Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. marz 1S67 — ÞJÓÐVIL.TTMN — SfÐA J
HEIMIR TRYGGIR VÖRUR
UM ALLAN HEIM
„Hin nýja stétt"
Hinir nýju atvinnupólitíkus-
ar hafa sérstakt samband við
annan hóp sem mjög heforr a*rk-
GiuMyi
Cabinet
NÝJA STÉTT
Halldór Kristjánsson
Steingrímur 'Hermannsson
Sigurður Bjarnason
móti dæmigerður fulltrúi hinn-
ar nýju atvinnumannastéttar,
ekkert er honum fjær en við-
fangsefni bænda á Vestfjörð-
um; keppikefli hans er að kom-
ast sem fyrst inn í valdakerfið,
ekki aðeins íslenzkt heldur og
alþjóðlegt. Átökin á Vestfjörð-
um urðu svo hörð að við lá
að flokkurinn sundraðist, en
áður en til þess kæmi greip
flokksforustan hér syðra í
taumana. Úrskurður hennar var
einfaldur, bóndinn skyldi víkja
fyrir pólitíkusnum, Framsókn-
armaðurinn fyrir umboðsmanni
alúmínhringsins.
Þrír framagosar
Naumast var þessum átökum
fyrr lokið en grimmileg bar-
átta hófst innan Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum. Þar
var þróunin þeim mun lengra
komin að þrír dæmigerðir
framagosar, Sigurður Bjarna-
son, Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson og Matthías Bjarnason
kepptu um tvö sæti á fram-
boðslistanum. Matthías hafði
síðast lent í þriðja sæti og
flotið á þing sem uppbótarmað-
ur á broti úr atkvæði; engar
líkur voru á að það krafta-
verk gæti endurtekið sig. Því
einsetti hann sér að leggja und-
ir sig annað af tveimur efstu
sætunum. Sigurður og Þor-
valdur Garðar sórust fyrst í
fóstbræðralag, en senn þóttist
Sigurður sannreyna að Þor-
valdur G^rðar væri ekki heill,
hann gæti vel hugsað sér að
hirða sjálfur fyrsta sætið og
bægja Sigurði burt. Hófust nú
stjórnlaus átök, með bak-
tjaldamakki og flóknum klíku-
myndunum, sem enginn kann
að rekja nema þremenningarn-
ir. En þessi átök voru einvörð-
ungu persónuleg; í þeim var
ekki vottúr af stjórnmálum i
eiginlegri merkingu þess orðs,
enginn ágreiningur um stefnur
og leiðir, engar hugsjónir, að-
eins sú einfalda staðreynd að
þrír framagosar kepptu um tvö
þingsæti. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson varð undir með
eins atkvæðis mun, og unir sín-
um hlut afar illa. Hann hóf
sem kunnugt er pólitískan
framaferil sinn á vegum Al-
þýðuflokksins en taldi horfurn-
ar síðan betri á höfuðbólinu;
hver veit nema honum skjóti
aftur upp á hjáleigunni áður
en lýkur?
Skrumskæling
á lýðræði
Á Vestfjörðum búa dugmiklir
íslendingar eins og þeir gerast
um þessar mundir, sjómenn,
verkamenn. bændur, smáat-
vinnurekendur og minniháttar
kaupsýslumenn. Þetta fólk
stundar lífsbaráttu ,sína af
ið áhrif sín að undanförnu,
æðstu embættismenn í valda-
kerfi þjóðfélagsins. Þessir hóp-
ar verða raunar naumast sund-
ur skildir; þeir flokkar sem
með völdin fara í þjóðfélaginu
sælast mjög til að sækja þing-
menn í hóp embættismannanna.
Þannig gæti vel svo farið að
á næsta þingi sætu einir tíu
bankastjórar, og héraðsdómar-
ar hafa lengi þótt næsta sjálf-
kjörnir til þingmennsku. En
það hefur einnig einkennt þjóð-
félagsþróunina um alllangt
skeið að .embættismennirnir
hafa sölsað undir sig æ meiri
völd. sem svokallaðir sérfræð-
ingar, í samvinnu við æðstu
ráðamenn stjórnmálaflokkanna.
