Þjóðviljinn - 19.02.1967, Síða 11
Sunnudagur 19. fébrúar 1967 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA |J'
Sjón er sögu ríkari
Frámhald af 2. síðu.
ir í góða værð þegar enn er
bánkað, og kémið er með vega-
bréf okkar .og farseðla — og
allt í lagi. S
Til Berlínar
Lestin lagði af stað frá
Warnemúndá' um miðnætti og
kom innan skamms til Rostock
— félagar mínir voru þá þeg-
ar sofnaðir og virtust melta
flotsúpu sína án þrauta.
Á járnbrautarstöðinni í Ros-
tock voru teknir, farþegar og
farangur. Ég opnaði gluggann
betur ög rak út höfuð og herð-
ar til að sjá mig betur um.
Að stundu liðinni kemur mað-
ur undir gluggann og hrópar
og spyr á þýzku, hvort við sé-
um íslendingarnir, og játa ég
því. Þá hrópar hann eitthvað
fleira, en ég skil ekkert og
tala því til Ingimars, sem var
þó nokkuð fær í þýzku, og bið
hann áð anza manninum. Hann
var þá bara að segja okkur að
þáð yrði tekig á móti okkur
í Berlín, þegar við kæmum
þangað með morgninum. Þessu
hafði hann víst gleymt að skila
um leið og hann afhenti okkur
vegabréfin en ég hélt að hann
Væri að banna mér að vera út
um gluggann.
;Svo var lagt af stað frá
Rostock út í kolsvarta nóttina.
Ég bragðaði á koníaksblöndu
sem ég átti • í glasi — það
fékkst nefnilega svo ódýrt
koníak um borð í járnbrautar-
ferjunni að það var bara ekki
hægt að standast það, eða um
140 kr. ísl.. þriggja pela flaska.
Datt. mér í hug að kannski
reyndist þetta gott svefnmeðal,
en það varð nú samt ekki. En
ágætlega leið manni í hvílunni
— en þær snúa þversum í
lestinni.
Fljótlega hrekk ég við, því
vatn gusast inn um gluggann,
og loka hcnum í skyndi. Er nú
farið að rigna með slíkum ó-
sköpum, sem ég þekkti ekki
fyrr, og síðan kveður við
þrúmugnýr mikill og ljósblá
bg Ijósrauð leiftur blika með
stuttu millibili og lýsa upp
klefann. Ekki var þetta nú
skemmtilegt veður, þótt hins-
vegar væri gaman fyrir mig
.að, kynnast því.,
Það er auðheyrt að lestin
fer ekki’ nærri fulla ferð, og
svo stöðvast hún, og, er alllang-
ur stanz — er mér nær að
halda að þessi stanz hafi verið
i sambandi við veðrið, því ekki
varð ég var við nokkra af-
gréiðsiustöð þarna. Síðan er
haldið áfram og það smá dreg-
ur úr regninu og þrumugnýn-
um, myrkrið er biksvart.
En vinir mínir sofa svefnin-
um. væra og hafa engan grun
urö' hvað á hefur gengið.
. Það eru fáir viðkomustaðir,,
það hættir að rigna og fer að
birta.,Þegar lestin þýtur fram-
hjá.hávöxnum beinstofna skógi
er þyi .líkast sem trjáamergðin
dansi villtan dans, og er það
furðuleg sjón.
Ög nú nálgumst við Berlín
]— það kemur hreyfing á Leif
og Ingimar og þeir renna sér
niður á gólfið. Nei — ég hef
iekki sofnað blund en ögn
bragðað á koníakinu. Þegar við
förum fr'amhjá lágvöxnum
laufskógi sjáum við lítil fá-
tækleg hús ' í skóginum og
þvott á snúrum. Eru þetta nú
híbýli áumih'éjá fólksins hugs-
um við'. En sýo’var ekki. Skóg-
urinn. var swmarparadís borg-
arbúa og þar þurfti ekki að
kosta miklu til húsnæðis.
Innan skamms erum við á
járnbrautarstöðinni í Berlín.
KIuTckah ér ííálf 6 að morgni.
