Þjóðviljinn - 19.02.1967, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.02.1967, Qupperneq 5
Sunnudagur 19. febrúar 1967 — ÞJÖÐVHJXNN — SfDA g Þeir hlutu gullmerki Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Frá vinstri: Hannes Þ. Sigurðsson, Sigurð- ur G. Norðdahl, Valdimar Sveinbjörnsson, Grímar Jónsson og Árni Árnason. Handknattleiksráð Reykjavíkur 25 ára Skíðamót og skíða- kennsla á Húsa vík Engan sem stóð að stofnun Handknattleiksráðs Reykjavík- ur fyrir 25 árum mun hafa ór- að fyrir því að eftir 25 ár yrði það eitt af stórveldunum innan íþróttahreyfingarinnar í dag. Það hefði engum dottið í hug að handknattleiksmenn hér gætu boðið beztu liðum heims jafnan leik, og að einmitt handknattleikur væri sú íþrótt á íslandi sem lengst væri kom- in allra íþrótta á alþjóðamæli- kvarða. í dag, eftir þessi 25 ár, geta brautryðjendurnir litið yfir farinn veg með nokkru stolti og glaðst með þeim sem tekið hafa upp merkið á hverjum tíma og flutt það lengra og lengra framávið og við þessi tímamót náð þessum árangri. Það var stjórn íþróttasam- bands íslands, sem stofnaði þetta handknattleiksráð 29. jan. 1942, eftir að hafa þrem dögum áður samþykkt reglur fyrir það til að starfa eftir. Fyrsti formaður ráðsins var kjörinn af ÍSÍ Baldur Krist- jónsson fimleikakennari. Á stofnfundinum voru kjörnir sem fulltrúar í ráðið þessir menn: Þráinn Sigurðsson Fram, Sig- urður Ólafsson Val, '-Sigurður G. Norðdahl Ármanni, Sigur- jón Jónsson KR, Þorlákur Þórð- arson Víking og Sigurpáll Jóns- son ÍR. Til að byrja með var starf- semin ekki stórbrotin og sner- ist mest í kringum handknatt- leiksmót þau, sem haldin voru hér í Reykjavík og fóru þá fram í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, og til gamans má geta þess áð í lok fyrsta starfsárains voru hreinar eignir ráðsins kr. 235,55. Hálogalandshúsið Verulegur skriður kemst þó ekki á starfsemina fyrr en íþróttafélögin fá til umráða Hálogalandshúsið eftir stríðs- lok. Afnot þess var stórt stökk framávið, og satt að segja eitt af ■ furðum tímans, hve langt handknattleiksmenn náðu við þau skilyrði. Og satt að segja hefur það brotið í bág við allar kenningar um möguleika til þroska i svo litlu húsi. Það hefur orðið ráðgáta margra gesta sem hingað hafa komið og leikið í Hálogalandi. Annað atriði í starfi ráðsins hafði gífurleg áhrif á þroska og þróun handknattleiksins og það var, þegar breytt var um mótafyrirkomulag, og svo deildaskiptíngin. Þetta hafði ennfremur í för með sér aukna og . báetta fjárhagsafkomu, ( en þó fyr*t og fremst betri íiýt- ingu keppnistímabilsins. Þá voru samskiptin við er- lend handknattleikslið, og þá fyrst við norræn lið sem höfðu sín miklu og góðu áhrif. Þá fóru menn að sjá hvernig góð erlend lið léku, og um leið að reyna getu sína við þau. Það var ójafn leikur til að byrja með, en 'það sótti stöðugt í rétta átt, og þar var Hand- knattleiksráð alltaf hinn virki kraftur, sem stuðlaði að öllu þessu með ráðum og 'dáð. Eitt er enn sem sannarlega hefur gert sitt til að bæta handknattleikinn hér, og það er, að dómarar hafa lagt sig fram um að túlka leikreglur sem næst anda þeirra. Kann þetta að þykja furðuleg kenn- ing, því að alltaf er grunnt á aðfinnslum við dómarana, og oft mikil sök hjá þeim fundin. En maður sem hefur séð dómara á stórmótum erlendis hefur dálitla aðstöðu til að gera samanburð, og hún er sannarlega hagstæð íslenzkum handknattleiksdómurum, þó að þeir geti að sjálfsögðu verið misjafnir. Afmælishátíðahöld Eins og sagt hefur verið frá, efndi Handknatt.leiksráðið til bæjakeppni milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, og fór veí .