Þjóðviljinn - 29.12.1967, Qupperneq 5
Föstudagur 29. desember 1967 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA 5
' VIÐTAL YIÐ STEINDÓR ÁRNASON, SKIPSTJÓRA Á SJÖTUGSAFMÆLI
landi og hin þrímastraða skonti-
orta varpaði akkerum í kola-
plássinu Dysert.
Við komum okkur fyrir í
dokk og vorum óðar settir t?i
að hreinsa skonnortuna á fjöru.
Var hún víða svo fúin á byrð-
inguna, að dolkurinn gekk á
kaf — var ,lappað upp á sh'kt
með fetbútum.
Þama dvöldum við þrjár
vikur.
Þetta var lítið þorp með
nokkrum krám og lestuðum við
þama kolafarm. Gömul og
niðurnídd kolanáma var þarna
upp í hæðardragi fyrir ofan
dokkina og heyrðist niður í
námunni, þegar skip vörpuðu
akkerum út á sjónum.
Plássið átti jarlinn af Dysert
og gekk hann um í citydress
með rautt blóm í kolarykinu og
náði ekki máli við nokkurn
mann nema léttúðardrósir. Var
hann talinn eitthvað bilaður.
Þama í Dysert réðust á
skonnortuna tveir fullgildir
matrósar — Svíinn Nilson og
Norðmaðurinn Trondhjem, og
var nú látið í haf með kola-
farminn til Eskifjarðar. Þar var
ein af verzlunum Sameinaða.
Við náðum til Orkneyja og
hrepptum þá ofsaveður og vor-
um lamdir til baka af veðri —
þá hrepptum við ofsaveður af
norðri og létum reka á reið-
anum í tvo sólarhringa. Eftir
storminn sigldum við upp und-
ir Búkkanes, til þess að gej-a
við seglin.
★
Við náðum heilir á húfi íil
Eskifjarðar og þaðan sigldum
við norður fyrir til Siglufjarðar
— hrepptum við gott leiði.
Mér er minnisstaett eitt atvik
þá á kvöldvakt hjá stýrimanni
dönskum siglingalögum — brá
okkur f bnin við þessa stað-
reynd. Reyndust nú góð ráð
dýr að sleppa með sæmd.
Ég átti von á togaraplássi um
jiessar mundir og vildi endilega
sleppa og naut loks aðstoðar
verzlunarstjóra Sameinaða að
fá löglega afskráningu. Ernst
félagi minn sllapp á veikinda-
vottorði og skipsdrengurinn
fékk að fylgja okkur vandræða-
laust. Kokkurinn hvarf hinsveg-
ar fullur á brott og sást ekki
meir.
Kannski hefur það auðveldað
fyrir olikur, að eftirspum var
nokkur á Siglufirði eftir útlend-
um skipsplássum af því að
margir voru þá komnir á haus-
inn út af miklu verðfalli á sfld-
arafurðum — hafði hitnað
undir mörgum í kollsteypunni
og æsktu sumir að hverfa af
landi brott um skeið.
Þannig vildu tveir prestssyn-
ir úr Þingeyjarþingi hverfa á
braut.
Hafði annar þeirra verið í
slagtogi með postulunum frá
Vallarnesi um síldarsöltun og
hrukku afurðimar rétt fyrir
leigunni á planinu um haustið.
Eftir að þeir voru ráðnir
komu þeir að næturþeli og
prfluðu þá upp í reiðana lil
þess að æfa sig við að losa og
binda seglin — þurftu þeir að
styrkja sig á brennivíni áður en
þeir klifruðu upp við þessa
næturiðju okkar.
Þeir létu í haf og hrepptu
hauststorma miköa á úfnum sæ
og voru mánuð á leið til Fær-
eyja. Þaðan lögðu þeir upp í
aprfl og hlutu ofsaveður við
Orkneyjar, og kom þar togari
þeim til hjálpar.
Rommskammti var útdeilt til
áhafnar og undir morgun^árið
árum? Er það raunar athygl-
isvert hjá þjóð, — er hafði ný-
fengið sjálfstæði sitt.
Við tókum að kaupa togara
og keyptum ekki færri en
fjörutíu togara frá 1920 fram
yfir 1930 og burgum þannig
efnaihagslegu sjálfstæði okkar.
Þetta ættum við að hafa hug-
fast í dag við þessa gengisfell-
ingu.
Á þriðja áratugnum var það
mikið keppikefli fyrir unga'
menn að komast á togara og er
enginn vafi á því, að mikill
viðgangur togaraútgerðar þávar
einn af homstcinum til efna-
hagslegs sjálfstæðis.
Engin aflafleyta getur kom-
ið í staðinn fyrir vel útbúinn
togara og er þyn'gra en tárum
taki, að við skulum ekki hafa
beint dýrmœtri þekkingu okkar
að tæknilegri íramþróun á þessu
sviði.
