Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.03.1967, Blaðsíða 10
10 StBÁ — MÓÐVXLJINN — SunnraJagur 12. marz Í9S7. JOHN FOWLES: SAFNARINN n meiri umferð um nágrennið. Á sunnudögum í góðu veðri komu stundum bílar framhjá á fimm mínútna fresti. Stundum hægðu þeir ferðina þegar þeir fóru framhjá, sumir óku til baka og horfðu betur á útsýnið, og nokkrir voru meira að segjaysvo ósvífnir að þeir teygðu mynda- vélarnar inn fyrir garðhliðið og tóku myndir. Og um helgar hleypti ég henni aldrei út úr herberginu sínu. Einn daginn var ég að leggja af stað til Lewes, og þá stöðv- aði mig maður í bíl. Var ég eigandinn? Hann var einn af þessum ofurmenntuðu mönnum með kartöflu í hálsinum. Ég-er- vinur-forstjórans-manngerðin. Hann rausaði heilmikið um húsið og hann væri að skrifa grein fyrir tímarit og mætti hann litast dálítið um og taka myndir, einkum langaði hann til að líta á kaþólsku kapelluna. Hér er engin kapella, sagði ég. En góði maður, það er frá- leitt, sagði hann, það er minnzt á hana í fylkissögunni. f ótal bókum. Ó, þér eigið við gamla stað- inn niðri í kjallaranum, sagði ég, eins og ég hefði ekki skilið hvað hann átti við. Hann er lok- aðúr. Múraður aftur. En þetta hús er friðað. Það er» ekki hægt að gera slíkt. Ég sagði, þetta er svo sem á sínum stað. Það er bara ekki hægt að skoða það. Það var búið að þessu áður en ég kom. Þá vildi hann skoða húsið að innan. Ég sagðist vera tíma- bundinn, ekki geta beðið. Hann 'vildi þá koma' aftur seinna — „Nefnið „bara daginn". Ég vildi það ekkl Ég sagðist engan frið hafa fyrir fyrirspurnum. Hann hélt áfram að snuðra, hann fór meira að segja að hóta því að koma með aðgönguseðil frá Styrktarfélagi gamalla minja (hvers konar fólk sem það nú er), hann var reglulega ágeng- ur en fleðulegur um leið. Loks ók ég bara búrt. Hann var bara að látast. en það var einmitt svona lagað sem ég þurfti að vara mig á. Ég tók myndirnar um kvöld- ið. Ósköp venjulegar myndir, hún sat og var að lesa. Þær urðu bara góðar. Dag nokkum um þetta leyti gerði hún mynd af mér eins og til að endurgjalda gullhamrana. Ég varð að sitja á stól og horfa Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðski- og snyrtástofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. út í hom. Eftir hálftíma reif hún sundur teikningúna, áður en ég gat komið í veg fyrir það. (Hún reif oft í sundur. Senni- lega listamannseðlið í henni). Mér hefði þótt gaman að eiga þetta, sagði ég. En hún anzaði mér ekki einu sinni, hún sagði bara, ekki hreyfa yður. Stundum talaði hún. Mest- megnis voru það persónulegur athugasemdir. Það er erfitt að ná yður. Þér hafið svo fáa drætti. Allt er svo óákveðið. Ég hugsa um yður sem hlut, ekki sem persónu. Nokkru síðar sagði hún: — Þér eruð ekki ófríður, en andlitið á yður hefur svo marga ljóta ósiði. Neðri vörin er verst. Hún kemur upp um yður. Ég leit í spegilinn uppi, en ég gat ekki séð hvað hún átti við. Þess á. milli kom hún með furðulegar spurningar alveg út í bláinn. — Trúið þér á guð? var ein þeirra. Ekki sérstaklega, svaraði ég. — Það er annað hvort já eða nei. Ég hef ekkert hugsað um það. Get ekki séð að það skipti neinu máli. — Það eruð þér sem eruð lok- aðir niðri í kjallara, sagði hún. Haldið þér það? spurði ég. — Auðvitað. Ég er mannleg vera. Hún sagði: Ekki tala meira, þegar ég ætlaði að halda áfram. Hún kvartaði yfir birtunni. — Það er þetta gerviljós. Ég get aldrei teiknað í svona birtu. Ljósið lýgur. Ég skildi hvað hún var að fara, svo að ég hélt kjafti. Og einu sinni — það var ef til vill ekki fyrsta daginn sem hún teiknaði mig, ég man ekki hvaða dag — hrökk allt í einu útúr henni: — Þér eruð heppinn að eiga enga foreldra. Foreldr- ar mínir hafa bara hangið sam- an vegna mín