Þjóðviljinn - 19.11.1967, Qupperneq 4
4 SflðA — X»JOÐVILJlNN — Sunnudagur 19.. nóvember 1963.
Otgefandl: Sameiningarílofckur aiþýðu — Sósialistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Að kjósa sér hlat
JJíkisstjómin hefur verið vöruð við. Alþingis-
menn stjórnarflokkanna vita hvað þeir eru.að
gera ef þeíf samþykkja kjaraskerðingarfrumvarp
stjómarinnar. Með því samþykkja þeir ekki ein-
ungis hinar ósvífnu kjaraskerðingarráðstafanir
sem ríkisstjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins er
þegar búin að framkvæma og fyrirhugar með
misbeitingu á valdi Alþingis í því skyni. Þeir
samþykkja jáfnframt stórfelld og víðtæk verk-
föll launþegasamtakanna frá næstu mánaðamót-
um. Þetta liggur ljóst fyrir eftir ályktun ráðs'tefnu
Alþýðusambands íslands, sem samþykkt var ein-
róma. Fullyrðing Morgunblaðsins, að verkalýðsfé-
lög muni hafa tilmælin um verkfall og vamarbar-
áttu alþýðu gegn kjaraskerðingunni að engu, hef-
ur ekki við neitt að styðjast, engin yfirlýsing um
slíkt hefur komið frá neinu verkalýðsfélagi; í sam-
bandi við undirbúning verkalýðshreyfingarinnar
að vamarbaráttu gegn kjaraskerðingu ríkisstjóm-
arinnar hefur hvergi bólað á að ráðherrarnir eigi
„fimimtu herdeild“ í verkalýðshreyfingunni, sem
reiðubúin sé að svíkjast undan merkjum vegna
fyrirskipana Bjarna Benediktssonar eða Gylfa Þ.
Gíslasonar. Harðorð mótmæli gegn kjaraskerðing-
aráformum ríkisstjórnarinnár hafa" borizt jafnt
frá þeim verkalýðsfélögum sem eingöngu er stjórn-
að af mönnum sem fylgt hafa stjórnarflokkunum.
Og þau félög sem nú þegar heyja verkfallsbaráttu
og núverandi forystumenn þeirra hafa ekki feng-
ið orð á sig íyrir róttækni. Einnig það gæti verið
ráðherrunum nokkur bending, þeir virðast ekki
hafa jarðsamband lengur við fólkið, ekki einu sinni
það fólk sem fylg.t hefur og jafnvel fylgir enn
stjórnarflokkunum að málum almennt.
jyjenn sjá nú sauðargærulausan Sjálfstæðisflokk-
inn, sem segist vera flokkur allra stétta.við
hátíðleg tækifæri, en kemur fram sem valdatæki
auðmanna og braskara, íslenzks auðvalds og er-
lends, hvenær sem til átaka dregur í hagsmuna-
baráttu alþýðufólks. Kjaraskerðingarfrumvarpið
er afkvæmi íhaldsstefnu. Hitt virðist mörgum ó-
skiljanlegt að Alþýðuflokkurinn, flokkur vaxinn
upp úr verkalýðshreyfingunni, skuli lána ráðherra
og hvern einasta þingmann sinn til þess verks að
misnota vald Alþingis og ríkisstjómar gegn ein-
róma afstöðu allrar verkalýðshreyfingarinnar. Var
það „ábyrgð“ gagnvart íhaldi og auðvaldi, var það
„árangur“ í kjaraskerðingarherferð íhaldsins gegn
alþýðuheimilunum sem átt var við með þeim kjör-
orðum í kosningunum í sumar? Ætla ráðherrar og
þingmenn Alþýðuflokksins að fylgja íhaldinu að
lögfestingu kjaraskerðingarfrumvarpsins gegn
sameinaðri verkalýðshreyfingu landsins? Illa væri
þar launaður trúnaður alþýðufólksins sem lyfti
þessum mönnum á þing. Alþýðuflokkurinn hefur
dregið ráðherra úr ráðherrastóli vegna þess að
verkalýðshreyfingunni var misboðið af samstarfs-
flokki. Kjósa Eggert, Gylfi og Emil sér þann hlut
að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna, sem
skjaldsveinar íhalds og auðvalds? TJr því fæst skor-
ið næstu daga. — s.
