Þjóðviljinn - 17.05.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.05.1967, Blaðsíða 7
w SigurðuT Skúlason og Brynja Benediktedóttir. JffjðviteuKÍaiguj* 17. maí 1967 — ÞJÓÐVTLJIiN'N — SlÐA ” Þjóðleikhúsið — Lindarbær: Hunangsi eftir SHELAGH DELANEY Leikstjóri: KEVIN PALMER Fyrir níu árum gerðist það ævintýri í leikhúsheiminum enska að írumsýnt var í Lond- on leikrit eftir nítján ára verk- smiðjustúlku í Salford í Lan- cashire, og hlaut svo einróma lof gagnrýnenda og almanna- hylli að skáldkonan unga varð fræg á svipstundu; síðan fór „Hunangsilmur" sigurför víða um lönd á næstu árum. Þess er skylt að geta að leikstjórinn frægi Joan Littlewood mun hafa átt ólítinn þátt í sigrin- um, enda vön að fara um byrj- endaverk snillingshöndum. Það er ekki vonum fyrr að verk þetta skuli flútt hér á landi, en að mínu viti hefur það ekki fyrnzt eða bliknað með árun- um, enda er efnið algilt og sammannlegt, þótt bundið sé vissum stað og tíma. Það er allt annað en „fagurt mannlíf“ sem ber fyrir augu — sagan gerist í sóðalegu fátækra- hverfi í • Salford, heimaborg skáldkonunnar, iðnaðarbæ svörtum af sóti; sviðið er forn- fáleg íbúð í hrörlegum leigu- hjalli. Þangað flytja þær Jo litla, stúlka á átjánda ári og móðir hennar lauslætisdrósin Helen sem enn getur unnið hylli vissra karlmanna þótt komin sé til ára sinna og beri öll merki skuggalegrar fortíð- ar. Hún er á sífelldu flakki, skammar dóttur sina án afláts, hleypst á brott með hverjum kærastanum af öðrum og skil- ur hana ein aeftir. Að þessu sinni giftist hún ungum ein- eygðum braskara með móður- bindingu, drykkfelldum kvenna- bósa og rudda. Jo býr ein í Frumsýningunni í Lindarbæ á dögunum var tekið með kost- um og kynjum, leikurinn vann auðsæílega hug og hjarta á- horfenda — vel samið verk á flesta lund, raunsætt og skáld- legt í senn, ekki stórt í snið- um, en svo ríkum kostum búið að fáan eða engan lætur 6- snortinn. Brynja Benediktsdóttir, Ilclga Valtýsdóttir, Bessi Bjamason og Sigurður Skúlason. íbúðinni og kynnist ungum léttlyndum svertingja, hjúkr- unarmanni í flotanum og gef- ur honum ást sína; hann ger- ir henni bam og hverfur síðan. Þá gerist kynvilltur fátækur listnemi félagi hennar og reyn- ist Jo hin bezta systir eða móð- ir, gætir hennar eins og sjáald- urs auga síns; en sú huggun Ritgerðir um Sovétrikin Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna hafa á- kveðið að efna til ritgerðarsam- kcppni í sambandi við fímmtíu ára afmæli Sovétríkjanna. I frétt frá MÍR segir, að til þátttöku sé boðið þeim sem stunduðu nám við mennbaskál- ana eða framhaidsdeiid Verzl- unarskólans veturinn- 1966 — 1967. Efnið er Sovétríkin fimm- tíu ára og á ritgerðin helzt að fjaila um einhvem þátt sov- éxkrar nútfimamennángar (hug- vísindi, listir, þjöðféiagið, raun- vísindi, tækni, o.s.frv.) eða þró- un sftóks þáttar eftir byltinguna 1917. Lengd er ekiki tiltekin en miða má við venjuiega heima- ritgerð í skólanum. Fyrstu verðiaun eru ferð til Sovétríkjanna, önnur verðlaun eru kvik myndatökuvél og þriðju verðlaun ljósmyndavél. Ritgerð- ir í samkeppninni sikal merkja duilnetfni (lykill að því fylgi í loikuðu umslagi) og koma þeim, annaðhvort beint eða í ábyrgð- arpósti, á