeirra atburða sem nú eru
að gerast í Kína og þótt niðurstöður hans séu
ekki óyggjandi er æði fróðlegt að kynnast þeim.
K.S. KAROL:
Það sem er í rauninn
að gerast í Kíno
Eg hef hérna á borðinu fyrir
framan mig helztú blöð á
vesturlöndum sem segja frá
nýlegum atburðum í Kína. Þau
birta öll á forsíðum sínum á-
berandi fyrirsagnir af miklum
tíðindum: „Borgarastríð í Pek-
ing“, „Glundroði í Kína“i „Um-
sátursástand í Nan.king“. ,,Mao
berst til þrautar á þrem víg-
stöðvum“, „Kínversku iejðtog-
arnir bítast um hver verði eftir-
maður Maos“, o.s.frv. Það eru
þunnig engin smáræðis tíðindi
,sérh 'þnu hafá aÖ 'segja frá, og
þp gert sé ráð fyrir tilhneig-
ingu blaðamanna til að gera
. nijkið veður út af litlu tilefni,
þá hlyfijr éinhvér fótúr aóvera
fyrir þessum frásögnumi Þvi var
það ekki svo á dögum- Stalíns
að ýmsar tilsniðnar rosáfréttir
reyndust síðar hafa haft við
rök að styðjast? Þeir atburðir
sem kenndir eru v-ið hina svo-
kölluðu menningarbyltingu hafa
átt sér stað eftir að ég kom
heim frá Kína, en ég hef reynt
að vega og meta tíðindin það-
an og greina rétt frá röngu af
fullkominni hlutlægni.*)'
En þegar í þessari viku (grein
Karols birtist 18. janúar) eru
menn hættir að tala um borg-
arastríð eða ósigur Máos. Ég
skil engu að síður vel áhyggj-
ur ýmissa góðviljaðra manna
sem fylgjast með þessum at-
burðum. Því hér á í hlut geysi-
fjölmenn þjóð sém lagt hefur
óskaplega mikið að sér í 17
ár til þess að leggjá traustan
grundvöll að þjóðfélaginu og
virðist nú vilja voga öllu sem
unnizt hefur. Slíkt hefur aldr-
ei komið fyrir áður og virðist
vera alveg út í hött. Einhver
mjög alvarleg veila hlýtur að
vera undirrót. þessarar ákvörð-
unar, segja menn. Frá því að
„menningarbyltingin" hófst í
Kína hafa fréttaskýrendur því
náttúrlega leitazt við að graf-
ast fyrir um rætur þessa ein-
stæða fvrirbæris. Sumir þeirra
þóttust snemma hafa komizt
fyrir um þær: Allar þessar
hvatningar til æskulýðsins um
að rísa upp gegn stjórnarvöld-
unum sem væru að verða borg-
araleg benda eindregið til þess
að átökin um arfleifð Maos
væru haíin. Þegar ljónið var
orðið gamalt og íúið, rifu .þin
dýrih’ hvert ánnáð á hol. Kína-
fræðingar . hafa jafnvel þótzt
géta fundið staðfestingu á þess-
ari skilgreiningU í ' þekkingu
sinni á ,,hinu eilífa Kína“:
Blóðug átök urðu oft í hinu
forna Kína meðan menn biðu
þess að ríkjandi keisari legði
upp laupana. Sá sem fyrstur
varð til að finna lykilinn rð
keisarahöllinni, náði völdum.
Þeir sem tilkall gerðu til keis-
aratignarinnar urðu því að vera
á varðbergi svo að þeir stæðu
vel að vígi á úrslitastundinni.
En þá fór svo á síðasta
sumri að Mao birtist aftur á
sjónarsviðinu og synti m.a.s.
nokkra kílómetra í Jangtse-
fljóti til þess að allir maettu
vita, að því færi fjarri aðhann
væri að dauða kominn. En
ekkert lát varð á „menning-
arbyltingunni" fyrir það. Hún
færðist meira að segja öll í
aukaná, því að skömmu eftir
sundafrek Maos kom mið-
stjórn flokksins saman í Peking
og samþykkti þá ályktun í 16
liðum þar sem þegnar ríkisins
voru hvattir til að segja opin-
„^ijcátt., hva$. þeim fyndist. fara
aflaga og hefja um það um-
ræður um landið allt. Strax
,.eftir að þessi. ályktun hafði ver-
ið. birt fyÚtust ’göturnar í Pe-
king af urmul rauðra varðliða,
tími fjöldafunda, kröfugangna
og veggblaða hófst.
Mao Tsetung mætti sex
sinnum á geysifjölmennum úti-
fundum á Tien Anmen-torgi
og veitti þannig ellefu miljón-
um rauðra varðliða innblástur.
I nafni hans héldu þeir ræður
Lin Piao, yfirmaður hersins
(sem orðinn var arftaki hans),
og Sjú Enlæ, enn sem jafnan
fyrr þriðji í röðinni.
l!æpnar skýringar og ályktanir
*) Það sem vió köllum
„menriingarbyltingu" kalla Kín-
Verjar „Siðmeriningarbýltingu"
' Og reyndar stéfnir- Mao að þvi
að gerbreyta samskiþtum manna
og siðgáeðisreglum fremur en
menningunni í þeim skilningi
sem við leggjum í það orð.
