Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 10
IQ Síða — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. október 196L
WINSTON
GRAHAM:
MARNIE
30
til að þú verðir áfram — eins
og þú ert. Ég má ekki til þess
hugsa að litla stúlkan mín verði
— svoleiðis.
Ég var dálítið áhyggjufull í
lestinni til London daginn eftir.
Þetta hefði verið mun auðveld-
ara ef ég hefði getað sagt þeim
báðum sannleikann— hvort sem
þeim h'kaði betur eða verr. Ég
hefði ef til vill staðið í betra
ljósi hjá Mark sem einkadóttir
ekkjunnar, sem stal til að sjá
fyrir móður sinni.
Að vissu leyti var það hennar
vegna sem ég hafði stoflið alla
mína ævi, enda þótt sú skýring
væri full eirifölá og óbrotin. Ég
hafði líka stolið peningum handa
sjálfri mér. En það var alls ekki
svo .auðvelt að henda reiður á
þessu öllu.
Meðan ég sat i lestinni rifjað-
ist það upp fyrir mér, að það
hafði verið Stephan frændi sem
hafði kostað nám mitt i tali og
bókfærslu — og svo fór ég að
hugsa um fyrstu störfin sem ég
HARÐVIÐAB
UTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
EFW
ipSf SMÁVÖRUR
V TfZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
•f----------- "
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
hafði unnið við. Þá hafði ég svo
sem verið nógu heiðarleg og á-
reiðanleg; en annað borgaði sig
varla meðan maður stendur við
afgreiðsluborð og selur rafmagns-
tæki og ég tók ekki svo mikið
sem rafmagnsperu í lampana
okkar heima. Og svo var það
starfið í Bristol. Þar fékk ég
tveim pundum meira á viku og
von um launahækkun; en ég var
ekki fyrr byrjuð þar en mamma
fékk þessa slæmu æðahnúta og
fótasár sem vildu ekki gróa og
það fyrsta sem ég frétti að
heiman, var þetta andstyggilega
bréf frá Lucy þar sem hún sagði
mér að mamma lægi á spítala og
það þyrfti ef til vill að skera
hana upp. Ég stundaði vinnu
mína og beið eftir því að frétta
um aðgerðina á mömmu, en
þégar ég hafði beðið í viku, gat
ég ekki þolað þetta lengur og
fékk frí í tvo daga, svo að ég
gæti heimsótt hana.
Hún 3á á South Western Gen-
eral-sjúkrahúsinu og um það
leyti gekk inflúensufaraldur og
mamma lá á stofu sem var á
lengd við járnbrautarpall og
rúmið hennar stóð rétt við
dymar og auðvitað hafði hún
fengið inflúensu og leit út eins
og dauðinn uppmálaður. Égháfði
svo nauman tíma og mig langaði
til að vita hvað væri að og
enginn virtist hafa tíma til að
tala við mig. Mamma sagði að
það hefði varla verið litið á
hana þessar þrjár vikur sem hún
var búin að liggja þama og
henni leið verr og verr og hún lá
í eiHífum dragsúg, vegna þess
að dyrnar við hliðina á henni
opnuðust og skelltust mörg-
hundruð sinnum á dag, frá
klukkan fimm að morgni, og hún
sagði að hún gæti víst fengið
að hýrast þama og deyja drottni
sínum án þess að einn einasti
læknir eða hjúkrunarkbna skipti
sér af því.
Ég talaði dálítið við luntalega
hjúkrunarkonu og sfðan ræddi
ég fáein orð við yfirhjúkrunar-
konu sem þandi sig rétt eins og
hún væri heimagangur hjá guði
almáttugum; en svo varð ég æf
oé heimtaði að fá að tala við
lækninn og það varð óskaplegt
uppistand yfir því, vegna þess
að hann átti að vera önnum kaf-
inn við annan sjúkiing; en loks
fékk ég að tala við hann.
