Þjóðviljinn - 29.12.1967, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 29.12.1967, Qupperneq 8
3 SIÐA — ÞJOÐVILJINN — Föstudagur 29. desember 1967. — Mamma. Hann gekk til hennar, laut niður og tók um hendur hennar. — Ég er að byrja að gera mér ljóst, hve hræðilegt þetta hlýtur að vera fyrir þig. Viltu að ég gi&ti héma? Hún fór að taka til í gamla herberginu hans með sama á- kafa og kvenmaður sem tekur á móti ástvini eftir þriggja ára fjarvistir á hvalfangara. Þau kysstust og skildu undir svefn- inn. Hann lá í rúminu og horfði á skólafánana á veggnum- Hann vissi, að móðir hans lá á hnján- um í herbergi sinu og baðst fyr- ir; hann öfundaði hana. Hugur hans var eirðarlaus, en þó sner- ust hugsanir hans sífellt um Sheilu Grey. Hvers konar til- finningar voru þetta sem gagn- tókU' hann svt> mjög? Fannst honum hann vera óhreinn? Sið- laus? Viðbjóðslegur? Hvemig sem hann braut heil- ann, gat hann ekki fundið sér neina réttlætingu á athöfnum kvöldsins. Næsta morgun klæddi hann sig og hugsaði með sér, að bráð- um væri komið haust og hann hafði vonað að hann yrði búinn með bók sína fyrir áramót — en það mark virtist nú svo skelfilega langt undan. Hann þreifaði eftir sígarettu. Kassinn á náttborðinu var tómur, Og hann leitaði í jakkavösunum. Hann fann krypplaðan sígar- ettupakka, en ekkert sígarettu- veski. Silfursígarettuveskið hans var þama ekki. Hjarta hans tók HARÐVIDAR ÚTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKOLASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreíðslu- og snyrtistols Steinu og Dódó Laagav 18. III. hæð (lyfta) Sím) 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-968 ELLERY QUEEN: r a viðbragð, þegar honum varð ljóst, \ að hann hafði ekki séð það eða þreifað á því efitir að hann heimsótti Sheilu kvöldið áður. Hann fann kveikjarann og kveikti í einni af kryppluðu sígarettunum — með annan sokkinn á fætinum — og hann sagði við sjálfan sig: Gleymdu henni, gleymdu henni. Eftir nokkra stund lauk hann við að klæða sig, og hann var enn skjálfhentur. Hann rak næstum upp hljóð þegar hann gekk inn í borðstof- una. Faðir hans sat við borðið og var að drekka kaffi- Hvenær hafði hann komið? Og hvað hafði hann sagt? McKell eldri var tekinn í andliti eins og hann hefði ekkert sofið; fötin hans voru kryppluð. Þetta var óvænt. — Sæll, pabbi. Hvemig gekk ferðin? — Agætlega. Rödd Ashtens virtist hálfkæfð. Dane tók eftir þvi núna að augun í honum voru blóðhlaupin. Hann lyfti kaffibollanum, setti hann frá sér, færði undirskálina, fitlaði við sykurtengumar, Dane varð feginn þegar móðir hans kom til þeirra. Hún var fölari en vanalega. Það var auðséð að hún var búin að tala við manninn sinn. Dane velti fyrir .sér hvað hann hefði sagt henni, hvað hún hefði sagt við hann. Annars mötuðust þau að mestu þegjandi. Þegar Dane leit upp frá eggjunum sínum, mætti hann augnaráði föður síns, og þeir flýttu sér báðir að líta í aó .3 átt- Dane reyndi að túlka þetta augnaráð. Var það reiðilegt? Iðrandi? Laumulegt? Hræðslulegt? Honum fór að líða illa. Það var kominn tími til að fletta ofanaf öllu saman, hugs- aði Dane, og fann hvernig reið- — Við skuiwm fyrst fara til Parísar, hrópaði Lutetia. — Hvar eigum við að gista? Þau gerðu áætlanir