Þjóðviljinn - 02.11.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Qupperneq 10
10 Sft»A — I^JÖÖVICJiNN — FimmtMdagw-r % nóviemiber 1961. WINSTON GRAHAM: MARNIE 40 skiptumst á orð'um hvað eftir annað þetta kvöld, en hann virt- ist ekki minnstu vitund forvitinn um mína hagi- Hann var boðinn í góðan mat, það var allt pg sumt, og hann gerði matnum svo sannarlega góð skil- Ósjálfrátt geðjaðist mér vel að frú Rutland, þótt það væri ljóð- ur á ráði hennar í mínum augum að hún var móðir Marks. Hún hafði lag á að hjálpa mér með eitt og annað án þess að vottaði fyrir yfirlæti, og þótt hún væri ótvíræð heldri kona, þá var hún ekki eins og hún hefði gleypt hrífuskaft og hræðileg á að líta eins og svo margar rosknar kon- ur í hennar stétt. Þær eru í rauninni skelfilegar margar þeirra — á hæð við flaggstengur, með geysilega barma og spóalappir’og þær hitta aldrei annað fólk en af sama tagi og þær sjálfar og þær tala mikið um innkaup sín hjá Fortnum og hjá Harrod, og TRÉSMIÐJA Þ. SK0LASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 vogíie EFNI >/ SMÁVÖRUR i TI'ZKUHNAPPAR Hárgreiðslan Hárgreiöslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Liaugav. 18. III. hæð (lýfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Ðarðsenda 21. SÍMl 33-968 þær eru alltaf hræðilega fátæk- ar, sem táknar það, að þær hafa því miður ekki efni á að kaupa kavíar, og raddir þeirra eru há- ar óg skerandi og skafa innan á manni hlustimar. Gamla frú Newton-Smit.h var dálítið í þá áttina, og það var átak fyrir mig, þegar ég þurfti að vísa konunum tveimur upp á loftið og hjálpa þeim að púðra á sér nefið. Hamingjan sanna hvað ég var fegin því að hafa farið í þessa taltíma og geta ^prt mig til á borð við þær. Þegar við komum aftur niður, gekk þetta allt auðveldlega og sársaukalaust því að Mark fór að segja þeim frá hestinum mínum og það kom á daginn að Rex Newton-Smith var óður í hesta, og hann vildi fá að Vita allt um Forio. Það leit ákaflega vel út að ég skyldi hafa keypt hann á upp- boði og hafa hann á fóðrum í Gloucestershire; það var eins og ég kæmist í raðir eignastéttarinn- ar við það. Rex sagðist oft skipu- leggja veiðar, og þar sem hann byggi ékki nema þrjátíu kíló- metra leið frá Little Gaddesden, þá værum við Mark kannski fá- anleg ttl að koma á veiðar hjá honum einhvem daginn? Ég ját- aði af kurteisi f von um að ég gæti smeygt mér undan því seiijna meir, þvf að ég hafði aldrei á ævinni farið á veiðar t>g mér leizt ekki á þá ttlhugs- un. Þegar allt var um garð gengið og síðasti gesturinn farinn, sagði Mark; — Þetta tókst vel hjá þér, Márnie- — Finnst þér það? — Já, þ«tta gekk stórvel fyrir sig allt saman. Fannstu það ekki? — Ég skalf af hræðslu allt kvöldið. — Það hefði enginn getað séð á þér. — Við verðum að láta hreinsa þennan skorstein, sagði ég og rót- aði í aringlæðunum. — Matarveizlur voru eitt af því sem Estelle réð alls ekki við. Ég er feginn að þú skulir geta það. Ég reis upp og sem snöggvast fékk ég grun um að hann ætlaði að snerta mig. Þess vegna færði ég mig frá honum í skyndi áður ei ég spurði: — Sagði dr. Rom- an nokkuð? Eins og vanalega var hann of fljótur að átta sig til þess að við- brögð mín færu framhjá honum ög brosið hvarf af vörum hans. — Hann sagði að þú gætir komið til hans á þriðjudaginn klukkan tvö. , — Ekki annað? — Lítið annað- Ætlarðu þá að fara þangað? — Ég veit það ekki enn- — Hann stakk upp á því að þú gengir til*hans í fimm til sex vikur í eins konar upphafsrann-' sókn. Að þeim tíma loknum veit hann með vissu hvort hann get i ur hjálpað þér eða ekki. Ég hagræddi ljósmyndinni af Estelle sem stóð á flyglinum. Ég var reyndar ekki sérlega hrifin af manninum hennar, en það var nú samt notalegt að vita að hún hafði ekki verið fullkomin að öllu leyti. — Og hvemig fór þetta með hlutabréfin? spurði ég. — Gaztu fengið Rex og móður hans til að hætta við að selja? — Ég taldi þau á að halda bréfunum fyrst um sinn. Ef þau ákveða einhvem tíma að selja, þá neyðist ég sjálfur til að kaupa þessi hiutabréf. En ég verð að fá stærðar bankalán, ef ég á að geta keypt þau á þessu uppskrúfaða verði. Þegar ég kom til Terrys á laug- ardagskvöldið um níuleytið var þar margt um manninn. Ég þekkti ekkert af fólkinu nema MacDonaldhjónin- Terry kynnti mig fyrir öllum hinum, og það var reyndar kynlegt samsafn. Þarna var kvikmyndastjóri af gyðingaættum með lífsþreytusvip á andlitinu — eins og hann væri búinn að reyna allt og langaði ekki vitund til að reyna meira; svo voru tvær býsna harðsoðnar kvenpersónur á fimmtugsaldri með mjó, svört strik í auga- brúna stað, sem gerði þær heimskulegar á svipinn og and- litin á þeim vt>ru skelfing ellileg, af því að þær gerðu þau lifandis ósköp til að gera