Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. október 1967.
CTtgefandi: Sameiningarfloklcur alþýöu — Sósiaiistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19.
Sími 17500 (5 iínur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Ernesto Ché Guevara
rjrl
J Rómönsku Ameríku lifa frásagnir og minningar
um hetjur og píslarvotta, um byltingarleiðtoga
sem risu gegn ofureflinu og féllu í baráttu sinni
fyrir fegurra og réttlátara mannlífi. í þennan f jöl-
menna hóp hefur nú bætzt nýtt nafn, ef til vill
stærst þeirra allra, Ernesto Ché Guevara. Raunar
verður minningin um Guevara engin séreign róm-
anskra Ameríkuþjóða; saga hans er nátengd þeirri
baráttu sem skipta mun sköpum á næstu áratug-
um, baráttu snauðra óg fátækra þjóða í Ameríku,
Afríku og Asíu fyrir jafnrétti og frelsi.
JjVnesto Ché Guevara var ekki fulltrúi þeirrar
vonlausu hetjubaráttu sem löngum hefur verið
háð í Rómönsku Ameríku. Hann náði því marki
að breyta vonunum úr f jarlægum draumum í nær-
ítæk viðfangsefni. Hann var einn af tólfmenning-
unum sem lágu í felum á Pico Turquino, hæsta
tindi Kúbu, í ársbyrjun 1957, í ríki Batista ein-
ræðisherra sem hafði yfir að ráða 50.000 manna
her, búnum fullkomnustu morðtækjum banda-
rískra hergagnaverksmiðja. Tveimur árum síðar
voru þeir samherjamir, Ernesto Ché Guevara,
Fidel Castro og félagar þeirra, orðnir ráðamenn
Kúbu; þeir höfðu hrundið voldugum einræðis-
herra úr sessi og boðið mesta herveldi heims byrg-
inn með fullum árangri. Émesto Ché Guevara
biðu þar mikil verkefni, hann varð þjóðbanka-
stjóri og síðar iðnaðarmálaráðherra; raunar var
hann árum saman hinn éiginlegi forsætisráð-
' herra Kúbu, sá sem öðrum fremur skipulagði
endurreisnarstarfið. En Emesto Ché Guevara
taldi öll rómönsk Ameríkuríki föðurland sitt; hann
var Argentínumaður að uppruna; hann hafði tek-
ið þátt í baráttu Guatemala gegn bandarísku
valdráni; hann hafði ferðazt um flest lönd rom-
önsku Ameríku og þekkti öðrum betur kjör þeirra
200 miljóna manna sem þar búa. Hann taldi bylt-
inguna á Kúbu aðeins áfanga annarrar og stærri
byltingar. Hann vaiin í sífellu að þeirri frelsis-
baráttu, samdi bók-um skæruhernaðinn ■ á Kúbu
og lagði á ráðin um það hvemig unnt væri að
beita hliðstæðum aðferðum í öðrum ríkjum Am-
eríku. En hann lét sér ekki nægja að leggja á ráð-
in. Snemma árs 1965 hvarf hann frá völdum sín-
um og metorðum og tók upp baráttu með skæru-
liðum í Andesfjöllum, við hlið „hinna arðrændu
og fyrirlitnu þegna Rómönsku Ameríku".
gflaust hrósa bandarískir valdamenn og erind-
rekar þeirra sigri þégar Ché er fallinn. En slík-
ur maður verður ekki felldur; minning hans og
fordæmi blikna ekki. Hann sannaði með lífi sínu
að hinir vopnlausu og snauðu geta sigrað ofur-
eflið; hann dó til þess að leggja áherzlu á þau
brýnu sannindi að þeir sem sigra mega ekki
gleyma félögum sínum. — m.
— Úr fylgsni sínu í frumskóginum,
nú úr gröf sinni, vísar Che
veginn, veg þjáninga og hörmunga
en einnig fyrirheitsins um
gullöldina, um sælureitinn handa
þeim sem nú þjást og svelta
Hiavana ráða sér ekki fyrir kvænist kúibanskri stúlku, Al-
fögnuði. eyda Marcih. Hann berst ekki á,
Það er ekki til setunnar boð- en störf hans verða æ mikils-
verðari eftir því sem leið Kúbu
Greinin sem hér fer á
eftir birtist í franska viku-
blaðinu ,JVouvel Observa-
teur“ skömmu áður en
kunnugt varð um afdrif
Guevara. Hún hefur verið
stytt og að nokkru leyti
endursögð í þýðingu.
Argentína er hin auðugi hluti
rómönsku Ameríku, evrópskur
sproti græddur á stofn megin-
landsins, land án svertingja og
indíána, hreykið af eðalborn-
um heimsborgarahætti Sínum.
Skæðar tungur í nágrannalönd-
unum segja aö kaupi maður
Argentínumann á sannvirði en
selji hann aftur fyrir það verð
sem hann metur sjálfan sig á,
þá verði maður miljónari. Gue-
vara-fjölskyldan er mikils met-
in. Faðirinn er hámenntaður
heldrimaður í Cordoba, móðir-
in, fædd Lynch, er af brezkum
ættum, en það kunna höfð-
ingjasleikjurnar vel ,að meta.
Að loknu stúdentsprófi á son-
urinn, eins og aðrir synir vel-
stæðra foreldra, um tvo kosti
að velja, um læknisfræði og
lögfræði. Hann velur læknis-
fræðina.
