Þjóðviljinn - 22.10.1967, Blaðsíða 7
T
«r r-
Þættir úr orlofsferð
Dagsbrúnarmanna
til Sovétríkjanna — 3. hluti
Eftir TRYGGVA EMILSSON
Fyrsta morguninn á Jalta sá
ég hvar sólin kom undan fjalls-
brún og lagði geislunum við
skógivaxnar hlíðar og var sam-
stundis komin heim á svalim-
ar á gistihúsinu; mörg hundruð
spörfuglar voru komnir á kreik
eins og þeir hefðu beðið eftir
sólarupprásinni, og nú þeytt-
ust þeir til og frá við íjöl-
breytilegar morgunœfingar
undir eigin tónlist og var un-
un á að líta, en þessir fuglar
eru fjorugastir á morgnana.
Þegar ég leit betur í kring sá
ég að Svartahafið er þama rétt
hjá og var komið í faðmlög
við sólina, sem skein á haf-
flötinn og var byrjuð að hita
upp baðstrendurnar skammt
fyrir austan bryggjurnar. Ég
klæddi mig í skyndi .að líta út
á hlað,- en var ekki sá fyrsti,
þarna voru nokkrir ferðafélag-
amir að spóka sig á stéttinni.
Við gengum yfir götuna að
horfa á bæjarlækinn sem renn-
ur eftir grýltum botninum
fram með grasivöxnum bökk-
um og er opinn á hundrað
metra kafla. Þetta er hrein-
legur lækur í miðri borg og er
greinilega í uppáhaldi heima-
manna og þangað koma fuglar
að fá sér að drekka. Ekki létu
fararstjórar á sér standa að
kveðja menn til máltíðar, en
þar á eftir var keyrt á bað-
ströndina. í þetta eina skipti
var farið á bíl á ströndina, en
eftir það var siglt á bátum,
sem taka um 80 manns í sæti
og nú hófst með skemmtilegri
köflum allrar 'fararinnar, að
sigla á Svartahafinu meðfram
skógivaxinni klettaströnd, til
og frá, sem tók um 20 mínút-
ur hvor leið. Svo þegar kom
að bryggjunni voru smástrák-
ar að dorga en aðrir stungu
sér útaf og syntu undir öld-
una. Á baðströndinni sjálfri
þótti mér taka í hnúkana að
sjá allan þann mannfjölda sem
liggur svo þétt i fjörumölinni
á smá flekum, frá klettum til
bryggju að ég hefði eins getað
reynt að’ telja stjörnurnar milli
fjósakvenna og sjöstimis á
skammdegishimni. Fólkið er
brúnt á hörund og vant sólar-
strönd, því margir höfðu með
Frá Jalta á Krim.
sér matinn og borðuðu þar
sem þeir voru komnir.
íslenzki hópurinn sem í
fyrsta sinn stóð á þessari
strönd var ekki lcngi að semja
sig að siðum heimsborgara og
innan stundar sáust nokkrir
Uppskerustörf á víöáttumiklum akri samyrkjubús.
hvítir menn ganga í sjóinn og
var ekki annað að sjá en að
þessir Dagsbrúnarmenn kynnu
vel við sig á sólheitri strönd-
inni, rétt eins og þeir væru
.vaftir að stunda svona sjóböð,
og var glatt á hjalla í baka-
leiðinni, þar sem mávar og
aðrir sjófuglar láta hlýlega öld-
una vagga sér án afláts.
Margir bátar sigla stöðugt
fram og aftur hlaðnir fólki,
og svifnökkvi er rétt sleikir
ölduna á mikilli ferð, en hrað-
bátarnir fara enn hraðar, og
þarna eru tveir menn á árabát
að renna færi.
Litazt um í
nágrenninu
Borgin Jalta er byggð á hæð-
um og í lægðum og er allt
skógivaxið, hvar sem gróðri er
við komið; þarna er blælauf
sem er á sifelldri hreyfingu
þó logn sé og er eins og ein-
hver óýýnileg hönd blaki hverju
laufi íyrir sig, trén sjálf eru
kyrr. Sum trjánna ,eru margra
mannhæða há, þau mjókka í
toppinn og virðast hugsa.
Frá útsýnisturni í miðri
borg, sem verið er að reisa á
einni hæðinni, sér vel yfir
byggðina; í eldri hverfum er
mikið af einbýlishúsum en
blokkahverfi í þeim nýrri.
Fjöllin eru há og skógi vax-
in upp á hæstu brúnir, nema
þar sem klettar ganga fram, en
. í dalverpum eru iðgræn tún.
Aðalatvinnuvegir eru vín-
yrkja og mjólkuriðnaður, auk
kvikmyndaiðnaðar, og svo
hljóta mjög margir að hafa at-
vinnu sína af matarframleiðslu
og störfum við gistihúsin, því
sagt er að hátt í miljón manna
heimsæki skagann ár hvert. í
þessu fjall- og skóglendi eru
mörg hressingar- og hvíldar-
heimili sem verklýðsfélög cg
verksmiðjur eiga, en svo eru
þarna 85 heilsuhæli sem rekin
eru af ríkinu. Á Jalta þykir
loftslag mjög heilnæmt.
