Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 1
I Sunnudagur 12. marz 1967 — 32. árgangur — 60. tölublað. Norðurlandskjördæmi eystra: Framboðslisti Al- þýðubandalagsins ■ Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra við Alþingiskosningarnar á komandi vori var samþykktur á fundi í kjördæmisráði í síðustu viku og birt- ist hann í Verkamanninum á Akureyri í fyrradag. Er það þriðji framboðslisti Alþýðubandalagsins sem fram er lag^ur Listinn er þannig skipaður: 3. Benóný Arnórsson, bóndi, 1. Björn Jónsson, form. Verka- lýðsfélagsins Einingar, Ak- ureyri. 2. Hjalti Haraldsson, oddviti, Ytra-Garðshorni, Svarfaðar- dal, Eyjafjarðarsýslu. Hömrum i Reykjadal, S.- Þing. 4. Sveinn Júlíusson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. 5. Gunnar Eydal. stud. jur., Akureyri. 6. Freyr Bjarnason. múrari, Húsavík. 7. Angantýr Einarsson, kenn- ari, Þórshöfn. 8. Páli Árnason. verkamaður. Raufarhöfn. 9. Hörður Adolfsson, viðskipta- fræðingur, Akureyri. 10. Sveinn Jóhannesson, verzlun- armaður, Ólafsfirði 11. Þór Jóhannesson. bóndi, Þórsmörk. Svalbarðsströnd. S-Þing. 12. Tryggvi Helgason, forseti Al-. þýðusambands Norðurlands. Gunnar Eydal Sinfóníuhljómsveit fslands: Þrennir skólatón leikar í vikunni Næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag, 15., 16. og 17. marz, halda skólatónleikar Sinfóníuhijómsveitar lslands á- frani. Á miðvikudáginn klukkan 14.00 verða tónleikar fyrir fram- haldsskólafólk, D-FLOKKOR, og verða flutt eftirtalin verk: Nótt á nornastóli eftir Mússorgský, Ský og Hátíð eftir Debussyi og „Le Tombeau de Couperin“,l eftir Ravel. Verk þessi eiga fleira sameiginlegt en í fljótu bragði) virðist, þótt þau séu samin af gerólíkum mönnum á ólikuni tímum. Á fimmtudag verða svo tón- leikarnir fyrir skólabörnin tólf ára og yngri, E-FLOKKUR, fyr- ir hádegi klukkan 10.30 og eftir hádegi klukkan 2.30 og aftur á föstudaginn klukkan 2.30- Þá verða fluttar nokkrar ævintýra- legar tónsmíðar. Fyrst heyra bömin um furðuverurnar Baba- Jaga og Kiikimora og síðan um Hnotubrjótinn eftir Tsjakovský. Stjórnandi allra tónleikanna verður Páll P. Pálsson, en kynn- ir Þorkell Sigurbjörnsson. Námskeið ÆFR í íundar- sköpum og ræðumennsku Arnar Jónsson leikari leið- beinir um framsögn ann- að kvöld kl. 21.00. — Mæt- ið vel og stund- víslega. — ÆFR. SÍSF mótmælir lækkun á framlagi ti! Jöfnunarsjóðs í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá Sambandi íslenzkra sveitarfélaga þar sem skýrt er frá því að stjórn sam- bandsins hafi sent Alþingi eft- irfarandi mótmælasamþykkt: „Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga mótmælir harðlega því ákvæði í frumvarpi til laga um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins, sem nú liggur fyrir Al- þingi, að greiðslur til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga vcrði lækk- aðar um 20 miljónir króna“. Mótmælasamþykktinni fylgir löng greinargerð sem ekki eru tök á að birta hér í blaðinu í dag vegna þrengsla en verður væntanlega gert eftir helgina. Þá segir í fréttatilkynningu SÍSF að jafnframt því að kynna sveitarstjórnum afstöðu stjórn- ar sambandsins til þessa máls, séu það tilmæli hennar að sveit- arstjórnir taki afstöðu til þess og láti vita um þá afstöðu sína