á því, eins og borgarstjór- inn, Geir Hallgrimsson, komst að orði við hina smekklegu setningu þess móts, og hann bætti við „að það var ekki ráð- izt á garðinn þar sem hann var lægstur“. - Handknattleiksmenn okkar sýndu enn einu sinni að það bezta erlendis er ekki á neinn hátt óviðráðanlegt fyrir þá, síður en svo, og þó voru þarna margir ,silfurmenn“ frá Dan- mörku. Margir munu þeir hafa verið hér sem fyrirfram töldu að í þetta sinn mundi. borgar- lið okkar láta verulega í minni pokann fyrir hinu ágæta liði frá Kaupmannahöfn. — Dönsk blöð höfðu einnig fyrir leikina talið að þetta yrði léttur leik- ur fyrir þetta danska lið sem sent var. Raunin varð allt önn- ur, bæði hvað snertir íslenzka áhugamenn og danska íþrótta- blaðamenn. Þetta mega kallast verðug laun til HKRR fyrir gott starf á liðnum '25 árum, og kemur þægilega við áhuga- manninn og stjórnendur hand- knattleiksmálanna. Þessi heim- sókn hinna dönsku handknatt- leiksmanna er því merkilegur þáttur í þessu hátíðahaldi HKRR. í sambandi við þennan leik gaf Handknattleiksráðið út mjög vandaða leikskrá, þar sem rakin er frá ári til árs stuttlega saga ráðsins í þessi 25 ár, og kemur þar ýmislegt fram og fróðlegt. Lokaþáttur þessara hátíða- halda var samsæti það, er HKRR gekkst fyrir á Hótél Sögu s.l. sunnudagskvöld, en það var framkvæmt með mikl- ■ um myndarskap, hugkvæmni og hátíðleik, þar sem mikils hófs gætti í hvívetna. Dagskráin var hin skemmti- legasta og vakti það ekki litla athygli er öll ljós voru slökkt og um sali gengu þjónar með blysum þar sem fyrir var kom- ið á hionn smekklegasta hátt: í gamni og alvöru Mörg ávörp voru flutt og voru þau undursamlega skemmtilegt sambland af gamni og alvöru; það getur nefnilega verið svo skemmtilegt að vera ekki alltof hátíðlegur jafnvel við hátíðleg tækifæri. Veizlustjórinn byrjaði vel og gaf „tóninn". Lýsti mikilli undrun sinni yfir því að hafa fengið þessa virðingarstöðu, og skildi það ekki alveg. Hann sagðist þó hafa viljað reyna að kanna þetta, og fór blátt strik uppá Þjóðminja- safn og fletti þar 10 árgöngum dagblaðanna, og honum til mik- illa vonbrigða sá hann nafn sitt þar hvergi í sambandi við handknattleik, en hann sá ann- að, að því er hann sagði: Ein- mitt þegar að hann hætti að iðka handknattléik tók leikn- um að fara fram, og þá þótt- ist hann skilja hversvegna hann væri nú þarna kominn: Veizlu- stjórinn var Valgarð Briem. í hófinu var margt góðra gesta. þ.á.m. borgarstjórinn í í Reykjavík og Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra. Gylfi ávarpaði samkvæmið og handknattleiksmenn, og þakkaði HKRR gott starf í 25 ár, sem ætti sinn þátt í því að handknattleikur á íslandi væri á heimsmælikvarða. Hann skýrði þetta fyrirbæri einfald- lega með því að handknatt- leiksmenn hefðu greindar-vísi- tölu langt fyrir ofan meðallag, og ef til vill mesta allra í- þróttamanna á íslandi. Var gerður sérlega góður rómur að þessari uppgötvun mennta- málaráðherrans! Formaður Handknattleiks- sambandsins var ekki lengi að undirstrika þessi ummæli ráð- herrans, og benti á, að ef far- ið væri yfir nafnalistann í 25 ára sögu HKRR, væri allflest af því fólki sem þar hefur starfað nú í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Handknattleiks- íþróttin hefur síðar notið. stuðn- ings þessara manna og krafta í uppbyggingarstarfinu, sagði Ásbjörn ennfremur. — Hann þakkaði ráðinu gott samstarf og langa forustu um hand- knattleiksmálin. Baldur Möller formaður iBR ávarpaði afmælisbarnið og árn- aði því heilla og taldi það geta horft björtum augum fram á við, og gat í því sambandi íþróttahallarinnar nýju. Bald- ur sagðist og vilja taka það fram vegna greindarvísitölu handknattleiksmanna að hann hefði auðvitað stundað hand- knattleik lengi frameftir! Þá flutti stutt erindi dr. Finnbogi Guðmundsson um handknattleik og kom víða við. Finnbogi var á sínum tíma einn bezti handknattleiksmaður hér í borg, og þótt Finnbogi vekti ekki sérlega athygli á greind- arvísitölunni í ræðu sinni, þótti okkur hinum sem þarna væri enn ein sönnunin fyrir kenningu ráðherrans! Heiðursmerki Ávarp flutti og