í þröngum hópi atvinnupóli-
tíkusa og embættismanna er
ráðum þjóðfélagsins ráðið, ef
um stórmál er að ræða, en al-
þingi er fátt éitt eftir skilið
annað en formlegar umræður
og formlegar atkvæðagreiðslur
þar sem flokkabönd riðlast
naumast nokkurn tíma.' Af'
þessari ástæðu hefur alþingi
sett mjög ofan í vitund al-
mennings; menn hafa ekki á-
huga á umræðum ef vitað er
að ræðumenn hlusta ekki hver
á annan og taka ekki tillit til
röksemda hver annars, heldur
flytja rl^ður sínar í samræmi
við forna hefð, en málalokin
eru ráðin áður en viðfangs-
efnin eru lögð fyrir alþingi.
Hin raunverulegu völd eru í
höndum atvinnupólitíkusa og
embættismanna, þess hóps sem
gengið hefur undir nafninu
„hin nýja stétt“ víða um heim
að undanförnu. Það er þessi
nýja stétt sem í verki ræður
yfir alþingi; hún drottnar yf-
ir þeim flokkum sem með völd-
in fara og skammtar kjósend-
um þeirra frambjóðendur;
þessi stétt er ekki eðlileg speg-
ilmynd af þjóðfélaginu eins og
alþingi var fyrir nokkrum ára-
tugum, heldur hefur hún öðl-
azt sjálfstætt hlutverk og telur
sig hafna yfir þjóðfélagið að
verulegu leyti.
Skortir
jarðsamband
Þessi þróun er ekkert sér-
íslenzkt fyrirbæri; hún hefur
verið að gerast viða um heim
undanfarna áratugi. En hún er
háskalegri hér en víðast hvar
annarstaðar vegna þess hve
efnahagslegar undirstöður þessa
litla þjóðfélags eru veikburða.
Það hefði til að mynda verið
óhugsandi fyrir nokkrum ára-
tugum að togaraeigendur létu
það viðgangast að atvinmí-
vegur þeirra lamaðist gersam-
lega undir forustu Sjálfstæðis-
flokksins, þess flokks sem tog-
araeigendur töldu eitt sin hags-
munatæki sitt; nú hefur þess-
um íslenzku atvinnurekendum
ekki tekizt að koma sjónar-
miðum sínum og hagsmunum
á framfæri við hina nýju stétt.
Það hefði einnig verið óHugs-
andi fyrir nokkrum áratugum
að aðrir atvinnurekendur í
fiskveiðum og fiskiðnaði og
ýmsir iðnrekendur hefðu unað
því að hagur fyrirtækja þeirra
rýrnaði í sífellu /á velmegunar-
tímum undir stjórn Sjálfstæð-
isflokksins; nú tekst þeim ekki
að ná hlustum þeirra sem með
völdin fara. Hina nýju stétt
skortir eðlilegt jarðsamband og
hún grípur í staðinn til inn-
fluttra hagfræðikenninga, eins
og þeirrar fáránlegu markaðs-
kenningar sem gerð var að
undirstöðu viðreisnarinnar,
enda þótt augljóst væri að húp
átti engan veginn við íslenzk-
ar aðstæður. Þegar kenningin
stenzt ekki verður ályktun
hinnar nýju stéttar sú að ís-
lenzkir atvinnuvegir dugi ekki
sem undirstaða nútímaþjóðfé-
lags. Því greip hún til þess
ráðs að hleypa erlendu fjár-
magni inn í landið og boðar
nú að þar sé að finna „vaxtar-
brodd“ atvinnulífsins, sjálfa
framtíðina. Hin nýja stétt tel-
ur innlent fjármagn ekki leng-
ur nægilega öflugan bakhjarl
fyrir sig og því vinnur hún nú
að því að tryggja sér erlendar
undirstöður; lögmál valdsins
eru ættj aráarlaus ekki síður
en lögmál fésýslunnar.
