Þjóðviljinn - 26.04.1967, Síða 1
Miðvikudagur 26. apríl 1967 — 32. árgangur — 93. tölublað.
Skemmdir á salfsild:
Kref jast Nor&ntenn skaða-
bóta af Slldarútvegsnefnd?
.<4>-
□ Forráðamenn Síldarútvegsnefndar vörðust allra frétta
er Þjóðviljinn leitaði umsagna þeirra í gser um síðustu
fréttir frá Noregi af skemmdum á saltsíld frá íslandi.
Ráðherrarnir sem fundinn sitja: Frá vinstri: John Lyng (Noregi), Hans Sölvliöj (Danmörku), Emil Jónsson, Torsten Nilsson (Sví-
þjóð), og A. Karjalainen (Finnlandi). — Ljósm. Þjóðv. A.K.
bera scrman bœkur sinar á tveggja daga fundi
Utanríkisráðherrafundi Norð-
urlanda lýkur á hádegi í dag
Q Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda hófst hér í Reykjavík í gær
og var hann settur í Átthagasal Hótel Sögu kl. 10 árdegis, sitja hann utan-
ríkisráðherrar allra Norðurlandanna nema Jens Otto Krag, forsætis- og ut-
anríkisráðherra Danmerkur er ekki gat komið því við að mæta en í stað
hans situr Hans Sölvhöj ráðherra fundinn af hálfu Dana.
I upphafi utanrikisrádherrafundarins. — Ljósm. Þjóðv. A.K.
Sólarhringsvinnustöftvunin
fór fram árekstralaust
Sólarhringsvinnustöðvun
kom til framkvæmda í gaer
á vegum Félags járniðnað-
armanna, Félags bifvéla-
virk'ja, Félags blikksmiða,
Sveinafélags skipasmiða
og Jámiðnaðarmannafé-
lags Árnessýslu.
Vinnustöðvunin gekk fram
eðlilega og árekstralaust
og var hvergi unnið á við-
komandi vinnustöðvum, —
féll niður meðal annars
vinna við Búrfellsvirkjun.
Bílaskoðun er nýlega haf-
in og er mikið að gera á
bifvélaverkstæðum um
þessar mundir og sýndu
bifvélavirkjar trausta sam-
stöðu.
Næsta fimmtudag fram-
kvæma félagsmenn áður-
greindra félaga aftur sól-
arhrings vinnustöðvun og
bætist þá í hópinn Sveina-
félag járniðnaðarmanna á
Akureyri til þess að knýja
á um samninga og kaup-
hækkun.
Síðan verður hlé í eina
viku og koma þá til fram-
kvæmda enn á ný vinnu-
stöðvanir dagana 9. og 11.
maí.
Sáttafundur
í gærkvöld hófst sáttafundur
í deilu lyfjafræðinga og apótek-
ara. — Fundurinn stóð enn er
blaðið fór í prcntun.
Farið til Eyja
Deginum í gaer var að mestu
varið til fundarstarfa og verður
þeim haldið áfram fram að há-
degi í dag en þá á þeim að
Ijú'ka. Er ætlunin að fara í flug-
ferð til Surtseyjar og Vestmanna-
eyja saðdegis í dag með gestina
í Fokker Friendship flugvél frá
Flugfélagi Islands, ef veður leyf-
ir, en heimleiðis halda þeir í
fyrramálið.
Fulltrúarnir
Eftirtaldir menn skipa sendi-
nefndir einstakra landa á fund-
inum:
Danmörk:
Hans Sölvhöj, ráðherra, Birger
O. Kronmann, ambassador, Dr.
scient. Gunnar Seidenfaden, am-
bassador, deildarstjóri, Steffen
Thorsen, skrifstofustjóri, H. J.
Assing, fulltrúi, og Henrik Sten-
bjerre, fulltrúi.
Finnland:
A'hti Karjalainen, utanrikisráð-
herra, Pentti Suomela, ambassa-
dor, Dr. Risto Hyvarinen, deild-
arstjóri, Tankmar Hom, ráðu-
nautur, Seppo Pietinen, skrif-
stofustjóri og Klaus Törnudd,
fulltrúi.
fsland:
Emil Jónsson, utanríkisráð-
herra, Agnar Kl. Jónsson, ráðu-
neytisstjóri, Niels P. Sigurðsson,
deildarstjóri, Páll Ásg. Tryggva-
son, deildarstjóri, Gunnar G.
Sehram, ráðunautur og Ólafur
Egilsson, fulltrúi.
Noregur:
John Lyng, utanríkisráðherra,
Tor Myklebost, ambassador, Ein-
ar Ansteensen, deildarstjóri,
Gunnar Rogstad, deildarstjóri,
Per Ravne, skrifstofustjóri, Ame
Arnesen, fulltrúi, og Thorvald
Stoltenberg, fulltrúi-
Svfþjóð:
Torsten Nilsson, utanríkisráð-
herra, Gunnar K. L. Granberg,
amtoassador, Leif Belfrage, ráðu-
neytisstjóri, Marc Giron, deild-
arstjóri, Love Kellberg, deildar-
stjóri. Kaj Sundberg, skrifstofu-
stjóri, Og Jan Mártenson, ftilltrúi.