formaður handknattleikssambands Kaup- mannahafnar, Börge Mathiesen, og óskaði HKRR til hamingju með afmælið, o^ þakkaði frá- bærar móttökur! Hann lét i Ijós þá ósk að gaman væri að sjá borgarlið Reykjavíbur í Kaupmannahöfn, en ekki kvaðst hann geta ákveðið tíma. I hófinu voru nokkrir menn sæmdir heiðursmerkjum fyrir vel unnin störf í þágu hand- knattleiksins, og annaðist for- maður ráðsins, Jón Magnússon, það. Gullverðlaun hlutu 5 menn en það voru: Valdimar Svein- björnsson „faðir“ handknatt- ieiksins hér á landi, Grímar Jónsson. Sigurður G. Norðdahl, Hannes Þ. Sigurðsson og Árni Árnason. Þá var öllum formönnum ráðsins frá upphafi veitt merki ráðsins á gylltum grunni, en þeir eru auk Sigurðar Norð- dahl, Hannesar Þ. Sigurðsson- ar og Árna Árnasonar. sem fengu gullmerkin: Baldur Kristjónsson, Sigurð- ur Ólafsson, Sigur.ður Sigurðs- son. Sigurlaugur Þorkelsson, Sigurður Magnússon, Bjarni Guðnason, Hafsteinn Guð- mundsson. Jón Erlendsson, Karl G. Benediktsson, Stefán Gunnarsson, Óskar Einarsson, Magnús R. Jónsson, Birgir Lúð- víksson, Jóhann Einvarðsson og núverandi formaður Jón Magn- ússon. Aðrir í stjórn ráðsins eru: Karl H. Sigurðsson Val, Birg- ir Lúðvíksson Fram, Haukur Þorvaldsson Þrótti, Birgir Magnússon ÍR, Davíð Jónsson Ármanni og Árni Árnason. Hér er ráðinu ámað heilla og velfamaðar. Frimaun. HÚSAVÍK — Fyrra sunnudag efndi Skíðaráð í. F. Völsungs til afmælismóts í svigi í Skála- mel við Húsavík. Keppt var í karlaflokki og þrem *aldurs- flokkum unglinga. Úrslit í karlaflokki urðu sem hér segir: 1. Bjarni Aðalgeirsson 2. Hreiðar Jósteinsson 3. Aðalsteinn Karlsson. í flokki drengja, 15 til 16 ára, urðu úrslit þessi: 1. Björn Haraldsson 2. Þórhallur Bjarnason 3. Bjarni Sveinsson. í flokki drengja 13 til 14 ára: 1. Haraldur Haraldsson 2. Kristján Ásgrímsson 3. Benedikt Geirsson. í flokki drengja 11—12 ára: 1. Jósteinn Hreiðarsson Sveinameistaramót íslands i frjálsum íþróttum innanhúss var háð í Keflavík sunnudag- inn 5. febrúar. Helztu úrslit urðu sem hér segir: Hástökk án atrennu Björn Kristjánss. KR 1,35 Skúli Arnarson IR 1,35 Elías Sveinsson ÍR 1,25 Kristinn Aðalsteinss. ÍR 1,20 Ólafur Sigurðsson KR 1,20 Þorsteinn Kristinss. ÍR 1,20 Hástökk með atrennu Skúli Árnason ÍR 1,60 Stefán Jóhannsson Á 1,60 Elías Sveinsson ÍR 1,60 2. Böðvar Bjarnason 3. Sigfús Haraldsson. í. F. Völsungur hefur komið upp ágætri skíðalyftu í Skála- mel. Er hún 300 metra löng og skilar skíðamönnunum upp á brún á 50 sekúndum. Skíðamenn Völsungs hafa staðið að þessari framkvæmd, bæði ungir og gamlir. Öll vinna við skíðalyftuna í Skálamel er unnin í sjálfboðavinnu og hafa unglingarnir verið sérstaklega áhugasamir við þetta verk. Um þessar mundir er á Húsa- vík hinn landskunni skíðakappi Svanberg Þórðarson frá Ól- afsfirði og kennir ungum og gömlum á skíðum. Hefur hann mikið að gera. Hann er ráðinn hingað til Húsavíkur á vegum þriggja aðila, Barnaskóla Húsa- víkur, Gagnfræðaskóla Húsa- vikur og í. F. Völsungs. Björn Kristjánss. KR 1,50 Ólafur Sigurðss. KR 1,50 Þorvaldur Baldurss. KR 1,45 Þristökk án atrennu Árni Sigurðsson ÍA 8,25 Skúli Arnarson ÍR 8,04 Þorvaldur Baldurss. KR ' 8,02 Elías Sveinsson ÍR 7,66 Helgi Helgason KR 7,56 Stefán Jóhannsson Á 7,49 Langstökk án atrennu Árni Sigurðsson ÍA 2,73 Elías Sveinsson ÍR 2,71 Skúli Arnarson ÍR 2,62 Þorvaldur Baldursson KR 2,62 Helgi Helgason KR 2,57 Steinar Jóhannsson ÍBK 2,54 Kuldajakkar og úlpur í öllum stærðum. Góðar varur — Gott verð. Verzlunin O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikbúsinu)- (gntineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MED NÖGLUM sera settir eru í, meS olckar full- komnu sjálívirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — BíðiS ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. F.Bj. Sveinameistaramót- ið háð í Kefíavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.