Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. oktöber 1967 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA J Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána: AÐ LIÐNU SUMRI Fáar eru minningarnar, sem við eigum frá útvarpsdagskrá • liðins sumars. AHt virðist hafa gengið nokkum veginn sam- kvæmt áætlun og snurðulaust. Að minnsta kösti svo snurðu- lítið, að þeir í ríkisstjóminni og þar í grennd, hafa ekki fundið ástæðu til að gera upp- steyt. Það mætti helzt til tið- inda telja, að Valdimar Jó- hannsson kallaði þætti Áma Böðvarssonar atvinnuróg. Þetta er stórt orð og heyrist ekki oft í útvarpi. En ekki hefur þó heyrzt, að téður Valdimar hafi verið beittur neinum refsiað- gerðum fyrir að missa þetta stóra orð út úr sér. Hinsvegar finnst mér sem að Ámi hafi tekið óþarflega há- tíðlega þessa árás, og glíma meir af kröftum en fimi. •— Tal hans um framburðargalla Valdimars gæti vakið tor- tryggni einhverra, er teldu, að hér væri um hefndarráðstöfun að ræða. Raunar finnst mér, að þætt- iir Áma hafi breytzt síðan þetta slys henti. Sú veiði- mannsgleði, sem löngum hef- ut einkennt spjall hans hefur- þorrið. \ En þótt hann hverfi nú í bili frá meinorðaveiðum á veg- um útvarpsins, myndi ég vilja óska þess að hann tæki þær upp á ný, áður en langir tím- ar líða, með endumýjuðum á- huga og veiðigleði. En meðal annarra orða: Finnst enginn réttlátur í Sód- óma? Segja blaðamenn ekkert, sem getur orðið öðrum til fyr- irmyndar? En ef svo ólíklega reyndist, þrátt fyrir allt, að jafnvel blaðamenn gætu orðað hugsun sína endrum og eins, þannig að til fyrirmyndar mætti verða fáfróðum lýðnum, hversvegna ekki að benda á það, jafnframt hinu, er tfl. við- vörunar er auglýst? Efst á baugi Þátturinn- Efst á baúgi iif- ir af öll misseraskipti. Ef eitt- hvað er, hefur hann heldur skánað með árunum. Ef til vill stafar þetta af því, að hið alþjóðlega andrúmsloft er ekki eins eldfimt og stundum fyrr. •Það sem helzt hefur háð flytj- endum þáttarins er að þegar þeir segja frá tíðindum aust- an tjalds, eða herma frá við- skiptum austurs og vesturs, glata þeir miklu af frásagnar- gáfu sinni, sem þeir eiga þó talsvert af og hafa oft sýnt," einkum Björn Jóhannsson. En engin regla er Ún undantekn- ingar. í sumar sagði Bjöm frá ungverskum karli, sem bjó með þrem konum langa ævi og vissi engin um aðra. Þessi saga var snilldarvel sögð og sýnir að maður þessi býr yfir þeim hæfileika að segja skemmti- lega frá, þó hann hafi því miður oft misst sjónar á þess- um dýrmæta hæfileika í gem- ingaveðrum vðraldarstjómmál- anna. Þá má minnast þess, að á liðnu sumri hafa heyrzt í þætt- inum Viðsjá og í ýmsum frétta- aukum fróðlegir og vel samd- ir pistlar, er þeir hafa flutt Jón Magnússon, Haraldur Ól- afsson, Hjörtur Pálsson og nokkrir fleiri. Daglegt líf Árni Gunnarsson fréttamað- ur hefur komið mjög við sögu FERÐIST MEÐ LANDSÝN. Landsýn býður upp á alla hugsanlega ferða- þjónustu innan lands og utan, með flugvélum, skipum, iárnbrautum og bifreiðum smáum sem stórum, — sér um útvegun hótela og leigubif- reiða hvort heldur er með eða án bílstjóra, — útvegar leiðsögumenn fil lengri eða skemmri ferða-, útyegar vegabréfsáritun og sækir um gjaldeyri svo nokkuð sé nefnt. Landsýn býður upp á lægra verðlag méð hverju ári og hagkvæm kjör, svo sem lánakjör Loftleiða —- „Flogið strax — fargjald greitt síðar'*. Takið ekki ákvörðun um ferðina án þess að leita upplýsinga fyrst hjá Landsýn. Cccloi: REISEBURO Ipu&níf? is® iFC.O'u’ "wœifr' intourist 4s L/\ N DGSil N t FERÐASKRIFSTOFA LAUGAVEG 54 - SfMAR 22890 & 22875 -BOX 465 w útvarpsins á liðnu sumri. Okkur gæti jafnvel dottið í hug, að líta mætti á hann sem nokkurs konar stokkandar- stegg stofnunarinnar. Hann hefur umsjá með þættinum Daglegt líf og tekur auk þess upp urmul af viðtölum við framámenn og ábyrga aðila, sem birtast í fréttaaukum. Þar hefur reyndar brugðið fyrir öðrum fréttamanni. Ég held