Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 9
Sunmudagur 22. ofctúber 1967 5>JÖÐVXLJXNN — SlÐA 0 Afdrif Che Guevara Framhald al 5. síðu. getum notið hennar .... Það er skylda hvers byltingarmanns að gera byltingu“. Og Guevara lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann ferðast frá einum skæru- liðahópnum til annars. Pfila- grímsstafur hans hefur dýna- mit að geyma. LeyndardómsfuHur dýrðar- Xjómi umlykur hann. í januar 1966 kemst sú saga á kreik i Havana, þar sem róðstefna þjóða fátæku meginlandanna þriggja er haldin, að Guevara muni heiðra samkomuna með nærveni sinni. Hún reynist röng, fundarmenn hylla nafn hans, en ekki manninn sjálfan. Hvar er Che? Alls staðar og hvergi. Menn velta þessu fyrir sér, fréttamenn þykjast vith hvar hann sé að finna, bækur um hann eru í undirbúningi. Hver „fréttin“ af annarri berst, mótsagnakenndar, óstaðfestan- legar, sögusagnir. Hann Che? Hann hefur sézt í einkennis- búningi „stjórnlagasinna“ í Sa'nto Pomingo, í hvítum lækn- issloppi í Mexíkó, i vietnömsk- um skæruliðabúningi, síðan í Kongó, þá í prestshempu í Arg- entínu og í Brasiilíu, í fjalla- mannsfötum á tindum Perú- fjalla. Menn þóttust hafa séð harin í Guatemala, komið auga á hann í Kólumbíu, haft spumir af honum í Chile. Ein fréttastofan gekk af honum dauðum, önnur vakti hann aft- ur til h'fsins. Hvar sem eitt- hvað gerðist í rómönsku Am- eríku, mótmælafundir, verkföll, sem beindist gegn ríkjandi skipulagi, þóttust erindrekar CIA og FBI sjá, ekki lengur hönd Moskvu, heldur skegg Guevara. Heimspressan gerði sitt til þess að búa til þjóð- söguna um Guevara, manninn sem hvarvetna var nálægur en engin vopn fengu á bitið. Hin- um „hæddu og smáðu“ í róm- önsku Ameríku var hann ekki aðeins Simon Bolivar endur- borinn, heldur einnig Fantomas sem smýgur úr ölllum gildrum og Zorro, hinn djarfi verndari þeirra sem órétti eru beittir. Hinir sjálfskipuðu bandarísku „lögreglumenn heimsins" hefðu gefið mikið fyrir að koma fyr- ir kattamef þessum ósvifna spotzka drjóla sem hæddist að þeim og ögraði þeim, samtímis því sem Castro nuddaði salti ósvífni sinnar í sár þeirra: „Þið eruð á nálum, hemar mínir heimsvaldasinnar? Takið þá ró- andi lyf! Því reynið þið ekki að ljósmynda Che úr einni af U-2 flugvélum ykkar? En það er þvi miður erfiðara núorðið að hafa upp á manni en eld- flaug!“ Hnýfilyrði af þessu tagi hittu í rnaik. Fyrirskipanir bárust frá Hvita húsinu, erindrekar voru gerðir út, lögreglumenn fóm á stjá, þyrlur vom sendar að jstað, „landgönguliðar" hófu leit. En ekkert fannst. Che var hvergi að finna. Léti hann á sér bæra, þá valdi hann sjálfur stund og stað. 16. apríl í ár lét Osmani Cienfuegos, framkvæmdastjóri Bandalags þjóða Afríku, Asíu og rómönsku Ameriku, blöðum heims í té sex Ijósmyndir og texta sem honum hafði borizt frá Guevara. Myndirnar gáfu til kynna að hann væri enn í fullu fjöri. Hann hafði rakað af sér skeggið, en vindilinn hafði hann enn í munni. Hann minnti allla sem kynnu að hafa gleymt því á það að ævintýra- leg ævi hans — hvilikt ævin- týri! — væri öll í þjónustu pólitískra og jafnvél heim- spekiflegra markmiða. Boðskapur hans var í senn óvæginn í skilgreiningu sinni á aðstæðum og afdráttarlaus í niðurstöðum sínum. Aðeins með einu móti væri hægt að binda enda á arðrán og kúgun í heimi hér, það yrði að „brjóta niður heimsvaldastefnuna meö því að ryðja úr vegi sterkasta vígi hennar: drottinvaldi Banda- ríkjanna." Leiðin að markinu var jafn augljós og markmiðið sjálft: <j>- ,,Koma af stað