Þjóðviljinn - 28.06.1967, Síða 10
1
10 SlÐA — ÞJÓÐViLJINN — Miðvitodagur 28. júrá 19SJ.
P.N. HUBBARD
y
BROTHÆTT
GLER
30
hvers virði diskurinn er mér í
peningum. En hann er allavega
aðeins hluti af eigum Elísabetar
fraenku. Frá peningalegu sjón-
armiði er dauði hennar mér
verðmeiri en sem nemur verð-
gildi disksins. Og svo kemur
fleira til en peningar. En ég
get ekki gert neitt fyrr en hún
er dáin.
Við héldum áfram að horfa
hvort á annað. SvO sagðd ég:
— Ég leyfi þér svo sannarlega
að orða þetta þannig. Það vseri
ekki hasgt að orða það betur-
En leyfðu mér fyrir mitt leyti
að íhuga þessar aðstæður sem
þú lýsir svo greinilega og at-
huga hvort eitthvað er hægt að
gera. Svo er eitt enn. Er nokkur
hér sem veit eða hefði getað
komizt að nógu miklu um disk-
inn þinn til að setja hann í sam-
band við grei.n Levinsons ef við-
komandi hefur lesið hana? Þú
segir að diskurinn hafi ekki
vakið neina sérstaka athygli á
liðnum árum. Og ég geri ekki
ráð fyrir að hann hafi alltaf
verið hafður undir lás og slá.
Ef til vill vita einhverjir um til-
veru hans og uppruna. Veiztu
hvort svo er?
Hún hristi höfuðið. — Aðeins
Seaton.
— Það er lögfræðingurinn- Þú
hefur minnzt á hann áður. Þú
m
fEFNI
SMAVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. haeð (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og 6nyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
sagðir að hann væri ágætur.
— Það er hann líka. Hann
veit að gripurinn er til og ég
taldi skynsamlegt að segja hon-
um frá heimsókn Levinsons og
skrifum hans. En hann segir
engum neitt. Ég er 'búin að
tryggja það.
Ég hugsaði aftur sem svo, að
mér hefði þótt gaman að sjá
þennan Seaton. Claudia virtist
hafa algert taumhald á honum.
Ég vplti fyrir mér hvort það
teldist til misferlis í starfi, þegar
lögfræðingur lét skjólstæðing
tæla sig. Ef til vill átti það að-
eins við um lækna. Kannski var
þetta líka misskilningur minn.
Ef til vill var. Seaton vammlaus
afamanngerð. En .samt — ég
neyddi sjálfan mig til að hætta
að hugsa um hinn óþekkta Sea-
ton og sagði: — Enginn annar?
— Alls enginn. Hvers vegna?
Er enn verið að elta þig?
— Ég er búinn að segja þér
það. Eins og Elísabet frænka
finnst mér fólk vera á sveimi.
— Og það líkar mér ekki? Hún
brosti til mín. Brosið var dá-
lítið móðurlegt og fullt af um-
burðarlyndi, sem var reyndar
fráleitt hjá Claudíu, en þó svo
aðlaðandi að ég bráðnaði allur
meðan ég horfði á það- Hún
sagði: — Allt í lagi, Johnnie. Ég
lít eftir hlutunum. Ætlarðu aft-
ur til London?
Mig langaði til að neita þvi,
en þó lá svt> beint við að ég
færi þangað að ekki tók því að
tala um það. Ég kinkaði aðeins
kolli. Claudía sagði: — Ég mun
sakna þín eins og þú veizt. Og
ég vissi það reyndar. Þrátt fyrir
allt sem ég vissi, þá vissi ég að
í rauninni myndi Claudía sakna
mín. Og hvað sjálfan mig snerti,
þá vissi ég hvað mín beið.
Ég þokaði mér nær henni en
klaufjárnið í buxnaskálminni
hefti för mína. Hún sat í sófa-
horninu og horfði á mig og hall-
aði dálítið undir • flatt. Þrisvar
áður hafði ég séð hána þannig,
en nú var þessi mynd grópuð í
huga mér. Ég stóð upp og í ann-
að skipti þetta kvöld fór ég að
draga vamig jámvörusalans upp
um buxnastrenginn-
Jafnvel Claudía sýndist dálít-
ið hvumsa. Hún sagði: — Hvað
er þetta Johnnie? Eitthvað nýtt?