að hann heiti Eggert Jónsson og er ákaflega leiðinlegur og miklu leiðinlegri en Árni. Árni er ekki beinlínis leið- inlegur, aðeins dálitið hégóm- legur. Manni finnst sem hann setji upp spekingssvip þegar hann spyr. Hann hefur á sér heldrimannasnið, jafnvel heil- ags manns fas. Hið síðast- nefnda einkenni kom glöggt fram, þegar hann ræddi við lamaða manninn í Hafnarfirði. En ég held, að þetta sé allt leikaraskapur. Ég held, að maðurinn líti í raun og veru ekki á sig sem speking, enn síður heldri mann og sízt af öllu heilagan. En þrátt fyrir allt er margt gott við þennan náunga. Ég held, að hann gæti orðið fyr- irmyndar fréttamaður og spyrj- andi, ef hann legði niður leik- araskapinn og reyndi að verða sem líkastur þvi og guð skap- aði hann. Skoðanakönnun Skoðanakannanir þær, sem Ámi hefur uppi haft símleiðis, eru dálítið einkennilegar, eða nánar tfltekið niðurstöður þeirra. Þegar hann spyr um álit manna á sjónvarpinu, fyrir- finnst enginn, sem vil missa Keflavíkur-sjónvarpið. Og enn spyrjum við. Finnst þá eng- inn réttlátur í Sódóma? Þegar hann spyr um, hvað menn geti sparað meðan bjargráðin frægu höfðu enn ekki séð dagsins ljós, virðist enginn geta spar- að neitt, nema ef til vill kon- an, er taldi sig geta sparað eitthvað í fatakaupum. Sfenni- lega hefur enginn hinna spurðu setið í rikisstjóminni. Þá myndi sá hafa getað sagt til um hvað hann ætlaði að spara. Og þegar hann sþyr um álit manna á bjargráðunum, bregð- ur svo við að enginn er á- nægður og sumir mjög óánægð- ir. Og enn hefur óheppnin elt hann. Enginn bjargráðasmið- anna kom í leitirnar. Hins- vegar reyndi hann að ná sér niðri á hinum spurðu, með því að spyrja, hvað þeir myndu hafa gert, og vafðist mönnum að vonum' tunga um tönn. Þeg- ar ráðherrar og sérfræðingar þeirra hafa legið með höfuð sín í bleyti mánuðum saman meðan bjargráðin vdm að þróast í heilabúum þeirra, er þess~ tæplega að vænta, að venjulegur maður geti svarað slíku á stundinni og umhugs- unarlaúst, enda spurningin sýnilega sett fram til þess að koma mönnum í bobba. Sennilega ,myndi ég hafa svarað Árna með annarri • spurningu, eitthvað á þessa leið: Hvort vilt þú heldur, að kon- an þín eigi næga peninga fyr- ir nælonsokkum, en verði að leggja sig í þá þoranraun,1 að standa klukkutíma í biðröð, þegar hún' kaupir þá, eða að hún eigi enga peninga til slíkra kaupa, en viti þó allar kven- fataverzlanir fullar af þessari vöru? Þetta er með öðrum orðum hin sígilda spurning um, hvort skárra sé að loka kaupgetu al- mennings inni, þegar í álinn syrtiT, eða slá hana niður. Hvorugur er kosturinn góður. en hvor þeirra er skárri? tlm Árni Böðvarsson Þorsteinn Hannesson Árni Gunnarsson það hefði átt að spyrja þjóð- ina í síðustu kosningum. Gróandi þjóðlíf í sumar var um tíma þátt- ur til skemmtunar hlustendum. Nefndist sá Gróandi þjóðlíf. Hugmyndin var góð, en fram- kvæmdin tókst miður en efni stóðu til. Og ég held, að stjórn- endur þáttarins, hafi í raun og veru verið menn til að gera betur en þeir gerðu, að- eins ef þeir hefðu þorað eða mátt höggva nær veruleikan- um. Þessir karlar sem við höfum kosið til að stjórna okkur, eru ekki eins fullkomn- ir og miklir af sjálfum sér og sínum verkum, eins og þeir þykjast vera. Við vitum, að þeir eru ófullkomnir og skrítndr, rétt eins og við hin- ir. Og einmitt af því að við vitum að þeir eru ófullkomnir og skrítnir, getur okkur þótt pínulítið vænt um þá og fyr- irgefið þeim glappaskot þeirra og yfirsjónir. Sérstaklega veit- ist okkur þetta auðvelt, ef við fáum að sjá þá, svo sem eins og í spéspegli, endrum og ems. Slíkur spéspegill átti Hratvík- urþátturinn að vera. Fréttim- ar frá Hratvík minntu að vísu stundum á fréttir líðandi stundar. En fólkið í Hratvík könnuðumst við ekki við. Bisk- upinn kom einhvers staðar of- an úr skýjunum og borgar- stjórinn minnti ekki minnstu vitund á okkar ágæta forsæt- isráðherra. Undantekningin í frásögnum útvarpsins ?f