einu, tveimur, mörgum Vietnamstríðum í því skyni að neyða heimsvaldasinna til að dreifa kröftum sínum“. Baráttan yrði þá að ná um all- an heim. Sovétríkin og Kfna yrðu að jafna deilur sínar, hvað svo sem þeim bæri á milli, tfll þess að berjast gegn sameigin- legum óvini, „því að þarna er fjandmaðurinn sem lætur líða skammt högga á milli“. Eining, eining umfram ailt! En hvaðan ætti það afl að koma sem valda myndi þeirri umbyltingu sem mannkynsins bíður? Svar- ið: „Hatrið sem undirrót og aflgjafi baráttunnar; miskunn- arlaust hatur á óvininum, hat- ur sem leysir manninn úr læðingi". Enp býr sama hugs- un að baki, maðurinn getur breytzt, honum mun vaxa ás- megin bæði til að tortima kúg- aranum og til að byggja upp sósíalismanh á Kúbu. Enginn þurfti að ganga að því gruflandi að þarna talaði Guevara, þetta voru hans orð, hans boðskapur. Það er rödd Guevara sem heyrist í þessari ræðu, í þessum lokasöng, sein í senn er víghvöt, trúarjátning og pólitísk erfðaskrá: „Litlu máli skiptir hvar dauðinn sækir mig heim. Veri hann velkom- inn, svo fremi sem hvatning okkar heyrist, að aðrar hendur seilist eftir vopnum okkar, að innan um snarkið úr vélbyss- unum rísi aðrir menn upp til að kyrja útgöngusöngvana og til að Ijósta upp nýjum heróp- um, nýjum sigurópum". Að líta á allan heiminn sem föðurland sitt þar sem frjó byltingarinnar geta fest ræt- ur .... Gera úr vígorði Kúbu- manna: „Föðurlandið eða dauð- ínn, við munum sigra“ — meg- inreglu sem glíma eigi eftir á hverjum degi ------ Hætta lífi sínu, öllu sem maður á .... Sumir kunna að yppta öxlum, segja kannski að auðveldara sé að deyja fyrir hugsjón en lifa fyrir hana. En menn verða þá að hafa hugsjón. Hugsjón Gue- vara er ósköp einföld, en það er einmitt styrkur hennar. Byltingarsinnar rómönsku Ameríku deildu um þessar mundir ákaft um þýðingu hinn- ar vopnuðu baráttu. Þeir sem efast um gagnsemi hennar, stjarfir eftir rejmsluna í Perú, vefengja réttmæti aðferða Gue- vara. Hann svarar þeim í verki, með skæruhemaðihum í Boli- víu. Það eru valdar „hagkvæmar aðstæður", rétt stund og stað- ur, að þessu sinni frumskógur Boflivíu. í>angað er stefnt bar- átbufúsum kommúnistum, hvort sem þeir fylgja Sovétríkjunum eða Kína að málum, trotskist- um, þjóðlegum byltingarsinn- um. Nokkrir menntamenn eru hafðir með í hópnum — leið- beinendur og læknar. Flokkn- um er skipt í tvo jafna hópa — * það er leyndardómur upp- skriftarinnar — annars vegar þrautpíndir bændur sem engu hafa að tapa, hins vegar verka- menn sem kjósa héldur að deyja með dýnamít í höndunum en vera stráfelldir af hermönn- um stjórnarinnar við op tin- Með I'idcl Castro. námanna. Or þessari blöndu verður sprengiefni og spreng- ingin á eftir að glymja í göngum Pentagons, hún mun skerpa róttækni stúdentanna og verkalýðsfélaganna í La Paz, magna illdeilur í hinni allsráð- andi auðmannakiliku og jafn- framt vekja athygli alheims á þeim stórviðburðum sem eru að gerast í þessu afskékfcta landi. Nú er Bolivía í miðdepli heiinsfréttanna. Allur hieimur- inn veit að þangað hafa verið fluttir meira en fimm þúsund hermenn, sérþjálfaðir í skæru- hemaði, auk ótalinna banda- rískra ,hemaðarráðgjafa“ sem stjóma aðgerðum til að bæla niður uppreisnina. 