eins og nýgift hjón. Sheila hafði þá líka sagt satt um þetta. Hún hafði verið að undirbúa þetta, losa sig við hann hægt og hægit og loks hafði hann skilið hvað hún var að fara. Eða var það eitthvað annað —? — Við höfum aldrei komið til Lúxemborgar, sagði Ashton ákafur. — Já, Ramon. — Bíllinn er til taks, herra McKell, sagði bílstjórinn. — Bíðið andartak. — Hvað er það, Margaret? spurði Lutetia. Ramon hafði far- ið út og Margaret gamla, þjón- ustustúlkan var komin inn. — Gestir, frú. — Á þessum tímadags? Hverj- ir eru það? — Lögreglumenn, frú. — Lögreglumenn? Suðan hófst fyrir eyxum Dan- es. Hann heyrði varla föður sinn segja: — Vísaðu þeim inn, Mar- garet. Lu, láttu mig um þetta — þú líka, Dane; hann vissi varla af því þegar tveir menn í borgarabúningi gengu inn, annar þeirna risi að vexti með urg- andi rödd. — Ég er Velie lögreglufulltrúi, sagði stórvaxni maðurinn og Opnaði skírteinið sitt. — Þetta 15 er Mack leynilögreglaiþjónn úr 17. hverfi. Mér þykir leitt að ó- náða ykkur svona snemma morg- uns, en þið vitið hvað komið hefiur fyrir hér í húsinu — — Komið fyrir? Ashton Mc- Kell reis á faetur. — Nei, full- trúi, við vitum ekkert um það- Hvað hefur komið fyrir? — Leigjandinn í topphúsinu, ungfrú Grey, var myrt rétt fyrir klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Lutetia McKell sneri sér ögn til og greip annarri fíngerðru hendinni um stólbakið. Eigin- maður hennar varð fyrst fölur, síðan eldrauður. Dane barðist við reiðibylgjuna og sigraði hana með geysilegu átaki. — Okkur langar til að vita, herra minn, sagði Velie lög- regluþjónn, — hvort þið hafið erðið nokkurs vör um það leyti sem morðið var framið ......... Hnén á AshtOn McKell sviku hann og hann hneig niður á gólfið. II. ÖNNUR HLIÐIN Hún hristi höfuðið. Einhvers stað- ar hafði hún náð í ilmsalt í víra- virkisflösku, og hún bar hana upp að fölu nefinu á eiginmanni sínum. Hann hreyfði sig til, reyndi að forðast lyktina- Hún lét sig ekki. — Það er ekki ann- að en ofreynsla. Maðurinn minn hefur haft alltof mikið að gera, og svo kemur þetta áfall ofaná allt saman .... I gær boðaði forsetinn hann til Washington. 1 fyrri viku þurfti hann að fljúga til Suður Ameríku. Við vorum einmitt að tala um að hann gæti tekið sér frí .... Myrt, sögðuð þér? Aumingja konan. Nei, við heyrðum ekki neitt; þetta er gamalt hús og veggir og gólf mjög þýkk. Dane, gerðu svo vel að sækja glas af vatni fram i eldhús. Nefndu ekki neitt við þjónustufólkið. Það er ástæðu- laust að koma þeim í uppnám. Hún hélt áfram að tala. Það var ekki annað á henni að heyra en ekkert væri eðlilegra en mað- urinn hennar félli í öngvit þeg- ar hann heyrði um voveifleg- an dauða leigjanddns. Smám saman varð litarhéttur hans eðlilegur; augnalok hans bærðust. Lutetia reis á fætur og sneri sér að lögreglumönnunum. — Þið hafið verið miög hjálp- legir. Nú er hann að ná sér. Ég veit að þið megið ekki tefja. — Sennilega þurfum við að koma seinna, sagði stórvaxni maðurinif afisakandi. Lögreglu- þjónamir fóru. Dane hafði sótt vatnið eins og f leiðslu. Hann settist við borðið og reyndi að koma lagi á taugar sínar, sem virtust hafa fengið riðu.