Guðrún oq Frank
J • • • Oc ■ ■
Og þau biðu eftir okkur á
stöðinni, hún Guðrún og hann
Frank — Guðrún Hallgríms-
dóttir frá Reykjavík, sem
stundar nám í DDR og ætlaði
að vera túlkur okkar, og A.
Frank frá Berlín, sem átti að
vera okkar leiðsögomaður og
fræðari, og varð það með
mikluna. ágaetum. Hann var
meðalmaður á hæð, þrekvax-
inn, byrjaður að grána á hár,
góðlegur á svip, hæglátur.
Hafði starfað í neðanjarðar*
hreyfingunni frönsku á stríðs*-
árunum og kannski ekki beðið
þess bætur. Ég sá að honum
varð furðu bylt við óvæntan
skell, sem varð í nánd við
okkur á gistihúsL
Og ef ég lýsti Guðrúnu fyrir
ykkur, sem ekki hafið séð liana
né heyrt, þá mundi ég
segja að hún væri allt í senn
falleg, gáfuð og skemmtileg, og
hefði gizkað á að hún væri Í8
ára. Hún túlkaði mikið og vel
fyrir okkur og hlífði sér
hvergi, þótt þetta væri þreyt-
andi starf dag eftir dag.
Þau fóru með okkur á gisti-
hús þar sem við gátum haft
það gott næstu 3 tíma, en síð-
an áttum við að halda áfram
ferðinni til Leipzig í stórum
farþegabíl, sem á þýzku var
nefndur „búss“.
Þau kynntu okkur áætlun
um það sem við ættum í vænd-
um í landinu, og síðan gengum
við út um stund áður en lagt
yrði af stað. Blíðviðri var og
sól skein hátt á lofti, og þann-
ig skein hún flesta dagana sem
við vorum í landinu.
Til Leipzig
Það var lagt af stað kl. hálf
10 til Leipzig. Vegurinn var
steinsteyptur og einstefnuakst-
ur alla leið, og ók bílstjórinn
með jöfnum hraða — ekki
mjög hratt og varð maður þess
lítið var að bíllinn væri á ferð.
Það var mjög heitt þennan
dag, og sérstaklega inni í bíln-
um — sótti svefn á fólkið og
sváfu ýmsir í sætum sínum. Þó
voru ungir Rússar þarna svo
sprækir að þeir hófu kátan
söng — en með okkur' í bíln-
um voru sendinefndir frá Sov-
étríkjunum og Noregi. — Það
voru sem sér þarna í landinu
samtímis sendinefndir frá öll-
um Norðúrlöndunum, og svo
Sovétríkjunum, Póllandi og
Vestur-Þýzkalandi, og var
þessu þannig hagað vegna fyr-
irhugaðrar setningar Eystra-
saltsvikunnar í Rostoek næsta
sunnudag, þann 10. júlí. En
Eystrasaltshreyfingin er kunn
friðarsamtök fólks í þeim
löndum er liggja að Eystra-
salti, þótt fólk frá fleiri lönd-
um taki þátt í hátíðahöldum
vikunnar, þar á meðal íslend-
ingar.
Allar voru þfessar sendi-
nefndir mun fjölmennari. en
við íslendingarnir, t.d. voru 30
frá Danmörku. Við tókum
fljótt eftir því, að Sovétmenn
og Pólverjar voru miklu létt-
lyndari en Norðurlandabúarn-
ir, en Norðmenn fannst mér
einna léttlyndastir af Norður-
landabúum.
Mig sótti nú ákaft svefn
þarna í bílnum, og lá við að
dytti af mér hausinn hvað eft-
ir annaðf en ég ætlaði alls ekki
að láta það eftir mér að sofna
á þessari ferð um hádaginn,
heldur ætlaði ég að sjá land-
ið. En víða var hávaxinn skóg-
ur meðfram veginum og byrgði
útsýnið, annarsstaðar var
rýmra um og sá maður þá víð-
lend ræktarlönd, mest korn-
akra og var þroski kornsins
vel á veg kominn. Tún voru
hinsvegar víðast slegin og hirt
og sumsstaðar var farið að slá
kornið.