Á árinu 1921 réði ég mig sem
háseta á einn Kveldúlfstogar-
ar.n. Það var Þóróllfur undir
skipstjórn Guðmundar Guð-
mundssonar. Þá varð ég stýrÞ.
maður á Hávarði Isfirðingi
undir skipstjórn Vilhjálms
Árnasonar — sfldarkóngur sum-
arið 1927 og 1928. Þá var ég
bátsmaður og stýrimaður hiá
Sigurði Guðbrandssyni á Snorra
goða um fjögurra ára skeið.
Sigurður var hörku dugnaðar-
karl og\ mikill sjómaður. Um
fimmtán ára skeið var ég
stýrimaður undir skipstjórn
Kristjáns Kristjánssonar —
mikill og góður fiskimaður, —
fyrst á Andra frá Hafnarfirði.
Agli Skallagrímssyni, Arinbirni
hersi og Snorra goða — síðar
nefndur Viðey.
Árið 1947 réðist ég sem fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Neskaupstaðar og síðan yar ég
Hér á myndinni er Árni Árnason ásamt þrem sonum sínum
og Árni
talið frá vinstri: Steindór, Hjalti
myndin er tekin á þriðja áratugnum,
á siglingu út af Danganesi und-
ir stjömubjörtum himni og sást
ekki skýskaf á lofti.
Stýrimaður hafði það til siðs
að sitja á jámsöegnu rórhýsi
i afturlyftingu og hafði mynd-
azt þarna dæld undan sltjand-
anum með tímanum. Hann
hafði þann vana að staulast
stundum aftur' með og virða
fyrir sér kjölfarið — sneri þá
fótfúinn Svendsborgarinn baKÍ
í viðstadda.
Við erum þarna á siglingu i
björtu leiði og skýzt þá skips-
órengurinn allt í einu að rór-
hýsinu og pissar í dældina.
Skömmu síðar kemur stýri-
maður og hlammar sér í sæti
Sitt og verður þegar var við
þessa vökvun — sprettur upp
og spyr furðu lostinn. „Hvor
kommer det Vand fra?“ „Jeg
tror det kommer fra Himlen,"
segir þá Henry Hálfdánarson.
Þegar við komum til Siglu-
fjarðar um haustið, vorum vio
búnir að fá nóg af þessari
siglingu og vildum láta afskrá
okkur af skonnortunni. Kom þá
í íjós, að við höfðum ráðið
okkur til fleiri ára samkvæmt
voru þeir orðnir svo færir í
flestan sjó, að þeir slepptu tog-
aranum og skiiur enginn hvern-
ig þessi hundrað ára skonnorta
komst til Gautaborgar um vor-
ið.
Það varð hennar síðasta ferö.
Hér áttu hlut að máli bræð-
urnir Sveinbjörn og Þórður
Benediktssynir. Sá yngri þeirra
Þórður, þénaði sem matsveinn,
og viödi skipstjórinn efcki
sleppa honum nema fuTlnuma.
Hann er nú framkvæmdastjóri
S.l.B.S. 1
★
Árið 1920 er frægt ár í hag-
sögu ísllendinga og varð þá
mikið verðfall á afurðum oki:-
ar. Árið 1919 var rollan seld
loðin og lembd á 115 krónur, og
hrapaði árið eftir niður í 48 kr.
Þá varð mikið verðfall á sfldar-
afurðum eins og rakið var áður
meðal annars hjá þeim postul-
unum frá Vallamesi — þeim
Pétri og Páli Magnússonum á
Siglufirði.
En hvemig brugöust Isiend-
ingar við þessum vanda á þeim
með togarana Goðanes, Egil
rauða, Júpíter o.fl.
★
1 hásetaverkfallinu 1916 áttu
margir þess kost að komast á
togara og ná þannig plássum
frá öðrum sjómönnum í verk-
fallinu.
Ég átti þá kost á togaraplássi
nýkominn af vertíð í Sandgerði
— hafði ekki skap til þess að
níðast þannig á stríðandi félög-
um mínum og hélt norður til
sjóróðra á Skagaströnd.
Mér bauðst ekki togarapláss
fyrr en á Þórólfi snemma órs
1921 og hóf þá togarasjó-
mennsku mína hjá einum vand-
fýsnasta aflamanni á ölllum
mínum togaraferli. Svoleiðis
skipstjóri var Guðmundur Guð-
mundsson.
Alltaf varð að blóðga fiskinn
jafnóðum úr pokanum og helzt
spriklandi á þilfarinu — enda
voru vörugæðin á saltfiskinum
upp úr Þórólfi eftir því rneðan
ég þekikti til.