Þessi gangur málsins neyddi
fréttaskýrendur til að endur-
skoða dóma sína. Þeir sögðu
að kínversku kommúnistarnir
skiptust í tvo hópa sem stæðu
algerlega á öndverðum meiði,
öðrum væri stjórnað af Lin
Piao, hinum af Líú Sjaosji,for-
seta lýðveldisins, og Teng Hsi-
aoping, aðalritara flokksins.
Þessi kenning studdist við stað-
reynd, þá, að Líú Sjaosji og
Teng Hsiaoping höfðu settof-
an í valdakerfi flokksins —. og
af því drógu menn þá ályktuo
að þeir væru andvígir „menn-
ingarbyltingunni“. Rauðu varð-
liðarnir virtust vilja staðfesta
réttmæti ’þessarar áiyktunar, því
að í hverju stórletruðu vegg-
blaðinu (af því tagi sem nefn-
ost „Ta Tse Bao“) af öðru
sem þekja húsveggi í Peking
tóku þeir ómildum tökum þessa
menn, sem héldu þó enn háum
embættum sínum og komu
fram á heiðurspalli á fjölda-
fundum í Tien Anmen-torgi.
En með því er ekki öll sag-
an sögð: Engum var refsaðfyr-
ir þessi riíðskrif um forset.a
lýðveldisins, og rauðu varðlið-
arnir létu þá heift sína bitna
á öðrum ráðamönnum. Þeir
létu sig engu skipta hvaða
. stöðum þeir gegndu, hvað þeir
: höfðu gert til síns ágætis áður
fyrr. Þegar þessi furðutíðindi
bárust, ályktuðu þeir sem með
fylgdust að andstæðingaflokkur
Mao væri mjög fjölmennur og
voldugur og sjálfur gæti hann
ekki reitt sig á stuðning neins
nema konu sinnar, ritara síns
fyrrverandi, Séns Pota, og- Lins
Piao.
Þótt Mao og stuðningsmenn
hans hefðu samkvæmt þessari
skilgreiningu átt að standa
höllum fæti, gáfu þeir í des-
emberlok fyrirmæli um að
„menningarbyltingin" yrði lát-
in taká til iðnaðarins. Máo og
félagar ætluðust til að í verk-
smiðjum og námum yrðu
myndaðar nefndir verkamanna
og kröfðust þess að hert yrði
baráttan gegn „hinum örlitla
minnihluta ráðamanna sem
fara auðvaldsleiðina“. Áróður.s-
herferðin magnaðist stórum og
leiddi af sér að í hart sló í
mörgum stórborgum.
Hefði Mao viljað losa sig við
Líú Sjaosji og Teng Hsiaoping,
þá hefði hann ekki falið rauðu
varðliðunum að níða þá niður,
hann hefði tekið sér penna í
hönd og skrifað í blöðin, (sem
hann stjórnar) hvað hann hefði
út á þá að setja. Og á hinn
bóginn hefði andstæðirigaflökk-
ur Maos, svo traustum fótum
sem hann var talinn stánda,
gefið út sitt eigiið blað
eða a.m.k. látið prenta dreifi-
bréf með árásum ó hinn vold-
uga andstæðing. Eftir því sem
ég veit bezt hefur það aldrei
komið fyrir áður að menn sem
„börðust til þrautar" svo að
„við borgarastríð jaðraði" hafi
algerlega forðazt að bera hver
annan sökum, heldur hafi háld-
ið áfram að búa hlið við. hlið
og svo að segja undir sáma
þaki.
Það er greinilegt að pólitísk
átök eiga sér nú stað í Kína.
Ég er meira að segja sánn-
færður um að þau eru mjög
alvarleg og hörð og að 'þau
hafa skipt valdamönnum, á. öll-
um stigum og hvarvetna í.lánd-
inu i andstæða hópa. En niénn
geta ekki gert sér néina. grein
fyrir því sem um er barizt,' ef
þeir telja að þessi átök séu að-
eins afleiðing af valdaríg milli
einstakra manna. „Menningar-
byltingin“ er að mínu úliti
miklu mikilvægari en svo,
Allir þeir sem komið ri.afa
til Kína síðustu ár háfa.1 .orðið
áþreifanlega varir við '-Ji'ánn
sérstæða ásetning. ráðapiánna
landsins að skipuleggja þjóðfé-
lagið (eitt hið fátækasta í ver-
öldinni) og efla þ.að án þess. að
örva menn til dáða með umb-
unum.
Kínverskir rá'ðamenn. hafa
ætlazt til þess af þegnum sín-
um að þeir ynnu án umhugs-
Þeir kínversku ráðamenn sem helzt hafa komið við sögu undanfarið
MAO TSÉTUNG, 74 ára,
formaður kommúnista-
flokksins
LIN PIAO, 58 ára,
landvarnaráffherra,
arftaki Maos
SJÚ ENLÆl, 68 ára,
forsætisráffherra,
alltaf 3. í röðinni
1,111 SJAOSJI, 68 ára,
forseti lýffveldisins,
skotspónn varðliffa
TENG ÍÍSÍÁOPING, 65
ára, affalritari flokksins,
skotspónn varffliffa
>