23. marz sl. veitir Guevara Régis Debray viðtal, en Debray er handtek- inn þegar hann kemur af þeim fundi. Og þá hefst lokakaflinn í h'fi Guevara. Che hefði getað leitt skæru- Iiða Bolivíu tifl sigurs, en hann hefði eins getað horfið þaðan á aðrar slóðir þar sem hans var ekki síður þörf. Hann hefði (eins og reyndin varð) getað fallið í hendur stjómarhernum, eða fallið fyrir kúlu sem skot- ið var af handahófi. Þótt eng- inn gæti séð fyrír örlög hans, voru þau ‘ engu að síður þegar ráðin. Maðurinn getur horfið af sjónarsviðinu. Hugmyndir hans munu brjóta sér braut. Á Kúbu eru kenningar hans um að treysta eigi fyrst og fremst á félagsþroská manna við upp- byggingu atvinnuvegannfe að ryðja sér endanlega til rúms. Fyrsta ráðstefría Samtaka þjóða rómönsku Ameríku (OLAS) í Havana í ágúst sl. sem kaus hann heiðursforseta sinn stað- festi allar kenningar hans um hina vopnuðu baráttu. Á síð- asta ráðherrafundi Bandalags Amerikuríkjanna hafði Johnson forseti minni áhuga á þykk- um skjalabunkum um næsta .stig baráttu Bandaríkjanna gegn Kúbu en nokkrum Iitlum ljósmyndum af manni þeim sem hafldið hefur fyrir honum vöku: Guevara. Or fylgsni sínu í frumskógin- um, nú úr gröf sinni, visar Che veginn, veg þjáninga og hörm- unga, en einnig fyrirheitsins um gullöldina, um sælureitinn handa þeim sem þjást og svelta í heimi hér, ' Grein Tryggva Emilssonar Útför- eiginkonu minnar, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Torfastöðum í Fljótshlíð, verður gerð frá ' Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. októbermánaðar klukkan 1.30. Jón Árnason frá Vatnsdal. Framhald af 7. síðu. ur við stýri ,á vórubíl og.lét móður sína moka upp á bílinn, á öðrum stað eru gamlir menn að gera við torgið og raða nið- ur smáum hellusteinum og létu kerlingarnar sínar bera að sér. Svona var bæjarvipnan, ungu mennirnir keyra bíla og setja vélar í gang, þeir eldri puða þar sem ekki verður vélum við komið, og kannaðist ég við þetta að heiman. í gömlu hverfi sem allt er bakið gróðri milli húsa var ég á gangi einn morguninn, gam'all. maður sat á bekk í garði og strauk ketti, en gulur hundur með sperrt eyru sleikti sólskinið á stétt- inni, og hefur Þorvaldur víð- ’ förii ’ hlotið1 ‘áð innleiða ‘' þéttá hundakyn, því- 'VÍðar í þessu hverfi sá ég svona íslenzkulega staálarákká. Otfg-hj'ðn kömu út úr húsinu með' nestispaufa, en smákrakkar sváfu í rúmi í garðinum. Sumstaðar svaf fólk á svölunum. við húsin sín, en hitinn fer ekki riiður fyrir 25 stig á nóttunni. Seinni hluta dagsins fyllast allar götur af fólki og á kvöld- in fjölgar enn meir, og eru þarna kennileg Austurstræti og Lækjargötur. Ungar stúlkur ganga í hægðum sínum, stutt- klipptar með tizktina á ■ leið upp fyrir hné, og herrámir eru í ermalausum skyrtum í hitan- um, mörg hjón eru með ung- börnin sín úti og sitja á bekkj- um að hlusta á tónlistina sem hljómar um torgin. Engum liggur á og er þetta hægur fólksstraumur. Aldrei . sá ég reykjandi mann úti á götu og því síður undir áhrifum áfeng- is, enda væri það ljót sjón inn- an um þetta prúða og frjáls- lega fólk. Svo löbbuðum við ofan á bryggju að sjá Jaltabúa kveðja skémmtiferðaskip sem lá við bryggjuna og sýndist mér að þama væri kominn þriðjungur borgarbúa. Lúðra- sveit lék á bryggjunni, en þús- und radda kór á skipinu á mörgum hæðum þess tók undir með söng og var gaman á að hlýða. Sölustúlkur sitja á kössum á gangstéttinni að selja ávexti fram eftir kvöldi, en konur og karlar koma og kaupa, all- ir hafa með sér poka undir vöruna, og meðan ég sat á bekk að hvíla mig sá ég hvem kassann eftir annan tæmast, og eplabóndinn græddi á því að láta laglega stúlku selja. Börn á skólaaldri sjást varla, þau eru úti á landsbyggðinni að kynnast atvinnulífi þjóðar- innar og er hluti af sumarfríi þeirra til þess ætlaður. Kirkjuferð og lokahóf Skjótt liðu