Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. marz 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Thor Vilhjálmsson Stríðið í Víetnam - hver er okkar ábyrgð? Setningarræða á ráðstefnunni um Víetnam Þessi ráöstefna hefrjr vérið kölluð saman til þess að rasða styrjöldina í Víetnam. Þeir sem standa fyrir henni trúa því að hægt sé og nasuð- synlegt að . tala saman um heimsvandamálin hér á landi einsog gert er í öðrum sið- menntuðum löndum. Það er setlunin að fræða um sögu málsins og núverandi ástand í Víetnam og í öðru l&gi um þá baráttu sem er háð gegn styrj- öldinni í mörgum löndum þar sem hinir ágætustu menn hafa risið upp og reynt að finna leiðir til að friður gæti orðið. Þessi mál er hægt að skoða og ræða frá mörgum sjónar- miðum. Siðferðilega, pólitískt, frá mannúðarsjónarmiði, og það er hægt líka að s'koða fyrir sér þau efnahagslögmál sem orka undir yfirborðinu; eða kanna þann ótta ög tortryggni stórvelda sém svo oft hefur hrundið þeim lengrai og lengra í ógnunum hvort við annað samfara sýndarleik hégóma og ímynduðu stolti og allskyns fá- ránlegum öflum sem ekki ættu að hafa áhrif á öryggismál alls mannkynsins né ýta burt þeirri köldu raunsæju hugsun og heil- brigðri skynsemi sem svo hef- ur verið nefnd að ég tali nú ekki um vélheilana sem nú heita tölvur á íslenzku sem eru hverjum mannshuga drýgri orðnar til að sýna okkur og kanna ýmsar mikilvægar stað- reyndir málsins bg stærð hætt- unnar sem ögrunar- og ógnar- leikurinn felur í sér. Það væri hægt að taka þetta mál frá sjónarmiði kristinnar kirkju sem kenndi klárt: Þú skalt ekki mann deyða. I sjón- varpinu okkar hinu nýja rædd- ust tveir menn við um þessa kirkju. Magnús Kj&rtansson minnti vígslubiskupinn og von- arbiskupinn til Skálholts séra Sigurð Pálsson prest í Hraun- gerði á tal kardínálans Spell- manns sem kallaði amerísku hermennina í Víetnam trú- boða og hermenn Krists og sagði að engin la.usn væri hugs- anleg nema .algjör sigur- Þessi kardínáli er nú af mörgum kallaður napalm-kárdínálinn. — Hann segir um ameríku her- mennina í Víetnam: Ég vil líta' á þá sem trúboða sem eru að veiða sálir fyrir Krist. Þetta minnir á þá sem sneru faðir- vorinu sínu upp á þann gamla. Þessi napalm-kardínáli hefði átt að hitta heilagan Þorlá'k þeg- ar sá var upp á sitt bezta, t>g svo magnaður að þegar hann mætti sjálfum djöflinum i sálnaleit austur í Grímsnesi á slóðum vígslubiskupsins og hóf hendur á loft, þá varð djöfull- inn svo hræddur að hann stakk sér á hausinn niður í jörðina tíl að komast skemmstu leiðina heim til sin að arninum mikla og síðan er kerið frægh í Grímsnesinu, í nágrenni vígslu- biskupsins. ★ Vígslubiskupinn var að tala um kirkjumar í Ameriku, hve starf þeirra væri fullkom- ið, hann efaðist um að nokkrar kirkjudeildir hefðu unnið betur, og skyldi hann þá hafa átt við þá presta sem hafa munað eft- tr því sem eitt sinn var kennt.: að þú skalt elska náunga þinn einsog sjálfan þig, og hafa í verki stutt málstað blökku- manna í baráttunni fyrir mann- réttindum í Bandaríkjunum? Það hefði vérið gott að fá skýr svör um afstöðu vígslubiskups- ins sem kvað vera mikill á- hriflamaður í íslenzku kirkj- unni í dag