Ég held ekki —•
Ég sagði: — Hafðu engtar á-
hyggjur. Legðu niður vopnin,
Eros. Dagverkinu er lokið. Ég
dró skrúfjámtð ttpp 6r hinni
buxnaskálminni og lagði það við
hliðina á klauf járninu á sætið á
armstól frá Viktoríutímanum. Ég
hlýt að hafa skilið við þau tæpt,
þvi að tim leið og ég sneri mér
aftur að Claudíu, ultu verkfærin
niður í gólfið með skeKilegu
glamri. Ég lét þau liggja.
Claudía fór aftur að hlæja og
nú tók ég undir. Við hlógum svo
ókaflega að ég ætlaði aldrei að
geta hætt. Hún hallaði höfðinu
afturábak Dg sagði: — Hann var
ekki í skápnum, Johnnie. Hann
var alls ekki í skápnum. Og þú
með öll þessi verkfæri — Hún
benti dösuð á verkfærin á gólf-
inu og fór aftur að hristast af
hlátri. Ég tók um axlimar á
henni og hún hörfaði eins og hún
hafði gert á stígnum, en nú hélt
ég henni fastri og hristi beinlín-
is úr henni hláturinn.
Ég gekk gegnum Dunstreet
undir morgun hlýtur að vera. Ég
hafði misst allt tímaskyn og
nennti ekki einu sinni að líta á
úrið mitt. Þetta virtist allt á
enda, en samt var ekkert á
hreinu. Það virtist jafnómögu-
legt að yfirgefa Claudíu og að
vera hjá henni. Ég gat ekki hætt
að hugsa um tözzuna, en gat þó
ekki einbeitt huganum að þeirri
einu skynsamlegu leið sem myndi
leiða mig til hennar.
Hvað sem öðru leið, varð ég að
komast til London. Það var dá-
lítið sem mig langaði til að
•'la og það var ekki víst að ég
kæmist að því þar, en ég kæm-
ist að minnsta kosti hvergi að
því annars staðar. Ljósin loguðu
alla nóttina á torginu í Dun-
street en hliðargötumar voru
dimmar. Ég gekk aleinn um í
röku, mjúku loftinu Dg mundi
varla hvernig skellibirtan og
innilokað loftið var í London.
Það var næstum eins og ég hefði
alltaf verið þama.
Undir morgun kom hreyfing á
loftið og dálítil gola barst utanaf
sjónum og bærði dauð laufin
sem lágu hér og þar á gangstétt-
unum og í göturæsunum. Ég var
dauðþreyttur og hélt nú í áttina
að Fleur-de-Lys. Þegar ég kom
þangað mundi ég allt f einu
nafnið sem ég hefði verið að
reyna að rifja upp. Joachim. Það
var rétt, ungfrú Joachim. Ef til
vill hafði Levinson gamli verið
gyðingur eftir allt saman. Ég
velti fyrir mér hvar ég gæti náð
f ungfrú .Toachim. En það gæti
beðið til morguns.
Ég stakk klaufjáminu og skrúf-
jámifiu innundir jakkann minn.
Claudía hafði ekki viljað þiggja
þau í minjasafnið sitt og kærði
sig ekki um að hafa þau liggj-
andi á gólfteppinu hjá sér. Nú
fyrst datt mér í hug, að lög-
regluþjónninn í Dunstreet kynni
að hafa orðið tortrygginn ef
hann hefði mætt mér f morguns-
árið á randi um götumar með
þessi verkfæri standandi uppúr
vösunum- En maðurinn sem
hleypti mér inn var of syfjaður
til að taka eftir neinu, og ég
kom gripunum upp á loft óséð-
um.
SEXTANDI kapli.
Húsið f St. John's Wood var
ennþá tómt. Uti var spjald sem
á var letrað Til söha. Þetta var
stórkostlega eftirsóknarverð fast-
eign og fyrst hún var enn á laus-
um ki!li hlaut Levinson fjölskyld-
an að hafa verðlagt hana geysi-
hátt og hafði efni á að sitja og
bíða eftir kaupanda. Carmichaels
höfðu söluna með höndum og
þeir létu sér ekki lynda nein
smánarboð. Þetta gæti tekið
tírnann sinn.
Carmicháelsfyrirtækið var svo
agndofa yfir því að nokkur skyldi
koma þangað í öðrum tilgangi en
að kaupa hús, að það tók sinn
tíma að ákveða viðeigandi við-
brögð. Á meðan hafði ég staðið
í ströngu. Ég útskýri erindi mitt
í þriðja sinn. — Mér þykir leitt
að þurfa að ónáða ykkur, sagði
ég, — og auðvitað veit ég að
þetta er ekki í ykkar verkahring.
