Þjóðviljinn - 19.11.1967, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.11.1967, Qupperneq 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 19. nóvember 1967. WINSTON GRAHAM: MARNIE 54 gert neitt nema hún vilji hjálpa mér. — Ef til vill gæti þessi sál- fræðingur gefið ykkur hjónunum holl ráð- En það er eitt sem ég verð að vékja athygli yðar .á, Mark. — Ég held ég viti hvað þér ætlið að segja. — Þér hljótið að vita að með því að segja mér allt um kon- una yðar, hafið þér gert mig samábyrgan, ef málinu er áfram haldið leyndu. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að ég er ekki lengur í opinberri stöðu- Ef ég aðhefst ekkert í tilefni af því sem þér hafið nú sagt mér, þá geri ég mig sekan um það sem kallað er „að hilma yfir glæp“ —: og sama máli gildir um yður, Mark. — Hve langan tíma hef ég til að — I — Tja, það liggur ekki lífið á, og auðvitað lít ég á þetta sam- ; tal sem algert trúnaðarmál. Ef þér fullvissað mig um, að þér hafið í hyggju að gera eitthvað í þessu máli innan nokkurra vikna....... — Það hef ég sannarlega. sagði Mark. HARÐVIÐAR UTIHURDIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 VI TIZK rVf/A fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR Hárgreiðslan H.árgreiðsiu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA * Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMJ 33-968 Ég fór aftur inn og frú Leon- ard rak upp hljóð og spurði hvað í ósköpunum ég hefði verið að j gera fyrst ég kæmi inn svona j holdvot, og þessi yndislegi kjóll minn ...., og ég sagði að For- io væri lasinn og^ ég yrði að ná í dýralækninn á morgun, en hún skyldi ekkert minnast á það við herra Rutland að ég hefði gegn- blotnað, heldur skila kveðju og biðja hann að afsaka, en ég væri með höfuðverk og ætlaði í rúmið. Ég reikaði upp stigann' Dg reif I mig úr hverri spjör meðan vatn- ' ið rann í baðkarið og svo lá ég lengi í baðkerinu og reyndi að koma ró á taugamar og fá heil- ann til að starfa skýrt og hratt. En aldrei þessu vant gagnaði það mér ekkert að liggja graf- kyrr í heitu vatninu. En nú var útlitið líka svartara en nokkru sinni fyrr. Ég steig upp úr bað- kerinu, vafði um mig baðhand- klæði og gekk inn í svefnher- bergið. Ég kom auga á sjálfa mig í speglinum. Þarna stóð ég og hnipraði mig saman í handklæðinu, berfætt með blautt hárið og augu sem voru alltof stór fyrir andlitið- Það var eins Dg andlitið á mér hefði allt rýrn- að. Ég lét handklæðið falla í gólfið og setti talkúm á hand- leggina og bakið. Fæturnir á mér voru enn blautir og ég þerraði þá. Svo heyrði ég mannamál niðri í anddyrtnu- Herra West- erman var að fara. Ég fálmaði eftir litla útvarps- tækinu mínu. Ég opnaði óvart fyrir Luxembourg og rödd sagði að ég ætti að snúa mér til Drott- ins; þá skrúfaði ég á rómönsku Ameríku og fékk einhverja dans- músik. En ég heyrði hana alls ekki. Það var eins og ég hefði staðið þarna úti í rigningunni og heyrt þá segja hvorn við ann- an að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi. Ég gerði tilraun til að klæða mig í náttkjólinn, en ég hlýt að hafa verið blaut á bakinu, því að náttkjóllinn limdist við mig Dg þegar ég togaði í hann slitn- aði hlírinn. Meðan ég var að baksa við þennan náttkjól, varð mér litið á ferðatöskuna sem lá ofaná fataskápnum. Ég varð að fara. Það var und- ankomuleið. Og það var eina leiðin. Ég steig upp á skemil og náði í ferðatöskuna; hún var tóm nejna hvað í henni var sund- hetta og flaska með sólolíu, sem ég hafði gleymt að taka uppúr henni þegar ég kom heim frá Mallorca. Ég heyrði bíl ræstan. Þá var hann farinn. Ef hann treysti okkur nú ekki og hringdi strax í kvöld í einhvem lögreglumann. Ég náði í eitt og annað í kommóðuna og setti í ferðatösk- una. En svo hætti ég allt í einu að láta niður. Það var tilgangs- laust. Ég gat ekki farið í kvöld. Ég lokaði töskunni, læsti henni og ýtti henni undír rúmið. Það var barið að dyrum. —r Hver er þar? — Það er ég — Mark. — Bíddu andartak. Ég lokaði skúffunum og fór í slopp- — Komdu inn. Hann gekk inn. — Westerman var að fara. Ertu lasin? — Ég er með höfuðverk- — Hvað er að? — Það er ekkert að. — Þú ert svo föl. — Mér finnst ég líka vera — föl. Það var eins og hann væri á báðum áttum. Hann leit um her- bergið og festi augun á kjóln- um mínum. — Er kjóllinn þinn blautur? — Ég fór að líta á Forio. — Kápulaus? — Já. Eftir stundarkorn sagði hann; — Þú veizt þá hvað við vorum að tala um í kvöld? — Já. Ég settist á rúmið. Hann lokaði á eftir sér — Þú hefur' þá hlustað? — Hvernig er svona — Júdasi — innanbrjósts? — Liturðu þannig á þetta? — Hvernig hélztu að ég myndi líta á það? • Hann dró stól að rúminu og settist, hann sat rétt hjá