Scholl’s fótaaðgerðarstofa
opnuð / Rvík á föstudag
• Ný fótaaðgerðarstofa var
opnuð á Klappatstíg 25-27 á
föstudaginn og er eigandi
hennar Viktoría B. Viktors-
Viktoría stundaði nám i Fod-
plejeskolen í Kaupmannahöfn
um tveggja ára skeið og hefur
unnið við fótaaðgerðir hjá fyr-
irtækinu Dr. Scholl's í Höfn.
Hefur Viktoria eingöngu vörur
frá þessu fyrirtæki á stofu
sinni, bæði fótsnyrtivörur og
hjúkrunarvörur. Stafnandi fyr-
irtækisins, Dr. Scholl, er aust-
urriskur en Scholl's fótaaðgerð-
arstofur eru nú starfræktar
viða um lönd-
Á fótaaðgerðarstofunni á
Hlé efftir harða
bardaga á Kýpur
NIKOSÍU 16/11 — Harðir bar-
dagar urðu í gær á Kýpur þeg-
ar hermenn Kýpurstjórnar réð-
ust á tvö þorp Tyrkja, að sögn
vegna þess að Tyrkir höfðu
hafið skothríð á sveit lögreglu-
manna stjómarinnar. Um 20
manns munu hafa legið í valn-
um, segir í einni frétt, en í ann-
arri að enginn muni hafa fallið,
en sjö Tyrkir særzt. í dag var
komið á vopnahlé fyrir milli-
göngu gæzluliðs SÞ.
Kosnir aftur?
Framhald af 1. síðu.
kosningtmum, þegar fullyrt var
að Alþýðuflokkurinn „nasði ár-
angri“. Hvert hefði orðið kjós-
endafylgi Alþýðuflokksins í kosn-
ingunum í sumar ef hann hefði
gengið til þeirra kosninga með
yfirlýsingu um kjaraskerðin|ar-
áform ríkisstjórnarinnar, ef hún
héldi völdum?
□ Allir þingmenn Alþýðuflokks-
ins í neðri deild Alþingis hafa
nú greitt atkvæði með kjara-
skerðingarfrumvarpinu, þeir hafa
greitt atkvæði með því allir sem
einn að vísitölugreiðslur á kaup
verði skertar. Þeir hafa allir sem
einn lagt samþykki sitt við því að
þyngstu byrðamar verði lagðar
á bök hinna fátækustu í landinu.
□ Vom þeir kosnir á þing til
þess? Og verða þeir kosnir aft-
ur?
Klapparstíg verður hægt að fá
fótsnyrtingu og eins fram-
kvæmir Viktoría minni háttar
aðgerðir. Þá em þar seldar
ýmsar vömr eins Dg fyrr seg-
ir, og má þar nefna innlegg.
Sagði Viktoría við blaðamenn
að mikið væri um að fólk
fengi innlegg og síðan væri
ekkert eftirlit haft með því,
en líta þyrfti eftir innleggi á
sex mánaðá fresti.
Fyrst um sinn vinnur Viktor-
ía ein á stofu sinni en á næst-
unni bætist dönsk stúlka við.