Eins og aðrir synir velstæðra
foreldra lærir hann frönsku,
stundar reiðmennsku, gerir sér
dælt við stúlkumar, en honum
leiðist meira en hinum. Hann
lendir hvað eftir annað í
klandri og áflogum, berst við
hlið verkamanna í götubar-
dögum við lögregluna. Enn em
þetta þó varla annað en
bemskubrek.
Arið 1954 ákveður hinn upp-
reisnargjami íæknir,. þá 24 ára
gamall, að kynnast heiminum
handan hins þrönga sjóndeild-
arhrings heimkynnanna. Hann
ferðast á skéUinöðru um meg-
iniland Suður-Ameríku þvert
og endilangt, frá Eldlandinu til
Panamaskurðar. Þetta ferðalag
skiptir sköpum í lífi hans. Á
þessu langa og erfiða ferðalagi
kynnist hann í dásamlegu um-
hverfi fólki sem hann vissi ekki
að væri til, sveitafólki sem
hungrar í land, ánauðugum
leiguliðum hinna eillífu lands-
drottna, rótlausum atvinnuleys-
ingjum í eymdarhverfum Lima
og Rio sem verða hungurmorða
í næsta nágrenni við allsnægt-
ir stórborganna, og síðan indí-
ámmum í Andesfjöllum, voluð-
um afkomendum stórbrotinna
forfeðra; bitrum og auðmýkt-
um. örlög hins unga manns eru
ráðin. Samúðarrík reiði hans
elur af sér í brjósti hans köll-
un sem ekkert fær staðizt.
Guevara verður ekki prófessor
í læknisfræði eða læknir, eins
og faðir hans hafði viljað.
Hann opnar ekki læknisstofu
við breiðgötu. Byltingin verður
ævistarf hans. 1 stað hlustun-
arpípunnar kemur vélbyssa.
Námið í skóla byltingarinnar
er erfitt. Hann fer huldu höfði
fyrir lögreglunni borg úy, borg-
Höggin sem hann greiðlr eru
færri en þau sem hann hlýtur.
Erfiði, vonbrigði, ósigrar, en
smám saman safnast honum
mikilsverð reynsla.
Guevara fer land úr landi.
ævinlega í leit að nýjum slóð-
um þar sem kvikna kann á
kyndli frelsisins. En hvarvetna
er sama niðámyrkrið. Eri þá
sést ljósglæta í Guatemala.
Nokkra mánuðl berst hann við
hlið Arbenz forseta gegn „ban-
anaheimsveldinu United Fruit“,
en „græna ófreskjan“ kæfir i
vöggunni hina ótímabæru bylt-
ingu.
1956. Guevara kynnist í Mexí-
kó öðrum syni velstæðra for-
eldra, sem eins og hann hefur
sagt skilið við stétt sína. Sá
er af Karabíueyjum og nefnist
Fidel Castro. Tveir menn hitt-
ast, verða vinir og mikið æv-
intýri er hafið. Landgangan á
Kúbu á skjóli nætur. Skæru-
hemaðurinn í Sierra Maestra.
Tólf postular, meðal þeirra Fid-
el og Che, kalla á lærisveinana
að rísa upp gegn einveldinu
sem Batista kom á í skjóli
Bandaríkjanna. Það fjölgar
brátt í fámennum hópi þeirra,
hann verður her manns, síðan
öll þjóðin. Bardögunum lýkur,
Batista er gersigraður, íbúar
ið. Allt er ógert. ,,Hver er hag-
fræðingur?" spyr Castro. Gue-
vara réttir upp höndina. „Þú
ert seðttabarikastjóri“. Banka-
stjórinn sem kunni fræðin en
þekkti ekki vinnubrögðin und-
irritar nýja bankaseðla hins
unga lýðveldis með „Che“.
Honum er sagt að slíkt gangi
ekki. Hann hættir því.
Útlagarnir af fjöllunum verða
nauðugir viljugir stjórnmála-
menn og heímilisfeðut. Gue-
vara sem skilið hafði við fyrstu
konu sína, stúlkú frá Perú að
nafni Keldee Gadea Acota,
til 'sósíalismans skýrist. Castro
. setndir hann sem stjórnarerind-
reka á ráðstefnu Ameríku-
ríkjanna í Punta del Este, til
Argentínu, Brasittíu, á.alísherj-
arþing Sameinuðu þjóðanna í
New York, á aliþjóðlegu. verzl-
unarráðstefnuna í Genf. Hann
kemur úr þessum ferðum með
mikla skjalabunka, en ekki
með leikföng handa bömum
sínum þrem, af því að. segir
hann þeim, „þúsundir fátækra
bama á Kúbu banna ykkur að
verða rík.“
I Sierra Maestra á Kúbu.
Á líkbörum í Viilágrande í Bolivíu
1961 er hann skipaður iðnað-
armálaráðherra og lætur hend-
ur standa fram úr ermum við
uppbyggingu „fyrsta frjálsa
lands Ameríku“, lætur reisa
sykurhreinsunarstöðvar og verk-
smiðjur, reykháfar verk-
smiðjanna gnæfa yfir enda-
lausar sykurekrurnar. Fyrstu
bandarísku blaðamennirriir sem
koma' til „rauðu eyjarinnar“
furða sig á því að finna þar
fyrir þaulskipulagt efnahags-
kerfi þar sem ríkir járnagi.
„Þessi Guevara. hann kánn á
því tökin,“ segir sérstakur
sendimaður „New York Tim-
es .
En þessi fyrirmyndarforstjóri
mikilla frariikvæmda er ekki
af venjulegu tagi. Hann ' er að
vísu einn af fáum slíkum á