Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 10
1 16 SÍÐA — ÞJÓÐVXUINN — Þriðjudagur 10. október 1963. WINSTON GRAHAM: MARNIE 19 í einu grafkyrr og stardi á mig. En svo spurði hún hvort ég vildi nú taka orð mín aftur og ég neitaðd því, og þé kom svo und- ariegur svipur í augun á henni, eins og henni yrði allt í einu Ijóst að þetta væri gaman. Og hún barði mig á hinn vangann, svo að ég fékk suðu fyrir eyrun og önnur stelpan sagði: haltu á- fram, Shirley, haltu áfram — þangað tU hún fer að grenja. Og Shirley hélt áfnam að slá mig sitt undir hvom. En auðvit- að var enginn hsegðarleikur fyr- ir hinar tvær að halda mér fastri, og loks tókst mér að sparka mér lausri og mér tókst að keyra höfuðið inn í magann á henni og reka hana upp að vegg áður en ég tók á rás útúr portinu og upp eftir götunni. En þær komu æðandi á eftir mér alllar þrjár. Ég hljóp eins og ég ætti h'fið að leysa og þær gáf- ust ekki upp fyrr en ég kom í göéuna heima. En ég þorði éfcki að fara inn, því að ég vissi að ég fengi hræði- lega útreið ef ég léti sjá mig svana á mig komna. Ég var með blóðnasir og ég hafði týnt skóla- töskunni minni og auk þess höfðu þær slitið hnappana af blússunni minni og rifið spælinn af képunni minni. Þegar hér var komið í draumn- um, fór ég alltaf að gráta — og þá vaknaði ég, og ef ég vaknaði ekki, þá byrjaði draumurinn upp á ný. En strax og ég vaknaði almennilega, komst ég að raun um að ég hafði í raun og veru ékki vetið að gráta, því að aug- un á mér voru hörð og þurr. Síðan ég var tólf ára hef ég í rauninni aldrei grátið, nema í þeim tilgangi að hafa áhrif á einhvem. í draumnum komst ég aldrú lengra en þetta — en í raun og veru gerðist allt annað en ég hafði búizt við, þegar ég kom heim þennan dag. Ég sat stund- erkorn á * eldhúströppunum og sauð saman sögu um það, að ég hefði verið að koma fyrir hom- ið á Preyer stræti og ætlað yfir götuna, þegar strákur á hjóli hefði ekið á mig. En þegar ég kom inn í stofuna, var Stephen frændi þar fyrir. Hann hafði komið með skipi sínu sama dag- inn og mamma og Lucy voru að taka til mat handa honum. Ég 6agði þessa skáldsögu mína og mamma og Lucy gleyptu við Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda ZL. SÍMX 33-968 henni, af því að þær voru svo önnum kafnar við að snúast kringum gestinn og máttu ekki almennilega vera að því að sinna mér. En ég tók eftir því að augu hans litu ekki af mér andartak, meðan ég var að segja söguna, og hann var dálítið skrýtinn á svipinn. Mér þótti það leitt því að ég hafði altaf dáðst mjög að honum og hugsað með mér að honum vildi ég líkjast ef ég hefði verið karlmaður. Hann var talsvert yngri en mamma og hann var hár vexti og mynd- arlegur, en hann hafði hærzt snemma, því að í þetta skipti hefur hann naumast verið nema fertugur, og hann var næstum hvíthærður. Ég man vel, að það var ekki nóg með að hann virti mig fyr- ir sér með vantrúarsvip í aug- unum, heldur virti hann mig fyrir sér frá hvirfli til ilja og virtist verða undrandi yfir því sem hann sá, því að ég var næst- um fjórtán ára og var að verða fullorðin. Ég man að ég hélt rifnu blússunni saman að of- an meðan hann var að horfa á mig, því að þótt ég vissi auð- vitað að Stephen frændi hefði ekki annað en gott í huga þegar hann var að horfa á mig, þá