mér og horfði beint framan í mig- Ég tók saman boðangana á sloppnum mínum. — Marnie, það var tilgangs- laust fyrir mig að ræða þetta meira við þig. Ég varð sjálfur að velja eftir nána íhugun og vangaveltur. — Það lætur ósköp vel í eyr- um. En í rauninni fórstu á bak við mig — og æddir beint til æðsta lögreglumanns sem þú gazt — — Mame, — ég beiti heil- brigðri skynsemi — ég vildi óska að þú gerðir það líka. — Mér þætti það sjálfsagt ekkert erfitt; ef það væri þitt frelsi sem væri í húfi. — Ef frelsi mitt væri í húfi, þá’ myndi ég gera nákvæmlega hið sama. Getufðu ekki skilið, að þú getur ekki haldið áfram að reika í draumaheimi — þang- að til eitthvað kemur fyrir. Ég /er ’ alls ekki viss iini að Strutt láti sér lynda það sem við sögð- um honum. Og hver ætti að hindra hann í því að gera viss- ar athuganir? Ef hann gerir .það og verður einhvers "áskynja, þá er bæði tilgangslaust að snúa sér til lögreglunnar og bjóðast til að endurgreiða peningana. Það er- um við sem eigum að sb'ga fyrsta skrefið. Annars færðu þrjú ár, það er jafnvíst og það að þú situr þarna svona sármóðguð og dásamleg. Og þá myndirðu ekki geta leyft þér þann munað að fara í bað þrisvar á dag og fara út að ríða á hverjum degi og spila póker við Terry; og kannski myndi þetta bjarta hörund þitt hafa illt af inniverunni í þrjú ár...... , — Heldurðu að ég viti þetta ekki, æpti ég næstum og spratt á fætur. — En skilurðu ekki, hvaða vandræðum þú ætlar að koma af stað — og ert þegar bú- inn að gera. Ef ég" fer í fangelsi, þá er það fjandinn hafi það þér að kenna og engum öðrum. Þú hefur kjaftað í lögguna — bölv- aður þefarinn þinn — stikkará- svinið þitt — Hann tók um axlir mér og hristi mig. Hann hristi mig svo að tennurnar glömruðu í munn- inum á mér. — Þú ert frávita af skelfingu, kjáninn þinn litli, og ég skil þig vel. Ég væri það líka í þín- um sporum. En geturðu ekki reynt að beita þinni góðu greind. Ef við tökum eitthvað til ráða sjálf Dg nú, þá eru möguleikar á því að þú sleppir út úr þessu öllu. án þess að þér verði gert neitt. Ef við gerum eitthvað núna, en aðeins ef við gerum það núna — sláum við vopnið úr höndum þeirra — og þú myndir kannski sleppa algerlega. Ég reyndi að losa mig af hon- um- Ég hef ekki lifað sem nein gróðurhúsaplanta, svo að ég kann ýmis nýtileg tök og ég gerði það sem ég gat til að losna. Afleiðingarnar urðu þær að við hvæstum hvort á annað og slóg- umst. Þegar honum hafði tekizt að snúa handleggjunum á mér aft- ur á bak, gafst ég upp og stóð grafkyrr, og hann sagði: — Veiztu það, að eiginlega skil ég þig miklu betur, þegar þú verð- ur allt í einu þessi litla götu- stelpa sem þú hefur sagt mér frá — — Helvízkur, hvæsti ég. Hann kyssti mig. Mig langaði mest til að skyrpa á hann. En ég gerði það ekki. — Hlustaðu nú á mig sagði hann. — Ég er sammála Wester- man um það, að afdráttarlaus játning sé öruggasta leiðin. En ég veit að þú fellst ekki á það. Nei, 'ef þú átt að sleppa alger- lega og skrámulaust, þá verður það að gerast þannig. að við snúum okkur persónulega til við- komandi manna. Fyrst í stað sný ég mér til þeirra. Þú átt ekki að gera það. Ég er nefnilega viss um — ertu að hlusta á mig? — Westerman fer beint til sinna starfa — strax í kvöild. — Nei, það gerir hann ekki- Hann gerir ekkert — jafnvel þótt mánuður líði — ég veit það. Treystir þú því ekki? — Af hverju ætti ég að treysta honum? Hann er ekki annað en bölvaður ....., — Treystirðu mér ekki held- ur? — Nei. Meðan á handalögmáli okkar stóð hafði sloppurinn runnið út af öxlinni á mér og öxlin var ber, því að hlírinn á náttkjóln- um var slitinn. Vatteraðir ny/onjakkar hettuúlpur, peysur og térylenebuxur. — Athugið okkar lága verð. — Póstsendum. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. ROBIIVSOIV^ ORANGE SQUASH má blanda 7 sinnnm með vatni SKOTTA "P K?n? Featurea Syndícate. Inc., 1966. World rlgLta reaerved. Það er alltaf þessi eilífi þrfhyrningur: Hann ég og bíllinn. Binangrunargler Húseigendui — Byggingameistaraz. Útvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og allskonar breytingar ð rflugg'um Útvegum tvöfalt gler í lausaföe os sjá- um um máltöku. Gerum við sprungur 1 steyptum veggjum með baulrevndu gúmmíefni Gerið svo vel og leitið tilboða. SÍMI 5 11 39. NÝKOMIÐ Peysur, úlpur og terylenebuxur. Ó. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BlLAÞJÓNDSTAN Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti. platínur. ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. BlLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðír • Rennun; breimsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. A.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.