og systur minnar. Hvernig vitiðy þér það. sagði ég. — Af því að mamma hefur sagt það, sagði hún. — Og pabbi líka. Mamma er tæfa. Andstyggi- leg og metnaðargjörn millistétt- artæfa. Hún drekkur. Ég hef heyrt það, sagði ég. — Ég gat aldrei tekið á móti kunningjum mínum heima. En synd, sagði ég. Hún leit hvasst á mig, en þetta átti ekki að vera nein hæðni. Ég sagði henni frá föður mínum sem drakk og móður minni. — Faðir minn er veiklyndur, en mér þykir mjög vænt um hann. Vitið þér hvað hann sagði við mig einn daginn? Hann sagði: Ég skil ekki hvernig svona lélegir foreldrar hafa getað eign- azt svona indælar dætur. Hann var í rauninni að hugsa um syst- un míria, það er hún sem er reglulega gáfuð. Þér eruð reglulega gáfaðar. Þér fenguð góðan styrk. — Ég er góður teiknari, sagði hún. — Ég get kannski orðið býsna fær í minni grein, en ég verð aldrei mikill Kstamaður. Að minnsta kosti hef ég ekki mikla trú á því. Það getið þér ekki vitað sagði ég. — Ég er ekki sjálfri mér nóg. Ég er kvenmaður. Ég verð að hafa einhvern að halla mér að. Ég veit ekki hvers vegna, en allt í einu skipti hún um um- ræðuefni og sagði: — Eruð þér hommi? AHs ekki, sagði ég. Ég roðnaði auðvitað. — Það er ástæðulawst að skammast sín fyrir það. Margir merkir menn ern þannig gerð- ir. Svo sagði hún: — Þér viljið styðja_ yður við mig. Ég finn það. Ég geri ráð fyrir að það sé móðurduld. Þér eruð að leita að móður. Ég trúi ekki á þetta allt sam- an, sagði ég. , — Okkur myndi ekki líða vel saman. Við þurfum bæði stuðn- ing frá öðrum. Þér gætuð haft fjárhagslegan stuðning af mér, sagði ég. — Og þér allan annan stuðn- ing af mér? Hjálpi mér allir heilagir. Svo sagði hún: Hérna, og rétti mér teikninguna. Hún var reglu- lega góð, ég varð alveg. undrandi yfir þvf hve lík hún var. Ég varð næstum virðulegur, eigin- lega myndarlegri en ég er í raun og veru. Gætuð þ^r ekki hugsað yð- ur að selja þessa? spurðl ég. — Ég hafði ekkert hugsað um það, en ég get það svo sem. Tvö hundruð gíneur? ' — í lagi. sagði ég. Hún leit aftur hvasst á mig. — Hefðiið þér viljað borga tvö hupdruð gíneur fyrir þetta? Já, sagði ég. Af því að þér gerðuð hana. — Fáið mér hana. Ég rétti henni myndina og áður en ég vissi af, var hún farin að rífa hana í sundur. Gerið það fyrir mig að' hætta þessu, sagði ég. Hún hætti, en hún var samt búin að rifa hana hálfa leið í sundur. — En hún er léleg, léleg, lé- leg. Og svo fleygði hún henni bókstaflega í mig. — Gerið svo vel. Leggið hana í skúffu hjá fiðrildunum. Næst þegar ég var í Lewes keypti ég handa henni fleiri plötur, allt sem ég gat fundið eftir Mozart, því að hún virtist hrifin af honum. %■ í annað skipti teiknaði hún skál með ávöxtum í. Hún teikn- aði hana einum tíu sinnum og svo festi hún allar myndirnar á hlífina og bað mig að velja þá beztu. Ég sagði að þær væru allar góðar, en hún lét sig ekki, svo að ég valdi eina. — Það er sú lélegasta, sagði hún. — Þetta er þokkaleg og pen nemandateikning. Hún sagði: — Ein teikningin er góð. Ég veit hún er góð. Hún er hundrað sinnum meira virði en allar hinar. Þér megið geta þrisvar, og ef þér getið fundið hana, þá fáið þér hana ókeypis þegar ég fer héðan. Ef ég fer. Ef þér getið það ekki, megið þér borga mét tta gínewr fyiOr hana. Jæja, ég lét sem ég tæki ekki eftir háðinu og gizkaði þrisvar, skakkt í öH skiptin.' Sú sem var svona góð sýndist mér bara hálfgerð, það var næstum ekki hægt að sjá hvaða ávextir voru í skálinni og hún var ÖH skökk. — Þetta er rétt áður en ég segi eitthvað um ávöxtinn. Ég segi það ekki, en manni finnst sem ég ætli að fara til þess. Getið þér ekki fundið það? Ég sagðist reyndar ekki gera það. Hún fór og sótti bók með myndum eftir Cézanne. , — Þarna, sagði hún og benti á litmynd