eyjum, ám og jafnvel höfuð- bólum, er verið hafa á dag- skrá .undanfarin sumur, hefur kennt furðu mikillar fjpl- breytni. En prestssetrin eru hvert öðru svo nauðalík, að heyri maður eitt erindi, veit' maður í raún og veru með furðulegri vissu, hvað koma muni næst. Hér er ef til vill ekki við neinn að sakast. Menn eru yfirleitt hverjir öðrum lík- ir og örlög þeirra presta, sem um er fjallað, ráðast mjög á sömu lund. Annaðhvort flytja þeir frá brauði sínu og í ann- að betra, eða þeir deyja þar, fyrir aldur fram, eða í hárri elli. Hitt er furðulegra, hve flytjendur þáttanna hafa gjört^ sér mikið far um, flestir, að feta hver í annars slóð, hvað form og frásögn snertir. Séra Pétur frá Vallanesi gerði þó hér á skemmtilega undantekningu, enda er hann kunnur að því að fara sinna ferða og utan við alfaraleiðir. Hann gaf að mestu leyti upp á bátinn hina miklu sögu Vallaness, en sagði sina eigin sögu. Hann sagði frá því á mjög skilmerkilegan . og skemmtilegan hátt, hvemig guð hafði kallað sig til stað- arins í þeim tilgangi fyrst og fremst. að frelsa prestssetrið úr klóm nýbýlastjórnar, sem var í þann veginn að skipta því upp í smábýli. Allur rök- stuðningur séra Péturs var svo pottheldur og sannfær- andi. að hver sá er á hlýddi hlaut að trúa því af öllu hjarta, að guð hefði verið á móti skiptingu Vallaness, og að séra Pétur hafi af skapar- anum verið til þess kvaddur, að koma í veg fyrir slík ó- þurftarverk. Guðspjall dagsins Leikrit sumarsins, þau er ég hef heyrt, hafa mér fundizt helzt til þunn í roði. Og raun- ar er það svo, að því er lík- ast, sem útvarpið hafi verið ó- heppnara í leikritavali, en áður fyrr. Og þegar það endurték- ur leikrit fyrri ára, bera þau venjulega af. Svo var t.d. með leikritið Djúpt liggjá rætur, er flutt var ekki alls fyrir löngu, var tvímælalaust hið bezta, er heyrzt hefur á þessu sumri úr heimi þessarar list- ar. Þó held ég að Marika Brenner framhaldsleikritið hennar Þórunnar Elfu, beri af um þynnku. Hversvegna er manneskjan að sækja sér yrk- isefni til Svíþjóðar? Og það til löngu dauðra aðalsmanna. — Hvað þekkir hún eiginlega til þess fólks, sem hún reynir að lýsa og hvað varðar okkur hér heima um það? Ef ég væri um það spurður, hvað mér hafi þótt skemmti- legasta útvarpsefni sumarsins, myndi ég hiklaust svara: Nirf- illinn eftir Arnold Bennett, sagan, sem Þorsteinn Hannes- son er að lesa í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Mér er enn í fersku minni, þegar Þorsteinn las Fiskimennina, eftir Hans Kirk, í fyrrasumar. Og ég held, að honum takist enn betur upp með Nirfilinn. Honum tekst að gera sögupersónurnar,. góð- ar og skrítnar, svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hlust- andans, að hrein unun er að. Mér finnst jafnvel, að Þor- steinn hafi komizt nær því en nokkur annar útvarpslesari að minna á Helga Hjörvar, þegar hann las Bör Börsson forðum daga. En meðal annarra orða: Er ekki Nirfillinn guðspjall dagsins. sent okkur af drott- inlegri forsjá á hættunnar stund. líkt og Pétur Magnús- son var sendur Vallanesi til bjargar forðum? Ber okkur ekki að taka Nirfilinn okkur til fyrirmyndar, um lifnaðar- háttu og fjármunalega aðgát nú, þegar við þurfum að byrja nýtt líf, samkvæmt bjargráð- um ríkisstjómarinnar? 15. og 16. okt. 1967. Skúli Guðjónsson. OSKATÆKI Fjðlskyldunnar Sambyggt útvarp-s jónvarp GRAND FESTIVAL 23” eða 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Me3 innbyggðri skúffu fyrir plötuspilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Allir stillár fyrir útvarp og sjónvarp í læstri veltihurð • ATHUGIÐ, með einu handtak! má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kássann, lengri og betri ending. ÁRS ÁBYRGÐ Fást víða um land. Aðalumboð: EINAR FARESTVEIT & CO Vesturgötu 2. » UNGLINGAR Unglingur ósklist til innheimtu eftir hádegi. Þarf að hafa reiðhjól. Þjóðviljinn 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.