hið allra fyrsta eða á meðan málið er ekki afgreitt á Alþingi. Björn Jónsson Hjalti Haraldsson Benóný Arnórsson Kópovogur Félag óháðra kjósenda heldur rabbfund í Þinghól mánudaginn 13. marz kl. 8,30. Kaffiveitingar. — Stjórnin. íhaldið og Alþýðuflokkurinn ríghalda í niðurskurð verklegra framkvæmda Stjórnarbjargráðin eru úrræði sem hrökkva ákaflega skammt □ Við 2. umræðu stjórnarfrumvarpsins um sjávarút- vegsmálin í ‘ efri deild fluttu báðir stjórnarandstöðu- flokkarnir breytingartillögur' uin að ekki skyldu skorn- ar niður framkvæmdir né rýrt fé Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga svo sem frumvarpið gerir ráð fyrir, heldur skuli þær 85 miljónir króna sem ríkisstjórnin ætlar að taka með því móti teknar af greiðsluafgangi ríkissjóðs 1966. □ Tillöguna felldu stjórnarflokkarnir með 11 atkvæðum gegn 6. Var málið sjálft afgreitt við 2. og 3. umræðu á föstudag og málið því komið til neðri deildar. í nefndaráliti fulltrúa Al- þýðubandalagsins í sjávarút- vegsmálanefnd Giis Guðmunds- sonar, segir m.a.: Frumvarp það, sem hér liggur fyrir óg á að forða því um nokkurra mánaða skeið, að þorskveiðar stöðvist og hrað- frystiiðnaður leggist með öllu niður, er talandi tákn um ó- farnað þeirrar stjórnarstefnu, sem fylgt hefur verið á undan- förnum órum. Sú, rikisstjórn, sem hét því í upphafi ferils síns að hafa hemil á verðbólg- unni, afnema styrki og uppbæt- ur og tryggja góða afkomu út- ílutningsatvinnuveganna, . stend- ur nú frammi fyrir þeirri stað- reynd, að allt hefur þetta mis- tekizt. Ekki stafa ófarirnar af erfiðu árferði eða sérstökum áföllum, heldur eingöngu af hinu, að stefnan var háskaleg og röng. Skýringin á því, hvprsu lengi viðreisnarfleytan hefur getað flotið, er sú, að við höfum nú um hríð búið við eindæma árgæzku. Aflafengurinn, einkum á síldveiðum, hefur verið með ólíkindum, og verð útfluthings- afurðanna á erlendum mörkuð- um hækkaði stöðugt, allt fram á síðasta ár. Sumar helztu sjáv- arafurðir okkar hafa á valda- tímabili núverandi ríkisstjórn- ar allt að því tvöfaldazt í verði. Og þrátt fyrir nokkra verðlækk- un á sjávarafurðum síðastliðið haust er söluverð þeirra hærra en oftast áður og miklu hærra en fyrir sjö árum. ★ Ónotað tækifæri Stöðvun verðhækkana og nokk- ur verðlækkun frá toppverði er útgerð og fiskiðnaði svo þungt í skauti, að grípa þarf til stór- felldra styrkja og uppbóta, eigi ekki allt að reka í strand. Segja þó allir þeir aðilar, sem þessa stuðnings eiga að njóta, að hann sé alls kostar ófullnægjandi og einungis takmörkuð stundarfró. Þannig er að einum mikilvæg- asta þætti sjávarútvegs búið eft- ir sjö ára viðreisn. Núverandi ríkisstjórn hefur fengið upp í hendurnar einstætt tækifæri til að treysta og efla undirstöðuat- vinnuvegi landsmanna, sjávarút- veg og fiskiðnað. En í stað þess að snúa sér á skipulegan hátt að þessu verkefni var kylfa lót- in ráða kasti, blind gróðasjón- armið fengu að segja til um það, hvert fjármagnið rann og vinnu- aflið leitaði. Hér hefur frelsi auðmagnsins, lögmál stundar- gróðavonar, fengið að vera ein- rátt. Vissulega hefur á undan- förnum árum miklu fé verið varið til framkvæmda í sjávar- útvegi, einkum að því er varð- ar síldarskip og síldarverksmiðj- ur. en einnig frystihús og