Þjóðviljinn - 17.05.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 17.05.1967, Page 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJIISHN — MiSvIkudagur H- ma£ 1967. Otgefiandi: Sameiningarflokkur alþýðoi — Sóslalistaflokk- urinn. Ritstjórar; Ivsar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófssbn- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. Ríkisvald gegn kjarbaráttu A fturhaldssamar ríkisstjórnir kappkosta að telja fólki trú um að þær standi ofar stéttum og stéttabaráttu, og því eigi hin beina stjórnmála- barátta flokka og kosningar ekki skylt við kjara- baráttuna. Þegar samstjórn íhaldsins og Alþýðu- flokksins hóf feril sinn lýsti hún því yfir í hinuim alræmda viðreisnarpésa að ríkisstjórnin myndi ekki blanda sér í kjarabaráttu launþega og atvinnurek- enda. Sú yfirlýsing var þverbrotin svo að segja um leið og hún var birt. Verkalýðshreyfingin hefur ekki einungis átt í höggi við harðsvíruð samtök gróðamanna og braskara Vinnuveitenda- sambandið svonefnda, heldur einnig við fjandsam- legt ríkisvald. Þetta hefur oft orðið ákaflega skýrt einmitt í valdatíð íhaldsins og Alþýðuflokksins. Nægir að minna á lærdómsríkt dæmi: Verkalýðs- félögin höfðu með verkfallsbaráttu 1961 reynt að leiðrétta kaupið til samræmis við stórhækkað verð- lag. En atvinnurekendur höfðu ekki fyrr skrifað undir kjarasamningana en ríkisstjórn ihaldsins og Alþýðuflokksins skéllti á gengislækkun, ann- árri á hálfu öðru ári, og var ekki fafið dult með að tilefni hennar væri beinlínis hefndarráðstöf- un ríkisstjórnarinnar, til þess gerð að ræna -ávinn- ingi verkalýðshreyfingarinnar af nýju kjarasamn- ingunum. oj ¥ viðtali við blaðið „Alþýðubandalagið“ sem kom út um helgina segir Eðvarð Sigurðsson: „Verka- lýðshreyfingin er tiltölulega sterk og hefur ekki hallað á hana í hinni beinu viðureign við samtök atvinnurekenda, heldur hefur hún borið sigurorð úr þeim átökum. En þá hefur verið gripið til póli- tískra ráðstafana af hálfu ríkisvaldsins á sviði efna- hagsmála og þær ráðstafanir beinzt að því að skerða hlut verkamanna. Maður getur fullyrt að kjarabaráttan hafi raunverulega verið' viðureign við fjandsamlegt ríkisvald hin undanfarandi ár“, segir Eðvarð í viðtalinu. Og hann svarar spurningu um hvernig verkalýðshreyfingin bezt gæti brugð- izt við slíkum baráttuaðstæðum, að eins og verka- lýðsstéttin standi saman í verkalýðsfélögunum þurfi hún að sameinast í lýðræðislegum og sterk- uim stjómmálasamtökum, sem megna aðhalda uppi merki hennar, hagsmunum og viðhorfum á Al- þingi sjálfu. Og Eðvarð Sigurðsson bætir við: Ég vil í þessu sambandi minna á að það var fyrir frum- kvæði Alþýðusambandsins að Alþýðuba'ndalagið var sett á laggirnar. Við eigum að efla Alþýðu- bandalagið og vænta okkur mikils af því. Alþýðu- bandalagið er stjómmálasamtök verkalýðsins. Hin faglega hreyfing á að eiga þau að bakhjarli í kjara- baráttunni. Þess vegna fylkjum við liði og gerum sigur þess sem glæsilegastan. Sigur Alþýðubanda- lagsins í komandi kosningum er sigur alþýðunnar í stéttaátökunum. Samhengið milli kjarabaráttunnar og baráttu við fjandsamlegt ríkisvald er skýrara nú en oft áð- ur. Það sem áunnizt hefur undanfarin ár er ein- vörðungu styrk verkalýðshreyfingarinnar að þakka, sem knúið hefur fram kjarabætur og rétt- indi í átökum viðþetta f jandsamlega ríkisvald. — s. [ Utankjörfundaratkvæða-• greiðsla hafín erlendis Frá utanríkisráðuneytinu hef- ur Þjóðviljanum borizt eftir- farandi fréttatilkynning um utankjörfundaratkvæðágreiðslu erlendis: Utankjörfundarkosning get- ur hafizt á eftirtöldum stöð- um frá og með 14. maí 1967: BANDARlKI Ameríku: Washington D.C. Sendiráð Is- lands 2022 Connecticut Av- enue, N.W. Washington, D C. 20008. Chicago, Illinois: Ræðismaður: Dr. Ámi Helgason, 100 West Monroe Street, Ohica- go 3, Illinois. Grand Forks, North Dakota: Ræðismaður: Dr. Richard Beck, 525 Oxford Street, A.p.t. 3, Grand Forks, North Dakota. Minneapolis, Minnesota: Ræð- ismaður: Bjöm Bjömsson, 524 Nicollet Avenue, Minne- apolis 55401, Minnesota. New York, New York: Aðal- ræðismannsskrifst. Islands, 420 Lexington Avenue, New York, N.Y. 10017. San Francisco og Berkeley, California: Ræðismaður: — Steingrímur O. Thorláksson, 1633 Elm Street, Sun Carlos, Califomia- '• 4* BRETLAND: London: Sendiráð Islands, 1, Eaton Terrace, London S.W. 1. Edinburgh Leith: Aðalræðis- maður: Sigursteinn Magnús- st>n, 46 Constitution Street, Edinburgh 6. < », ■ rvrr.