þau ungleg. Auk þessara þriggja voru þrír karlmenn- sem vissu varla aura sinna tal. Það var auðséð á þeim Strax og við byrjuðum að spila og það gerðum við um tíuleytið, varð mér ljóst, að þetta var allt annars konar spilamennska en síðast. Þá hafði það verið ósköp venjulegt fólk sem sprlaði sér til ánægju. En í þetta sinn var þetta fúlasta alvara. Og þarna voru engir hyrjendur. Ég var ein um það. Ég hafði haft ipeð mér fimm pund, en ég sá vel að þau myndu duga skammt, ef ég færi að tapa fyrír alvöru- Þess vegna byrjaði ég variega og dró mig í hlé í hvert sinn sem ég fékk ekki því betri spil — og reyndi ekki að blekkja- Og á meðan virti ég spilafólkið fyrir mér og, reyndi að læra af því lisfimar. Þegar klukkan var orðin eitt hafði ég nælt mér í tvö pund og. klukkan þrjú voru þau orðin níu. En svo var ég fjandalega ó- heppin í tveim spilum; í öðru var ég sannfærð um að kvik- myndastjórinn væri að blöffa, en það gerði hann ekki, svo að ég tapaði ellefu pundum á einu bretti. Upp frá því spilaði ég eins varfæmislega Pg hugsazt gat, og þegar við hættum klukkan fjög- ur var tapið hjá mér ekki nema þrjátíu shillingar. En mig verkj- aði í magann af taugaóstyrk og grernju og mér fannst þrjátíu shillingar geysileg fjárhæð. Ég hafði gleymt öllu öðm, bæði tímanum og Mark, og þegar ég leit á úrið mitt, spratt ég á fæt- ur og sagðist verða að fara und- ir eins. Terry sendi mér eitt af þessum illkvittnislegu augnaráðum. — Hræddar við að eiginmaðurinn fari að þenja sig, ha? En kvöld- ið hefur vonandi verið þess virði. — Það er nú líkast til. Ég hef skemmt mér alveg konunglega- Góða nótt, Terry — og beztu þakkir- — Þér megið til með að koma aftur seinna. Ég fæ alltaf gesti í hverri viku. Á leiðinni heim í bíl Estelle reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um, að ég hefði ekkert á móti því að taþa. 11. — Viljið þér ekki fá yður sæti, frú Rutland, sagði dr. Roman. — | Það er bezt þér setjizt hér. Á ég ekki að taka kápuna yðar? Þetta er betra. Það er heljdur óskemmti- legt veður í dag, Komuð þér akandi hingað í bflnum yðar? Hann átti heima í einu af þess- um háu, mjóu' húsum beint á móti Regents Park- Allir eru uppi í skýjunum, þegar þeir tala um þessi hús, en satt að segja skil ég ekki hvers vegna. ' — Mig langar til að þér lítið á samtal okkar í dag sem við- ræður milli vina, en ekki eigin- ’lega læknisvitjun. Og reyndar yerða samtöl okkar framvegis heldur óformleg, en það vitið þér sjálfsagt. Rpman var allt öðru vísi þama á heimavígstöðvunum. Ég býst við að hann hafi haft „fas“ sem hann tók af snaga og setti upp áður en sjúklingamir komu. Ef dæma mátti af skiltum utaná húsinu, var annar læknir með honum um húsið. Þjónn hafði vísað mér inn og ég velti fyrir mér, hversu mikið þetta • myndi kosta Mark. — Hvað hefur maðurinn minn sagt yður? — Mjög lítið, frú Rutland. Eiginlega ekki annað en það, að þið hjónin hefðuð orðið sammála um, að þér leituðuð til mín. — Ég kem hingað aðeins -vegna þess að hann vill það- — Já — jú, mér skildist líka á honum, að hann hefði átt hug- myndina- En ég býst við að þér hafið ekkert á móti því að koma hingað. Við höfðum sótt Forio á sunnu- daginn. — Ne-nei....... — Það er nefnilega eitt sem þér verðið að gera yður ljóst frá byrjun og það er að ég get varia hjálpað yður, án þess að yðar eigin aðstoð kofni til. Ég tróð blússunni minni niður undir pilsstrenginn. — Ég sezt héma fyrir aftan yður, sagði hann. — En ég skrifa ekkert niður, svo að það verður hvergi skráð sem þér segið mér. Það sem ég ætla að biðja yður um í dag, er að gefa mér fáein- ar einfaldar upplýsingar um yður FÍFA auglýsir Stórkostleg verðlækkun á peysum og úlpum fyrir böm og fullorðna. Verzlið yður í hag — Verzlið í Fífu. Verzlunin FlFA Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut). A* i HARPIC er efni sem hreirisar salernisskálina og drepur sýkla SKOTTA — Hvað ætlarðu að gera, pabbi? — Ég ætla að lemja flautuna á þessum bíl í klessu! Einangrunargler Húseigenduz — Byggingameistarar. Útvegum. tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar 6 jluggum. Útvegum tvöfalt gler í lausafös os sjá- um um máltöka Gerum við sprungur l steyptum veggjum með baulreyndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 51139. NÝKOMID Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN ykkor sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJÖNOSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi. — Sími 40145. Látið stilla bflinn Önnumst hjóla-, ljósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur — Örugg þjónusta BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100 . Hemlaviðgerðír • Rennun: bremsuskálar. • Slípúm bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.