skrifstofu MÍR, Þing- hofltsstræti 27, Rvík, fyrir 1. ofct. n.k. — (Frá MlR). tekur einnig enda. Helen snýr heim aftur þegar friðill hennar er orðinn leiður á henni og rek- ur hana á dyr, og aumingja pilturinn verður að hrökklast á burt; fæðingaríhríðirnar byrja. Jo var óvelkomin í heiminn og hlaut hið hörmulegasta uppeldi — og tæpast verða betri örlög múlattans litla sem hún ber undir belti. Segja má að meginhugsun ‘ leiksins sé þessi: Tilveran er óbærileg og sár, en okkur er ekki annað líf gefið og því£ber að taka öllu með karlmennsku og ró. Skáldkonan er hreinskil- in og sannsögul og blessunar- lega laus við alla tæpitungu tilfinningasomi, og sú algera svartsýni sem einkennir Beck- ett og aðra nútímahöfúnda er henni víðs fjarri. Hún greinir frá sorglegri sögu, en á þó framar öllu til ríka kímni og kátínu, fólk hennar er þrung- ið lífslöngun þrátt fyrir allan ósómann, kann vel að meta hinar fáu og strjálu sólskins- stundir ástar og leiks, lætur ekki bugast; búið ódrepandi seiglu öreiganna í iðnaðarborg- um okkar daga. Sviðið er of þröngt ó alla vegu og leikendurnir ærið ólík- ir að hæfileikum og þroska, en slíka erfiðleika lætur Kevin Palmer ekki á sig fá; sýning- in er samstilltari, þróttmeiri og áhrifaríkari en ég hafði þorað að vænta. Leikstjórinn er ná- kunnugur leikritinu og skáld- konunni, réttan skilning hans þarf ekki að draga í efa. Hann sparar sízt af öllu sterka liti og hörð átök, líf og fjör og rétt hrynjandi virðast helztu einkunnarorð hans, og leikend-^ um sínum hefur hann reynzt mikill leiðbeinandi og kennari. „Hunangsilmur" er í flestu ný- tízkt verk í sniðum, tónlist, dans og látbragðsleikur eiga þar miklu hlutverki að gegna, og njóta sín yfirleitt með ágæt- um; hljómsveit rúmast reyndr ar ekki í Lindarbæ og verður að flytja tónlistina af segul- bandL Og oftlega snúa leik- endur máli sínu beint til á- heyrenda, og má þar einhig glöggt kenna óhrif frá hinu epíska leikhúsi Bertolts Brechts. Þó að ef til viH hefði þurft nokkru lengri æfingartíma verður ekki ahnað sagt en Kevin Palmer haldi á öllum þráðum í styrkum höndum. Sviðsmyndina gerði Una Coll- ins og hefur leyst það vanda- sama verk af listfengi og hug- kvæmni og tekizt að nýta hið örlitla rými til hins ýtrasta. Búningar hennar eru mjög skemmtileg og gerhugsuð verk og þarf ekki að minna á annað en skartið sem gleðikonan Hel- en skrýðist á sínum veltidögum; en Una Collins teiknaði raunar búningana fyrir frumsvningu leiksins í' London. Jo er alltaf á sviðinu, enda eru atburðirnir framar öllu séðir með hennar augum, mik- ið og vandasamt hlutverk og falið Brynju Benediktsdóttur, hinni ungu leikkonu. Útlit henn- ar er mjög við hæfl, hún er eins krakkaleg í látbragði, vexti og hreyfingum og heimt- að verður með sanngimi. Til- svörin voru að vísu ekki alltaf nógu hnitmiðuð og sannfær- andi, nógu ríka innlifun kann að hafa skort á suimim stöðum. En hún lýsti hinni kornungu hrjáðu stúlku djarflega, hrein- skilningslega og skynsamlega, sýndi það ljóslega að Jo er ekki neinn engill heldur fómardýr rangsnúins uppeldis og erfða; hún er hugrökk, viðkvæm og einlæg og þráir ástina, en frek og brögðótt þegar svo ber und- ir. Og oft lék