vissi ég samt að hann var. karl- maður og hlaut að sjá að ég var bráðum orðin kona. Þegar við vorum búin að borða, sagðist hann ætla að ganga með mér þangað sem ekið hefði verið á mig, svo að við gætum fundið skólatöskuna mína. Ég gat ekki afþakkað það, og á leiðinni sagði hann mér frá Suðurameríku, þar sem hann hafði nú verið, og ég spurði hann um hestana þar. Svo fundum við götuhornið, þar sem ég sagðist hafa orðið fyrir- óhappinu, og við fórum áð leita að skólatöskunni minni, og skömmu seinna laumaðist ég inn í portið, þar sem ég vissi að hun var, og þar stóð hún upp við vegg og við fórum með hana heim. — En á leiðinni spurði Stephen frændi: — Hvernig atvikaðist þetta — ef þú segir satt og rétt frá, Mar- nie?. Ég varð svo ofsareið yfir því að mér var ekki trúað — ein- mitt vegna þess að það var hann sem trúðj mér ekki — að ég tuggði alla söguna upp aftur. Ég lýsti hjólinu og drengnum og konunni sem hjálpaði mér á fætur og lýsti því hvernig hún hefði verið klædd og hvað ég hefði sagt og hvað hitt fólkið hefði sagt; því að nú munaði minnstu að ég tryði þessari sögu sjálf. Og loks sagði Stephen frændi líka: — Allt í lagi, bless- að bam. Mér fannst þetta bara — dálítið — skrýtið. En ég heyrði vel á rödd hans að hann trúði mér ekki enn, og það fyllti mig örvæntingu, því að mér stóð engan veginn á sama um álit hans. Það sem eftir var leiðarinnar gengum við þögul hlið við hlið, því að ég var önug og afundin. En þegar við vorum komin að dyrunum heima, spurði hann aílt í einu: — Hefurðu nokkuð hugs- að um hvað þú ætlir að verða þegar þú ert búin í skólanum? Hvað gætirðu hugsað þér að gera? Og ég svaraði: — Ég vil gjarn- an fást ertftwað vfð dýr, hetzt hesta. — Það eru m-argar stú&ur sem vilja það. En ef þú getur það ekki, hvað þá? — Ég veit það ekki. — í hverju ertu duglegust í skólanum? — Eiginlega engu. — Er þetta nú ekki of mikil hógværð? Móðir þín segir að þú sért dugleg að reikna. — Já. ég er ágæt í samlagn- ingu. — Ætli það sé nú allt og sumt? Já, já, Mamie litla, við tölum saman næsta ár. Ég vil gjaman reyna að hjálpa þér á einhvern hátt, senda þig ef til vill á eitthvert námskeið — gefa þér tækifæri til að komast út í heiminn. Það er svo margt að sjá og reyna annars staðar, Marnie, og ég vil gjaman að þú — komist — burt. Fimmtudaginn fimmtánda sept- ember gekk ég ein frá öll- um launaumslögunum. Mér var boðin Jennifer Smith til aðstoð- ar, en ég sagðist ekkert kæra mig um hana og þeir lögðu ekki frekar að mér. Klukkan tvö á fimmtudag . skrifaði ég á- vísun á ellefu hundruð og fimm- tíu pund og svo fór ég til herra Holbraoks og fékk hann til að undirrita hana. Síðan afhenti ég Howard, dyraverðinum, hana og Stetson, bókaranum, fór hann í bankann og leysti hana út. Þeir komu til baka með peningana í tveimur bláum pokum, sem þeir afhentu mér. Við þessi ellefu hundruð og fimmtíu pund bætti ég nú við hundrað og fimmtíu pundum, sem sé tekjunum úr smásöluverzluninni, og svo fór ég að leggja peningana í launa- umslögin. Enginn truflaði mig og ég vann rösklega og án taf- ar. Þegar klukkan var orðin fimm hafði ég lokið þrem fjórðu hlutum af verkinu, og þegar herra Ward kom inn til mín til að læsa launaumslög- in og afganginn af peningunum í peningaskápnum, spurði hann mig hæðnislega, hvort ætlun mín væri að gera ungfrú Clabon at- vinnulausa. Og svt) leið enn ein vika. Ég fékk póstkort frá Susanx, sem var orðin aSgóð vinkcaia mín. „Dásamlegt veður. Var að koma úr sjórrum. Sj-áumst bráðum. S. C.