Þjóðviljinn - 29.12.1967, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 29. desember 1967.
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: tvai H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigúrðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann. ,
Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustig 19
Simi 17500 (5 linur) - Askriftarverð kr- 105.00 á mánuði —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Samtökin eru vaid
gíldveiðisjpmenn eru loksins komnir heim, eftir
langa og stranga vertíð. Sjálfsagt eiga menn í
landi örðugt með að skilja hvað sjómenn þurfa að
leggja á sig og fást við mörg ný vandamál vegna
þess að síldveiðar eru nú stundaðar svo óralangt
f-rá íslandsströndum að siglt er allt til Svalbarða
eftir aflafeng. Að minnsta kosti virtust alþingis-
menn litla athygli veita ábendingum Lúðvíks Jós-
epssonar um hiij sérstæðu vandamál sem þessi
órafjarlægð frá íslandsströndum vekur, en þing-
menn stjómarflokkanna felldu allir sem einn að
varið yrði tveimur miljónum króna úr ríkissjóði
til aðstoðar sjómönnum á fjarlægum miðum. Sjó-
menn hafa í viðtölum minnt á læknisleysið og
öryggisleysið sem því er samfara, og rómað lækn-
isþjpnustu á rússneskum og austur-þýzkum skip-
um sem jafnan hafi verið íslendingum föl ef til
hennar náðist. Augljóst má kalla að íslenzk stjóm-
arvöld verða að leita skjótra úrbóta í því efni. Sé
ætlazt til að 150—200 fiskiskip með 1500—2000
manns séu að staðaldri að veiðum á óraf jarlægum
miðum er ekki nóg að samþykkja sýndartillögur
um „lækni handa flótanum“ heldur verður að gera
út eftirlitsskip með læknisþjónustu og margs kon-
ar áðra þjónustu sem fylgi fiskiflotanum, líkt og
aðrar fiskveiðiþjóðir telja sér skylt. Smásálarskap-
ur við fiskiflotann verður að hverfa.
gamtök síldveiðisjómanna hafa notac tækifærið
og haldið fund í Reykjavík og gert ályktanir
um mál sín. Þær ályktanir eru mjög á þá lund sem
fram hefur komið í tillögum og málflutningi þing-
manna Alþýðubandalagsins og hér í Þjóðviljanum.
Skora síldveiðisjómennirnir á bæjar- og sveitar-
stjórnir að taka fullt tillit til hinna miklu tekju-
lækkana sem orðið hafa hjá sjómönnum á þessu
ári og veita þeim gjaldfrest á opinberum gjöldum
með fullum réttindum. Þá telja Samtök síldveiði-
sjómanna að síldarverð og annað fiskverð verði að
hækka ekki minna en það sem gengislækkuninni
nemur; að skattafrádráttur sjómanna verði að auk-
ast að miklum mun frá því sem nú er. Samtökin
lýsa undrun sinni og furðu á kröfum stjómar LÍÚ
að skiptakjör sjómanna verði rýrð, og minna ríkis-
stjórn og Alþingi á eignarhlut sjómanna í hinum
svonefnda gengishagnaði sjavarútvegsins. Þá vilja
síldveiðisjómenn að leyft verði að salta í skipunum
á fjaHægurn miðum og sigla beint með aflann til
sölu erlendis. Sjómenn eiga örðugt um félagss'tarf-
semi eftir venjulegum leiðum og þurfa að leita
nýrra félagsaðferða til að fylgja eftir málum sín-
um. Samtök síldveiðisjómanna eru tilraun í þá átt.
En þau samtök og öll íslenzk sjómannafélög þurfa
að verða virkari, enn tengdari sjómönnum í starfi
þeirra, með virkan trúnaðarmann í hverju skipi og
náið samstarf við hverja skipshöfn hvar sem hún
er. Sjómenn hafa af því dýrkeypta reynslu að vald
þarf að standa á bak við hverja tillögu um kjara
bætur sem vænta má framgangs, meðan íhaldió
ræður ríkisstjóm og meirihluta á Alþingi. Það vald
hljóta sjómannasamtökin að verða. — s.
