Þjóðviljinn - 19.02.1967, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Síða 3
6- Sunnudagur 19. febrúar 1967 — ÞJOÐVILJINN — SlÐA 3 SJO ARA VERÐBOLGUVILLA tr A HVÍLDAR- DACINN Að ganga í hring Svo herma frásagnir að þeg- ar menn villast í þoku hætti þeim við að ganga í hring. Þeir standa ef til vill hjá vörðu og þykjast hafa áttað sig á öllum aðstæðum, arka af stað. ganga og ganga þar til skórn- ir tætast undan fótum þeirra og iljarnar verða blóðrisa, halda áfram að staulast og skríða í ofurtrú á rétta stefnu. og koma að lokum eftir miklar þrengingar og ærið erfiði að vörðunni þaðan sem gangan var hafin. Þannig hefur viðreisnar- stjórninni einnig farið. Fyrir 7 árum tók hún að sér að leiða þjóðina út úr villu efnahags- málanna; sú varða sem mark- aði upphaf ferilsins var kennd við óðaverðbólgu, hallarekstur hjá útflutningsframleiðslunni og sívaxandi uppbætur úr rík- issjóði. Ríkisstjórn Sjálfstæðis-" flokksins og Alþýðuflokksins hét að visa þjóðinni á réttar brautir. stöðva verðbólguna, afnema styrki og uppbætur, tryggja góða afkomu útflutn- ingsatvinnuveganna. Og síðan hafa ráðherrarnir sjö arkað cg arkað í jafnmörg ár, þótt þeir hafi að vísu verið betur nest- aðir og skóaðir en kórvillumenn á fjöllum uppi forðum tíð. En eftir þessa löngu vegferð standa þeir enn á ný hjá vörð- unni jjömlu þaðan sem gangan var hafin; enn á ný hefur óða- verðbólgan reynzt útflutningsat- vinnuvegunum ofjarl og þeir fleyta sér aðeins á sívaxandi styrkjum og uppbótum úr rík- issjóði. Við höfum gengið í hring í sjö ár. Menn þekkja vörðuna En á þessari löngu hringferð hefur sitthvað gerzt. Við höf- um notið árgæzku sem naum- ast á sinn líka i sögu þjóðar- innar, aflafengur landsmanna hefur vaxið ár frá ári, sömu- leiðis verð það sem fengizt hef- ur erlendis fyrir afurðir okk- ar. Verðhækkanir þessar hafa verið svo miklar að með ólík- indum má telja, sumar útflutn- ingsvörur hafa allt að því tvö- f aldazt i verði. Þrátt fyrir nokkurt verðfall að undanförnu er meðalverðið miklu hærra en það var í upphafi viðreisnar; verð á frystum vörum — sem mjög er kvartað undan — er til að mynda um það bil fimmt- . ungi hærra. Á þennan hátt höfum við án okkar tilverkn- aðar hagnazt um miljarða króna, þjóðartekjur á mann hafa vaxið örar en í flestum löndum . öðrum. og af þessum ástæðum ' áttuðu margir sig ekki á því lengi vel að við vær- um að villast. arka sama gamla hringinn. En nú verður sú stað- reynd ekki umflúin; menn þékkja vörðuna. I Vanmegnugt framleiðslukerfi Það hefur fleira . gerzt á þessu hringsóli. Þegar vinstri- st.iórnin sundráðist 1958 skil- aði hún af sér mjög þróttmiklu framleiðslukerfi. Hún hafði tal- ið það meginatriði í störfum sínum að tryggja hámarksaf- köst allra atvinnuvega; í valda- tíð hennar var hvert fram- leiðslutæki nýtt til fullnustu; enginn dagur féll niður hfá allar aðrar athafnir samfélags- ins. Því eru það ákaflega ör- lagarík mistök að viðreisnar- stjórnin skuli hafa skágengið þá staðreynd og látið það við- gangast að þjóðlegir atvinnu- vegir lömuðust á miklu vel- megunarskeiði. Þegar hringur- inn er nú fullkomnaður verða menn að átta sig á því, að nú er óhj ákvæmilegt, ef ekki á illa að fara, að leggja á það megin- kapp að efla þjóðlega atvinnu- vegi og bæta úr alvarlegum vanrækslum siðustu ára. Það er fullreynt að svokölluð frjáls- hyggj a nær ekki þeim tilgangi, og því verður skipulagshyggj- an að taka við. áætlunarbú- skapur sem miðast einvörðungu við íslenzkar aðstaéður. Raun- ar er áætlunarbúskapur einn- ig óhjákvæmileg afleiðing þess hvað íslendingar eru fámenn þjóð, framtak einstaklingsins hlýtur ævinlega að verða svo smátt i sniðum í þessu litla þjóðfélagi að það hrekkur ekki til þeirrar forustu sem við þurfum á að halda; við þurf- um að beita