Þá sá maður víðáttumikla
akra af grænfóðri og garðá
vöxtum, og var víðast í þeim
unnið að illgresiseyðingu, bæði
með handafli og véltækni.
Hvarvetna var trjágróðurinn
til skjóls og prýði líkt og í
Danmörku, en virtist hér enn
stórvaxnari.
Við komum til Leipzig eftir
fjögurra tíma akstur eða kl.
hálf eitt, og var farið með
okkur á Hótel Astoria. Fengum
við þar eins manns herbergi
með baði og dásamlegan mat,
og nutum svo lífsins í hvíld
síðari hluta dagsins og sofnaði
ég þá iy2 tíma. Um kvöldið
fórum við á ævagamla bjór-
krá (450 ára) og þótti okkur
það allskrýtinn staíiur. (Frh.).
Kvikmyndaklúbhur
Framhald af 7. síðu.
Hann leitaði aðeins að efni-
viði, sem hann gæti notað _til
að segja frá dáserrtdum ír-
lands, náttúru og þjóð. Þögli
maðurinn eftir Maurice Walsh
varð fyrir valinu. Aðalleikend-
ur í kvikmynd Fords Þögla
manninum eru John Wayne og
Maureen O’Hara.
— Þegar sýningu bandarísku
kvikmyndanna er lokið sýnum
við Oktobr, þögla kvikmynd
sem Eisenstein gerði 1927—28
um Októberbyltinguna — og
síðan þrjár nýlegar sænskar
myndir.
Tveimur þeirra, Barnavagh-
inum og Kvarteret Korpen
hefur Bo Widerberg stjórnað
og er sú síðarnefnda tekin í
fátækrahverfi í Stokkhólmi.
Bo Widerberg rekur uppruna
sinn sem kvikmyndastjóra til
bókmenntanna og fyrstu af-
skipti hans af kvikmyndum
lofuðu ef til vill ekki sem
beztu. Hann skrifaði grein sem
nefndist Visionen i svensk
film, þar sem hann reyndi að
sýna fram á að sænsk kvik-
myndagerð hefði rofnað úr
tengslum við raunveruleikann.
Hann fékk því orð í eyra hjá
hinum „gömlu“ meisturum
þegar fyrsta mynd hans Barna-
vagninn var frumsýnd. Leiðar-
ljós Widerbergs er Godard og
Truffaut, sem sagt franska
hrynjandin.
Þrátt fyrir þetta skyldi eng-
inn ætla að ekki eimi ennþá
eftir af fyrirrennurum Wider-
þérgs í myndum hans ekki sízt
í Barnavagninum. Samband
stúdentsins við móður sína.
þótt sú síðarnefnd',
aldrei er dæmigert.
Jörn Donner: Oft
mistekizt...
Sunnudagúr í september eft-
ir Jörn Donner, síðasta mynd-
in sem sýnd verður á þessu
misseri, er sýnishorn af hjóna-
bandi ungs manns og ungrar
konu. Myndin skiptist í fjóra
hluta, en upphafið er eins
konar forleikur þar sem blaða-
maður tekur fólk tali á götum
Stokkhólms og spyr það
spurningarinnar: Trúið þér á
ástina? Svörin eru í hæsta
móta ólík og verða hvert á
sinn hátt að stefi í myndinni.
Fyrsti hluti nefnist Ástin,
annar Hjónabandið, þriðji'Rof-
in og sá fjórði Skilnaðurinn.
Myndin er sögð vera einkar
sönn lýsing á Svíþjóð. Og það
var einmitt sú staðreynd sem
fór í taugarnar á gagnrýnend-
um. Myndin er vitanlega göll-
uð, mjög mörg atriði eru mis-
heppnuð, en hún býr yfir ein-
stökum og fágætum persónu-
einkennum sem eru blessunar-
lega laus við „klisju-modern-
isma“.