Borgarstjórn
Framhald af 1. síðu.
marks félagslegri aðstöðu og
þjónustu í nýjum borganhverf-
um, svo ekki sé minnzt á verk-
legar framkvæmdir. I þessu
sambandi minnti Jón Snorri á á-
standið í skólamálum borgarinn-
ar, sem margsinnis hefur verið
rætt í borgarstjóminni að und-
anförnu, gat um aðstöðu bama
og unglinga til leikja, tómstunda-
og félagsstarfa í hinum ýmsu
borgarhverfum o.s.frv. Tillaga
Alþýðubandalagsins væri fflutt til
þess að leggja áherzlu á nauð-
syn breyttrar stefnu og breyttra
vinnubragða í sambandi við
vandamál nýrra borgarhverfa og
raunar annarra úthverfa borgar-
innar einnig.
Sem fyrr var sagt var sam-
þykkt með 10 atkvæðum gegn
4 að vísa tillögu borgarfulltrúa
Alþýðubandalagsins til borgar-
ráðs. Með þeirri málsmeðferð
greiddu atkvæði 8 fulltrúar I-
haldsins og báðir kratarnir í
borgarstjóm, en 3 fulltrúar AI-
þýðubandalagsins og annar
Framsóknarmaðurinn (Sigríður
Thorlacius) vora á móti. Hinn
Framsóknarfulltrúinn, Kristján
Benediktsson, greiddi ekki at-
kvæði um málið!
SKIPAlUGeRÐ RIKISINS
M/S BALDUR
fer til Snæfellsnes- og Breiða-
fjarðarhafna á miðvikudag. —
Vörumóttaka á mánudag og
þriðjudag.
Plaslmo
ÞAKRENNUR 0G NIÐURFALLSPÍPUR
RYDGAR IKKI
Þ0LIR SELTU OC SÓT,
ÞARF ALDREI AÐ MÁLA
MarsTrading Company hf
IAUGAVEG 103 — SlMI 17373
Stýrimannafélag Íslands
Framhaldsaðalfundur félagsins verður hald-
inn mánudaginn 20. nóv. að Bárugötu 11 og
hefst kl. 20.30. — Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN.
!
■ • - ■ • ■ ..................................................................................
• ’ l / ‘ i
*
KOMMÓÐUR
— teak og eik
Húsgagnaverzlun Axels Eyjólíssonar
Skipholti 7 — Sími 10117.
Prestskosning
í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík
' Prestskosning fer fram í Hallgrímsprestakalli í
Reýk j avíkurpróf astsdæmi SUNNUDAGINN 26.
nóvember næstkomandi. Kosið verður í Hallgríms-
kirkju, SAPNAÐARHEIMILINU, Skólavörðuhæð
og hefst kosningin kl. 10 árdegis og lýkur kl. 10
síðdegis.
Takmörk prestakallsins eru greind í auglýsingu
safnaðamefndarinnar f diagbl. VÍSIR 16. októ-
ber síðastliðinn.
Mælzt er til þess að sóknarfólk taki almennt þátt
í kosningu þessari og greiði atkvæði snemma dags,
til þess að koma í veg fyrir óþægindi við fram-
fevæmd kosningarinniar.
Reykjavík, 17. nóvember 1967.
Safnaðamefnd Hallgrimsprestakalls
í Reykjavíkurprófastsdæmi.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar. Skúffubifreið með fram-
drifi og Intemational jeppabifreið, er verða sýndar
að Grensásvegi 9, miðvikudaginn 22. nóvember kl.
1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd vamarliðseigna.
KRISTNIBOÐSSTARF
MEÐAL STRÍÐANDI
BLÖKKUMANNA
JÓHANN ÞORVALDSSON flytur er-
indi um þetta efni í AÐVENTKIRKJ-
UNNI í dag, sunnudaginn 19. nóvemb-
er klukkan 5 síðdegis.
Kórsöngur.
ALLIR VELKOMNIR.
I FÍFA auglýsir
Þar sem verzlunin hættir verða allar vör-
ur seldar með 10% — 50% afslætti.
Verzlunin FÍFA
Laugavegi 99.
(inngangur frá Snorrabraut).
I
I
I
I
I
I
I
I
1