félagslegu fram- taki, sameina krafta okkar, eins og við höfum raunar gert með góðum árangri á mörgum' sviðum. Markviss og skipúlögð framleiðslustefna verður að taka við í stað happa og gláppa. Háskalegri vílla togurum og bátum; opinber fyrirgreiðsla var talin sjálf- sögð hvénær sem leysa þurfti vanda framleiðslunnar. Vinstri- stjórnin hafði mið af þeirri meginstefnu að framleiðslan væri undirstaða alls annars, og hún skilaði af sér fullkomnara og virkara framleiðslukerfi en þjóðin hafði nokkru sinni áð- ur átt. Þessarar fyrirhyggju hefur viðreisnarstjórnin notið í mjög ríki)m mæli; þau sfór- auknu fjárráð sem hún hefur haft í villu sinni voru ekki sízt afleiðing af miklu framtaki og aukinni tækni sem hún. fékk í arf. En afstaða hennar til fram- leiðslunnar hefur orðið öll önn- ur; hún hefur hafnað opinberri forustu um þróun atvinnulífs- ins og haldið því fram að út- flutningsatvinnuvegirnir ættu að „standa á eigin fótum“ sam- kvæmt markaðslögmálum. Af- leiðingin hefur orðið sú að þrátt fyrir góðæri og hámarks- tekjur hefur togurum fækkað úr 50 í 17 á þessu tímabili. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að endurnýja togaraflotann og taka þátt í þeirri öru tækniþróun sem orð- ið hefur í nágrannalöndunum; þjálfuðum togaramönnum fer einnig í sífellu fækkandi og er, það ekki síður alvarleg stað- reynd en stöðnun í tækniþróun; verði ekki að gert eru likur á að við íslendingar, sem forð- um vorum forustuþjóð í tog- veiðum, týnum gersamlega nið- ur þeim atvinnurekstri. Einnig hefur farskipafloti okkar dreg- izt saman vegna þess að Hamrafellið, eina meiriháttar olíuflutningaskip landsmanna, var selt úr landi og ekkert keypt í staðinn. Minni bátum sem tryggt hafa vinnslustöðv- unum hráefni hefur einnig fækkað tilfinnanlega síðustu árin. Fullkomnar fiskvinnslu- stöðvar, gamlar og nýjar, hafa lagt niður starfsemi sína. Ýms iðnfyrirtæki önnur sem höfðu fjölda fólks í þjónustu sinni hafa gefizt upp, og þannig mætti lengur telja. Enda þótt viðreisnarstjórnin hafi haft meiri fjárráð en nokkur önnur hérlend ríkisstjóm i sjö árá i illu sinni skilar hún af sér vanmegnugu framleiðslukerfi, og sumir þættir þess eru ger- samlega að slitna, eins og tog- araútgerðin. Meirl kröfur, minni geta Og enn fleira gerðist á þess- ari undarlegu vegferð. Sú stór- fellda aukning á þjóðartekjum. sem stafaði af sívaxandi afla- magni og stórhækkuðu verðlagi, hefur fyrst og fremst runnið í umfangsmikla þjónustustarf- semi og neyzlu. Hér hefur ver- ið fest fé í bönkum, lánastofn- unum og verzlunarhöllum, og þeir aðilar hafa dregið til sín vinnuafl þjóðarinnar örar en nokkur önnur starfsgrein. Við leggjum í það sívaxandi vinnu og fjármagn að flytja inn varning frá flestum þjóðlöndum heims. Á síðasta ári fluttum við inn meira en 5.000 bíla, og hinn stóraukni bílainnflutning- uf dregur óhjákvæmilega dilk á eftir sér. Bilaeign lands- manna er fyrir löngu orðin svo mikil að hún er frumstæðu vegakerfi alger ofraun; eigi bílarnir að koma að því gagni sem til er ætlazt verður á Skömmum tíma að leggja nú- tímalega vegi með stórfelldum tilkostnaði. Við höfum lagt í það hundruð miljóna króna að koma upp sjónvarpsstarfsemi sem ætlazt er til að nái til landsins alls á skömmum tima og hirðir árlega verulegt fjár- magn og vinnuafl. Margt íleira mætti telja af þessu tagi sem gerir mannlifið auðugra og fjöl- skrúðugra og skemmtilegra. En við munum aldrei lifa af þvi sem þjóð að telja seðla yfir bankaborð afgreiða danska tertubotna í verzlunum, aka í skemmtilegum bilum á góðum vegum eða horfa á sjónvarp. Allt eru þetta lífsþægindi, þjóð- félagsleg yfirbygging. Eftir sjö ára villu viðreisnarinnar er svo ástatt að gerðar eru miklu meiri kröfur til framleiðslunn- ar en nokkru sinni fyrr, en hún er þess