Jöm Donner hefur lengi
unnið að kvikmyndagerð, oft-
ast aðstoðað aðra leikstj., en
nú hefur hann sjálfur tekið a.
m.k. fjórar myndir: Að elska,
sem nú er sýnd í Nýja bíói,
Ævintýrin byrja hér, Sunnu-
dagur í september og „Root-
free“. Hann hefur sett sjálfum
sér nokkur lögmál til grund-
vallar kvikmyndastjórn sinni
og lýsir hann þeim þannig:
„Kvikmynd er leikur með
víddir.
Myndavélin skall með hreyfing-
um sínum og færanleik koma
á óvart og vekja forvitni.
Kvikmynd er list eftirlíkingar-
innar. Forðast ber að eltast um
of við raunveruleikann. Þess
skal ennfremur gætt að við-
halda ætíð þeim eðlismun sem
er á túlkun og meðferð mynda-
vélarinnar annars vegar og
augans eins hins vegar á sama
fyrirbrigðinu. Hlutverk kvik-
myndar er að endurskapa at-
burðinn á sinn hátt, ekki að
berma eftir.
Forðast ber sálgreiningu.
Myndin tjái hreyfingu. Óþarft
að útskýra allt, aðeins segja
sdguna. Fjarlægðin milli mín
(þ.e. tökuvélarinnar) og leik-
enda tjáir viðhorf siðferðis og
fegurðar til veruleikans. Verk-
efni mitt er að skapa og stjórna
þessari afstöðu. — Oft hefur
mér mistekizt: ýmist hefur
myndavélin verið of nálægt
eða of langt frá sviði atburð-
Æ fleiri líta á
kvikmyndir sem
listgrein
— Hvaða myndir sýnduð þið^
á fyrra misseri, Stefán?
— Við sýndum indverskar,
tékkneskar og franskar kvik-
myndaseríur. Því miður feng-
um við ekki fyrsta hluta þrí-
leiks S. Ray um drenginn Apu
en hinsvegar sýndum við tvær
seinni myndimar í þríleiknum:
Ófeig (Aparajito, 1956) og ^eim
Apus (Apus Sansar 1959).
Tékknesku myndirnar voru
þrjár, sú fyrsta: Og óttinn sit-;
ur fimmta hestinn eftir Z.
Brynych. Myndin gerist í Prag
1941. Nazistar hafa öll ráð, óg
Brynych sýnir hvernig fólkið
skiptist í þrjá hópa: Þá sem
hafnir eru yfir lögin, þá sem
njóta lagaverndar og þá. sem
svo að segja eru réttdræpir.
Með þessari mynd var sýnd
brúðumyndin Ruka eða Hönd-
in sem sýnd var í íslenzka
sjónvarpinu fyrir skömmu.
í tékknesku seríunni var
einnig Demantar næturinnar
eftir Jan Nemec. Ástir ljós-
hærðrar stúlku (1965) ætluðum
við að sýna en gátum það ekki
af ófyrirsjáanlegum ástæðum.
Frönsku myndirnar voru
Þokubakki sem Marcel Carnés
tók 1938, og mynd Autant-
Lara frá 1947: Holdið er veikt.
í þessari seríu brást líka ein
mynd: Jules et Jim eftir
Truffaut. En 1 staðinn fyrir
þær tvær myndir sem féllu út
af dagskrá ef svo má segja,
sýndum við aðrar myndir:
Verzlunina við Aðalgötuna og
Yoyo.
— Að lokum langar mig til
að spyrja þig að þvi Stefán
hvort þú telur að grundvöllur
sé fyrir starfsemi kvikmynda-
klúbbs í Reykjavík með al-
mennri þátttöku?
— Ég er viss um að áhuginn
er fyrir hendi; þeim fjölgar
stöðugt sem líta á kvikmyndir
sem list. Það er verið að kanná
möguleika á stofnun slíks
k)úbbs en spumingin er
hvernig á að framkvæma
hana. — R.H.
Vidgerðir
á skinn- og
rúskinnsfatnaði.
Góð bjónusta
Leðurverkstæði
Úlfars Atlasonar.
Bröttugötu 3 B.
Sími 24-6-78.
Smurt brauð
Snittur
brauð bcer
við Óðinstorg.
Simi 20-4-90.
Augiýsið í
Þjóðviljanum