af diski með eplum. Hann segir ekki aðeins allt sem er að segja um þessi epli, held- ur allt um öll epli og öll form og liti. Ég tek yður trúanlega, sagði ég. Allar myndirnar yðar eru fallegar, sagði ég. Hún horfði bara á mig. — Ferdinand, sagði hún. — Þau hefðu átt að skíra yður Caliban. Dag nokkurn þrem eða fjórum dögum eftir fyrsta baðið henn- ar varð hún skelfilega eirðar- laus. Hún gekk fram og aftur um fremri kjallarann eftir kvöldmatinn, settist á rúmið, reis upp aftur. Ég leit á teikn- ingar sem hún hafði gert um daginn. Það voru myndir gerð- ar eftir myndum úr listaverka- bókunum, mjög vel gerðar, fannst mér, og þær voru mjög líkar. Allt í einu sagði hún: — Gæt- um við ekki farið út að ganga? Ég legg við drengskap minn. En það er blautt, sagði ég. Og kalt. Það var komið fram í október. — Ég verð brjáluð af að sitja hér ihnilokuð. Gætum við ekki gengið aðeins út í garðinn? Hún kom alveg upp að mér, sem hún forðaðist annars og rétti fram hendurnar. Hún var farin að hafa hárið slegið, bund- ið upp með dökkbláu bandi, sem var eitt af því sem hún hafði skrifað á listann yfir það sem ég átti að kaupa. Hárið á henni var alltaf fallegt. Ég hef aldrei séð fallegra hár. Oft fékk ég ákafa löngun til að snerta það. Aðeins strjúka það, þreifa á því. Ég fékk tækifæri þegar ég batt fyrir munninn á henni. Við fórum semsé út. Þetta var undarlegt kvöld, tunglið óð í skýjum og skýin þutu yfir him- ininn, en niðri hjá okkur var næstum logn. Þegar við komum út, stóð hún stundarkorn og dró andann djúpt. Svo tók ég und- ir handlegginn á henni með lotn- TILKYNNING frá Húsnæðismálastofnun ríkisins Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda umsækjendum/væntanlegum um- sækjendum um íbúðalán á á neðangreind atriði: 1- — Einstaklingar og sveitarfélög' sem hyggjast hefja byggingu íbúða á árinu 1967 svo og einstak- lingar, sem ætla að festa kaup á íbúðum, og sem koma vil'ja til greina við veitingu lánsloforða hús- næðismálastjómar árið 1067, sbr. 7. gr. A., laga nr. 19/1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsóknir sínar. ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til Húsnæðismalastofnun- ar ríkisins ?igi síðar en 15. marz 1967. — Umsókn- ir, sem síðar kunna að berast, verða ekki teknar' til greina við veitingu lánsloforða á árinu 1967 2. — Þeir sem þegar eiga umsóknir hjá Húsnæðis- málastofnuninni og fengið hafa skriflega viður- kenningu fyrir að umsókn þeirra sé lánishæf, ÞURFA EKKI að endumýja umsóknir. 3. — Umsóknir um viðbótarlán verða að hafa bor- izt stofnuninni eigi síðar en 15. marz n.k. Húsnæðismálastofnun ríkisins. SKOTTA © King Fcature* Syndicate, Inc., J965. World r 1 ghta xeaerved._ \ \ \ — Af hverju bíð ég alltai með það að laga til í læsta bókaskápn- um mínum þangað til sfðasti skóladagurinn er runninn uppl /gft FERÐASKRIFSTOFA \g/RlKISIAíS . LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 JÚGÓSLAVNESKA RIVIERAN 16 daga flugferð til hins hlýja og tæra Adríahafs frá kr. 12.670,09. Gistingar, 3 máltíðir á dag og flugvsk. innif. — PANTIÐ TÍMANLEGA! AÐEINS ÖRFÁ SÆTI LAIJS. (gntlnental SNJOHJOLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar fuil- komnu sjálfviiku neglingarvél. veita fyilsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er alka veðra von. — Bíðið ekki eítir óhöppum, en setjið C0NTINENTÆL hjólbaiðá, með eða án nágla, undír bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alk daga frá H.,7,30 til kl. 22. Kaþpkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. * * GUMMIVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55. Kuldajakkar; úlpur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleiktaúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.