“ Það var ekki öldungis vist að við sæjumst bráðum. Vikuna á undan hafði ég gert mér ýmiss konar erindi fram í prentsmiðjuna og hafði fiöað við alls konar pappírsgerðir sem lágu í stórum hlöðum, bæði í geymslunni og annars staðar í húsinu.. Á þriðjudaginn fór ég til eins af ungu mönnunum við skurðarvélina. Hann hét Öswald og ég sagði við hann: — Gætuð þér gert mér mikinn greiða? Ég þarf að sjá um kvenfélagsbasar á laugardaginn, og skemmtun er meðal annars fólgin, í alls kon- ar leikjum og keppnum. Ég þarf að nota heilmikið af pappírs- miðum, sem þáttakendurnir geta skrifað á. Haldið þér að þér væruð fáanlegur til að skera slíka miða fyrir mig? — Það er ekki nema sjálf- sagt, ef þér segið mér aðeins hvað þeir eiga að vera stórir. Og hvernig pappír það á að vera. Miðarnir eiga að vera á stærð við póstkort, eða kennski ögn lengri — já, helzt tveim, þrem sentimetrum lengri. Má ég kannski sjálf velja pappír- inn í stöflunum þama frammi? — Já, gerið svo vel. Það skul- uð þér gera. Og ég fór og valdi mér papp- ír, og hann skar hann fyrir mig í umbeðna stærð. Fimmtudaginn tuttugasta og annan september var mjög hvasst og ryk og visin lauf þyrl- uðust eftir gangstéttinni fyrir utan prentsmiðjuhúsið. Haustið hafði byrjað snemma og ég vor- kenndi þeim sem höfðu ætlað sér að dveljast við sjóinn í leyf- inu og urðu7 nú að ráfa eftir vindskeknum ströndum — eða híma innan dyra. En þetta var ljómandi veður til reiðmennsku. Bezta veður sem hugsast gat. Ég var með tólf hundruð vandlega skorna bréfmiða í handtöskunni minni þennan dag. Þeir voru í fimmtíu seðla búntum með teygju utanum hvert búnt. Allt þetta hafði Oswald séð um fyr- ir mig. Mark Rutland gerði mér auð- veldara fyrir með því að fara af skrifstofunni strax eftir há- degið. Ein af ungu stúlkunum 1,5 miljön Radionette-útvarps og sjónvarpstæki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á Iandi. Radionette-tækin eru seld í yfir 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra. BETRI HLIÓMUR - TÆRARI MYNDIR FcstivalCordmodclI Fcstival Sjalusi 'Kurer FM de Luxe Kviníctt Hi-Fi Storco Scksjon Festival Scksjon Órand Fcstival Kvintctt Hi-Fl Stcreo GulvmodeU Ductt Scksjon GÆÐI OG FEGURÐ - GOLDILOCKS pan-eleaner pottasvampnr sem getur ekki ryðgað SKOTTA Það er bara einn gaUi á þessum siðu kjólum .... maður kernst efcki eins fljótt i símann! BÍLLINN Bílaþjónusta Höfðatúni 8. •— Símj 17184. Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍIAÞJÓNUSTAN Auðbreklcu 53, Kópavogi. — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumsf hjóla-, ljása- og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Órugg þjónus'ta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum breimjsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. i Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Drengja- og telpnaúlpur og gallabuxur í öllum stærðum. — Póst- sendum. — Athugið okkar lága verð. O. L. Laugavegi 71 BLADBURÐUR Þjóðviljann vantar fólk til blaðburðar í Kópavogi. — Sími 40753. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.