- Allír vöðvar í hönd- um hans og andliti voru á iði. Hann vissi að hann myndi aldrei gleyma andliti föður síns að morgni 15da september, sem var tekið og fölt jafnvel áður en lögreglumennimir komu, varð síðan blýgrátt við fregnina og augun ranghvolfdust og hann hneig niður á gólfið. Hafði faðir hans nokkurn tíma á ævinni fallið í öngvit? Dane var viss um að þáð hefði hann e;kki gert. Fregnin um dauða Sheilu Grey hlaut að hafa verið geysi- legt áfall. Leynilögreglumennimir tveir — sá stóri með sleggjuhramm- ana og grjótkvamarröddina, sem hafði orð fyrir þeim — hvað hét hann nú aftur? Velie — voru þeir vanir að sýna svo' mikla umhyggju og alúð? Dane hélt ekki. Allir leynilögregluþjónar urðu að vera leikarar að vissu marki, og Dane virtist sem Velie lögreglufulltrúi hefði verið í fullum skrúða. Hann vissi eitt- hvað. Miklu meira en hann hafði gefið upp. Dane teygði sig eftir sígarettu. Og nú rifjaðist það upp fyrir honum: hann hafði ekki fundið sígarettuveskið sitt fyrr um morguninn, aðeins leifar af gömlum pakka. Hann fann enn þurrabragðið af sígarettunni sem hann hafði reykt. Eða var það bragðið af óttanum? þríhyrningnum in vall fram í honum, en hann bældi hana niður, settist á hana. Ekki meira af slíku. — Jæja, sagði Ashton McKell allt í einu. — Hér er álíka fjör- ugt og í Wall Street á sunnu- dagsmor.gni. Svipur hans hafði breytzt. — Og það er mér að kenna. Ég hef haft of mikið að gera. Ég er örþreyttur. Lutetia, hvemig litist þér á að koma í eitthvert ferðalag? Aðeins við tvö? í skemmtiferð? — Ashton! — Nú eru ferðmennimir að filykkjast heim, og við gætum farið tíl Evrópu- Engin viðskipti — aðeins gláp og gón með öðru ferðafólki. Ég lofa þvi að fiara ekki í eitt einasta útibú né heilsa upp á nokkum viðskiptavin. — Ó, Ashton, það væri dá- samlegt. Hvenær gætum við farið? — Því ekki núna? Höfuðpaur- inn beit á vörina. — Við getum farið strax og við fáum gott far með einhverri Drottningunni. Ég skal panta farið núna á eftir. Engin flugferð í þetta sinn — nú skulum við slæpast á sjónum — A S H T O N Lögregluiþjómamir tveir drösl- uðu Ashton McKell yfir í sófann og losuðu um fötin hans. Dane gerði ekkert. — Það er kannski rétt að hringja í lækni, frú McKell, sagði stóri maðurinn. Faðir hans var farinn að stynja; móðir hans hafði hringt í Peabody lækni og var nú afit- ur komin til eiginmanns síns; Dane skipti sér ekki af þeim heldur hljóp upp í herbergið sitt. Hann rótaði þar f öllu, spurði þjónustufólkið, æddi um hin herbergin. Hafnarfjörður Þjóðviljann vantar umboðsmann í Hafn- arfirði frá næstu áramótum. Upplýsing-ar gefur framkvæmdastjórinn í síma 17500. ÞJÓÐVILJÍNN HAZE AIROSOL hrelnsarandrúmsloftið á svlpstnndn SKOTTA Hann á áreiðanlega eftir að verða þjóðskálu, þú ættir að lesa smásöguna eftir hann í skólablaðinu ... BÍLUNN Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJONOSTAN’ Auðbrekku 53. Kópavogi. — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-, Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennun; bremsuskálar. • Slípum bremsudælur • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 - Sími 30135. BifreiBaeigendur Þvoið, bónið og sprautið bílana ykkar sjálfir. Við sköpum aðstöðuna. Þvoum og bónum ef óskað er Meðalbraut 18, Kópavogi. Sími 4-19-24

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.