aðrar fiskvinnslustöðvar. En allt hef- ur þetta verið skipulagslaust og meira undir hendingu komið en skynsamlegri yfirsýn og rök- víslegum ákvörðunum með hlið- sjón af almannahag eða þjóð- arnauðsyn. Afleiðing þessa algera skipu- lagsleysis er meðal annars sú, að til eru þeir útgerðarstaðir, þar sem fiskvinnslustöðvar eru jafnmargar og bátarnir, sem eiga að afla hráefnis, og geta Þjóðviljinn er 24 síður í dag ★ 1 dag er Þjóðviljinn 24 síður alls. Fylgir venju- legu 12 síðna blaði 12 síðna aukablað um hús- búnað og eru þar í við- töl mörg við sérfróða menn og framleiðendur á því sviði. ★ Af efni blaðsins í dag má annars nefna þetta: Á 2. síðu birtist viðtal við Zóphónías Jónsson sjötugan. ★ Hvíldardagsgrein Austra nefnist að þessu sinni „Hin nýja stétt“ — og er þá átt við íslenzka at- vinnupólitíkusa. ★ Á fimmtu síðu er birt þingræða eftir Alfreð Gíslason um ástandið í heilbrigðismálunum. ★ Á sjöttu síðu er birtur síðari hluti greinar um mútur bandarísku leyni- þjónustunnar CIA til stúdentasamtaka — þar er og skopgrein eftir Art Buchwald um sama efni. ★ Á sjöundu síðu er birt setningarræða Thors Vil- hjálmssonar rithöfundar á ■ ráðstefnunni um Viet- nam. þó sumar þessara vinnslustöðva tekið við fiski af mörgum bát- um. ( Á þessum tímum góðæris, sjö veltiárum, hefur togurum í rekstri fækkað úr rúmum 40 skipum í 20 skip og þau fáu, sem eftir eru, í þann veginn að leggja upp laupana. Engar ráð- stafanir hafa verið gerðar til að endurnýja togaraflotann og hagnýta þá miklu tækniþróun, sem orðið hefur k því sviði með öðrum fiskveiðiþjóðum. Tillög- um og frumvörpum okkar Al- þýðubandalagsmanna um slíka endurnýjun, sem við höfum flutt þing eftir þing, er enginn gaum- ur gefinn. Þar er talað fyrir daufum eyrum. Vélbátum af minni gerð, skipunum, sem tryggðu vinnslustöðvunum hrá- efni. hefur fækkað og rekstrar- grundvöllur þeirra, sem eftir eru, bókstaflega enginn. Þar er allt að komast eða komið í þrot. Framhald á 2. síðu. Guðrún MFfK-fundur í dag kl. 3 s.d. Menningar- og íriðarsamtök íslenzkra kvenna <úna t£L fund- ar í dag kl. 3 síðdegis í tilefni af alþjóðabaráttudegi kvenna 8. marz s.l. Verður fundurinn í Lindarbæ. FUNDAREFNI: 1. Ávarp Guðrún Guðvarðard. 2. Upplestur: Helga Hjörvar. 3. Mótmælasöngvar: Arnmundur Bachmann og félagar. 4. Erindi: Asa Ottesen. 5. Kvikmynd frá Víetnam. Fundarstj. er Bryndís Schram. — Kaffiveitingar — Allir vel- komnir. Gildir verðstöðvunin ekki í Hveragerði? í gær hringdi til Þjóðvilj- ans maður sem er vistmaður á hæli Náttúrulækningafé- lagsins í Hveragerði og sagði að vistmennirnir á hælinu væru nú að velta því fyrir sér hvort verðstöðvuriarlög ríkisstjórnarinar ættu ekki að gilda í Hveragerði eins og annars staðar á landinu. Ástæðan fyrir þessumvanga- veltum vistmanna er sú, sagði maðurinn, að í fyrradag var auglýst á skrifstofuhurð hæl- isins að vistgjöld á hælinu myndu hækka frá og með 12. þ.m. um kr. 12.50 á dag. Verður vistgjaldið á fjölbýlis- stofu þá kr. 125 í stað 112,50 áður og á einbýlis’herbergi kr. 185 í stað 172,50 áður. Og nú er bara eftir að vita, hvort verðstöðvunin nær ekki líka til hælis NLFl í Hvera- gerði eins og annarra stofn- ana og einstaklinga í land- inu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.