dagamir á Jalta, einu sinni leit ég inn í kirkju síðari hluta dags og stóð á messu; margt fólk var í kirkj- unni, gamlar konur og gaml- ir menn, merktir rúnum strits og styrjalda, ég signdi mig í huganum til að hafa allar vætt- ir vinveittar í ókunnu landi, en fór síðan út til að trufla ekki anda athafnanna, enda treysti ég piér ekki tll að taka þátt í svo vandasömum signing- um sem þarna voru viðhafðar í sífellu. En ekki hefði Þorvald- ur víðförli vílað það fyrir sér; hann stóð í svona kirkjum og boðaði kristna trú allt frá ís- landi til Miklagarðs og var af sólkóngi þar settur yfir marga kónga. Einn af ferðafélögum mínum, sem stóð þarna við messu til enda, sagði söng í kirkjunni mjög fagran. ■ Flestar kirkjur eru minja- söfn og er þar allt varðveitt í sinni réttu ,og upphaflegu mynd. Ein er Soffíukirkja í Kiev frá 1037 og er þar á gólfi meðal annarra minja kista Jarisleifs Valdimarssonar og var skygnzt í kistuna fyrir nokkrum árum og voru þar bein fjögurra manna og þekkt- ust bein Jarisleifs, en hann var haltur í lifenda lífi með djúpt ör á enni. Jarisleifs er víða getið í Heimskringlu. Engin sæti eru í kirkjum og hefur það verið mikil trúar- raun að standa undir löngum prédikunum. Síðasta kvöldið á Jalta kvaddi ferðaskrifstofan okkur með tilhaldi og hafði kampa- vín með matnum og var meðal tíðinda að sex manna hóptir settist við borð í salnum og tók að syngja hvert lagið af öðru af mikilli kunnáttu og var þama komið afburða söng- fólk svo unun var á að hlýða. Að þpssum kvöldverði loknum tókum við saman föggur okk- ar og settumst inn í langferða- bíl og vorum komin á heimleið. Leiðin liggur aftur til Moskvu Lengí var ekið með brekk- una í fangið, þar til enn var komið í 800 metra hæð yfir sjó. Sólin var setzt bak við fjöllin og komið myrkur. En áður en fulldimm^ var tók ég eftir því að máninn, sem ým- ist var vinstra eða hægra meg- in við bílinn, tók að kasta fölum bjarma á hávaxinn skóginn meðfram veginum, og nú fór mánasilfrið að renna í hægum straumi niður hvítleita berki trjánna, og við hraðann frá veginum köstuðust þessir bleiku geislar frá einni grein til annarrar og léku hljóm- lausum tónum í laufinu. En lengra inn í skóginum var ekkert að sjá nema myrkrið, en líka þar er jörðin kvik af lifandi leyndardómum. Svo var máninn hinumegin við bílinn og ég fór að hugsa um hvort nokkurn tíma sæjust norður- ljós gegnum skógarþykkni. Eftir 90 km. keyrslu var komið á flugvöllinn og við settumst inn á bekki flug- stöðvarinnar að bíða eftir flug- vélinni. Það lá vel á ferða- fólkinu, þó nú væri tekin nótt með degi til þess að eiga ögn lengri viðdvöl í Moskvu. En ein- hverjir höfðu vakað með okk- ur og þar að auki tekið ákvörð- un um brottfarartímann. Svo þegar flugvélin var komin á loft sá ég enn hvar máninn beið á himninum til þess að vera stökkpallur fyrir menn frá jörðinni til fjarlægari stjarna, þar sem búa lifandi verur. Rétt fyrir sólarupprás var setzt á Moskvufilugv., svo þeg- ar sólin birtist var eins og hún hefði komið jörðinni á óvart, þar sepi örþunn þoka sveipaði öxin á ökrunum og var að bæla sig í lægðum. Þessi þoka hvarf ofan í jörðina án and- varps. Eftir hvíld og góðar náðir á Hótel Úkraína fórum við út að skoða í búðir og verzla og þá komum við í búð frá keis- aratímum sem er mjög skreytt og útflúruð, og hér drógu hirð- frúr slóða sina um gólf sem hallaslektið eitt mátti troða. í þessu verzlunarhúsi er svo hátt til lofts að maður verður að kasta höfðinu aftur á hnakka til að sjá alla leið. Búðin var