í NTB-frétt var sagt að for-
svarsmenn norskra niðursuðu-
og niðurlagningaverksmiðja hug-
leiddu nú hvort höfða skuli
skaðabótamál á hendur Síldar-
útvegsnefnd vegna stórfelldra
skemmda á kryddsild sem keypt
var héðan frá íslandi. Jafnframt
var frá því skýrt í fréttinni að
Norðmenn myndu neita að taka
við allmiklu magni, sem enn
væri ókomið frá íslandi.
Miklar bótakröfur
í frétt NTB segir ennfremur
að Norðmennirnir hafi i hyggju
að krefjast fullra bóta fyrir um
það bil 1000 tunnur síldar, að
verðmæti um 1.5 milj. ísl. kr.
Einnig verði farið fram á bætur
fyrir úrkast úr 1739 tunnum og
kostnað við flokkun síldarinnar
og flökun.
Þá segir NTB að miklar
skemmdir hafi komið í ljós í
síldarsendingu, sem Finnar
keyptu frá íslandi. Muni Finn-
ar sennilega neita að taka við
um 19 þús. tunnum sem jkki
hafa verið afgreiddar héðan.
Vörðust allra frétta
Þjóðviljinn reyndi í gær að
fá umsagnir forráðamanna Síld-
arútvegsnefndar um þessar nýj-
ustu síldarskemmda-fréttir NTB.
Erlendur Þorsteinsson formað-
ur nefndarinnar kvaðst ekki vera
til viðtals um málið. Síldarút-
vegsnefnd hefði gefið út grein-
argerð um málið á dögunum og
hún hefði verið birt í blöðum
og útvarpi. Við hana væri engu
að bæta nú.
Gunnar Flóvenz framkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar í
Reykjavík er nú staddur í Kaup-
mannahöfn og hafði Þjóðviljinn
því samband við Jón Stefánsson
framkvæmdastjóra nefndarinnar
á Siglufirði. Neitaði Jón með
öllu að láta hafa nokkuð eftir
sér um málið.
Loftárásir í gær
á bæði Hanoi
og Haiphong
Síða 0
Bókaverðir taka
undir áskorun
Félats ísl. fræða
Þjóðviljanum hefur bor-
izt eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Bókavarðafé
lagi Islands.
Á fundi í Bókavarðafé-
lagi Islands sumardagmn
fyrsta 1967 var eftirfarandi
tillaga samþykkt einróma:
„Fundur í Bókavarðafé-
lagi lslands, haldinn
fimmtudaginn 20. apríl,
tekur undir áskorun Félags
íslenzkra fræða frá 7. april
s.l. til ríkisstjórnar og al-
þingis um, að hiö fyrsta
verði hafizt handa um
frambúðarlausn húsnæðis-
mála Landsbókasafns, Há-
skólabókasafns og Þjóð-
skjalasafns.
Eigi þessar stofnanir að
geta gegnt mikilsverðu-
hhitverki sínu, verða þær
að hafa nauðsynleg og eðli-
leg vaxtarskilyrði.“
Orðsending
f rá Kvenféiagi
sósíalista
Eins og á undanfömum
árum efnir Garolinusjóður
Kvenfélags sósíalista til
kaffisölu í Tjamargötu 2P
hinn 1. maí. Sjóðsstjómin
hvetur félagskonur og aðra
velunnara til að gcfa kök-
ur og minnir fólk jafnframt
á að líta við í Tjamargöt-
unni J. mai og drekka þar
eftirmiðdagskaffið. — Við
munum veita vel að vanda.
Carolínusjóðs-
stjóm.
VöruskiptajöfnuBur 312.7
miij. kr. jakari en i fyrru
★ Þjóðviljanum hefur borizt bráðabirgðayfirlit Hagstofu íslands
um vöruskiptajöfnuðinn í marz sl. svo og frá ársbyrjun til
marzloka.
★ í marz var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 89,1 miljón
króna en var I sama mánuði f fyrra hagstæður um 32,4 milj.
kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 448.8 mflj. kr. (500.3) en út
fyrir 359.7 mflj. kr. (532.7).
★ Á fyrsta fjórðungi þessa árs, janúar til marz, var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 327.9 miljónir króna en á sama
tímabili í fyrra var hann óhagstæður um 15.2 miljónir króna.
Hefur vöruskiptajöfnuðurinn á þessu timabili í ár því verið
312.7 miljónum króna lakari heldur en í fyrra.
Aðaifundur ÆFR á morgun
■ Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður hald-
inn annað kvöld, fimmtudag, og hefst harm kL 20.30 í Tjamar-
götu 20.
Á DAGSKRÁ FUNDARINS ERU:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál
■ Endurskoðaðir reikningar félagsins og uppástungur um næstu
stjórn þess og fulltrúaráð liggja frammi í Tjarnargötu 20.
Stjórnin.