Ekki seinna
vænna
Það má heita sameiginlegt
hagsmunamál alls þorra þjóð-
arinnar að hnekkja yfirráðum
hinnar nýju stéttar. Það á ekki
aðeins við um launamenn og
bændur, heldur og um veru-
legan hluta atvinnurekenda
eins og dæmin sanna. Atvinnu-
pólitíkusar og embættismenn
eru í vaxandi mæli að höggva
á eðlileg lýðræðisleg tengsl
við þjóðfélagið sjólft og breyta
þingræðinu í dautt formlegt
kerfi. Stjórnmálaflokkar þeirra
eru ekki lengur eðlileg samtök
til framdráttar hagsmunum og
stefnum, heldur kosningavélar
sem sópa fólki'til fylgis við þá
frambjóðendur sem örfáir leið-
togar skammta í hverju kjör-
dæmi, líkt og tíðkast í Banda-
ríkjunum. í stað þess að al-
þingi var óður spegilmynd
þjóðfélagsins er keppikeflið nú
að gera þjóðfélagið að spegil-
mynd hinnar nýju Stéttar. Það
er ekki seinna vænna að stuðn-
ingsmenn þessara flokka geri
það upp við sig hvort þeir
vilja una þvílíkri þróun.
— Anstri.
kappi og fnyndarskap; það á
við mörg vandamál að etja og t
hefur hug á mörgum þjóðfé-
lagslegum breytingum; það á
hugsjónir um framtíð byggðar-
laga sinna. Hvers konar skrum-
skæling á stjórnmálum er það
að valdaklíkur í Reykjavík
velji atvinnupólitíkusa handa
þessu fólki, , menn sem engin
tengsl hafa við lífsbaráttu þess
og viðfangsefni? Er það ekki í
andstöðu við lifandi lýðræði
að undirbúningur þingkosninga i
sé aðeins málefnalaus hanaslag-
ur þvílíkra framagosa, í stað
þess að lögð séu á ráðin um
stefnur og leiðir sem geti orð-
ið fólki að liði í lífsbaráttunni?
Samt gera Sjólfstæðisflokkur-
inn og Framsóknarflokkurinn
sér vonir um að þeim verði
falið að fara með umboð mik-
ils meirihluta Vestfirðinga nú,
eins og að undanförnu.
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR”
LINDARGÖTU 9 • REYKJAViK • SÍMI 22122 — 21260
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
Matthías Bjavnason
Á
HVÍLDAR-
DAGINN
Spegilmynd
þjódfélagsins
Stjómmálaflokkarnir á ís-
landi eru ungir; þeir voru í
öndverðu afleiðing breyttra at-
vinnuhátta í landinu, spegil-
mynd nýrrar stéttaskiptingar.
Atvinnurekendur, kaupsýslu-
menn og aðrar valdastéttir
Stóðu að Sjálfstæðisflokknum,
og fylgi það sem flokkurinn
hefur hlotið var nátengt því að
þessar stéttir urðu innlendar
með sigrinum í sjálfstæðisbar-
úttunni við Dani, gengi þeirra
virtist nátengt gengi hins nýja
ríkis. Framsóknarflokkurinn
var á sama hátt sprottinn upp
úr hagsmunasamtökum bænda,
ekki sízt baráttu þeirra fyrir
hagkvæmari ' verzlunarháttum.