sneisafull af fólki og vörum. Svo gengum við búð úr búð að sjá hvað væri á boð- stólum og til að sjá fólks- strauminn við búðardyrnar. Seinni hluta dagsins þágum við heimboð íslenzku sendi- herrahjónanna og mættum á tilsettum tíma. Hús sendiráðs- ins er af eldri gerð húsa, það er viðkunnanlegt hið ytra og fellur vel að umhverfinu, en ekki sýndist mér mikið land- rýmið. Þegar komið er inn er andrúmsloftið hlýlegt og er góður þokki yfir íbúðinni. Sendiherrahjónin tóku okkur af alúð og allt það heimilísfólk og sátum við þar í sóma og góðu yfirlæti fram eftir degi og undum vel okkar hag, og svo var gott að koma í þetta hús, að sú stund verður okk- ur ógleymanleg. Umskiptin miklu Um kvöldið þegar setzt var að í gistihúsinu sóttu á mig minningar frá æskuárunum, minningar um ntóðurlausan dreng sem ekki átti í nokkurs fang að flýja, en lítið um sam- tök snauðra manna. Á þeim árum voru berfætlingar og pokafólk svipmót Moskvuborg- ar og tötrumklætt fölk gekk með bænaskrár undir glugga keisarans, vonlaust, allslaust, óttaslegið. 1917 varð bylting í Rússlandi og bergmál bylfing- arinnar barst um víða veröld mannabyggða og heim til ís- lands, og fann hljómgrunn í húsum snauðra manna. Áhrif voru áþreifanleg, allar hreyf- ingar og samtök sem börðust fyrir bættum kjörum fengu nýjan kjark og kraft, barátta verklýðsfélaganna harðnaði, sósíalisminn varð að markmið- um fjölmargra manna og sam- taka um allan heim og það hef- ur mikið áunnizt. Hálf öld er liðin síðan byltingin var gjörð, helming þess tíma hafa Sovét- þjóðirnar orðið að heyja styrj- aldir við innrásarheri og reisa úr rústum borgir og byggðir sem lagðar voru í auðn, og þó hafa Sovétríkin á þessum ár- um orðið annað voldugasta ríki veraldarinnar samhliða al- mennri hagsæld fólksins í landiriu. Yfirburðir sósíalism>- ans yfir öll önnur þjóðskipu- lagsform eru svo auðsæir. Sú umbylting, sú framsókn tfl. fegurra og fullkomnara mann- lífs, sem fram fer í Sovét- ríkjunum fer ekki framhjá nokkrum manni sem hefur op- in augu og eyru, maður hlýtur að hrífast með og fagna um- skiptunum frá örbirgð til alls- nægta, frá ólæsi og þekkingar- leysi til almennrar menntuu- ar og stórra vísindaafreka. Hvar sem við komum í borg- ir og byggðix á ferð okkar um Sovétríkin vax verið að und- irbúa hálfrar aldar afmæli byltingarinnar sem minnzt verður í haust. Sá fámenni hópur íslenzkra verkamanna sem nú kveður • Sovétríkin gerir það með þakk- látum huga fyrir mjög góðax viðtökur og fyrirgreiðslu. Við ferðuðumst með þotum og stórum bílum um langan veg, það var þægilegt ferðalag. En það er líka hægt að fá leigða smærri bíla með eða án bíl- stjóra og fara á þeim hvert á land sem er um Sovétríkin sem teygja sig yfir 9 þúsund km; frá vestri til austurs og 5 þús- und km. frá suðri til norðuxs, það væru margar dagleiðir. Sólin'ekki sinna verka sakna lætur; jörðin undan Grímu grætur; og þannig var háttað veðurfari morguninn sem við kvöddum Moskvu. 30 stiga hiti var og náttdöggin sem ég fann á grasi eldsnemma hvarf skjótt með komu sólarinnar. Að lokum vil ég segja það um samferðafólkið að betri ferðafélagar eru vandfundnir. Að heiman fórum við með það í huga að hvar sem í byggð við kæmum skyldi sómi íslands vera okkur næst hjarta og með > því hugarfari komum við heim. • Þessi fyrsta ferð Dagsbrún- armanna til annarra landa heppnaðist mjög vel. Og eiga fararstjórarnir, þeir Gunnar Bergmann og Hjalti Kristgeirs- son, þakkir skyldar fyrir á- gæta fararstjóm. »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.