en þau fengust ekki. Þegar Magnús Kjartans- skulum ekki tala í bili um hin- ar svonefndu hreinu sprengjur sem mætti halda af tali sumra formælenda bandarískra stjómarvalda væru bara hollar, einskonar vítamínsprengjur, — þegar ýmsir vísindamenn voru að vara við eitrun andrúms- loftsins með atómsprengjutll- raunum á sínum tíma. Við skul- um ekki tala margt um benzín- hlaupið, gasið til að eyða gróðr- inum, sem veldur margvísleg- um meinsemdum í mannfólki. Ég tek af handahófi ummæli læknaprófessors í Yale-háskóla svo menn geti heyrt hinn sví- virðilega munnsöfnuð þeirra sem er beitt fyrir stríðsvagn kommúnista. Dr. med. David Hilding prófessor við lækna- deildina í Yale-háskóia segir 26. marz 1965 (eða fyrir tæpum tveim árum en það sem þá gerðist var barnaleikur hjá því sem nú gerist): Er hægt að í- mynda sér sárari angist en þeirra foreldra sem horfa á helstríð smábarna vegna eitr- ég neyddur til þess að drepa konur og böm? ★ ára háskólastúdent í Nýju Kanaan í Conecticutríki David Mitchell var kvaddur í herinn. Hann neitaði en það eru talin landráð að setja sam- vizku sína ofar herskyldulög- unum. Hann var vitanlega kvaddur fyrir rétt Og varði sig á þeim forsendum að hann teldi Bandaríkin sek um stríðsglæpi og vildi ekki taka þátt í þeim. Hann vísaði til réttarhaldanna í Núrnberg sem hefðu staðfest að einstaklingurinn ætti að hlýða alþjóðalögum og sæta al- þjóðlegri ábyrgð hvað sem liði lögum og fyrirmælum frá yfir- völdum í heimalandi hans. Hann sagði að miljónir manna ættu hægar með að sætta sig frekar við herkvaðningu, sættu sig frekar við kjamorkustyrj- öld og jafnvel sjálfan dauð- ann heldur en hætta á að kalla yfir sig pólitísk óþægindi. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hans Henle, fyrrverandi yfir- maður upplýsingaþjónustu al- þjóðarauðakrossins í Genf seg- ir samkvæmt alþjóðaútgáfu New York Times 14. október 1965: Hermenn Vietkong eru vemdaðir af Genfarsáttmálan- um alveg einsog amerísku her- mennimir. Það hefðu átt að heyrast áköf mótmæli vegna brota á Genfarsáttmálanum begar fyrstu fangarnir úr liði Víetkong voru drepnir, þegar ameriski herinn hóf að eyði- leggja spítala og hindra -að læknislyf næðu á vettvang, segir Henle. ★ og landsins gróðri og fólki?“ unar af gubbu-gasi sem er dreift að fyrirskipun herfor- ingja okkar. Hinir veikbyggð- ustu, ungir sem gamlir,. þola ekki lostið sem þetta vopn veldur sem er látið heita mann- úðlegt. Þeir engjast í skelfi- legum krampa þar til kraftam- ir eru þrotnir, þeir biána, sortna og deyja, segir hann. Mamma, skrifar tvítugur lið- þjálfi í landgöngusveit Banda- ríkjanna, The Mariners, þær sveitir eru illtæmdar fyrir harðneskju sína, einskonar framvarðasveitir Bandaríkja- hers: ég neyddist til að drepa konu og ungbarn. Við vorum að leita á líkum Víetkongmanna þegar kona þess sem ég var að athuga kom hlaupandi út úr hellisbyrgi .... ég skaut á hana, ég var með vélbyssu svo að áður en ég vissi af hafði ég skotið sex s'kotum. Fjórar kúl- ur hæfðu hana, hinar lentu á klöpp og hrukku þaðan í barn- ið. Ég varð bókstaflega veik- ur. Barnið hefði getað verið tveggja mánaða. Ég sver við guðs nafn að þetta land er verra en