Og upp úr verklýð^hreyfing-
unni spruttu verklýðsflokkarn-
ir sem ræktu hagsmuni þeirrar
stéttar sem yngst var og
óx hraðast. Fulltrúar þessara
flokka á þingi gáfu í upphafi
næsta góða mynd af stéttun-
um í landinu, þar sátu for-
ustumenn úr atvinnurekstri og
kaupsýslu, bændahöfðingj ar og
leiðtogar úr samtökum verka-
fólks; einnig börðust á vegum
flokkanna hugsjónamenn sem
lyftu baráttu þeirra yfir dæg-
ursjónarmið og tímabundin
hagsmunaátök og bentu á fram-
tíðarmarkmið. Alþingi var á
þessum árum býsna nákvæm
spegilmynd af stjórnmálahrær-
ingum þjóðfélagsins; stétta-
baráttan birtist þar á næsta
milliliðalausan hátt. Á þessum
árum var ekki litið á þing-
mennsku sem atvinnu, heldur
sem -hagsmunabaráttu í þágu
stétta og hópa eða þjónustu
við hugsjónir.
Atvinnu-
pólitíkusar
Á þessu hefur orðið mjög
fróðleg breyting síðustu ára-
tugi. Á þeim tíma hefur ríkis-
valdinu og stofnunum sem
því eru tengdar vaxið mjög
fiskur um hrygg; ríkisvaldið
hér er öflugra og afskiptasam-
ara en í öðrum löndum Vestur-
Evrópu, ekki aðeins vegna
vinstrisinnaðra áhrifa eins og
oft er haldið fram, heldur af
þeirri einföldu ástæðu að jafn
lítið þjóðfélag og það íslenzka
fær ekki staðizt án mikillar
og vaxandi forustu ríkisvalds-
ins. Jafnframt hefur það orð-
„HIN
ið eftirsóknarvert sem atvinna
að stjórna þessu volduga kerfi;
ný manngerð hefur komið
fram, einkanlega á vegum
valdaflokkanna, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins, svokallaðir atvinnupólitík-
usar, og menn af því tagi hafa
sett æ meiri svip á alþingi
að undanförnu. Þéir eru ekki
valdir til þingmennsku vegna
þess að þeir hafi reynzt öt-
ulir forustumenn stétta eða
samtaka; ekki sökúm þess áð
þeir kunni að boða merkileg
sanniiidi óg kynna þarflegar
hugsjónir; ekki af því að þeir
séu sérfræðingar; þeir hafa
aðeins valið sér stjórnmálin
sem atvinnu, sem leið til fjár
og frama, og otað sér áfram
samkvæmt lögmálum valda-
streitunnar, Ungir menn af
þessu tagi hafa mjög látið að
sér kveða innan Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins um skeið; þeir eru eins og
verksmiðjuframleiðsla og verða
naumast aðgreindir, sléttir og
felldir og háttvísir í umgengni,
forðast að segja frumlega
hugsun eða valda ágreiningi,
enda skoðanalausír. þægir og
hlýðnir við leiðtoga sína, sér-
fræðingar í að ýta sér, troðast
og smjúga. Og leiðtogár þess-
ara flokka láta sér þessa þró-
un vel líka; þeir vilja reka
flokka sína eins og vel smurð
tæki og taka þæga framagosa
fram yfir menri með' sjálfstæð-
ar skoðanir og vilja. Hefur
þetta ekki sízt einkennt mjög
stjórn Bjarna Benediktssonar
á Sjálfstæðisflokknum að und-
anförnu.
Táknræn átök
Svo hefur hitzt á að þessi
þróun hefur birzt einkar greini-
lega á Vestfjörðum í undir-
búningi þingkosninganna að
undanförnu. Innan Framsókn-
arflokksins kom upp harður á-
greiningur um arftaka Her-
manns Jónassonar. Stóðu að-
alátökin milli Halldórs Kristj-
ánssonar bónda á Kirkjubóli
og Steingríms Hermannssonar
verkfræðings. Samkvæmt fyrri
viðhorfum mátti Halldór telj-
ast sjálfskipaður fulltrúi Fram-
sóknarmanna á Vestfjörðum,
prýðilega greindur maður og
vel að sér, ósérhlífinn baráttu-
maður fyrir Framsóknarflokk-
inn og bændasamtökin, maður
sem litið hefur á stjórnmála-
þátttöku sína sem þjónustu en
ekki sem atvinnu. Steingrím-
ur Hermannsson er aftur á
-------------------
V.