Ég sagði honum hreinskilnis-
lega álit mitt á sjúkrahúsi hans
og meðferðinni á móður minni
og hann hlustaði á mig og svip-
ur hans var þreytuflegur og skelf-
ing umburðarlyndur, og það
gerði mig enn æstari.
Þegar ég þagnaði til að ná
andanum, sagði hann: — Ég finn
að þér hafið miklar áhyggjur af
móður yðar, ungfrú — Elton; en
ég get huggað yður með því að
móðir yðar er ekki í minnstu
hættu. Þér vitið ef til vill ekki,
að veikindi móður yðar stafa af
ofreysnlu. Móðir yðar hefur haft
of miklar stöður og hún hefur
vanrækt heilsu sína. Við getum
ekki skorið hana upp við æða-
hnútum fyrr en sárin eru nokk-
umveginn gróin. Þennan tfma
sem móðir yðar- hefur legið hér
á spítalanum höfum við engan
veginn vanrækt hana eins og þér
virðizt halda. Við höfum séð til
þess að hún fengi nauðsynlega
hvíld og við höfum gert það sem
við gátum til að flýta því að sár-
in greru með því að gefa henni
góðan og hollan mat.
En ég sagði: — Æfli mamma
fái nú mfkla hvfld, þegar hún
getur ekkert sofið vegna þess
að hurðin h$á núaniniu hennar
skellist þstadalausL Qg auk þess
segir hún að matarinn sé vond-
ur.
Nú var hann að minnsta kosti
ekki eins skelfilega umburðar-
lyndur á svipinn.
— Stúlka min, sagði hann, —
ég veit ékki hvort yður er ljóst,
að það er inflúensufaraldur hér
í borginni. Við höfum alls ekki
rúm fyrir fárveikt fólk sem
þyrfti að fá sjúkrahúsvist og
læknar og hjúkrunarlið spítal-
ans er að hníga niður af of-
þreytu. Ef við byggjum í fyrir-
myndarríki, þá væri til einka-
herbergi handa móður yðar, en
við llifum nú einu sinni ekki í
fyrirmyndarríki og það gerist
naumast í minni tíð eða yðar.
Og við gerum það sem í okkar
valdi stendur við þau skilyrði
sem við búum við í dag. Ég
skal reyna að fá móður yðar
fjarlægða frá dyrunum, og ég
vona að geta komizt til að gera
aðgerð á henni í næstu viku.
Því fyrr sem þér getið tekið
hana heim, þvi fegnari verðum
við. En vinnur móðir yðar ekki
í búð? Því verður hún að hætta.
Framvegis verður móðir yðar að
starfa við eitthvað sem hún get-
ur setið við. Hún verður að
hlífa fótunum, annars verður
hún komin hingað aftur innan
þriggja mánaða með nákvæm-
lega sömu fótameinin, nema
verri. Og þótt móðir yðar eigi
ekki á hættu að deyja af sjúk-
dómi sínum, þá á hún örugglega
á hættu að verða öryrki til ævi-
loka. Og nú verð ég að biðja yð-
ur að hafa mig afsakaðan. Ég
má ekki vera að þessu.
Ég fór aftur inn til mömmu.
Mér fannst ég hafa gert mitt
bezta, en reiðin sauð enn í mér.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði
ég við mömmu. — Þú verður
flutt frá bessum dyrum. Ég er
búin að koma því í kring. En
þeir verða og skulu .... þeir
verða að halda þér hér þangað
til sárin eru gróin, svo að hægt
sé að skera þig upp, En þetta
verður allt í lagi. Ég lofa því.
Ég sat á rúmstokknum hjá
henni og braut heilann um það
síðasta sem læknirinn hafði sagt.
En svo kom hjúkrunarkonan að
rúminu.
— Nú verðið þér gð fara, sagði
hún. Eiginlega er ekki heim-
sóknardagur í dag, og það var
aðeins af sérstökum ástæðum
sem þér fenguð að koma til móð-
ur yðar í dag.
— Þakka fyrir, sagði ég og i
huganum bætti ég við: Ekkert að
þakka. — Hafðu engar áhyggjur,
sagði ég við mömmu. Þér batnar
bráðum og þú losnar héðan. Var
ég annars búin að segja þér, að
ég hef fengið tilboð um fyrirtaks
v’innu.