helvíti. Hversvegna er Ekki þykir mér gaman að kasta sprengium á þorp. Maður veit að maður hæfir líka konur og böm. Samt verð- ur maður að trúa á göfgi þess sem maður er að gera og nauð- synina ■ á því, segir emerískur flugmaður- Flugmaður bessi nær sér að vísu ekki eins vel á- loft, og skáldið John Steinbeck sem sagði að það væri einsog að Casals væri að spila á sell- óið að sjá hendurnar á her- mönnunum sem eru að fljúga vélum sínum þessara erinda; og þeir leyfa honum stundum að taka í gikkinn. Dr. Tom Stonier kjarnorku- fræðingur segir samkvæmt New Yo:-k Times 25. marz 1965: Sem vísindamaður og fimm barna faðir harma ég svívirði- lega misbeitingu tækninnar þar sem her leyfist að nota sér fólk sem er nánast vamarlaust sem tilraunadýr þar sem eru gerðar tilraunir méð vopn gegn upp- reismim. 1 eðli sínu er sú at- höfn ekki ýkja frábrugðin sterfa nazistalæknanna sem fengust við tilraunir á fómar- dýrum fangabúðanna. Ef við höldum svona áfram glötum við ekki einungis , okkar eigin sál, heldwr líka sál heimsins því að við getum alls ekki ' látizt standa vörð um mannúðarhug- sjónir ef við reynumst gjör- sneydd þeim sjálf, segir kjam- orkufræðingurinn. ★ 'C'g vildi sjá þá (hér er ver- ■*-J ið að tala um bandaríska stúdenta) sýna jafnmikið of- stæki (eða fanatisma) í þágu stjómkerfis Bandaríkjanna eins- og ungir nazistar sýndu í þágu síns stjómkerfis á striðsárun- um, segir Johnson forseti í ræðu til bandarískra stúdenta, New York Times 6. febrúar 1965. Það fellur í annarra manna hlut hér á eftir og á morgun að rekja sögu styrjaldarinnar dg segja frá baráttunni gegn stríðinu í ýmsum löndum. 1 Bandaríkjunum hafa verið háðar endalausar umræður og Framhald á 8. síðu. hljóta að verða áðumefndir kennimenn, ríkisstjómir fjöl- margra landa sem hafa reynt að miðla málum, De Gaulle Frakklandsforseti, Ú Þant, Art- hur Miller, William Fulbright, Páll páfi og Martin Luther King, Haile Selassie Abyssíníu- keisari, öðru nafni Ljón Júda; svo þetta ætti að vera skraut- legt eyki fyrir þeim fræga stríðsvagni. ★ Það var ánægjulegt að hugsa til þess áð þessi róðstefna hefur komizt á fyrir frumkvæði ungra manna úr ýmsum póli- tískum samtökum og bendir til þess að hér séu að verða nokk- ur straumhvörf. Það má með sanni segja að við Islendingar höfum ekki oftekið okkur á að fj&ila um Víetnammálið sem allsstaðar annarsstaðar hefur verið rætt ítarlega og einn mesti stjórnmálamaður Frakka Mendés-France sem batt enda á fyrra Víetnamstríðið sem stóð í sjö ár, hann segir að það uppeldi Keflavikursjónvarps- ins, og þora ekki að taka þá blessun frá íslenzkum bömum, sem einskonar chaser eða snerpandi fylgidrykkur með móðurmjólkinni. ★ Frumkvæði þessarar ráðstefnu kemur frá ungu fólki í ’ þrem stjórnmálaflokkum sem hefur orðið sammála um að láta ekki skoðanamun og marg- víslegan ágreining hindra sam- eiginlega fordæmingu á styrj- öldinni í Víetnam heldur standa saman um þá kröíu að Víet- namar fái að ráða málum sín- um einir og án erlendra af- skipta. Þaðan hverfi allt er- lent herlið. Og styðja tillögur Ú Þants sem varla verður af öðrum en áðurnefndum sér- fræðingi Morgunblaðsins vænd- ur um að draga stríðsvagn