En mér flaug í hug að þið kynn-
uð að geta hjálpað mér. Ég var
vinur Levinsons sáluga. Satt að
segja" var það ég sem kom að
honum látnum svo óskemmtilegt
sem það nú var. En ég er alveg
ókunnugur fjölskyldu hans og ég
geri ráð fyrir að þeir séu selj-
endumir. Ég þyrfti að komast
i samband við manneskju úr
þjónustuliði hans- És er viss um
að lögfræðingar herra Levinson
gætu gefið mér upplýsingar um
dvalarstað viðkomandi persónu
— en ég veit ekki hverjir þeir
eru, lögfræðingamir á ég við. Ef
þér gætuð gefið mér upplýsingar
um það —
F'ulltrúinn bakvið borðið virt-
ist allt í einu eygja Ijósglætu.
Andlit hans varð fagnandi. —
Þér viljið fá að vita hver hefur
lögfræðilega umsjón með búi
herra Levinsons? 'sagði hann.
— Ég Tjýst við því, já.
— Þér álítið að þeir gætu
gefið yður nauðsynlegar uppiýs-
ingar?
Ég sagði: — Ég þarf að kom-
ast í samband við fyrrverandi
ráðskonu herra Levinsons heit-
ins, ungfrú Joachim er nafn
hennar. Ég veit ekki hvar hún
er stödd, en ég tel vfst að lög-
fræðingar herra Levinsons hafi
heimilisfang hennar. Ef þér gæt-
uð sagt mér hverjir þeir eru,
þá gæti ég ef til vill spurt þá.
— Ég reyndi að gena tilmælm
sem meinleysislegust.
Maðurinn ljómaði af ánægju.
Hann sagði: — Það var og, það
var og, bg andaði gegnum nefið
með nokkrum gný og hélt áfram
að ljóma. Síðan sagði hann: —
Jæja, herra Slade, ég sé enga
ástæðu til að neita yður um að-
stoð okkar f þessu máli. Ég
bendi yður á að leita til fyrir-
tækis að nafni Russ & Jerrold í
Lincoln Inn Fields. Það kæmi
mér ekki á óvart þótt þér fengj-
uð þar þær upplýsingar sem
yður vanhagar um.
— Það gleður mig, sagði ég.
Það mun ég gera.
Ég þakkaði honum fyrir og hélt
til dyra. Áður en ég vár kominn
þangað var hann kominn f sím-
ann. Ég átti von á því að fyrir-
spurn mín hjá Russ & Jerrold
kæmi ekki á óvart, enda reynd-
ist svo. Hvort sem nokkrir
Russar eða Jerroldar voru á tak-
teinum, þá hét sá Moss sem ég
talaði við. Hann var dökkhærður,
þar sem hann var ekki sköll-
óttur og mjðg ungur og vin-
þórður
sfóari
4936 Wallace reynir enn. „Auðvitað tilheyra peningamir okkur
ekki. En ef við segjum frá þessum fundi fáum vrð yör okkur
iögregluna og önnur yfirvöld, tryggingafélögin og guð má vita
hvað fleira . . . Og þá fara líka aðrir á kreik til að ná í fjár-
sjóðina sem liggja þama á hafsibotni Nú er Furet sjáKum
nóg boðið. „Það kemur ekki málinu við“, segir hann, „ekkjan
á írlandi . . . “ „Ef hún er þá enn á lífi,“ grípur hinn kuldalega
fram L „Hvort sem er,“ segir Þórður ákveðinn, „við höfum
engan eignarrétt á því sem er í skipinu, hvað sem það nú erl“
Amerikaninn þegir. Nú er um að gera að úera slunginn, hugsar
harm með sér.
Þvoið hárið úr LOXENE-Shampoo — og flasan fer
SKOTTA
— Dónni, vertu nú hjálplegur og berðu einn af bökkunum fyrir
hana.
ATHUGIÐ!
Breytið verðlítilli krónu
í vandaða vöru
Húsgagnaverzlun Þorsteins SigurðssoBar,
Grettisgötu 13 (stofnuð 191«) sími 14099, leysir vardann.
Terylene buxur
og gallabuxur í öllrtm stærðum. — Póstsendum.
Athugið okkar lága verð.
O.L. Traðarkotssundi 3
(móti ÞjóðleikhúsinuJ, — Sími 23169.
RADlffNETrE
tækin eru byggð
fyrir hin erfiðustu
skilyrði
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionette-verziunin
Aðaistræti18 sími 16995
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Vesturgötu 2.
Bátabylgjur
Klapparstíg 26
Sími 19800
VBÚÖIN
Condor