Einn daginn var ekið um
skógivaxnar hliðar að skoða
orlofsheimili námumanna og
hef ég ekki á minni lífsfæddri
ævi komið á skemmtilegri stað
utan íslands. Þarna blöstu við
margar nýjax byggingar í
skógivaxinni hlíðinni og eru
það svo stílfögur hús utan sem
innan að til fyrirmyndar er.
15 hundruð menn dvelja á or-
lofsheimilinu í senn. Er þetta
í Masandra-héraði og heitir
staðurinn Donbasa. Landið er
djúpir hvammar og háir hólar
og liggur að Svartahafi og er
verið að byggja lyftu frá bað-
ströndinni. Þá er í undirbún-
ingi 17 hæða stórhýsi. Fjögur
slik heimili eru á Jaltasvæð-
inu. Útilgikhús er á staðnum
og koma þangað listamenn að
skemmta fólki og til að kynna
list sína, skáld, og aðrir orðs
flytjendur, leikarar og söngv-
arar. Að búa á þessum stað
kostar 88 rúblur fyrir 25 daga
dvöl og borgar verkakonan eða
verkamaðurinn þar af 30t%, en
viðkomandi verklýðsfélag 70%.
Sé um barnafjölskyldu að
ræða, sem er í flestum tilfell-
um, þá fer greiðsla eftir þvi.
Allt er miðað við að gera
hvíldartímann sem ánægjuleg-
astan og sem beztan hvíldar-
tíma. Allir vinnandi menn taka
orlof.
Þar sem kostur gafst að
spyrja um kjör manna á vinnu-
stöðum fengust þau svör —
sem við reyndar sáum á fólk-
inu, — að nú hafa allir þar
nóg að bíta og 'brenna, kaup
mun vera nokkuð misjafnt, í
byggingarvinnu er kaupið um
120 rúblur á mánuði, þar af
er greitt í sjóði verklýðsfélaga
1%, í skatta 8% og í húsa-
leigu 6%. Með þessu kaup-
gjaldi er lífskjörin ekki sögð
að fullu, ýms fríðindi fylgja
og verðlag er mjög stöðugt,
fullar tryggingar eru í veik-
inda- og slysatilfellum og verk-
lýðsfélögin greiða til orlofs-
heimila og hressingarhæla fyr-
ir sína menn. Atvinnuleysi er
útilokað og enginn stendur
uppi með skuld vegna skatta
eða húsaleigu. Hvar sem við
komum eru verzlanir fullar af
vörum, en hvergi sjást glans-
auglýsingar, vörumiðlun og
sala er miðuð við þarfir fólks-
ins, ekkert er miðað við heild-
salagróða. í Sovétríkjunum er
að skapast nýr heimur, heimur
lífshamingju og albonegta.
Þegar sól var nýgengin úr
hásuðri og tekin að halla til
vesturs einn daginn, gengum
við að skoða hús skáldsins An-
tons P. Tsékhcxf (1860—1904)
sem var ástmögur sinnar þjóð-
ar og dó ungur. Helgi er yfir
heimilinu, sem systir skáldsins
hélt verndarhendi yfir, frarn
yfir byltingu, að húsið er í
opinberri umsjá. Tsékhof var
læknir að mennt og stundaði
þá kúnst með ritstörfum. Hann
var samtímamaður Maksims
Gorky (1868—1936) og Tjae-
kovskís og söngvarans Séljap-
ín, og eru myndir af þeim sam-
spjalda á veggjum. Píanó er í
stofunni sem Tjæskovskí sló
meðan söngvarinn Sélj apin hóf
þarna rödd sína og söng í ná-
vist mikilla skálda. Hljóðlega
er gengið um þetta hús og
setja menn upp sérstaka skó
áður en inn er farið. Á bQrð-
um liggja læknistæki og hané-
rit og prófarkir, en klukkap 4
veggnum var stöðvuð á þeárrl
stundu sem skáldið dó. Hana
var vinur manna, dýra og
blóma.
Gengið um götur
og torg
Sumir af okkur ferðafólkinu
fóru eldsnemma á fætur að sjá
þegar vinna fer á stað eða
skruppu á baðströnd skammt
frá höfnmni um sólarupprás,
aðrir voru á ferð seinna á
kvöldin að fá sér snúning á
skemmtistað. Ég sem þetta
skrifa var á rölti á morgn-
ana og áður en nokkur hani
gól eru menn byrjaðir að þro
göturnar, heljar stórir vatns-
bílar ausa þær vatni, og fljót-
lega eru konur komnar á kreik
að sjá um að hvergi leynist
bréfmiði eða annað rusl á
gangstéttum. Lengi staldraði ég
hjá stórbyggingu en kl. hálf
átta komu menn úr öllum átt-
um með nestispokann sinn og
settu flestir einhverja vél í
gang, en húsið er allt reist
af flekum og súlum og raf-
suðumenn eru upp um allt að
tylla saman flekunum; kona
var þar með teikningu i hönd-
um að tala við verkstjórann.
Skammt frá voru nokkrar kon-
ur að grafa skurð í gangstétt
og unnu kappsamlega í hitan-
um, og þarna sat ungur mað-
Framhald á 9. siðu.
\ .
i