Ég 'er faeddur í Réttarholti á
Skagaströnd 27. desember 1897
og hefur þetta bæjamafn fylgt
mér síðan í sjóferðum mínum
um höfin blá.
Á fardögum 1898 fluttu for-
eldrar mínir að Spákonufelli og
bjuggu bar um tveggja ára
skeið. Þá fluttu þau að Höfða-
hólum og þreyttu bar búskap
fram tiH 1910. Faðir minn rak
þar fjárbú og átti hlut í bát á
Skagaströnd og sótti sjó jöfnum
höndum með búskapnum og
urðum við systkinin átta að
tölu — þrír bræður og fimm
systur — ég er annar í röð-
inni.
Ég kynntist snemma rollu-
skjátum og endasentist í kring-
um þær sem smalastrákur og
jafnframt lærði ég áralagið.
Foreldrar mínir hétu Ingi-
björg Pálsdóttir og Ámi Árna-
son. Móðir mín var frá Syðri
Leikskálaá í Köldukinn í Suð-
ur Þingeyjarsýslu. Margír af
frændum mínum þar fóru ti!
Ameríku — þeim þótti gott
kaffi og mynduðu uppistöðu f
Brasilíuförunum.
Faðir minn var sonur Árna
Sigurðssonar frá Höfnum á
Skaga, Ámasonar. bónda þar
um langt skeið. Hann kvæntist
Siguríaugu Jónasdóttur frá Gili,
en Jónas faðir hennar var
bróðir Jóns á Finnsstöðum föð-
ur Björns Jónssonar á
og stofnaði hann síðan með
Steingrími Magnússyni Fisk-
höllina upp úr þessum reitum.
Ég hélt til sjós á kútter Hákon.
★
Veturinn 1915 var ég vetrar-
maður á kúabúinu mikla í Við-
ey. Þar vom sjötíu og fimm
kýr í fjósi og þar af fimmtíu
kýr mjólkandi og önnuðust
þann starfa fimm vinnukonur
á búinu. Hafði hver tíu kýr f
sinn hlut og bunaði títt kvölds
og morguns í Viðey.
Bústjórinn hét Bjöm Jónsson,
— hálærður búfræðingur frá
Danmörku og Skotlandi. Var ö!l
mjólkin sefld upp að Vífilsstöð-
um. Þurfti fyrst að flytja
mjólkina á brúsum frá eyju til
lands yfir sundið — en þar
beið hestvagnafloti eftir henni
undir stjóm Jóns pósts, en hann
var faðir bústjórans. Aðaleis-
endur kúabúsins voru þeir Pðll
Einársson, borgarstjóri og Pái!
Gíslason frá Kaupangi. Höfðu
þeir eyjuna á leigu frá Mib'-
ónafélaginu.
Það var mikil sjón á útrnán-
uðum þennan vetur að líta
brunann mikla í Reykjavík úr
eyjunni. Virtist borgin adelda
um skeið og allt byrjaði þetta
með brúðkaupsveizlu á Hótel
Reykjavík.
Veðramóti. Ætt föður míns er
rakin eftir Gilsætt og Skeggja-
staðaætt í Húnaþingi. Svona er
ég hálfur Húnvetningur og hálf-
ur Þingeyingur — sú blanda er
til eins og annað.
Ég man eftir Lárustrandinu
snemma á árinu 1910 og þótti
það hinn rnesti hvalreki fyrir
bjargarskorta sveit á snjóavetri
— það var fullkomið strand
norðan til við Höfðann og
fóru farþegar í land — ak-
sjónir dag eftir dag á suðræri-
um aldinum og matvörum.
Þá var mikið fjör á Höfða-
hólum.