Ég var í Blöndalsslagnum
veturinn 1923 og þóttist einin
KvöJdúlfurinn þekkja mig um
borð í vatnsbátnum á mynd —
reyndar var ég einn af þeim,
er fluttu vatnsbátinn í land.
Þetta var borið undir Guð-
mund Guðmundsson og hann
fenginn til þess að rýna í
blaðaljósmyndina og gat hann
ómögulega þekkt mig á mynd-
inni.
Hann lét ógjarnan hlut sinn
fyrir Kveldúlfsmönnum, — er
ráðskast skyldi með einhvern
af skipshöfn hans.
Einu sinni fengum við mess-
eserinn í skrúfuna og hafði
ekki verið tekið af nógu mikilli
snerpu í togblökkina, — skeili
þetta á Selvogsbanka og
fórum við til Reykjavíkur á
hægu stími að fyrirsögn fyrsta
vélstjóra að láta kafara losa
vírinn úr skrúfunni.
Var það lítið verk þar sem
enginn endi var sjáanlegur og
varð einn Tliorsarinn tiö þess
að taka á móti okkur við
bryggju.
Thorsarinn heimtaði manninn
rekinn í land — þann er hafði
tekið í blökkina — stóð skip-
stjóri í brú ærið þungbrýnn og
kallaði í land.
Hér fer enginn í land á und-
an mér og setti á fulla ferð
burt — svona var karlinn
heill og óskiptur með skips-
höfn sirmi og hlaut hann virð-
ingu af.
Ég mán vel eftir því, þegar
Halamiðin fundust og varð Jón
Jóhannesson, skipstjóri á togar-
anum Ara til þess að senda
fyrsta símskeytið um mikinn
afla á þessum slóðum.
Var þetta í júnímánuði árið
1924 og þyrptust þá togararmr
þegar á þessi fengsælu mið —
Halaveðrið skall á í febrúar
1925 og fórust þá tveir togarar
með manni og mús — þá lét
Þórólfur reka alla nóttina án
nokkurra áfalla.
Frarti að Halaveðrinu þekkt-
ist ekki annað en togarar héldu
sjó, hvernig sem viðraði — en
eftir Halaveðrið leituðu togarar
Ég var með Sigurði Guð-
brandssyni á Snorra goða og
þénaði sem bátsmaður fyrsta 4>
túrinn — annars sem stýrimað-
ur. Sigurður var dugnaðarfork-
ur og mikill sjómaður og fórst
af slysförum á bryggju i Hafn-
arfirði íyrir nokkrum árum.
Eínu sinni kom trollið mikið
rifið á dekk og skipaði Sigurð-
ur að gera við trolöið f snatri
og yfirgaf brúna og gekk niður
í mat.
Ekkert vit var í því að gera
við belginn eins og á stóð og
skipaði ég því að skera hann
undan og slá undir nýjum
undirbelg, og vorum við að,
þegar skipstjóri kom upp aftur.
Hann rýkur þegar upp á háa
C-ið og mælir svo:
Hér hefur enginn leyfi til þess
að slá undir nýju neti nema
með mínu leyfi og náðu þegar
í garhla belginn og gerðu við
hann.
Þú verður þó að stinga þér
eftir honum, — segi ég — ég
fleygði honum í hafið. — Lét
Sigurður þetta gott heita fyrir
utan hurðaskelli í brúnni.
Menn komu að máli við mig
á eftir og sögðu. Mikið andskoti
tókstu hann laglega! — Maður
tekur nú þes;sa andskota á réttu
róli, segi ég.
Við fiskuðum vel í þessuip
túr og seldum vel í Englandi
og ekiki hafði Sigurður talað til
mín eftir hin fyrri viðskipti.
Svo er það á heimleið, að
karlinn snýr sér einu sinni að
mér og segir hlæjandi — mað-
ur tekur nú þessa andskota á
réttu róli — hafði þá einhver
sagt Sigurði frá svari mínu og
ekki erfði hann það óg var ætíð
pntt milli okkar alla tíð.
Nú er ég kaminn í land og
dunda við hænsfugl á efri ár-
um og keyptum við Kristján
Kristjánsson hænsnabú á Sel-
tjamarnasi — er við hættum á
1.)
Skýrsla utu fcrdir wfiunda bókaritHuu- á j
orleniluui nkljmiu, skráð at’ skipsljóra 0« stuð-
lcsl al' iilutaðeijjandi útlctidutn valdsmanni.
fNotici' ns to the bookuwncrs voyages witli st.ips heldngtng
U fulritíilCts; Mgned by the st.ips inaster nnd certitletl bv
thc foteigu authorJlv coucernéd)
.• ' , I
iy : /jp't*' v’ 4
f,..'