kommúnista ásamt öðrum nyt- sömum sakleysingjum. I sam- bandi við þau-orð mætti spyrja húer sé hin æskilega andstæða við nytsama sakleysingja, hver „Hver er árangurinn af sprengjuregni Bandaríkjamanna, brennum þeirra á þorpum og ökrum son spurði um Spellmann sagði vígslubiskupinn að hann sjálf- ur hefði nú eiginlega ekki mikla þekkingu á stjórnmál- um, og vildi ekki fara út í al- þjóðastjórnmál; hann hefði mestan áhuga á uppbyggingu kirkjunnar á Islandi. Ég hef spurnir af tveim prestum sem hlýddu hinni kristilegu og mannlegu skyldu sinni aö mót- mæla úr prédikunarstóli orðum benzínhlaups-kardínálans um hermenn Krists: þeir séra Gunnar Árnason og séra Þor- steinn Björnsson. Og væntan- le%a hafa þessir góðu kenni- menn þar með kallað yfir sig ákæru sérfræðings Morgun- blaðsins í bellibrögöum komm- únista (og væntanlega Ríkis- útvarpsins í alþjóðamálum yfir- leitt, því hann er annar stjórn- anda þáttarins Efst á baugi) —■ þessi maður skrifar í Morgun: blaðið vegna ráðstefnu okkar undir fyrirsögninni Að beita sér fyrir stríðsvagn kommúnista og bendir af skarpskyggni sinni á það að allir sem vilja frið í Víetnam og láta það uppi séu að beita sér fyrir stríðsvagn kommúnista. Fyrir þessu ámæli sé ekki hægt að leysa ’ nein helztu vandamól alþjóðastjórn- málanna meðan Víetnams- málið er , óleyst. Ýmsir telja okkur Islendingum sé kannski annað betur gefið heldur en ræða með rökum og kryfja mál- efnin; mönnum sé hér miklu tamara að hnerra úr sér glósum hver framan í annan, hinir margumtöluðu afkomendur vík- inga hugsi margir hverjir svo ósjálfstætt um þessi mál; heil stjómmálasamtök hafi sogið sig föst á hala stórveldanna og hangi þar einsog kleprar. Þaö er ekki langt síðan við gátum oklrur nokkuð orð með því að sigla í flokki ömurlegustu lepp- ríkja í atk’væðagreiðslu um að- ild Kína að Sameinuðu þjóðun- um og tókum okkur úr flokki Norðurlandaþjóðanna, vorum á móti þeim og Bretlandi og Frakklandi, svo nefnd séu nokkur lönd sem við þykjumst stundum standa nærri þegar menningunni eru haldnar veizl- ur. Hér skulum við ekki tala margt um þann vesældóm stj. rnarvalda okkar að lyppast niður fyrir þeim sem samein- ast um að ríghalda í hermanna- sé sá flokkur sem þessi sér- fræðingur og hans kumpánar telja sig fylla: er það kannski óþarfir glæpamenn? svo við tyllum snöggvast tánum á hið díalektíska sólarplan þessa fé- lags þar sem allt er svo ein- sýnt og óflókið. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna hafa frá upp- hafi verið í undirbúningnum að ráðstefnunni en samtök þessi hafa starfað betur og lengur en aðrir að þessum málum. Þegar þessir aðilar leituðu til Rithöfundafélagsins sem er ó- pólitískt félag þótti sjálfsagt að stuðla að því að það væri hægt að halda þessa ráðstefnu. Og hér erum við samankom- in til þess sem segir í boðsbréf- inu að safna upplýsingum og ræða á hlutlægan hátt hina ýmsu þætti Víetnammálsins, og vekja athygli almennings á Is- landi á þessu heimsvandamáli sem hlýtur líka að koma ís- lenzku fólki við einsog öllum öðrum manneskjum sem búa á þessum hnetti. ★ kkur er stundum sagt frá mannúðlegum vopnum. Við i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.