— Er það satt? Hvar?
— 1 Swansea. Ég veit ekki ná-
kvæmlega enn hvernig því er
háttað. Ég frétti ekki um það
fyrr en f vSanirai sem leíð. En
ég hugsa að ég £ái starfið og ef
íþað verður ....
— Það er vonanÆ — heiðar-
leg og virðingarverð vinna?
— Auðvitað, mamma. Hvernig
dettur iþér annað í hug? Það
er einkaritarastarf. Og ég fæ
mjög gott kaup, svo að þú ættir
ekki að þurfa að byrja áð vinna
strax og þú kemur af spítalan-
um.
Þegar ég kom aftur til Bristol
sagði ég starfinu upp' hjá Delo-
itte, Plander & Griffith og settist
að í Swansea. Undir nafninu
Maud Green fékk ég vinnu í
verzlun. Þrem mánuðum seinna
laumaðist ég burt með brjú
hundnuð og níutíu pund. Það var
fyrsta tilraun mín og ég var
töluvert taugaóstyrk.
Þá var ég öldungis sannfærð
um að ég gerði þetta vegna'-
mömmu. En nú finnst mér, sem
það hafi einkum verið sjálfrar
mín vegna sem ég stal.
9.
— Er það ekki eins og ég hef
alltaf sagt? I lygnu vatni er
lengst til botns, sagði Dawn og
klóraði sér í litlum fæðingar-
bletti sem hún var með á vang-
anum. — En segðu mér hvað
þetta hefur eiginlega lengi ver-
ið í bígerð? Og þó, þér þurfið
ekkert að segja mér neitt um
það. Var það ekki ást við fyrstu
sýn? Um tíma hélt ég að það
væri Terry — þama eftir árshá-
tíðirra, munið þér? Og hann leit
yður svo sem hým auga. En þér
hafið valið rétt, það verð ég að
segja. Mark — herra Rutland
það er víst eins gott að ég segi
það framvegis, þegar við tölum
saman — Jierra Butland, hann er
sannarlega af allt öðru sauða-
húsi. Miklu alvarlegri, ef þér
skiOjið hvað ég á við. Og hvar
ætlið þið að búa? I Little Gad-
desden? Við munum sakna yðar,
það er satt og víst .... segið
mér, svona blettur, ætli hann
geti stækkað? Mér finnst hann
svei mér hafa vaxið pfnulítið
frá þvi í fyrra. Að vísu kalla
sumir karlmenn þetta fegurðár-
blett, en samt sem áður .... Á
að bjóða okkur öllum í brúð-
kaupið? Jæja, á bað að fara
fram í kyirþey? Já, það skil/ég
reyndar vel. Og þið hafið Ííka
bæði verið gift áður. En mikið
eruð þér annars heppnar. Þér
ætlið að fara að giftast í annað
sinn og eruð ekki einu sinni
tuttugu og fjögurra. Sumar stelp-
ur mega þakka fyrir ef þær
komast í það heilaga einu sinni
á ævinni.
Þegar Sam Ward heyrði tíð-
indin, sagði hann; — Sjáum til,
frú Taylor — þá er víst rétt að
— hm — óska ti(l hamingju. Þér
ættuð að geta orðið frábær hús-
móðir, svona dugleg eins og þér
eruð. Ég óska yður auðvitað alls
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
ÍNNI
SKOTTA
— Ég hef sjaldan hitt eins sætan* strák og í dag, þcnnan sem sílas-
aðist. Við ætlum að liittast um leið og hann kemur af súkrahúsinu.
Cabinet
BÍLLINN
ið við bíla ykkar sfálf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
»
BÍLAÞJÓNDSTAN
Auðbrekku 53, Kópavogi. — Sími 40145.
Látið stilia bílinn
Önnumst hjóla-, ljósa- og mótqrstillingu.
Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100. *
Hemiaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 - Sími 30135.
4