ý/fori* ýÍCt '*y/'
'ó.ytt/f(v~yý/A7 -
........................ , . „ .
r'tfih*
)
y ~
>>' vif
l ,
■ -i ■■
t ;»
Úr sjóferðabók Steindórs Árnasonar, skipstjóra, þegar hann réðl
sig á Kaupmannahafnarskonnortuna Skirner. — „Han er paa-
mönstret den 27. Juli 1920 i Iscfjörd með 3/m Skont Skirner
af Köbenhavn paa Resje til England og videre. Han har gjort
Tjæneste som Letmatros og er afmönstret den 20. Oktober i Sigle-
fjord. A. Jörgensen — Förer“. — Siglufirði 21. 10. 1920 — Guð-
mundur Hafliðason (og stimpill Hvanneyrarhrepps).
togurum árið 1954 — en hann
andaðist 1958 — hef ég rekið
það einn síðan.
Sjómennskuferill minn var yf-
iriéitt farsæll — þannig sigldi
ég öll striðsárin og komst lif-
andi úr þeirri raun. Ég var á
Arinbimi hersi — er hann varð
fyrir þýzkri flugvélaárás í írska
kanalnum í upphafi stríðsins og
sluppum við furðu lítið meiddir
úr þeirri árás — annars vegn-
aði okkur vel f stríðinu. .
Á efri árum er mér þýngst
að horfa upp á togaraútgerð
drabbast niður — er það mikil
yfirsjón fyrir efnahagslíf okkar.
— g.ni.
Litlar frestveitingar verða
á skiium skattframtala
□ Nú er að hefjast nýtt
framtalsár og er undirbún-
ingur skattyfirvalda til öfl-
unar skattgagna þegar haf-
inn.
□ Skattyfirvöldin hafa
fengið fyrirmæli frá fjár-
málaráðherra um að hraða
framlagningu skattskráa
eins og unnt er á árinu
1968 og er það fyrirsjáan-
legt að skera verður mjög
við nögl allar frestveiting-
ar á skilum framtala, enda
mikill hluti frestbeiðna tal-
inn óþarfur.
Söfnun skattgagna má í höf-
uðatriðum skipta í tvennt,
sagði ríkisskattstjóri á fundi
með fréttamönnum í fyrradag.
Annarsvegar er söfnun gagna
um launagreijðslúr og skyld
atriði, hlutafé, stofnfé, arð.
greiðslur fyrir landbúnaðar- og
sjávarafurðir o.fl. Hinsvegar
söfnun skattframtala ásamt
ýmsum gögnum sem þeim eiga
að íylgjá', svo sem landbúnað-
ar- og sjávarúlvegsskýrslur.
fyrningarskýrslur, húsbygginga-
skýrslur. launagreiðsluyfirlit
og rekstrar- og efnahagsyfirlit
eða reikningar, smærri og
stærri atvinnurekenda.
Öll þau skatlgögn sem fyrst
voru talin verða póstlögð fyrir
áramót til þeirra launagreið-
enda og annatTa viðkomandi
aðila sem skráðir eru hjá skatt-
stjórtrm. Þessir aðilar eru um
2o þúsund að tölu og ber að
skila eyðublöðunum fullfrá-
gengnum til skattstjóra eða
umboðsmanna þeirra fyrir 20.
jan. n.k. Frestur til að skila
afurðagreiðslumiðum er þó til
febrúarloka.
Af þessum skattgögnum eru
launamiðarnir ásamt fylgiskjöl-
um þýðingarmestir. Launamiða-
fylgiskjöl sem send eru í þri-
riti og sem skila ber í tvíriti'
með launamiðunum, mynda
grundvöllinn fyrir álagningu
mikilvægra gjalda sem lögð eru
að meginhluta á atvinnurekst-
ur í landinu þ.e.a.s. lífeyris-
tryggingarsjóðsgjöld, launaskatt
og iðnaðargjald. Það er því
mikilvægt fyrir launagreiðend-
ur sjálfk að öll þessi gögn séu
réttilega og nákvæmlega gerð.
Á launamiðunum sjálfum
byggist könnun framtalinna
tekna í skattframtölum. Þess
má geta að áætlaður fjöl^i
launamiða, er skattyfirvöldun-
um mun berast fyrir 20. jan.
1968, er um 400 þúsund. Óná-
kvæmar upplýsingar á launa-
miðum skapa skattyfirvöldum
mjög mikla vinnu, sem hægt
væri að komast hjá ef launa-
miðamir væru nákvæmlega og
réttilega útfylltir. Þurfi að leið-
rétta eða afla upplýsinga um
t.d. 10. hvern launamiða, má
áætla að það taki fulla dag-
vinnu 4 til 5 manna í heilt ár.
Á sama hátt skapar dráttur á
skilum þessara gagna á rétt-
um tíma, hvort heldur f-á smá-
um eða stórum launagreiðend-
Framhald á 7. síðu.