Brynja af ósvikn- um þrótti, ekki sízt þegar dækj- an móðir hennar ræðst á Jo með kjafti og klóm — eitt minnisverðast atriðanna allra. Brynja Benediktsdóttir hefur aldrei farið með jafnstórt hlut- verk áður, þessi frammistaða hennar spáir góðu. Það sópar að sjálfsögðu veru- lega að Helgu Valtýsdóttur í ágætu gervi hinnar mannóðu gleðikonu og hirðulausu móður, þar er bæði um að ræða skarp- lega skapgerðarlýsingu og auð- uga og blæbrigðaríka kímni. Ekki verður sagt að leikkon- an og leikstjórinn hlífi hinni ósvífnu og grófgerðu konu, hún hefði kannski mátt vera ofur- lítið mannlegri þrátt fyrir allt. En hitt er víst að í snjöllum meðförum Helgu verður inn- ræti og öU saga Helenar ljós og lifandi, hún er „mædd af of löngu flugi“, en lifnar öll við þegar karlmenn og peningar eru annarsvegar, hún gefst sannarlega ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Bessi Bjama- son er blátt áfram óaðfinnan- legur og óborganlegur sem Pet- er, slarkarinn og ílagarinn maður Helenar, og fer svo vel með hvert einasta orðsvar að til fyrirmyndar má telja, en útUt hans og öll framganga í íullkomnu samfæmi. Túlkun hans er í senn hnitmiðuð og mjög fyndin en hann yfirleik- ur aldrei, hvort sem Peter kem- ur inn íullur eða ófuHur; nær- vera hans hleypir æmu lífi í leikinn. Gísli Alfreðsson er sverting- inn ástmaður Jo, og fer skemmtilega og notalega með Mw*verkið. Piltur þessi er barnalegur og myndarlegur í senr> eins og hann á að vera, og áhyggjuleysi hans og skeyt- ingarleysi lýsir Gísli skýrt og skilmerkilega. Loks er leiknem- anum Sigurði Skúlasyni falið það vandaverk að lýsa vininum óg viðrminu Geoffrey, kven- legum tilburðum hans og góð- mennsku. Sigurður hefur áður sýnt að hann er efnilegur pilt- ur, en fær að vonum ekki við allt ■ ráðið; framsögn hans er oft helzti viðvaningsleg og ó- þroskuð sem að líkum lætur. En við útlit hans og framgöngu mátti vel una og hann hafði réttilega samúðina sín megin; og oft var gaman að samleik unga fólksins. Sigurðar og Brynju. Eftir frábærum viðtökum leikgesta að dæma ætti „Hun- angsilmur", ekki að þurfa að kvíða komandi degi. Að því ég veit bezt hefur komið til mála að flytja sýninguna á aðalsvið leikhússins. þá tilraun tel ég rétt og skylt að gera. Á. Hj. Lyfjafræiiitgsr méfmæfa bráða- birgðalögunum í gær sendi stjórn Lyfjafræð- inga félags íslands Jóhanni heilbrigðismálaráSherra bréf þar sem mótmælt er harð- lega setningu bráðabirgðalag- anna um að banna verkfall lyfjafræðinga og skylda þá til að vinna áfram eftir óbreyttum samningum. Er hréfið svohljóð- andi: „Herra heilbrigSismálaráð- herra, Jóhann Hafstein, Reykja- vík. Stjóm Lyfjafraeóingafélags ís- lands mótmælir hérmeð harð- lega setningu bráðabirgðalag- sem einsdæmi eru í ís- lenzkri löggjöf og löggilt hafa uppsagða samninga okkar við Apótekaraféiag íslands. Þamiig erum við knúin til að hefj» vinnu við algerlega óviðunandi kjör eftir fjögurra vikna vcrSt- fall. Oss þykir sem þér haffS með afskiptum yðar algerlega tekið málstað Apótekarafélags íslands enda þótt könnun sú sem ráðuneyti yðar stóð fyrir sýndi réttmæti launakröfu- okk- ar. F.h. stjómar Lyfjafræðingafé- lags íslands Axel Sigurðsson.