vanmegnugri en áður að rísa undir þeim. Þetta er kjarni þess vanda seúi nú blasir við; standi íslenzkir at- vinnuvegir ekki undir yfirbygg- ingunni getur hin svokallaða velmegun hrunið með skjótum hætti. Oftrú á kreddur Kórvilla viðreisnarstjórnar- innar er sinnuleysið um þróun íslenzkra atvinnuvega. Það staf- ar af oftrú á hagfræðilegar kreddur sem lagzt hafa að stjórnarvöldunum eins og and- legur beinserkur. Meginkreddan var sú að í stað skipulagshyggju skyldi koma frjálshyggja, eins og Jónas H. Haralz hefur orð- að það; í stað þess að stjórn- arvöld reyndu að leggja á ráð- in urn þróun atvinnuveganna skyldu þeir þróast á „eðlileg- an“ hátt samkvæmt lögmálum markaðskerfisins, neyzlu, fram- boði og eftirspurn. Slíkii mark- aðskerfi hafði Verið beitt með sæmilegum árangri í ýmsum nágrannalöndum okkar, en raunar lá þegar í augum uppi að það var fjarstæða hérlend- is. Efnahagskerfi okkar er tengt utanríkisviðskiptum í.rík- ara mæli en flestra annarra þjóða; aðalatvinnuvegurinn miðar framleiðslu sína við út- flutning;' innanlandsmarkaður- inn er að verulegu leyti háður innflutningi. Ekkert eðlilegt samband er á milli innan- , landsmarkaðsins, neyzlu, fram- boðs og eftirspurnar annars- vegar og sjávarútvegsins hins- vegar; það kaupir enginn tog- ara vegna þess að sala eykst á bílum, sjónvarpstækjum eða tertubotnum. Útflutningsat- vinnuvegirnir eru hins vegar tengdir innlenda markaðnum á annan hátt. Þeir fá gjaldeyri fyrir vörur sínar, verða að skila honum í banka og fá íslenzk- ,ar krónur í skiptum. Sé verð- bólgan innanlands örari en í viðskiptalöndum okkar fá út- flutningsatvinnuvegirnir stöð- ugt verðminni krónur fyrir gjald- eyri sinn; þeir geta í rauninni búið við lækkandi verð hcr innanlands jafnvel þótt gjald- eyrisupphæðirnar fari sifellt hækkandi. Sú hefur einmitt orð- ið raunm á undanförnum árum. Samkvæmt markaðslögmálum hefðu hinar stórfelldu verð- hækkanir á afurðum okkar er- lendis átt að leiða til þess að Viðreisnarstjórnin skilar af sér vanmegnugu framleiðslukerfi Raunar er þetta meginatriði meira en fjárhagsvandamál í venjulegum skilningi; það sker úr um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Engum getur dul- izt að ein ástæðan til þess að viðreisnarstjórnin - hefur af furðulegu kaldlyndi fylgzt með sívaxandi örðugleikum ís- lenzkra atvinnuvega er sú ráða- breytni hennar að heimila er- lendum auðfélögum stórfelldan atvinnurekstur hérlendis. Aðal- hagfræðingur ríkisstjómarinn- ar hefur meira að segja komizt svo að orði að þessar erlendu framkvæmdir séu vaxtarbrodd- ur atvinnulífsins um þessar mundir. Svo er því að sjá sem stjómarvöldin geti hugsað sér að erlendir aðilar fylli upp í þau skörð sem brotna í þjóð- lega atvinnuvegi og verði smátt og smátt forustuafl í atvinnu- málum hérlendis. Ef svo færi gæti sjö ára verðbólguvilla viðreisnarstjórnarinnar breytzt í aðra og margfalt háskalegri villu, þá sem áður mótaði ör- lög þjóðarinnar um nær sjö alda skeið. — Austri. Það eru einföld sannindi að framleiðslan er undirstaða hvers þjóðfélags; á henni hvíla Framleiðslan er undirstaðan menn hefðu keppzt um að festa fé sitt í sjávarútvegi og fisk- iðnaði, kaupa togara og reisa iðjuver. Sú hefur ekki orðið raunin, nema í sambandi við síldveiðár og síldarverksmiðj- ur, vegna þess að óhagkvæm markaðsþróun innanlands át upp hagkvæma þróun erlendis og vel það. Einbeitingin á svo- kallaða frjálsa verzlun, sem mjög hefur stuðlað að verð- bólguþróuninni, hefur þannig haft allt önnur áhrif en þau sem kreddufræðingar viðreisn- arstjórnarinnar ímynduðu sér. HEIMIR TRYGGIR VÖRUR UM ALLAN HEIM TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR LlNDARGÖTl) 9 • REYKJAVÍK • SÍMI 22122 — 21260 / nx

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.