Ég flutti til Reykjavíkur árið
1911 og hafði ofan af mér
með því að selja Dagblaðið
Vísi. Þá kostaði blaðið þrjá
aura. Höfðingjarnir greiddu þó
ætíð fimm aura. Svo var um
Jóhannes Jóhannesson, fas+-
eignasala og bókaútgefanda.
Hann var auðugur maður á
þeirra tíma mælikvarða —
græddi of fjár á útgáfu Kapi-
tólu og Kynblendingnum. Jó-
hannes lét eftir sig erfðaskrá á
Kapitóluauðnum og er ekki bú-
ið að opna þá erfðaskrá ennþá.
Á árinu 1913 var ég orðinn of
stór til að selja Vísi og gerðist
þá fisksali í félagi við annan
mann. Við seldum fiskinn úr
hjólbörum og ókum um götur
bæjarins og buðum vaming
okkar.
Ég keypti mikið fisk af
frönskum skútum í þá daga og
guldum ullarvettlinga fyrir.
Þeir voru kallaðir voddolin á
reykvískri frönsku þeirra daga.
Fransmenn litu ekki við öðru
en rígaþorski og kölluðu al’.t
annað rusl eins og ýsuna, lúð-
una og kolann. Þeir vora allt.af
himinlifandi að geta losnað við
ruslið fyrir voddolin.
Víð hðfðum tvær hjólbörur í
gangi og leystum hvorn annan
af á mi'lli til þess að sinna jafnt
kaupum og sölum. Félagi minn
reyndist óráðvandur og sleit ég
fyrirtækinu í fússi. Ég seldi
Benóný Benónýssjmi úthaldíð
Fjölskylda mín hafði tvístrazt
árið 1913 og hafði móðir min
flutzt norður aftur og var bú-
sett á Skagaströnd.
Eftir vetrarvist í Viðey hélt
ég norður um vorið með Isa-
fold. Urðum við að ganga á
land í Búðardal af því að
Húnaflói var þá fullur af ís —
hafði ég þá fjögur kofort í
pússi mínu fyrir kaupakonur.
Farareyrir minn var naumur
og leigði ég hest af Magnúri
frá Gilsstöðum fyrir, fimm
krónur og mátti þá heita ör-
eigi fyrir þessa greiðvikni mína
við kaupakonurnar. Á leiðinni
norður landveg tókst mér að
selja húfuna mína og þáði jafn-
framt ókeypis gistingu hjá
frændfólki. Svona var nú fjár-
hagurinn oft naumur i þá daga.
Ég stundaði sumarvertíðir frá’
SkagastrÖnd 1915 til 1918 og
vetrarvertíðir á Suðuriandi —
gekk ég tvisvar norður og þrisv-
ar suður landveg eins og þá var
títt <um margan góðan dreng.
Ekki safnaði maður sjóðum á
þessum árum og mátti heita
góður að vinna fyrir uppihaldi
með sleitulausu erfiði sumar og
vetur.
★
Sumarið 1918 varð gott fiski-
sumar á Skagaströnd, og átti ég
líka hlut í bátnum og söltuðum
við fiskinn á vegum kaupfélags-
ins. Akvað ég að verja þessari
sumarhýru minni tifl skólavist-
ar í Stýrimannaskólanum í R-
vík.
Gengum við Árni bróðir
minn suður um haustið og
hafði ég þá tvö þúsund krón-
ur sem baktryggingu. Við höfð-
um eldgosið í Kötflu sem, við-
miðun á leið suður — fengum
við þunga færð á Holtavörðu-
heiði undir öskufalli og
spænska veikin beið okkar í
Reykjavík — skólahaldi var
frestað fram í desember, og sat
ég tvo mánuði á skólabekk
þann vetur og hélt síðan þegar
á vertíð. Ég lá þrjá daga í in-
flúenzunni og sló niður aftur
og lá aðra þrjá daga. Veturinn
eftir fékk ég miklu verri in-
flúenzu og lá þá í hálfan mán-
uð rétt áður en ég gekk undir
próf um vorið og reyndist það
þrautatími.