} DANMÖRK: Kaupmannahöfn: Sendiráð Is- lands, Dantes Plads 3, Kaupmannahöfn. FRAKKLAND: Paris: Sendiráð Islands, 124 Bd. Hausmann, París 8. IXALlA: Genova: Aðalræðdsm.: Hálf- ,dán Bjamason, Via C. Rocc- ataglista Coccardi No 4-21, Genova. KANADA: Toronto—Ontario: Ræðismað- ur: J. Ragnar Johnson, Sui- te 2005, Victory Building, 60 Richmont Street West, Tor- onto, Ontario. Vancouver, British Columbia: Ræðismaður: John F. Sig- urðsson, Suite No. 5, 0180 Willow Street, Vancouver, 18 B.C. Winnipeg, (Umdæmi Mani- toba, Saskatdhewan og Al- berta). Aðalræðism., Grettir Leo Jóhannsson, 75 Middle Gate, Winnipeg 1, Manitoba. NOREGUR: Osló: Sendiráð Islands, Stor- tingsgate 30, Osló. SOVÉTRÍKIN: Moskva: Sendiráð Islands, Khlebny Pereulok 28, Moskva. SVlÞJÓÐ: Stokkhólmur: Sendiróð Is- lands, Kommandörgata 35, Stockholm. SAMBANDSLYÐ- VELDIÐ ÞYZKALAND: Bonn: Sendiráð Islands, Kron- prínzenstrasse 4, Bad God- esberg. Liibeck: Ræðismaður: Franz giemsen, Kömerstrasse 18, Lúbeck. Sumarbúðir Þjéðkirkjunnar Eins og undanfarin ár mun Þjóðkirkjan efna til sumarbúða fyrir böm. Þessi starfsemi hef- ur notið mikilla vinsælda og aðsóknin oftast verið meiri en unnt hefur verið að sinna- Þau böm, sem eitt sinn hafa verið í sumarbúðunum.minnast bess æ síðan með gleði og sækja ákafast eftir bví að komast þangað aftur. Sumarbúðastarfsemi kirkj- unnar mótast af því að hún er rekin á kristilegum gmndvelli. Það kemur fram í föstum bænaiðkunum og kristflegri uppfræðslu. Jafnframt þessu er lögð mikil áherzla á útiveru og íþróttir. Á þessu sumri verða reknar sumarbúðir í öllum landsfjórð- ungum nema á Austurlandi. Þar hefur ekki enn tekizt að koma upp slíkri starfsemi, þó þörfin sé einna brýnust á þeim slóðum. Á Norðurlandi verða reknar sumarbúðir að Vest- mannsvatni í Aðaldal, á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Á vegum Æsku- lýðsnefndar Ámesprófastsdæm- is verða reknar sumarbúðir í Haukadal í Biskupstungum. Þá verða og sumarbúðir að Holti í Önundarfirði, en fyrír þeim stendur sr. Lárus Guðmunds- son sóknarprestur. Aðrar sunriarbúðir verða i Skálholti, Menntaskólaselinu v. Reykjakot, Krísuvík og Reyk- holti í Borgarfirði. Þessar sum- arbúðir munu verða bæði fyr- ir drengi og stúlkur á aldrin- um 9—12 ára. Flokkaskiptingin verður þannig: 1. flokkur: 19. júní til 3. júlí. 2. flokkur: 5, júlí til 18. júlí. 3. flokkur 20. júlí til 4 ágúst. 4. flokkur: 9. ágúst til 22. ág. I Skálholti verða eingöngu drengir t>g í Menntaskólaselinu eingöngu stúlkur. Þar verður einnig flokkur fyrir stúlkur eldri en 12 ára á timabilinu 23. ágúst til 30- ágúst. 1 Reykholti verða drengir í fyrsta og þriðja flokki, en stúlkur í öðrum og fjórða. Innritun í þessar sumarbúðir er þegar hafin í skrifstofu æskulýðsfuUtrúa, Klapparst. 27. I Krísuvík verða drengir í öðrum og fjórða flokki, en stúlkur í fyrsta og þriðja flokki. Innritun þangað hefst á bæj- arstjómarskrifstofunni í Hafn- arfirði miðvikudaginn 17. maí kl. 1 til 5, en síðan á skrif- stofu . Æskulýðsfulltrúa. Dval- arkostnaður í sumarbúðum Þjóðkirkjunnar er kr. 120 fyr- ir hvern dag. Eins og á undanförnum ár- um hefur Þjóðkirkjan nötið góðrar fyrirgreiðslu manna sem skilning hafa á nauðsyn slíkr- ar starfsemi. Sérstaklega ber. til að nefna nú Bæjarstjóm Hafnarfjarðar og skólastjóm Héraðsskólans í Reykholti, sem hafa lánað húsnæði undir starfsemina, svo og rektor Menntaskólans í Reykjavík. (Frá Æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar). Nýja þvottahúsið Sími: 23916. Ránargötu 50. 20% afsláttur af öllu taui — miðast við 30 stybki. Afgreiðslustjérí Þjóðv-iljinn vill ráða mann til að annast dreifingu blaðsins utan bæjar og innan. Vel launað framtíðarstarf. — Upplýsingar ekki veittar í síma. ÞJÓÐVILJINN Frá Raznoexport, U.S.S.R. SbwIÍZ; SfiSntinfni!! Cabinet A THUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. BLAÐDREIFING Unglingar óskast til blaðburðar um: | \ Hnngbraut — Kaplaskjólsveg — Tjamar- götu — Voga. Þjóðviljinn i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.