“ Jbúaskrá Borgar- fjarðar og Mýra- sýslu gefin út Nýlega er komin út á vegum Sögufélags Borgarfjarðar rbúa- skrá Borgarfjarðar- og Mýra- sýslu samitovæmt manntali l.des- ember 1964. Rit þetta greinir nöfn þeirra bæja er þá voru í byggð ásamt nöfnum, fæðingár- degi og ári og fæðingarstað allra þeirra er áttu þá Iögheimili á þessu svæði, svo o*g stöðu hvers og eins á .heimili. Petra Péturs- dóttir á Skarði tók rit þettasam- an að mestu leyti. Félagar Sogii- félags Borgarfjarðar geta vitjað rits þessa til Sigurðar Jónssqnar frá Haukagili, Víðimel 35, og er þess vænzt að ársfélagar greiði þá um leið árgjaild 1967. Minningarsjóður Stofnaður hefur verið minning- arsjóður um Ragnheiði Jónsdótt- ur rithöfund og verður honum varið til að styrkja búnaðbarna- herbergis í fyrirhugaðri bygg- ingu yfir Listasafn AJþýðusam- bandsins að Laugavegi 18, 4. hæð, og í Bókábúð Helgafettis, Laugavegi 100. (Frá Listasafni ASÍ). LISTSYNINGAR myndlist Mikil gróska virftisi vera i myndlistarlífinu um þess- ar mundir og voru opnaðar fjórar sýningar í Reykjavík og nágrenni um hvítasunn- una. Guðni Hermansen frá Vest- mannaeýjum sýnir rúmlega 40 olíumálverk og nokkrar kríla- litmyndir í Listamannaskálan- um og verður sýning hans opin út þessa vi'ku. Guðni Herman- sen hefur tvisvar haldið sýn- ingu í Vestmannaéyjum en þetta er hans fyrsta sýn- ing í Reykjavík. Er ekki ‘að efa að margir munu leggja leið sína í Listamannaskálann næstu daga.því að hér er nm sérstæða sýningu að ræða. Benedikt Gunnarsson listmál- ari opnaði um síðustu helgi ■sýningu á verkum sínum að Kastalagerði 13 í Kópavogi. Þar eru til sýnis ékki færri en 80 verk, mest otíumélverfc, en einnig teikningar og nokkr- ar svartlistarmyndir. Sýning- unni er komið fyrir í húsi sem listmálarinn er að byggja og eru öll herbergi undirlögð. Þama gefst mönnum t.d- kost- ur á að sjé málverfcasýningu í baðherhergi. Benedikt hefur áður haldið sjö sýningar í Reykjavík en þessi er sú fyrsta í Kópavogi, einnig hefur hann verið með á öllum sarrmorrænum sýning- um að nndanfömu. Nú á hann t.d. verk á nwrænni málverka- sýningu í HasseJbyhöll í Stokk- hólmi ásamt fimm öörum ís- lenzkum málurum. — Sýningin í Kópavogi verður opin kl. 3- 19 daglega út -þessa vifcu. Þá var eirmig opnuð sýn- ing Eggierts Guðmundssonar á 3Ú mólverkum í vinnusal hans' að Hátúni 11 og rmm hún standa í tíu daga. Þótt liðrn sén á þessu vori 40 ár frá fyrstu sýningu Eggerts tel- ur hann ástæðuiaust að kalla þetta afmælissýnrngtj enda er efcfci wm yfirlitssýningu að ræða heldur er mönmum aðeins gefinn kostur á að sjá ýmis nýjustu verka hans aufc nofck- urra eldri. Bcncdikt Gunnarsson. Sýning Eggerts verður serr fyrr segir opin í tíu daga nem; sérstakt tílefni gefist til a< framlengja hana. — Sýningar tími daglega er klukkan 2-10 Sýning Myndlista- og hand íðaskóla Islands var opnuð ; laugardag í húsakynnum skól ans að Sfcipholti 1. Var sýrr ingunni skipt i þrennt: 1 Myndmótun í sambarndi vá teiknun, 2. Vefnaður og 3 Au glýsingateik nun. Að lokum skal þess getrð a< nú stendur yfir sýrung í Ás mundarsal víð Freyjugotu. Þa sýnir ísleifur Koniáðisswn. otía málverfc og er þetta 4. sýrwrt; hans. I á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.