★
Vorið 1920 útskrifaðist ég frá
Stýrimannaskófla íslands hérna
á Öldugötunni — tuttugu og
tveggja ára gamall — síðan hef
ég haft heimilisfestu hér í R-
vík og búið með konu minai
Guðmundu Jónsdóttur á öldu-
götunrii síðan 1934 — þar höf-
um við átt heimili okkar um
áratugaskeið.
Sem nýtt stýrimannsefni var
ég hinsvegar haldinn ævintýra-
löngun og réði mig um vorið á
þrímastraða skonnortu ásamt
gömlum leikbróður mínum frá
Skagaströnd — Ernst Bemdsen.
Skútan var dönsk og hafði
stöðvazt á Isafirði vegna
mannaleysis.
Hún hét Skimer frá Kauo-
mannahöfn — 450 tonna skip —
líklega hundrað ára gömul.
Þarna lá hún vestur á ísafirði
og beið eftir ungum og horsk-
um drengjum með víkingsblóð
í æðum.
Skipshöfnin var filúin fyrir
utan skipstjórann ogstýrimann-
inn. Stýrimaðurinn var gamall
Svendsborgari og svo fótfúinn,
að hann komst ekki • upp á
lunninguna.
Við tókum okkur fari með
gamla Njáli héðan úr Reykja-
vfk vestur á Isafjörð og á síð-
ustu stundu bættist í hópinn
þriðji maðurinn Marinó Jónas-
son — hafði ráðið sig sem mat-
svein á skonnortuna.
Gamli Njáll flutti steinolíu á
þessum árum á vegum D.D.P.A.
— vorum við lengi að dóla
vestur enda var hraði nútím-
ans tícki kominn til sögunnar
þá.
Við stigurn þegar um borð á
Isafirði og vorum skráðir sem
léttmatrosar á skútuna — þá
hafði fimmtán ára drengur á
Isafirði látið skrá sig á skút-
una. Var hann byrjaöur að
taka til hendinni um borð og
þjénaði sem „en dreng“ — fufll-
ur af ævintýralöngun. Hann hét
Henry Hálfdánarson og þénar
núna sem framkyæmdastjöri
Slysavamafélags Islands.
Skútan hafði komið til Isa-
fjarðar á vegum Sameinuðu
verzlananna og hélt nú á haf
út með tvo léttmatrosa, kokk
og skipsdreng fyrir utan yfir-
menn og var það eins ólöglegt
og framast mátti vera.
Förinni var heitið til Eng-
lands að ná í kolafarm — vor-
um við margar vikur að snigl-
ast í sumarblíðu áleiðis og blés
varfla hár á hundsrófu lengi vel.
Við tókum til hendinni við
seglabúnaðinri og Iærðum smatt
og. smátt að fara með segl —
var þó enginn fullklár matros
um borð til þess að kenna okk-
ur til verka.
Skipstjórinn hafði aðra vaK+-
ina og stýrimaðurinn hina og
þannig lolluðum við áfpam.
Skipstjórinn tók sólarhæðiria
með sextant og gerði það dag-
lega um hádegi, þegar hægt
var.
Aflltaf kom stýrimaður Iílca
á vettvang með gamlan oktant
út fílabeini til að taka sólar-
bæðina með skipstjóra.
Hvað færð þú hæðina? spurði
stýrimaður.
Skipstjóri gaf virðulega upp
mælingar sínar.
Bkki fæ ég það, svaraði stýri-
maður.
Svona gekk þetta ætíð til og
hittu þeir aldrei á sömu mæl-
ingar. Stýrimaður var gamall
Svendsborgari og stórdanskur
í lund og skipstjórinn af fær-
eyskum ættum og hélt all+af
stillingu sinni.
Höfðum við Islendingar mik-
ið gaman af.
★
Þegar liðið var á sumar náð-
um við samt Firthfirði í Skot-